Morgunblaðið - 02.12.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.12.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 13 Morgunblaðið/Jón Svavarsson STARFSMENN íslensku Kristskirkjunnar eru þrír. Frá vinstri: Friðrik Ó. Schram, Vilborg Ragnarsdóttir Schram og Olaf Engsbraten. Ný íslensk lúthersk fríkirkja komin með nærri 100 meðlimi Vilja endurnýjun og vakningu ISLENSKU Kristskirkjunni, nýrri lútherskri fríkirkju sem stofnuð var 4. október, eru nú nálega 100 meðlimir og koma þeir einkanlega úr hreyfingunni Ungu fólki með hlutverk sem starfað hefur hérlendis í rúma tvo áratugi. Friðrik Ó. Schram, annar presta Is- lensku Ki'istskirkjunnar, segir hana stofnsetta til að gefa fólki kost á fjöl- breyttara samfélagi en Þjóðkirkjan býður, byggða á lútherskum grunni. „Við erum lúthersk kirkja með barnaskírn og sömu sakramenti og Þjóðkirkjan en leggjum meiri áherslu á náðargjafir og karismatík og líkjumst að því leyti hvítasunnu- kirkju,“ segir Friðrik. Hann segir samtökin Ungt fólk með hlutverk hafa starfað hérlendis með þrenns konar mai'kmið í huga: Vildum endurnýjun „í fyrsta lagi var það áhugi á að boða kristna trú meðal meðbræðra okkar, í öðru lagi að uppfræða, að gera sem flesta að lærisveinum Jesú Krists og í þriðja lagi að vinna að endurnýjun innan Þjóðkirkjunnar, í helgihaldi hennar, boðun og skipu- lagi. Við vildum leggja meiri áherslu á það sem kallað er gjafir heilags anda eða náðargjafir, að menn eigi lifandi samfélag við Guð og sýni trú sína og umhyggju fyrir náunganum í verki,“ segir Friðiik. Hann bendh' líka á þá staðreynd að þær kirkju- deildir eða trúfélög sem séu í mest- um vexti um þessar mundir í heimin- um séu hreyfingar sem leggi áherslu á þessi atriði. „Okkur hefur fundist að þróun innan Þjóðkirkjunnar á liðnum ára- tug hafi verið með þeim hætti að hún hafi í raun hafnað náðargjafahreyf- ingunni og leitt hana hjá sér. Við og aðrir sem vildum vinna á þann hátt innan kirkjunnar hafa fremur orðið fyrir gagnrýni frá ýmsum þar. Við töldum því ekki grundvöll fyr- ir þessi sjónarmið innan Þjóðkirkj- unnar og okkur fannst erfitt að starfa innan kirkjunnar þegar svo lítill áhugi virtist fyrir starfi í þessa veru. Því töldum við rétt eftir langa og mikla íhugun og bæn að stíga þetta skref og stofna nýtt trúfélag, Islensku Kristskirkjuna, sem nýjan valkost fyrir þjóðkirkjufólk og aðra sem viija vera með í lifandi samfé- lagi.“ Tilslökun Friðrik Sehram segir einnig að sér hafi fundist bera á tflhneigingu til til- slökunar innan Þjóðkirkjunnar, m.a. varðandi siðferði og boðun hennar á kjarna fagnaðarerindisins: „Kirkjan má ekki slaka á því sjónarmiði að Biblían sé æðsta úrskurðarvald Ný fríkirkja var stofnuð á Islandi fyrir nokkru. Friðrik 0. Schram, annar presta hennar, segir í viðtali við Jóhannes Tómasson að hún sé byggð á lútherskum grunni en mikil áhersla sé lögð á náðargjafir. BISKUP norsku lúthersku frí- kirkjunnar, Bruno Jacobsen sem hér er lengst til hægri, vígði Friðrik Schram til þjónustu fyrir Islensku Kristskirlg'una og séra Magnús Bjömsson aðstoðaði. varðandi kenningu og siðfræði. Hún á að hafna frjálslyndri guðfræði og standa fast við prédikun sína eins og Biblían kennir okkur og kirkjan hef- ur játað frá fornu fari. Eg óttast að margt fylgi á eftir ef slakað er á sjónarmiðum í siðferði og öðrum aga. Það verður að ríkja agi innan kirkjunnar." Friðrik segir að íslenska Krists- kirkjan vilji samt sem áður eiga sam- starf við Þjóðkirkjuna og önnur trúfé- lög, rétt eins og Ungt fólk með hlut> verk hafi gert gegnum árin þegar t.d. um sameiginlegar samkomuherferðir eða önnur boðunarátök sé að ræða. „Við vfljum starfa með trúuðu fólki innan sem utan Þjóðkirkjunnar og vinna að samstöðu og samstarfi trú- aðra og vakningu í landinu.“ íslenska Kristskirkjan var form- lega stofnuð 4. október sl. og daginn eftir var vígslu- og innsetningarat- höfn í Breiðholtskirkju. Þar var Friðrik, sem er guðfræðingur að mennt, vígður til prestsþjónustu. Gerði það Bruno Jacobsen biskup norsku lúthersku fríkirkjunnar. Þá var Olaf Engsbraten settur aðstoð- ai-prestur en hann hafði áður hlotið vígslu Norsku fríkirkjunnar. Hún hefur undanfarin ár stutt við starf Ungs fólks með hlutverk og mun styðja Islensku Kristskirkjuna fram á mitt næsta ár. Auk þehTa tveggja starfar Vilborg Ragnarsdótth- Schram sem fulltrúi við kirkjuna. Stjórn kirkjunnar er í höndum safn- aðarráðs sem skipað er sjö manns að prestunum tveimm- meðtöldum. Áratugir eru síðan fríkirkja var síðast stofnuð á íslandi og segja má að það hafi helst gerst eftir óánægju manna með úrslit prestskosninga. Svo er ekki í þessu tilfelli heldur eru ástæður stofnunar Islensku Ki'ists- kirkjunnar fyrst og fremst kenning- ar- og aðferðafræðilegar. Sóknargjöld og frjáls framlög Tekjur sínar fær kirkjan nýja ann- ars vegar með sóknargjöldum, þ.e. þeirra sem færa sig úr öðrum kh'kju- deildum og skrá sig I Islensku Kristskh'kjuna en aðallega þó með framlögum meðlima og annarra sem sækja kirkjuna. Hún er um þessar mundir að koma sér fyrir í um 500 fermetra húsnæði við Bíldshöfða 10 þar sem er stór salur, minni fundar- salir, eldhús, setustofa og skrifstofu- aðstaða. Hafa mai'gir aðilar stutt við frágang húsnæðisins. „Við viljum bjóða andlegt og gott heimili þar sem fólk fær samfélag, fræðslu og vettvang tfl að þjóna Guði og leggjum áherslu á starf fyrir alla aldurshópa. Hér verða bæði morg- unsamkomur á sunnudögum þar sem fólk getur komið með börnin og fengið sérstaka fræðslu fyrir þau og kvöldsamkomur með fyrirbænaþjón- ustu, mikilli lofgjörð og skýrum og hagnýtum prédikunum. Um jólin og áramótin verða hér hátíðaguðsþjón- ustur,“ segir Friðrik. Hann er að lokum spurður um helgisiði og stöðu kh'kjunnar hvað varðar embættis- verk: „íslenska Kristskirkjan er skráð sem fullgilt trúfélag og þess vegna geta menn skráð sig sem meðlimi þar. Sóknargjöld viðkomandi færast þá sjálfkrafa til íslensku Kristskirkj- unnar. Við höfum tiltölulega einfalt guðsþjónustuform en við prestamir skrýðumst ölbu og stólu við hátíðar- guðsþjónustur, þegar við veitum alt- arissakramenti, við skírnir, giftingar og slíkar athafnir. Við getum þannig unnið alla venjulega prestsþjónustu eins og í öðrum kirkjudeildum." Flugið í sátt við umhverfið Dagskrá 08:30 Skráning þátttakenda hefst. 09:00 Flugþing '97 sett. Hilmar Baldursson, formaður Flugráös. 09:05 Ávarp. Haildór Blöndal, samgönguráðherra. Stefnur og sjónarmið í flugumhverfisntálum Fundarstjóri: Sigríöur Snævarr, sendiherra. 09:10 Stefna rikisstjórnar íslands í umhverfis- málum og framtíðarsýn fyrir fslenskt flug. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráöuneytinu. 09:30 Alþjóðleg stefnumótun í flugumhverfis- málum og sjónarmið Flugmálastjórnar. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri. 09:50 Opinberar reglur og skattlagning vegna flugumhverfismála. Jan WiIIem Weck, flugmálastjóri Hollands. 10:15 Kaffihlé. 10:40 Sjónarmið umhverfisverndarsinna til flugumhverfismála. Frezer Goodvvin, upplýsingastjóri, European Federation forTransport and the Environment, Brussel. * 11:05 Kröfur og væntingar viðskiptavina flugsins til umhverfismála. Hafsteinn Helgason, deildarstjóri umhverfisdeildar Verkfræðistofunnar Línuhönnunar hf. 11:20 Fyrirspurnir og umræður. 11:50 Hádegisveröarhlé. Helstu áhrif flugs á unthverfið Fundarstjóri: Pétur Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar. 13:00 Loftmengun í gufuhvolfi jarðar vegna útblásturs flugvéla. Magnús Jónsson, veðurstofustjóri, Veðurstofu íslands. 13:20 Hávaðamengun frá flugvélum. Þorsteinn Porsteinsson, byggingarverkfræöingur, Háskóla íslands. Flugið í sátt við umhverfið Fundarstjóri: Júlíus Sólnes, prófessor í verkfræði, Háskóla íslands og fyrrv. umhverfisráðherra. 14:00 Tækniþróun í flugi með tilliti til umhverfisverndar. Leonie Dobbie, umhverfisstjóri, International Air Transport Association (IATA), Genf. 14:20 Stefnumörkun alþjóðlegs flugfélags til flugumhverfismála. Martin Porsgaard Nielsen, forstöðumaður heilbrigðis-, umhverfis- og öryggismáladeildar SAS. Kaupmannahöfn. 14:40 Viðhorf íslensks áætlunarflugfélags til flugumhverfismála. Leifur Magnússon, íramkvæmdastjóri þróunarsviös Flugleiða hf. og Sigþór Einarsson, gæöastjóri Flugleiöa hf. 15:00 Fyrirspurnir og umræður. 15.15 Kaffihlé. Pallborðsumræður 15:40 Stjórnandi: Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og fyrrv. umhverfisráöherra Móttaka 17:00 Móttaka íboði samgönguráöherra. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Flugmálastjórnar. Símar 569 4113 - 569 4100. Bréfasími 562 3619 Hótel Loftleiðum 4. desember 1997, kl.9-17 FLU GM ALASTJORN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.