Morgunblaðið - 24.10.1997, Page 31

Morgunblaðið - 24.10.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 31 AÐSENDAR GREINAR Tímamót í Félagsdómi ÞRIÐJUDAGINN 14. október var kveð- inn upp merkilegur dómur í Félagsdómi í máli er ASÍ höfðaði f.h. Verkakvennafé- lagsins Framsóknar og Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar á hendur Reykjavíkur- borg og Starfsmanna- félagi Reykjavíkur- borgar. í málinu var tekist á um störf ræst- ingafólks, matráðs- kvenna og starfsfólks við kaffiumsjón í þremur skólum borg- arinnar og hvort fé- lagsmenn Framsóknar og Dags- brúnar hefðu forgangsrétt til þess- ara starfa á grundvelli forgangs: réttarákvæða kjarasamninga. í kröfugerð ASÍ var þess krafist að forgangsréttur félagsmanna Fram- sóknar og Dagsbrúnar yrði viður- kenndur. Reykjavíkurborg krafðist sýknu og einnig starfsmannafélag- ið. Starfsmannafélag Reykjavíkur gagnstefndi einnig og gerði þá kröfu í gagnsök að dæmt yrði að samkomulag borgarinnar og Starfsmannafélagsins um störf skólaliða væri ekki brot á forgangs- réttarákvæðum. Deiluefnið Aðilar gerðu með sér samkomu- lag um að leggja málið fyrir Félags- dóm. í samkomulaffinu er kiarna deilunnar lýst en þar segir orðrétt: „Þann 15. júlí gerðu Starfsmanna- félag Reykjavíkurborg- ar og Reykjavíkurborg með sér kjarasamning um störf skólaliða í grunnskólum borgar- innar. Meðal starfa skólaliða samkvæmt starfslýsingu er ræst- ing á skólahúsnæði og ákveðin störf í mötu- neyti, en verkefnum þessum hefur fram til þessa verið sinnt af fé- lagsmönnum í Verka- kvennafélaginu Fram- sókn. Verkakvennafé- lagið Framsókn telur að Reykjavík- urborg hafi brotið gegn gildandi forgangsréttarákvæði í kjarasamn- ingi aðila með samningum við Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar. Reykjavíkurborg og Starfs- mannafélagið hafa ekki failist á þessa skoðun Framsóknar. Til lausnar ágreiningi aðila í þessu efni hafa aðilar orðið ásáttir um að leggja málið fyrir Félagsdóm til úrlausnar". Forgangsréttarákvæðin hornsteinn í skipulagi stéttarfélaga í málinu var m.ö.o tekist á um gildi forgangaréttarákvæða kjara- samninga en á þeim byggja stéttar- félög m.a. starfsemi sína og er það skoðun marera í verkalvðshrevfiner- Gunnar Jóhann Birgisson unni að forgangsréttarákvæðin séu eina vörn þeirra launþega sem vinna störf, sem ekki eru vernduð af ein- hvers konar löggildingum eða við- urkenndum námsgráðum. For- gangsréttarákvæði kjarasamninga tryggja félagsmönnum viðkomandi stéttarfélags forgang til þeirrar vinnu sem um ræðir á félagssvæði stéttarfélagsins. Forgangsréttar- Niðurstaða dómsins, segir Gunnar Jóhann Birgisson, hlýtur að teljast til pólítískra tíðinda. ákvæði eiga sér langa sögu. Þegj- andi samkomulag hefur verið á milli aðila vinnumarkaðarins um að semja um forgangsrétt með þessum hætti í kjarasamningum. Oft hefur reynt á gildi þeirra fyrir Fétagsdómi og hefur það sjónarmið verið viðtek- ið í íslenskri réttarframkvæmd að forgangsréttarákvæði standist að lögum. Forsendur Félagsdóms Til að gera langa sögu stutta þá sýknaði Félagsdómur Reykjavíkur- borg og Starfsmannafélag Reykja- víkur en tók gagnkröfu starfs- mannafélagsins til greina! Dómur- inn reyndar klofnaði í afstöðu sinni og vildi minnihluti dómsins taka til greina kröfur stefnenda. Meiri- hluti dómsins taldi að félagsmenn Framsóknar og Dagsbrúnar hefðu forgang til allrar almennrar verka- mannavinnu. Slík forgangsréttar- ákvæði verði hins vegar að túlka þröngt með hliðsjón af reglunni um samningsfrelsi þar sem um undantekningu frá þeirri reglu sé að ræða. Dómurinn taldi síðan að þegar litið sé til starfslýsingar skólaliða verði ekki á það fallist að þau störf feli í sér hefðbundna verkamannavinnu. Dómurinn taldi að starf skólaliða væri nýtt starf. Dómurinn taldi óumdeilt að starfs- menn Reykjavíkurborgar, sem eru í Verkakvennafélaginu Framsókn og Verkamannafélaginu Dags- brún, nytu forgangs til ræstingar- starfa. Hins vegar hefðu ræsting- arstörf verið felld niður í þeim þremur skólum sem um var deilt og síðan segir orðrétt í forsendum dómsins: „Þar sem ræstingar í þremur umræddum skólum eru nú hluti af starfi skólaliða, sem sam- kvæmt framansögðu telst nýtt starf, ber að hafna þeirri kröfu stefnanda að félagsmenn í fram- sókn og Dagsbrún hafi forgangs- rétt til þess starfs.“ Með sambæri- legum rökum hafnaði dómurinn forgangsrétti félagsmanna Fram- sóknar og Dagbrúnar til annarra starfa sem um var deilt. Kjarninn í forsendum dómsins virðist vera sá að þar sem um nýtt starf sé að ræða og þrátt fyrir að í því starfi felist vinna, sem aðrir starfsmenn höfðu áður með hönd- um en lögð hafi verið niður, þá sé ekki um brot á forgangsréttar- ákvæðum kjarasamninga að ræða. Þessi niðurstaða dómsins hlýtur að teljast til tíðinda í vinnurétti. Því út frá þessum dómi sýnist mér að megi draga þá ályktun, að at- vinnurekendur geti með breyttum verklýsingum eða með því að stofna ný störf yfirtekið störf ann- arra stétta eða launþega er hjá þeim starfa án þess að þurfa að hafa áhyggjur af forgangsrétta- rákvæðum kjarasamninga. Þessi niðurstaða hlýtur því að vera laun- þegahreyfingunni mikið áhyggju- efni þótt aðrir, sem hafa haft horn í síðu forgangsréttarákvæða, kunni að fagna þessum tímamót- um. R-listinn vegur að undirstöðum stéttarélaganna Niðurstaða dómsins hlýtur einnig að teljast til pólítískra tíðinda. Því hver hefði trúað því að það yrðu félagshyggjuöflin í Reykjavík, sam- bræðsla vinstriflokkanna, R-listinn, meirihluti borgarstjórnar, sem yrði til þess, í samningum við starfs- menn borgarinnar, að hnekkja for- gangsréttarákvæðum kjarasamn- inga og vega þannig að undirstöð- um skipulags íslenskra stéttarfé- laga. I sératkvæði minnihluta Félags- dóms, sem Vildi taka kröfur félags- manna Framsóknar og Dagsbrúnar til greina, er að finna rökstuðning sem er í samræmi við viðtekna dóm- venju í þessum efnum. Þar segir m.a. orðrétt: „Þegar til þess er litið að ræstingarstörf og störf í mötu- neytum hafa um áratuga skeið ver- ið sjálfstæð störf og sérstaklega um þau samið í kjarasamningum eru ekki rök til að telja að stjórnunar- réttur vinnuveitenda nái til svo rót- tækrar breytingar á þeim að hann geti einhliða og án tillits til gild- andi kjarasamninga og án samráðs við viðsemjendur sína sameinað þau óskyldum störfum á þeim tíma sem hann er bundinn af kjarasamningi sem kveður á um forgangsrétt fé- lagsmanna tiltekins stéttarfélags eða félaga til þeirra. Því verður ekki á það fallist að með samein- ingu ræstingarstarfa og tiltekinna starfa í mötuneytum í þremur grunnskólum Reykjavíkurborgar og starfa sem nú eru og hafa verið á samningssviði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar undir nýju starfsheiti geti Reykjavíkurborg fellt brott forgangsrétt félags- manna stefnanda til þeirra. Enda er ljóst að þessi störf verða áfram unnin í skólunum“. Höfundur er borgarfulltrúi. IÐNAÐARMANN BORGARSTJORN Kiósum Kristján Guðmundsson Q sætið Kristján Guðmundsson, fofmaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og hefur reynslu sem nýtist vel í Borgarstjórn Reykjavíkur. Stuðningsmenn skora á alla Sjálfstæðismenn að tryggja Kristjáni E3BS5IE1 á lista flokksins Kosningaskrifstofa stuðningsmanna er í Skipholti 50b Símar: 552-6127 / 552-6128 Netfang: khk@mmedia.is Heimasíða: http://www.mmedia.is/~khk í borgarstjórri Reykjavíkur þurfa sjónarmið launþega að eiga sinn fulltrúa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.