Morgunblaðið - 21.10.1997, Síða 46

Morgunblaðið - 21.10.1997, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens (£6 vissi ékki að þú VÆRJRAÐSKZIPA BÓK Smáfólk UJE ARE pROUD TO ANN0UNCETMATTHI5 VEAR Ia)E HAVETWICE A5 AAANV PEOPLE WATCHIN6 OUR 6AME AS U)E HAD LAST YEAR! LA5T YEAR I U)A5 TWE ONLY ONE.. Velkomin til stjörnuliðsleiks árs- ins! Við erum stolt af því að geta sagt að í ár eru áhorfendur að Ieik okkar helmingi fleiri en í fyrra! í fyrra var ég sá eini... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Til hamingju, Halldór Frá Birgi Bragasyni: „HALLDÓR Elías Guðmundsson, Tjarnargötu 31, hefur fengið 100.000 punkta í frípunktakorta- leiknum vinsæla." Þannig hljómuðu auglýsingarnar á öllum útvarpsstöðvum í heila viku í byijun september, jafnvel tvisvar í sömu auglýsingasyrpu. Það var sama hvert maður ranglaði milli stöðva, alls staðar var verið að óska þessum Halldóri til hamingju. Skelf- ing hlýtur þessi maður að vera rík- ur, hugsaði ég. Sjálfur hef ég verzl- að fyrir tugi - ef ekki hundruð þúsunda - og skv. síðasta uppgjöri er ég kominn með 495 punkta, sem mun kannski nægja fyrir pylsu með öllu, ef ég sleppi brauðinu. En hvar bjó þessi auðjöfur? Jú, á bezta stað í bænum, beint á móti Ráðherrabú- staðnum á Tjamargötu 32. M.ö.o. í Tjörninni! Tjarnargata 31 er nefni- lega ekki til, nema kalla megi Tjarn- arhólmann því nafni. Ég varð þó ekki var við neinar byggingarfram- kvæmdir þar, enda mun nógu erfitt að fá byggingarleyfi í Tjörninni eft- ir að Ráðhúsinu var hróflað þar upp í norðurendanum þrátt fyrir mót- mæli þorra Reykvíkinga. En þar sem auðkýfingurinn Halldór átti að búa svömluðu bara nokkrar endur og átu blautar brauðskorpur. Kannski var það öndin Jóakim frændi, sem þarna var að stika út lóðina fyrir ijárhirzluna sína? Nei, það var of fjarstæðukennt. Ég fór og gluggaði aðeins í símaskrána. Og viti menn. Þar fann ég nafn Halldórs Elíasar! Hann virðist hafa skriðið á land líkt og árfeður okkar í örófi tíma og var búsettur á Tjam- argötu 37 og skráður nemi (ekki landnemi). Það er aldeilis búið að hækka námslánin, hugsaði ég, því mér er fullkunnugt um, að til að fá 100.000 punkta þarf hann að greiða yfir tvær milljónir. Og t.d. í Húsa- smiðjunni fengi hann parket til að leggja - ekki bara yfir Tjarnarhólm- mann, heldur yfir Tjörnina eins og hún leggur sig og borgarbúar gætu skriðið á skautum allt árið um kring. Vanalegum skautum á veturna og hjólaskautum á sumrin. Vonandi hefur hann keypti Lamella frá Finn- landi. Það á að þola allt. Mánudaginn 8. sept. hættu svo þessar síendurteknu auglýsingar að hljóma vegna þess að heimalningur- inn á móti (Ráðherrabústaðnum), Halldór Ásgríms utanríkisráðherra, átti afmæli þann dag. Eða kannski þau virtu fyrirtæki, bankinn minn, Islandsbanki, (sem hluthafi áskil ég mér rétt til að kalla hann ,,minn“), Hagkaup, Húsasmiðjan og Skeljung- ur, hafí loks áttað sig á mistökunum, eða Halldór Elías hafí legið undir ámæli bekkjarbræðra fyrir að hafa látið múta sér til að lána nafn sitt og heimilisfang, sem hvergi fínnst. Hvað um það? Til hamingju, Hall- dórar, bæði sá heimilislausi og fúll á móti. BIRGIR BRAGASON, Laugavegi 81, Reykjavík. Allir þurfa á bænum að halda Frá Heiðari Árnasyni: ÉG ER undrandi á þeim litlu við- brögðum sem Dagsljósþátturinn þriðjudagskvöldið 30. september hefur vakið. Þarna voru leiddir saman fulltrúi þjóðkirkjunnar, fulltrúi sértrúar- safnaðarins Krossins, og svo nokkr- ir „villuráfandi" sauðir, þó a.m.k. einn prestlærður í þeim hópi sem bar af kollegum sínum. Spumingin var hvort kristilegt væri að blanda spíritisma saman við kristna trú. Ég hef verið í þjóðkirkjunni í meira en hálfa öld og var því forvit- inn að heyra í mínum fulltrúa. Hann vildi lítið tjá sig framan af þætti, hafði lítið sem ekkert kynnt sér málefni hinna. Hann predikaði þungur á brún um kærleik og um- hyggju til náungans og í lok þáttar- ins skaut hann að einum af miðlun- um sem staddir voru í salnum, að mikið gengi á á fundum hjá honum, ekki vissi hann hvað það væri, en alls ekki væru það framliðnir. í lok þáttarins í beinni útsendingu var miðillinn ásakaður um að vera stórsvindlari og tíminn of naumur fyrir hann að svara fyrir sig. Þvílík- ur kærleikur, þvílík umhyggja en hve þaulhugsað. Fulltrúi Krossins sagði m.a. að þeir „villuráfandi“ væru eins og sjálfstæðismenn sem kysu Alþýðu- bandalagið! Það vakti mig til um- hugsunar að ef að þetta væru stjórnmálaumræður og minn flokk- ur væri endalaust að koma með yfirlýsingar og gerðir sem mér lík- aði alls ekki, flokkur sem sundrung og innbyrðis bölbænir hafa ríkt í endalaust sl. ár, þá kysi ég auðvit- að aldrei þennan flokk framar, þaðan af síður vær ég flokksbund- inn. En af því að þetta er kirkjan okkar þá verður maður sár og ger- ir ekkert í málunum. Mér finnst kirkjan mín ekki lengur höfða til mín, þessi „flokkur" hefur ekkert með trú mína að gera og ég get án samviskubits gengið úr honum strax. Það kom fram í þættinum að í Danmörku eru það aðeins 20% þjóð- arinnar sem trúa á framhaldslíf og því ekki eins margir „villuráfandi" og hér á landi þar sem rúmlega 60% trúa á framhaldslíf. En í Danmörku er samt sem áður kirkja fýrir spírit- ista, Danielkirken í Kaupmanna- höfn. Er ekki löngu tímabært að athuga þau mál hér? Hvað segja þessi rúmlega 60% sem finnst í lagi að blanda saman spíritisma og kristinni trú við því, jafnvel þó að þið trúið á álfa og huldufólk líka? Allir þurfa á bænum að halda, en þyrfti ég extra skammt, leitaði ég frekar til þeirra villuráfandi. Mér fínnst þeir hjartahlýrri, skilnings- ríkari og trúaðri. Þakka Dagsljóssmönnum fyrir þeirra framlag, þeir voru ágætir, en tíminn of stuttur. í guðs friði. HEIÐAR ÁRNASON, Kópavogsbraut 86, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.