Morgunblaðið - 02.12.1997, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997
MORGUNBLA ÐIÐ
FRÉTTIR
Heildarmat á búsetuskilyrðum landshlutanna
Hlutfall (%) þeirra sem segjast ánægðir með búsetuskilyrði að frádregnu hlutfalli þeirra sem segjast óánægðir með þau
Höfuð- Norður- Norður-
Allir þættir búsetu- borgar- svæðið Suður- nes Vestur- land Vest- firðir land vestra land eystra Austur- land Suður- land Meðal- tal
skilyrða samanlagðir 37 26 11 5 19 28 10 26 20
Atvinnumál 27 -3 -21 2 -35 13 2 -7 0
Opinber þjónusta 48 54 73 46 80 79 60 78 63
Húsnæðismál 35 49 -23 -45 17 10 -29 24 8
Menning/afþreying 79 49 42 39 52 63 28 41 52
Samgöngur 45 53 20 8 33 54 30 48 38
Verslun/þjónusta 71 45 39 0 22 32 -15 32 32
Umhverfisaðstæður 37 60 92 45 77 82 79 52 63
Veðurfar 22 18 41 31 58 54 86 37 42
Heildarrnat búsetuskilyrða eftir byggðarstigi
Ný skýrsla um þróun búsetu á íslandi
20% fískvinnslufólks
áforma að flytja burt
STEFÁN Ólafsson prófessor segir
að breytingar í fiskvinnslu eigi stór-
an þátt í þeim búferlaflutningum
sem átt hafi sér stað frá sjávarút-
vegsplássum á landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikil
fylgni sé á milli fækkunar starfa í
fiskvinnslu á einstökum landssvæð-
um og fækkunar íbúa á svæðunum.
Þar sem störfum í fiskvinnslu hafi
fækkað mest, þ.e. á Vestfjörðum,
Austfjörðum og Vesturlandi, hafi
fólki einnig fækkað mest.
í skýrslu Stefáns um búsetu á
íslandi, sem hann gerði fyrir
Byggðastofnun, kemúr fram að 20%
fólks, sem starfar í fískvinnslu, telja
líklegt að þau muni flytjast á brott
úr sínu byggðarlagi á næstu tveimur
árum. Engin önnur atvinnugrein er
með svo hátt hlutfall. Til samanburð-
ar má nefna að aðeins 5% fólks, sem
starfar í landbúnaði, áforma að flytj-
ast úr sínu byggðarlagi þrátt fyrir
að sú atvinnugrein eigi við mikla
erfiðleika að stríða.
í skýrslunni kemur fram að fólk
í byggðarlögum þar sem íbúar eru
200-1.000 er óánægðast með bú-
setuskilyrði sín. Flest þessara bæj-
arfélaga byggja afkomu sína á sjó-
sókn og fískvinnslu. Stefán segir
að þetta bendi m.a. til þess að bú-
ferlaflutningar frá landsbyggðinni
til höfuðborgarsvæðisins muni
halda áfram á næstu árum með
svipuðum hætti og verið hefur.
Búferlaflutningar meiri hér en
í Skandinavíu
Í skýrslunni er reynt að bera
saman búferlaflutning á íslandi og
á hinum Norðurlöndunum. Niður-
staðan er sú að þeir séu umtalsvert
meiri hér á landi en í hinum löndun-
um. Á árunum 1961-1990 fækkaði
íbúum á nyrstu svæðunum í Nor-
egi, Finnlandi og Svíþjóð að meðal-
tali um 18% en á íslandi fækkaði
íbúum á iandsbyggðinni á sama
tímabili að meðaltali um 29%. Stef-
án segir að þessar tölur sýni að
búferlaflutningar hljóti að vera
meðal stærstu mála þjóðarinnar.
í skýrslunni er gengið út frá þeirri
kenningu að mat fólks á búsetuskil-
yrðum skýri búferlaflutningana.
Niðurstaða skýrslunnar staðfestir
þessa kenningu því að segja má að
nánast fullkomin fylgni sé á milli
mats fólks á búsetuskilyrðum og
búferlaflutninga. Mestir flutningar
hafa átt sér stað frá Vestfjörðum,
en í skoðanakönnun Stefáns kemur
fram að Vestfirðingar eru óánægð-
astir með eigin búsetuskilyrði.
Til að leita skýringar á búferla-
flutningunum lét Stefán gera skoð-
anakönnun þar sem fólk var spurt
út í 24 atriði, sem talin eru geta
haft áhrif á búsetuskilyrði. Könnun-
in leiðir í ljós að fólk á höfuðborgar-
svæðinu er, þegar allt er talið,
ánægðast með búsetuskilyrði sín.
Þar á eftir koma íbúar Norðurlands
eystra. Þá koma íbúar Suðurlands
og Suðurnesja og á eftir þeim íbúar
Norðurlands vestra. Aftastir eru
íbúar Vestfjarða en ofan við þá eru
íbúar Austfjarða og Vesturlands.
Þau atriði sem fólk er ánægt með
eru nokkuð mismunandi milli lands-
hluta. Athygli vekur að íbúar lands-
byggðarinnar eru almennt ánægðari
með opinbera þjónustu en íbúar höf-
uðborgarsvæðisins. Aukin opinber
þjónusta á landsbyggðinni virðist því
ekki vera fallin til þess að snúa
byggðaþróuninni við.
Fólk er hins vegar síður ánægt
með húsnæðismálin. Vestfirðingar
og Austfirðingar skera sig þar úr
og nefna sérstaklega húshitunar-
kostnað og húsnæðiskostnað al-
mennt. Talsverð óánægja er einnig
með atvinnumál, sérstaklega á
Vesturlandi og Norðurlandi vestra.
Egill Jónsson, formaður stjórnar
Byggðastofnunar, segir að þessi
skýrsla sé fallin til þess að gera
umræðu um byggðamál faglegri og
traustari. Vonandi geri hún einnig
ákvarðanatöku auðveldari. Stjóm-
málamenn og sveitarstjórnamenn
hafí nú fengið upplýsingar í hendur
sem vonandi eigi eftir að nýtast
þeim við að styrkja búsetu á lands-
byggðinni.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
SAFÍR frá Viðvík er nú kominn í fremstu röð stóðhesta, staðan
góð í kynbótamatinu og ef áætlanir nýrra eigenda ganga eftir
verður hann einn hæst metni hestur landsins í krónum talið.
Knapi á myndinni er fyrri eigandi, Jóhannes Ottósson.
Hlutafélag stofnað um
Safír frá Viðvík
ÞEIR félagar Jón Kristjánsson og
Ásgeir Svan Herbertsson sem á
dögunum festu kaup á stóðhest-
inum Safír frá Viðvík hafa ákveðið
að stofna hlutafélag um rekstur
hestsins. Um verður að ræða 30
hluti og veitir hver þeirra rétt á
að halda tveimur hryssum undir
hestinn árlega. Þannig mun hest-
urinn anna 60 hryssum eigenda
hestsins en tíu hryssur fá að koma
undir hestinn þar fyrir utan og
verða þeir folatollar notaðir til
reksturs hestsins.
Jón og Ásgeir hyggjast sjálfir
eiga um 25 til 30% í hestinum. Þá
sögðu þeir að erlendir aðilar
myndu kaupa nokkra hluti en viidu
ekki á þessari stundu upplýsa
hverjir það væru. Hesturinn verð-
ur í Víðidalnum í Reykjavík í vetur
en á sumrin mun hann verða að
Feti hjá Brynjari Vilmundarsyni
sem mun kaupa hiut í hestinum.
Ekki vildu þeir félagar gefa upp
söluverð hlutanna að svo komnu
rnáli.
Mikill áhugi fyrir hestinum
erlendis
Þeir félagar efuðust ekki um
að hlutimir seldust því svo virtist
sem færri muni fá en vi(ja. Þeir
sögðu til dæmis að í Þýskalandi
væri mikill áhugi fyrir hestinum
og hefðu þeir auðveldlega getað
selt hann utan hefðu þeir kært sig
um. Þeir hefðu hins vegar
tröllatrú á Safír og teldu fulla
þörf fyrir hann í íslenskri hrossa-
rækt. Stefndu þeir að afkvæma-
sýningu á iandsmóti á Meigerðis-
melum. Einnig væri í athugun að
þjálfa hestinn með þátttöku í
gæðingakeppni í huga næsta vor
en ákvörðun um slíkt biði væntan-
legra hluthafa. Stöðu Safírs í
kynbótamatinu sögðu þeir mjög
góða enda væru afkvæmi hans
farin að bera hróður hans víða.
Ekki var rétt farið með hæstu
aðaleinkunn Safírs í hestaþætti á
dögunum þar sem sagt var frá
sölunni á honum, hæst hefur hann
hlotið 8,35 en ekki 8,31.
Nýr prestur
vígður
BISKUP íslands, herra Ólafur
Skúlason, vígði sl. sunnudag í Dóm-
kirkjunni Jón Ármann Gíslason,
cand. theol. til sóknarprests í
Skinnastaðaprestakalli í Þingeyjar-
prófastsdæmi.
Var þetta síðasta prestsvígsla
biskups en hann lætur af embætti
um áramótin. Vígsluvottar voru þeir
sr. Guðmundur Þorsteinsson, dóm-
prófastur og lýsti hann vígslu, sr.
Hildur Sigurðardóttir, sr. Ingimar
Ingimarsson, prófastur Þingeyinga,
og sr. Kristján Búason, dósent auk
sr. Hjalta Guðmundssonar, dóm-
kirkjuprests, sem þjónaði fyrir altari
ásamt biskupi. Dómkórinn undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar
söng við athöfnina.
Morgunblaðið/Kristinn
Starf útvarpsstjóra
Ríkisútvarps auglýst
STARF útvarpsstjóra Ríkisútvarps-
ins var auglýst laust til umsóknar
í Morgunblaðinu á sunnudaginn.
Pétur Guðfínnsson útvarpsstjóri
lætur af störfum fyrir aldurs sakir
um áramót.
Pétur hefur gegnt starfínu í eitt
ár, eftir að Heimir Steinsson vék
úr sæti útvarpsstjóra til að taka við
starfi sóknarprests á Þingvöllum.
Heimir gegndi því embætti áður, á
árunum 1982 til 1991 er hann varð
útvarpsstjóri.
Áður en Heimir varð útvarps-
stjóri gegndi Markús Örn Antons-
UPPLÝSINGAÞJÓNUSTAN ehf.
efnir til ráðstefnu um áhættumat
og fjármálaþjónustu á morgun,
miðvikudaginn 3. desember nk. kl.
9.30-12 á Hótel Sögu.
Námstefnustjóri er Sveinn
son starfinu. Hann lét af því þegar
hann varð borgarstjóri í Reykjavík
um tíma. Markús er nú- fram-
kvæmdastjóri hljóðvarps Rikisút-
varpsins.
Pétur Guðfinnsson var fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins frá
stofnun þess árið 1966 og stað-
gengill útvarpsstjóra í fjarveru hans
allt þar til hann tók við starfí út-
varpsstjóra fyrir ári.
Umsóknarfrestur um starf út-
varpsstjóra rennur út 18. desem-
ber. Skipað verður í starfið til fímm
ára.
Hannesson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt
er að tilkynna þátttöku fyrirfram
til Upplýsingaþjónustunnar ehf.,
Húsi verslunarinnar.
Biskup
viðstaddur
vígslu í York
ERKIBISKUP ensku biskupakirkj-
unnar í York hefur boðið biskupi
íslands, herra Ólafi Skúlasyni, að
taka þátt í biskupavígslu í borginni
miðvikudaginn 3. desember. Erþetta
boð erkibiskupsins í samræmi við
samkomulag biskupakirkjunnar og
lúterskra kirkna Norðurlandanna
um gagnkvæma viðurkenningu á
vígslum og embættum.
Frá York halda biskupshjónin, ÓI-
afur og Ebba Sigurðardóttir, síðan
til London og sitja boð erkibiskupsins
af Kantaraborg, þar sem íslenski
sendiherrann í Englandi er meðal
gesta. Sunnudaginn 7. desember
prédikar herra Ólafur Skúlason bisk-
up síðan í Grosvenor Chapel, þar sem
erlendir gestir stíga oft í stólinn.
Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson,
prestur íslendinga í Englandi, aðstoð-
ar við messugjörðina og íslenski söfn-
uðurinn ætlar að fjölmenna og stjórn
hans að sitja fund með biskupi.
Námstefna um áhættumat