Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 4

Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Akvörðun um þríðja ofn jámblendiverksmiðju væntanlega tekín í febrúar eða mars Kostnaður við stækkun töluvert meui BJARNI Bjamason, framkvæmdastjóri íslenska jámblendifélagsins hf. á Gmndartanga, segist ekki gera ráð fyrir að endanleg ákvörð- un eigenda verksmiðjunnar um að bæta þriðja ofninum við hjá verksmiðjunni verði tekin fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. en áætlað var Morgunblaðið/Gunnlaugur Búi Ólafsson ísklifur á fossi Hönnun ofnsins er nú lokið en komið hefur í ljós að kostnaðurinn við stækkunina er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir þegar samningurinn um breytta eignaraðild félagsins var gerður sl. vor og Elkem eignaðist 51% hlut í félaginu. Endanlegar kostnaðartölur liggja þó ekki fyrir. Bjami sagði að í vor hefði eingöngu legið fyrir gróf áætlun um kostnað, einskonar beinagrind til að hafa einhveija kostnaðarviðmiðun um stærðargráðu verkefnisins. Tímasetning gangsetningar breytist ekki Bjami sagði aðspurður að þrátt fyrir þessa frestun á endanlegri ákvörðun um ofninn væri ekki fyrirsjáanlegt að áætlanir eigenda um tímasetningu stækkunarinnar og gangsetningu ofnsins breyttust. Bjami sagðist telja þá ákvörðun fulltrúa ríkisins að fresta sölu á hlutabréfum ríkisins vegna skorts á upplýsingum, skynsamlega, því betra væri fyrir væntanlega kaup- endur að hafa endanlegar upplýs- ingar um tilhögun stækkunarinn- ar. „Ég tel að úr því sem komið er verði hlutur ríkisins ekki seldur fyrr en endanleg ákvörðun stjómar um ofninn liggur fyrir,“ sagði hann. Hönnun þriðja ofnsins er lokið Bjarni sagði að þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra fé- lagsins hafí vinna við hönnun þriðja ofnsins verið skammt á veg komin. „Það hefur farið gríðarleg orka í að fullvinna það verk núna á haustmánuðum. Sérstakur verk- efnishópur hefur unnið að því en þetta hefur verið flókið vegna þess að kísiljárnofnar era ekki búðarvara. Það hefur ekki verið byggður nýr ofn innan Elkem til framleiðslu á jámblendi síðan kveikt var á síðari ofninum á Grandartanga árið 1980. Við höf- um verið að vinna úr þeirri reynslu í rekstri og tækniframföram sem orðið hafa á 17 áram og koma því inn í hönnun á nýjum ofni. Því verki er nú lokið og liggur endanleg hönnun á öllum þáttum ofnsins fyrir. Við teljum okkur vera með mjög góðan ofn. Ég geri ráð fyrir að hann verði stærri en þeir tveir ofnar sem fyrir era og hagkvæmari, orku- og hráefna- nýting verði jafn góð eða betri og minni mannafli á hvert framleitt tonn,“ sagði hann. Verður gert með útboðum „Hins vegar lítur út fyrir að kostnaðurinn sé hærri en fyrstu beinagrindartölur frá í fyrravor bentu til. Við eram núna á loka- sprettinum að fá fram endanlegan kostnað og verður það gert með útboðum að hluta til. Endanlegur kostnaður liggur því sennilega ekki fyrir fyrr en í febrúar,“ sagði Bjami. FJÓRIR fræknir félagar í Hjálp- arsveit skáta á Akureyri fóru nýlega að fossi í klakaböndum í Vaðlaheiði austan Akureyrar og æfðu ísklifur. Þeir Teitur Arason, Njáll Ómar Pálsson, Jens Kristinn Gíslason og Gunn- laugur Búi Ólafsson höfðu með- ferðis mikið af búnaði til ísklif- urs, sem er í eigu Hjálparsveit- arinnar og tóku hraustlega á. ísinn á fossinum var aðeins far- inn að bráðna, þar sem hitastig- ið var rétt ofan frostsmarks er æfingin fór fram en hún gekk engu að síður vel. Landsvírkjun Góð staða lóna vegna hlýinda HLÝINDI í haust og upphafí vetrar hafa haft í för með sér að ekki hef- ur þurft að miðla vatni úr uppistöðu- lónum Landsvirkjunar til raforku- framleiðslu fyrr en um miðjan októ- ber og raunar hækkaði aftur í lónum í lok nóvember. „Það kom ekki frost fyrr en seint þannig að við höfum ekki þurft að miðla úr lónum okkar fyrr en með seinna fallinu og staðan er því góð,“ sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar. „A móti kemur að það er gífurleg aukning raforkunotkunar í landinu þannig að það er meira álag á kerfinu." Þorsteinn kvað hins vegar ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af litlum snjó á hálendinu og væri alvanalegt að lítið snjóaði framan af vetri. Yrði veturinn hins vegar snjóléttur gæti það leitt til þess að vorflóð yrðu minni en ella og haft áhrif næsta vetur. „Ástæðan er sú að frá og með vorflóðum og fram á haustið erum við að safna í sarpinn í okkar lón- um,“ sagði hann. „Einnig hafa hlákukaflar að vetrarlagi oft komið okkur til góða. En það er hins yegar engin ástæða til að ætla annað en að horfumar séu góðar." Sænskir kjúkl- ingar í Nóatúni NÓATÚN býður um helgina upp á sænska kjúklinga sem fluttir eru inn til landsins í samvinnu við Búr ehf. Þessi innflutningur er í samræmi við úthlutun á tollkvótum frá Evrópu- bandalaginu sem kveða á um að ákveðið hlutfall af innlendri fram- leiðslu skuli flutt inn til landsins. Ekki hafa áður verið fluttir inn heilir kjúklingar erlendis frá til sölu í kjörbúðum hérlendis.sUm er að ræða samtals um 10 tonn sem seld verða á 399 kr. hvert kíló út úr búð. Kjúklingarnir eru fluttir inn með samþykki og undir eftirliti landbún- aðarráðuneytisins og embættis yfir- dýralæknis og er fylgt ýtrustu kröf- um um gæði og heilbrigði, segir í frétt frá Nóatúni. Útsal'an hefst í dag og stendur meðan birgðir endast. ------♦ ♦ ♦------ Fjórir sækja um stöðu ríkis- saksóknara FJÓRIR sækja um embætti ríkissak- sóknara, en umsóknarfrestur rann út 10. desember. Hallvarður Ein- varðsson lætur af embætti ríkissak- sóknara um áramótin. Umsækjendurnir fjórir eru Bogi Nilsson ríkislögreglustjóri, Páll Am- ór Pálsson hæstaréttarlögmaður, Sigurður Gizurarson sýslumaður og Valtýr Sigurðsson héraðsdómari. Júpíter og Satúmus sjást vel á landinu TUNGLIÐ og allar helstu plán- etumar sjást um þessar mundir mjög vel á suðlægri breiddar- gráðu, sunnan íslands, en á ís- landi sést ágætlega til Júpíters, Satúmusar og Venus fer einnig að sjást betur. Þorsteinn Sæ- mundsson stjömufræðingur segir að birtumagnið í Reykjavík sé til vandræða fyrir stjörnuat- huganir og það verði að fara út fyrir bæinn til að rýna í stjömumar. Þorsteinn segist ekki verða var við að jólaskreytingar í borginni auki mikið á vandkvæði stjömu- athugunarmanna en birtumagn- ið sé orðið gríðarlega mikið hvort sem skreytingamar era taldar með eða ekki. Sjást oft frá íslandi Hann segir að pláneturnar sjáist í sjálfu sér mjög oft héðan en misjafnlega vel. Það geti lið- ið nokkur ár milli þess að að- stæður séu með besta móti til að skoða þær. Þorsteinn segir að plánetumar hafí verið mjög sunnarlega á himinhvelfingunni undanfarin ár og því fremur erfítt að sjá þær. Núna standi það til bóta. 10-19 Sum fyrirtæki eru opin lengur. I KRINGMN 1 Hrogn og lifur í desember STEINGRÍMUR Ólason er sennilega með fyrstu fisksölunum á landinu, sem býður upp á hrogn og Iifur í verslun sinni í vetur. „Hrogn og lifur eru svo snemma á ferðinni núna,“ sagði Steingrímur, sem rekur Fiskbúðina Stigahlíð 24. „Ástæðan er sú að þorskurinn suður með sjó er mikill og stór.“ Venjulega koma hrogn og lifur í fiskverslanir í janúar og sagði Steingrímur að ekki væri um neitt smælki að ræða þótt þessi vara væri nú um þrem- ur vikum fyrr á ferðinni en venjulega. Steingrímur kvaðst hafa verið heppinn að ná í hrogn og lifur í gær, en bjóst við að aðrir fisksal- ar myndu nú fara á stúfana. Hann keypti um 60 kíló og bjóst ekki við að það myndi endast út dag- inn. _ Morgunblaðið/Kristinn STEINGRIMUR Ólason sýnir ný hrogn og lifur í Fiskbúðinni Stigahlíð 24 í gær. Steingrímur opnaði fiskbúðina í Stigahlíð fyrir tveimur mánuðum, en hafði áður verið i níu ár í fiskbúð við Sundlaugraveer.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.