Morgunblaðið - 24.10.1997, Side 25

Morgunblaðið - 24.10.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 25 Lista- verkið í Litháen ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýndi fyrir skömmu gamanleikinn Listaverkið á fyrstu leiklistarhátíð sem haldin er í Litháen. Leiknar voru tvær sýningar í Akademíska leikhúsinu í Vilnius og var húsfyllir á þeim báðum. I Listaverkinu eftir franska leik- skáldið Yazmine Reza leika þeir Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar Sigurðsson. Baltasar Kormákur segir að það hafi verið fyrir tilstilli litháíska leikstjórans Rimas Tuminas, sem nýverið stýrði uppfærslu Þjóðleik- hússins á Þremur systrum eftir Tsjekhov, að leikurunum var boðið LISTAVERKIÐ var nýverið sýnt á leiklistarhátíð í Vilnius. að flytja Listaverkið á leiklistarhá- tíð í Vilnius þar sem áhersla var lögð á ungt leikhúsfólk. „Það var mjög gaman að koma til Litháen og upplifa það sem er að gerast í leikhúslífinu þar. Litháar hafa auðgað okkar leikhús og það væri ánægjulegt ef við gætum komið á gagnvirku sambandi miili þjóð- arleikhúsanna tveggja,“ segir Baltasar. „Okkur var vel tekið, við sýndum fyrir fullu húsi og fengum jákvæða dóma.“ Listaverkið verður sýnt í Loft- kastalanum í vetur og hefjast sýn- ingar 31. október nk. Sigiii’veig sýnir dúkristur SIGURVEIG Knútsdóttir opnar sýn- ingu á dúkristum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, á morgun, laugar- dag, kl. 15-17. Sigurveig stundaði myndlist- arnám við Myndlistarskóla Reykja- víkur og við MHI, og útskrifaðist úr grafíkdeild. Ennfremur lagði Sig- urveig stund á kennslufræðinám við HÍ og hefur stundað kennslu. Á þessari fyrstu einkasýningu Sigurveigar sýnir hún 22 dúkristur þar sem unnið er með andstæður hins rökræna og sálræna og sam- spil þeirra þátta í tilfinningalífinu, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 12. nóv. og verður opin alla daga kl. 11-23. Sérinngangur gallerísins verður þó aðeins opinn kl. 14-18. VERK Sigurveigar. Islenskar kvik- myndir í Svíþjóð LANDSSAMBAND íslendingafé- laganna í Svíþjóð og Triangelfilm koma til með að standa að kvik- myndahátíðum í Svíþjóð, í sam- vinnu við Kvikmyndasjóð Islands og Flugleiðir. Hátíðin hest í Stokkhólmi í dag, 24. október, með frumsýningu á kvikmynd Friðriks Þ. Friðriksson- ar „Djöflaeyjan“. Auk hennar verða sýndar fimm aðrar myndir. Þá verða fyrirlestrar og hring- borðsumræður í tengslum við há- tíðina, þar verða meðal annarra þau Friðrik Þór Friðriksson, Krist- ín Jóhannesdóttir, Júlíus Kemp, Matthias Nordborg (Triangelfilm) og Jannike Áhlund (blaðamaður). Eftirtaldar myndir verðar sýnd- ar: Blossi. Leikstjóri Júlíus Kemp. Framleiðandi Friðrik Þór Friðriks- son og Júlíus Kemp; Á köldum klaka. Leikstjóri Friðrik Þór Frið- riksson. Framleiðandi Jim Stark; Ingaló. Leikstjóri Ásdís Thorodd- sen. Framleiðandi Martin Schlúter; Svo á Jörðu. Leikstjóri Kristín Jó- hannesdóttir. Framleiðandi Sig- urður Pálsson; Sódóma Reykjavík. Leikstjóri Óskar Jónasson. Fram- leiðandi Jón Ólafsson; Djöflaeyjan. Leikstjóri Friðrik Þór Friðriksson. Framleiðandi Friðrik Þór Friðriks- son. Frumsýning. Hátíðirnar verða 24. okt. til 6. nóv. í Stokkhólmi, 7.-13. nóv. í Malmö, 14.-20. nóv. í Gautaborg. 21.-27. nóv. í Lundi, 28. nóv. til 4. des. í Uppsölum, 5.-11. des. í Umeá og 12.-18. des. í Váxjö. •TÓLF verk sem Salvador Dali gerði á unglingsárum, seldust fyrir 270.000 pund, rúmar 30 milljónir ísl. kr., á uppboði í Lundúnum í vik- unni. Var það þrefalt hærra verð en verkin höfðu verið metin á en þau eru blekteikn- ingar af hóruhúsi, elskend- um, drykkjumanni og hópi tónlistarmanna, svo nokkur séu nefnd. Kaupandi verk- anna er Gala og Salvador Dali-stofnunin sem hefur að- setur í Figuera á Spáni. •FIÐLULEIKARANUM og hljómsveitarstjóranum Ye- hudi Menuhin voru á miðviku- dag afhent heiðursverðlaun Vínar fyrir framlag hans til menningarlífs borgarinnar. Menuhin hefur margoft hald- ið tónleika í Vín og kemur enn þangað til að stjórna Vín- arfílharmóníunni og fleiri hljómsveitum. Af öðrum sem hafa veitt verðlaununum við- töku má nefna fiðluleikarann Lorin Maazel og kvikmynda- leikstjórann Billy Wilder. Próffkjðr sjálfstæðis- manna í Reykjavík föstudag og laugardag 24. og 25. október 1997 Prófkjörið hefst í dag, föstudag, og er þá kosið I Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 13.00 til 21.00. Hverjir mega kjósa? hmbb**^™^™********" □ Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík og á Kjalarnesi, sem þar eru búsettir og hafa náð 16 ára aldri prófkjörsdagana. Q Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og á Kjalarnesi sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 23. maí 1998 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík eða á Kjalarnesi fyrir lok kjörfundar. Athugið. Á morgun laugardag verdur kosið á sex stöðum í sjö kjörhverfum: Hótel Saga C-sal, Valhöll, Hraunbæ 102b, Álfabakka 14a, Hverafold 1-3 og Fólkvangi, Kjalarnesi. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. í 5,- ó.sœti Gaui litli Björn Jörundur, tónlistarmaður Hjörtur Grétarsson, kvikmyndagerðarmaður Sigurður Gísli Pálmason, forstjóri Svava Johansen, verslunarmaður Bolli Kristinsson, verslunarmaður Hallur Helgason, útvarpsstjóri Steinn Ármann Magnússon, leikari Halldór Lárusson, verðbréfamiðlari Sigríður Sigurjónsdóttir, þrívíddarhönnuður María Ólafsdóttir, búningahönnuður Guðlaugur Þór Þórðarson, útvarpsstjóri Þorsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Stuðningsmenn I Kosningamiðstöðin Austurstræti Símar: 561 9599 / 561 9526 / 561 9527 Kormák

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.