Morgunblaðið - 02.12.1997, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Nýjar tillögur um úrvinnslu á afurðum
stóriðjufyrirtækj anna
Áhersla verði
aukiná
úrvinnslu
léttmálma
FINNUR Ingólfsson, iðnaðarráð-
herra, hefur ákveðið að beita sér
fyrir stofnun formlegs samstarfs-
vettvangs þeirra aðila sem mesta
þekkingu hafa á léttmálmum og
úrvinnslu þeirra. Hlutverk þessa
vettvangs sem fengið hefur heitið
Málmgarður yrði að safna upplýs-
ingum um léttmálma, tillögugerð
um menntun á framhaldsskóla-
og háskólastigi o.fl.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi iðnaðarráðherra í gær, en
þar voru kynntar niðurstöður
nefndar sem skipuð var í nóvem-
ber 1996 til að skila tillögum um
hvernig stjórnvöld gætu stuðlað
að aukinni vinnslu úr stóriðjuaf-
urðum hér á landi.
í skýrslu nefndarinnar segir
m.a. að framleiðsla á léttmálmum
fari ört vaxandi í mörgum grein-
um, meðal annars byggingariðn-
aði, skipasmíðum, bílaiðnaði og
umbúðaiðnaði auk þess sem notk-
un þeirra aukist hröðum skrefum
í hvers kyns iðnhönnun. Nefndin
telur brýnt að íslendingar gefi
þessari þróun gaum og treysti
nauðsynlega innviði til þess að
úrvinnslufyrirtæki megi dafna. í
því skyni verði komið á formleg-
um samstarfsvettvangi eða svo-
nefndum Málmgarði með aðild
fyrirtækja í framleiðslu léttmálma
og úrvinnslu úr slíkum málmum,
mennta- og rannsóknarstofnana,
iðnaðarráðuneytisins og Samtaka
iðnaðarins.
Aukið fé til rannsókna
Nefndin telur einnig að mennt-
un á þessu sviði hafi verið ábóta-
vant. Þá eigi stjórnvöld að skil-
greina úrvinnslu léttmálma sem
eitt af áhersluatriðum í atvinnu-
rekstri hér á landi og að með
samstilltu átaki geti Islendingar
látið að sér kveða á þessu sviði.
Til þess að svo geti orðið þurfi
Jólatllliol
BRÆÐURNIR
m QRMSSQN
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Lavamat Þvottavél 6200
• Öko system sparar 20% sápi
9 Jekur 5 kci
• VindingamraSi 1000/700 s
• Uks kerfi jafnar tau í tromlu
• Ullarvagga
• Sérstök vinding fyrir ull
og viSkvæmt tau
• Sjálfvirk vatnsskömtun
• BIO kerfi
Hnösverði kr:
69.900T-
íttverS
(63.100 afb.v.)
Favorit Uppþvottavel 6UÖU
• tekur 12 manna leirbúnaS
• 6 kerfi
• HljóSlát aSeins 47 db (rel pw)
• hurSarbremsa
• 4-falt vatnsöryggiskerfi
Hnðsverði stgr. kr:
59.900?"
//o im n I "
Rúsínan í pitsubotninum.
Þú kaupir þvottavél og þú færð
einstakt tækifæri á að eignast
vandaðan AEG þurrkara
á aðeins: 39.900,-
( rétt verð 65.000,-)
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra kynnti sér starfsemi
Málmsteypunnar Hellu í gær í tilefni af nýrri skýrslu um úr-
vinnslu á léttmálmum.
aukið fé til rannsókna, menntunar
og kynningar auk samræmdra
aðgerða við leit að fjárfestum og
samstarfsaðilum. Nefndin bendir
einnig á að þótt úrvinnsla áls sé
ekki stunduð í stórum stíl þá séu
hér starfandi úrvinnslufyrirtæki
sem búi yfir dýrmætri þekkingu
og reynslu. Ef hafin verði fram-
leiðsla á magnesíum hér á landi,
muni möguleikar á úrvinnslu létt-
málma stóraukast, þar sem
vinnsla þess við verksmiðjudyr sé
mjög hagkvæm.
Rætt við innkaupa-
stjóra VW
Fram kom hjá iðnaðarráðherra
að hann hefði hugsað sér að
Málmgarður yrði fjármagnaður
með fjármunum frá Átaki til at-
vinnusköpunar. Hins vegar yrði
ekki um að ræða sérstaka fjár-
veitingu á fjárlögum til Málm-
garðsins.
Hjálmar Árnason, alþingismað-
ur sem gegndi formennsku í
nefndinni, greindi m.a. frá því á
fundinum í gær að fyrir milli-
göngu Ingimundar Sigfússonar,
sendiherra íslands í Þýskalandi,
hefðu komið hingað til lands þrír
Þjóðveijar til viðræðna við nefnd-
ina, þ.á m. innkaupastjóri
Volkswagen. „Komi til þess að
magnesíumverksmiðja rísi hér á
landi þá mun það breyta mjög
miklu. Það kom fram hjá inn-
kaupastjóranum að hagkvæmnin
við úrvinnslu á magnesíum sem
er ein tegund af léttmálmi, er
fólgin í því að vinna úr efninu
meðan það er ennþá fljótandi. Það
er mjög dýrt að hita það upp aft-
ur. Áð auki færist það í vöxt að
magnesíum og áli sé biandað sam-
an m.a. í bílaiðnaði. Nefndin telur
því að sóknarfæri við úrvinnslu á
áli séu gífurlega mikil," sagði
hann.
Trustor
hneyksli æ
torræðara
Stokkhólmi. Reuters.
FLÓKIÐ alþjóðlegt hneykslismál
sænska fjárfestingarhópsins Trustor
hefur orðið enn torræðara en áður í
sama mund og viðskipti með hluta-
bréf í fyrirtækinu eiga að hefjast á ný.
Framkvæmdastjóri Trustors, Bjöm
Bjömsson, kvaðst ekki hafa verið tjáð
að Moyne lávarður af hinni frægu
Guinness bruggaraætt hefði selt
meirihluta sinn í félaginu fyrir þrem-
ur vikum.
Seinna sagði sænskur ríkissak-
sóknari í London að hann hefði
áminnt fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Tmstors, Lindsay Smallbone,
um að hann sætti rannsókn vegna
trúnaðarbrots. Slík áminning getur
leitt til handtöku eða ákæru.
Saksóknarinn, Bo Skarinder, sagði
sænsku fréttastofunni TT að hann
hygðist einnig hitta Moyne lávarð að
máli.
Seldi Moyne hlut sinn?
Áður hafði nýr framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, sem minnihluti hluthafa
kaus til að bjarga málum Tmstors,
skýrt frá því að Moyne iávarður hefði
selt hlut sinn hollenzku fyrirtæki,
þótt hann segðist enn einn hluthafa
Trustors.
Bjömsson sagði að hollenzka fyrir-
tækið Houdstermaatschappij Ketip
B.B. hefði tilkynnt Tmstor að það
hefði keypt hlut Moynes lávarðar og
Lord Moyne Holding AB.
„Moyne lávarður hefur hvorki stað-
fest þessar upplýsingar né borið þær
til baka,“ sagði Bjömsson. Moyne
lávarður og Lord Moyne Holding AB
láta þó svo sem hann og eignarhalds-
félagið eigi enn þessi hlutabréf í
Trustor."
íslenskar sjávarafurðir hf.
Greiddu nokkur hundruð
milljónir fyrir Gelmer
ÍSLENSKAR sjávarafurðir
greiddu nokkur hundruð milljónir
króna fyrir franska fyrirtækið
Gelmer að því er fram kom í svari
Benedikts Sveinssonar, forstjóra
fyrirtækisins við fyrirspurn á hlut-
hafafundi þess í gær. Á fundinum
var stjórn félagsins veitt heimild
til að auka hlutafé félagsins um
allt að 200 milljónir króna að
nafnvirði með áskrift nýrra hiuta.
Tillaga þessa efnis var samþykkt
■samhljóða. Heimiidin gildir til árs-
ins 2002 og búist er við að um
þriðjungur aukningarinnar verði
nýttur í náinni framtíð. Sagði
Benedikt að ef öll fjárhæðin yrði
seld á genginu 3,0 myndi mark-
aðsvirði bréfanna duga til að
„klára mál“ félagsins gagnvart
Gelmer.
Forráðamenn félagsins sögðu á
fundinum að tími mikillar upp-
byggingar og breytinga væri að
baki en á næsta ári yrði megin-
áherslan lögð á rekstur sjálfrar
samstæðunnar og að láta hana
skila góðum hagnaði.
Eiginfjárstaðan styrkt
Hermann Hansson, stjórnarfor-
maður ÍS, sagði á fundinum að
margt hefði gerst að undanförnu
í málefnum félagsins og spennandi
tímar væru fram undan. Stjórn
félagsins teldi því rétt að styrkja
eiginfjárstöðu þess, sérstaklega
vegna nýrra fjárfestinga í Frakk-
landi og Bandaríkjunum, og gefa
fleirum kost á að taka þátt í þess-
um verkefnum með félaginu.
Benedikt Sveinsson fjallaði um
framtíðarstefnu félagsins. Sagði
hann að síðustu ár hefðu verið tími
stefnumótunar og uppbyggingar
sölu- og dreifikerfis og árangnrinn
væri sá að afurðir samstæðunnar
kæmu nú frá 22 löndum. 1997
hefði verið ár mikilla breytinga hjá
samstæðunni og nú, í lok þess,
blasti við sú mynd að öflugt dreifi-
kerfi kæmi afurðum fljótt og vel
til nýrra og fullkominna verk-
smiðja austan hafs og vestan, sem
gerðu henni kleift að fá betra verð
fyrir þær úti á markaðnum en
áður. 1998 yrði síðan megináhersl-
an lögð á rekstur sjálfrar samstæð-
unnar og að láta hana skila góðum
hagnaði.
Benedikt sagði að stefnt væri
að því að velta móðurfélagsins,
íslenskra sjávarafurða hf., yrði 18
milljarðar króna á næsta ári. „Þá
er áætlað að velta Iceland Seafood
verði 8,5 milljarðar og velta Gelm-
er, frönsku verksmiðjunnar, nemi
9,8 milljörðum króna. Heildarvelta
samstæðunnar gæti orðið rúmir
30 milljarðar á næsta ári. Of
snemmt er að spá nokkru um hagn-
að einstakra deilda en það er ljóst
að það er ekki stefna fyrirtækisins
að auka veltuna nema hagnaðurinn
aukist einnig."
Hvað var greitt fyrir Gelmer?
Á fundinum var Benedikt spurð-
ur að því af hvaða stærðargráðu
kaup IS á franska fyrirtækinu
Gelmer hefðu verið. Eins og komið
hefur fram var samið um að kaup-
verðið væri trúnaðarmál en í svari
Benedikts komu þó fram nokkrar
vísbendingar. í fyrsta lagi vísaði
hann til blaðafregna um að ÍS
h^fði borgað 100 milljónir franka
fýrir Gelmer eða 1.200 milljónir
og sagði þær fjarri sanrrí, kaup-
verðið hefði verið mun lægra.
Sagði hann síðan að fyrirtækið
hefði verið keypt fyrir nokkur
hundruð milljónir króna. Að lokum
sagði hann að ef sú 200 milljóna
króna hlutafjáraukning, sem síðar
var samþykkt á fundinum, yrði öll
boðin út í einu nálægt genginu 3,0
myndi það fé (600 milljónir) duga
ágætlega til að klára mál fyrirtæk-
isins í Frakklandi. „Við ætlum
okkur samt ekki að demba allri
hlutafjáraukningunni út á markað-
inn. Ætlunin er sú að nota um
þriðjung aukningarinnar núna en
annað síðar,“ sagði Benedikt.
I
I
1
I
I
I
I
I
í
t
i
í