Morgunblaðið - 02.12.1997, Page 2

Morgunblaðið - 02.12.1997, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1998 Auka skattaaf- slátt lífeyrisþega í FRUMVARPI að fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar fyrir 1998 er gert ráð fyrir þvi að heildar- tekjur verði tæplega 21,3 millj- arðar en heildargjöld 19,5 millj- arðar króna. Borgarstjóri sagði einnig að ákveðið hefði verið að leggja áherslu á að veita tekjulitl- um elli- og örorkulífeyrisþegum aukinn afslátt af fasteignaskött- um og holræsagjaldi frá því sem verið hefur. „Borgin hefur yfír- leitt miðað við grunnlífeyri Tryggingastofnunar, en hann hækkar um 65% milli áranna 1997 og 1998 en við höfum ákveð- ið að hækka okkar viðmiðunar- upphæðir um 18% að meðaltali þannig að þeim mun fjölga veru- lega sem geta fengið skattaafslátt hjá borginni," sagði borgarstjóri. „Við gerum ráð fyrir að kostnað- arauki borgarsjóðs vegna þessa verði 22 milljónir á árinu en af- slátturinn var 53 milljónir í heild á síðasta ári.“ „Fjárhagsáætlunin er algjör uppgjöf og viðurkenning á að lof- orðin sem R-listinn var kosinn út á, verða ekki efnd,“ segir í yfir- lýsingu sem borgarstjómarflokk- ur sjálfstæðismanna sendi frá sér í gær. ■ Hallalaus/10 ■ Loforð verða/10 Suðurskautsleiðangurinn Komnir til Höfðaborgar FREYR Jónsson og Jón Svanþórs- son, sem aka breyttum Toyota Land Cruiser jeppum á Suðurskautslandið í sænska rannsóknaleiðangrinum SWEDARP, komu til Höfðaborgar í gær. Þar biðu þeirra á hafnarbakk- anum gámar frá Eimskip með jepp- unum. Fyrsta verk íslendinganna var að ná bílunum út úr gámunum og aka þeim inn í skipið Outeniqua sem flyt- ur þá til Suðurskautslandsins. Með- an á leiðangrinum stendur verður fjallað um hann á alnetinu á slóðinni httpý/www.mbl.is/sudurskaut/. Fyrsta umfjöllunin þar birtist í dag. Á morgun vinna Freyr og Jón að lestun og frágangi í skipinu en brott- för verður frá Höfðaborg til Suður- skautslandsins 4. desember. Áætlað- ur siglingatími er 13 dagar. Meðan á siglingunni stendur verða m.a. hald- in námskeið í skyndihjálp og með- höndlun ofkælingar undir umsjón Krister Ekblad læknis. Ráðgert er að komið verði að ísbrúninni við Rampen í Dronning Maud land 17. desember nk. Rampen er skarð í ís- hellunni sem gerir uppgöngu þægi- legri. Leiðangursmenn eyða fyrsta degi sínum á Suðurskautslandinu 17. desember. Farþegar greiða lægri fargjöld en áður TEKJUR af erlendum ferðamönn- um námu 16,6 milljörðum króna fyrstu 9 mánuði ársins, samkvæmt yfirliti Seðlabankans, og jukust um tæpan milljarð milli ára. Ferðamönnum fjölgaði á þessu tímabili um 13% en fargjaldatekjur jukust hins vegar aðeins um 5%, sem bendir til að farþegar hafi greitt lægri fargjöld en áður. Tekjur af neyslu ferðamanna juk- ust um 6,5% á sama tíma, sem bend- ir til þess að ferðamenn hafi eytt minna, ýmist vegna skemmri dvalar eða minni eyðslu. ■ Stefnir í/20. --------------- Fiskur á Fróðárheiði FISKKÖR duttu af fiskflutningabíl í fyrrinótt, en bíllinn var á leið frá Olafsvík til Reykjavíkur. Tvö kör duttu af bflnum og það þriðja datt af aftanívagni á beislið og dreifðist innihaldið úr því á veginn. Fiskur var því á víð og dreif á vegin- um yfir Fróðárheiði og alla leið niður í Staðarsveit. Bflstjórinn varð ekki var við hvað hafði gerst fyrr en hann stoppaði í Borgamesi. Morgunblaðið/Kristinn Ljósin kveikt á aðventu JÓLALJÓSIN voru kveikt um allt Iand þegar að- Kringlunni og var búinn að setja upp jólasveinahúfu ventan gekk í garð á sunnudag. Þessi piltur fylgdist í tilefni dagsins. Krakkar um land allt opnuðu svo spenntur með því þegar kveikt var á jólatrénu í fyrsta gluggann í jóladagatalinu sínu í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar í meiðyrðamáli Stj órnmálamenn þurfa að þola meira en aðrir HÉRADSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Jóhanns G. Bergþórssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði um 250 þúsund króna miskabætur vegna ummæla sem Gunnar Ingi Gunnarsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur, viðhafði um hann. Jóhann krafðist ómerk- ingar ummælanna, en Kristjana Jónsdóttir hér- aðsdómari vísaði m.a. til þess að stjórnmálamenn þyrftu að þola meiri og nærgöngulli umræður um orð sín og athafnir en flestir aðrir borgarar. Ummæli Gunnars Inga um Jóhann voru höfð eftir honum í DV 17. ágúst í fyrra og voru svohljóðandi: „Ég hef fylgst með honum gegnum árin og komist að þeirri niðurstöðu að allar þær fjölskyldur sem hann hefur skilið eftir í botn- lausu gjaldþroti hér og þar um landið og sá máti sem hann virðist upplifa það sem hann hefur valdið gerir það að verkum að ég set stórt spurn- ingarmerki við það hvort þessi maður skynjar siðferði yfirleitt.“ Jóhann sagði að með þessum ummælum hefði verið vegið alvarlega að mannorði sínu og æru. Látið væri að því liggja að hann hefði valdið gjaldþroti fjölmargra fjölskyldna víða um land, að hann hefði stundað þessa iðju um árabil og af algerri siðblindu. Jafnvel þótt réttarvemd þeirra sem tækju þátt í opinberu lífi kynni að vera með öðrum hætti en hinna sem til hlés stæðu, þá væru ummælin slík að þau féllu þar fyrir utan. Að minnsta kosti gæti ekki hvaða sjálfskipuðum pólitískum andstæðingi sem væri liðist að vega með þessum hætti að æru hans. Gunnar Ingi sagði það ekkert annað en hróp- legt dæmi um alvarlegan siðferðis- og dóm- greindarbrest, svo ekki væri meira sagt, að þrjóskast áfram með vonlausan rekstur fyrirtæk- is, draga undirverktaka út í hrikaleg skuldafen, sniðganga opinber gjöld og enda með því að láta dómstóla þvinga sig til að hætta vitleysunni um leið og allri sekt væri afneitað og öðrum kennt um hvemig hefði farið. „Sá sem hagar sér svona í blindu siðferði, eða af öðrum ástæðum, er bein- línis varhugaverður þjóðfélagsþegn og þá kannski sérstaklega sem pólitískur valdhafi," sagði Gunnar Ingi. Varðar ekki ómerkingu Dómarinn vísaði til þess, að Gunnar Ingi hefði verið að ræða um Jóhann sem stjómmálamann. Jóhann hefði verið í forsvari fyrir fyrirtækið Hagvirki-Klett hf. og samkvæmt því borið ábyrgð á rekstri félagsins, sem varð gjaldþrota og voru kröfur í þrotabúið rúmar 633 milljónir. „Enda þótt fyrirtækið Hagvirki-Klettur hf. sé ekki nefnt í viðtali stefnda við blaðamann DV má telja ljóst, að vísan stefnda til gjaldþrota fjöl- skyldna höfðar til framangreinds gjaldþrots Hagvirkis-Kletts hf., en sýnt þykir, að við slíkt gjaldþrot verða margir fyrir fjárhagslegu tjóni,“ sagði dómarinn og taldi að þótt Gunnar Ingi hefði tekið djúpt í árinni þá þættu ummælin í ljósi þessa ekki vera þess eðlis eða þannig fram sett að þau vörðuðu ómerkingu eða refsingu. Morgun- blaðið selt í lausa- sölu í London FRÁ OG með 1. desember verður hægt að kaupa Morgunblaðið í lausasölu í London. í fyrstu verður blaðið selt á tveimur stöðum, ann- ars vegar á Great Marlborough Street (við Regent Street) og hins vegar í blaðsölutuminum við Piccadilly Circus. Lausasöluverð Morgunblaðsins í London er 2 pund eða um 240 krónur. Bætt þjónusta við áskrifendur á Bretlandseyjum Til að bæta þjónustuna við áskrif- endur Morgunblaðsins á Bret- landseyjum hefur verið ráðinn um- boðsmaður, Magnús Steinþórsson, frá og með 1. desember. Með þessu móti verður dreifing blaðsins tryggð til áskrifenda á Bretlandseyjum daginn eftir út- gáfudag. Þeir sem vilja bætast í hóp áskrifenda hafi samband við Magnús í síma 01372-722111 eða áskriftardeild Morgunblaðsins í síma 569 1122. Einnig er hægt að senda áskrift- ardeild Morgunblaðsins tölvupóst í tölvupóstfangið askiTft@mbl.is. Áskriftarverð Morgunblaðsins á Bretlandseyjum er 1,9 pund á hvert blað. ----♦-♦-♦- • • Ororku- og ellilífeyrir tengdur launavísitölu RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að taka aftm- upp tekjutengingu elli- og örorkulífeyiTs og verður líf- eyririnn frá og með 1. janúar nk. tengdur launavísitölu. Tekjuteng- ingin var afnumin árið 1995, við lít- inn fógnuð ellilífeyrisþega. „Það hafa komið fram mjög ein- dregnar óskir, sérstaklega af hálfu fulltrúa eldri borgara, um að bætur þeirra sæki viðmiðun til almennrar launaþróunar í landinu og rflds- stjómin ákvað að verða við því og gera breytingar á lögum í þá veru,“ segir Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra, en breytingin fer í band- orm ríkisstjómarinnar sem fylgir fjárlögum. BÆKIJR \n:NMN<; LISTIR HÓDllUIM Undarleg tákná bókatið BÆKUR, sérblað Morgun- blaðsins um bækur og bók- menntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um alþing- isskáld, bersögli og gagnrýni og birtist í henni ljóð eftir Boris Jeltsín. Einnig eru í blaðinu umsagnir um nýjar bækur, m.a. um nýtt smásagnasafn Daviðs Oddssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.