Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Andlát DAGRÚN KRISTJÁNS- DÓTTIR LÁTIN er á Akureyri Dagrún Krist- jánsdóttir húsmæðrakennari. Hún var á 77. aldursári. Dagrún Kristjánsdóttir fæddist að Ytri-Tjörnum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 1. maí árið 1921. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi árin 1943-44, í Bréfa- skóla SÍS 1949-51, í Tarne í Sví- þjóð 1951-52 og síðan við hús- mæðrakennaraskóla í Stabekk í Noregi árin 1953 og 1954 þaðan sem hún lauk prófi. Dagrún Kristjánsdóttir kenndi matreiðslu, þvotta og ræstingu í húsmæðraskólum og gagnfræða- skólum og var vefnaðar- og handa- vinnukennari við Skálatúnsheimilið um árabil. Hún annaðist ráðskonu- og matreiðslustörf á sumrin við fjölda sjúkrahúsa og hótela árin 1945 til 1967. Hún annaðist hús- mæðraþætti í útvarp nær vikulega árin 1960-1970, var ritstjóri tíma- ritsrns Húsmóðirin og heimilið og ritaði fjölda blaðagreina um skóla- og uppeldismál og mataræði. Dag- rún var ógift. Andlát ANDERS HULDÉN ANDERS Huldén sendiherra og rit- höfundur lést 11. desember sl. í borginni Lovisa í Finnlandi, 73ja ára að aldri. Hann var sendiherra á Ís- landi 1985-1989 og lagði sig fram um að auka samvinnu milli Finn- lands og íslands. Anders Huldén fæddist árið 1924 ís Jakobsstad. Hann útskrifaðist frá Ábo akademíunni og hóf síðan störf við blaðamennsku. Eftir að hafa starfað bæði við blöðin Ábo Und- erráttelser og Morgon Tidningen í Stokkhólmi varð hann 31 árs gam- all aðalritstjóri Jakobsstads Tidning. Árið 1962 varð hann blaðafulltrúi við sendiráð Finnlands í Stokkhólmi. Störfín innan utanríkisþjónustunnar voru m.a. í Vín, Bonn og Hamborg. Hann var aðalblaðafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins 1974-1979. Áður en hann varð sendiherra í Reykjavík var hann aðalræðismaður í Ham- borg. Ander Huldén var ávallt við rit- völlinn. Hann gaf út Umsagnir um stjórnmálamenn árið 1970, einnig bók 1982 um föður sinn sem hann kallaði „Hávaðagreinar Láktar-Jak- obs“, þá bók um Martin Fogelius 1985, fínnsk konungaævintýri 1989 og Minningabrot hins skriftandi rit- stjóra smábæjar árið 1994. Anders Huldén bjó í Villa Biaudet í Lovisa, heiðursbústað fyrir virta rithöfunda, sem tilheyrir sænsku- mælandi rithöfundasambandi Finn- lands. Starfstími nefndar um skaðabótalög framlengdur um eitt ár DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur sent viðskiptaráð- herra bréf þar sem ósk- að er eftir því að hann beiti sér fyrir því að nefnd, sem vinnur að endurskoðun á skaða- bótalögum, fái upplýsingar um tjónakostnað tryggingafélaganna. Nefndin segist ekki hafa fengið þessar upplýsingar og geti m.a. þess vegna ekki lokið störfum á tilskildum tíma. Allsherjarnefnd leggur til að starfstími nefndarinn- ar verði lengdur um eitt ár. Deilur hafa staðið um skaða- bótalög frá því þau voru samþykkt á Alþingi árið 1993. Þau sjónar- mið heyrðust strax að Alþingi hefði tekið of mikið mið af sjónarmiðum tryggingafélaganna þegar lögin voru samþykkt. Til að bregðast við þessari gagnrýni fól dómsmálaráð- herra sérfræðingum að gera úttekt á lögunum. Niðurstaða sérfræð- inganna olli deilum og var því kall- að eftir öðru sérfræðiáliti. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður og Gunnlaugur Claessen hæstaréttar- dómari skiluðu áliti haustið 1995 Nefndin fær ekki um- beðnar upplýsingar Nefnd, sem vinnur að endurskoðun skaða- bótalaga, treystir sér ekki til að ljúka störf- um á tilskildum tíma, m.a. vegna þess að hún hafí ekki fengið upplýsingar um tjónakostnað tryggingafélaganna. Dóms- málaráðherra og viðskiptaráðherra hafa haft afskipti af málinu. Líklegt er að Alþingi ákveði að framlengja starfstíma nefndarinn- ar um eitt ár. þar sem m.a. var að finna drög að frumvarpi til breytinga á skaða- bótalögum. Fulltrúar tryggingafé- laganna fullyrtu að lögfesting frumvarpsins myndi leiða til 45% hækkunar á iðgjöldum. Allsherjarnefnd Alþingis fékk tillögur og frumvarpsdrög tví- menninganna til umfjöllunar. Eftir ítarlega skoðun í nefndinni var ákveðið að flytja frumvarp þess efnis að hækka margföldunarstuð- ul laganna úr 7,5 í 10 og að bóta- þröskuldur færðist úr 15% í 10%. Nefndin tók ekki afstöðu til ann- arra tillagna tvímenninganna og færði þau rök fyrir því að enn væri of mörgum spurningum ósvarað. Hún lagði því til að skipuð yrði þriggja manna nefnd sem yrði falið að yfírfara skaðabótalög í heild sinni og skila áliti eigi síðar en í október 1997. Alþingi sam- þykkti frumvarp þessa efnis vorið 1996. Átti að skoða áhrif á tjónakostnað Formaður nefndarinnar er Guð- mundur Jónsson hæstaréttardóm- ari. Hann vildi ekki tjá sig um væntanlegar tillögur nefndarinnar, en vísaði í greinargerð með lögun- um. Þar segir að ein af þeim spum- ingum sem sé ósvarað sé hvaða áhrif aukinn bótaréttur hafi á ið- gjöld. Gestur Jónsson hæstaréttarlög- maður, sem á sæti í nefndinni, sagði að ágreiningur hefði verið um það hvaða áhrif skaðabótalögin frá árinu 1993 hefðu haft á tjóna- kostnað tryggingafélaganna. Þeg- ar allsheijarnefnd var með málið til skoðunar haustið 1995 hefði verið lögð fram í allsheijarnefnd gögn frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga (SÍT). Sambandið hafði tekið saman upplýsingar um öll tilkynnt tjón sem hefðu orðið á síðari hluta árs 1993, þ.e. fyrsta hálfa árinu sem lögin giltu. Jafn- xramt var sett fram áætlun um hver tjónakostnaðurinn væri og hvað iðgjöld þyrftu að hækka mik- ið ef þær tillögur, sem til umfjöll- unar voru í nefndinni, yrðu að lög- um. Gestur sagði að þessi gögn hefðu að verulegu leyti byggst á mati á tjónakostnaði m.a. vegna þess að stuttur tími var frá því að tjónin áttu sér stað og fæst mál- anna því uppgerð. Óskað eftir nýju mati á tjónakostnaði Gestur sagði að nefndinni hefði verið falið það verkefni að meta hvaða áhrif skaðabótalögin hefðu haft á tjónakostnað og þess vegna hefði nefndin óskað eftir að fá upplýsingar um þau mál sem búið væri að gera upp. Menn gætu núna metið áhrif laganna með ábyggilegri hætti en 1995 vegna þess að fleiri tjónamálum væri núna lokið. Það væri mat nefndar- innar að hún gæti ekki haft skoðun á þessum verkefni sínu nema hafa upplýsingar um tjónakostnað í höndunum. Gestur sagði að nefndin hefði leitað til SÍT og óskað eftir því að endurskoðað yrði matið á tjóna- málunum frá árinu 1993. Hann sagði að því hefði verið hafnað. í framhaldinu hefði nefndin óskað eftir upplýsingum frá Vátrygg- ingaeftirlitinu, en það hefði einnig hafnað erindi nefndarinnar. Nefndin gerði allsheijarnefnd Alþingis grein fyrir svörum SÍT og Vátryggingaeftirlitsins og sendi dómsmálaráðherra jafnframt bréf um stöðu málsins. Hjálmar Jóns- son, einn nefndarmanna í allsher- jamefnd, sagði að nefndin hefði óskað liðsinnis Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra. Þorsteinn hefði í framhaldi af því skrifað Finni Ingólfssyni viðskiptaráð- herra bréf þar sem farið væri fram á að hann tryggði að nefndin fengi umbeðnar upplýsingar. Hjálmar sagði að það væri ekki hægt að sætta sig við að nefnd, sem væri skipuð að beiðni Alþing- is, væri gert ókleift að ljúka störf- um vegna þess að henni væri neit- að um upplýsingar. Alþingi hefði ætlast til þess að áhrif skaðabóta- laga á tjónakostnað yrðu skoðuð. Hann sagði að ef umbeðnar upplýs- ingar fengjust ekki fljótlega myndi hann óska eftir utandagskrárum- ræðu um málið á Alþingi. Nefndin sem vinnur að endur- skoðun skaðabótalaga átti að skila áliti í október 1997. Nefndin hefur óskað eftir því við allsheijarnefnd 'að hún fái lengri tíma til að ljúka störfum. Frumvarp þessa efnis hefur verið flutt á Álþingi og legg- ur allsheijarnefnd til að nefndin ljúki störfum eigi síðar en í októ- ber 1998. SÍT segist hafa svarað Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, sagði ekki rétt að SÍT hefði ekki svarað nefnd- inni. Þegar tillögur Gests Jónsson- ar og Gunnlaugs Claessens hefðu verið til umíjöllunar í allsheijar- nefnd haustið 1995 hefði Bjarni Guðmundsson tryggingastærð- fræðingur verið fenginn til að meta hækkunaráhrif tillagna þeirra Gests og Gunnlaugs á skaðabætur vegna líkamstjóna. Hann hefði verið fenginn til verks- ins af SÍT, m.a. vegna þess að hann hefði unnið fyrir Gest og Gunnlaug þegar þeir mótuðu tillög- ur sínar. Niðurstöður Bjarna bentu til þess að bætur myndu hækka verulega. Sú nefnd, sem nú ynni að endurskoðun skaðabótalaga, hefði í sumar óskað eftir nýju mati á þeim tillögum Gests og Gunnlaugs sem Alþingi hefði í raun hafnað. Staðan hjá einu trygginga- félagi hefði verið skoðuð aftur enda mat sérfræðinga að það út af fyr- ir ætti að gefa nægar vísbendingar í þessu efni. Hefði sú úttekt bent. til að fyrra mat Bjarna stæðist í höfuðatriðum. Nefndinni hefði ver- ið kynnt þessi niðurstaða í septem- ber s.l. Sigmar sagði að það væri þess vegna ekki rétt að SÍT lægi á ein- hveijum upplýsingum sem það neitaði að láta frá sér. Nefndinni hefði verið svarað, en vera kynni að hún væri að leita eftir einhverri annarri niðurstöðu en hún hefði fengið í september s.l. eða þá að hún væri að leita að upplýsingum sem snúa að einhveiju öðru en mörkuðu hlutverki hennar, en það væri að endurskoða skaðabótalög- in á þann veg, að þau mæltu fyrir um réttmætar og sanngjarnar skaðabætur hafi fólk orðið fyrir raunverulegu líkamstjóni. Erlendur Lárusson, forstöðu- maður Vátryggingaeftirlitsins, sagði að þær upplýsingar sem nefndin hefði farið fram á að fá væru ekki til hjá Vátryggingaeftir- litinu. Það kostaði mikla vinnu að afla þeirra því um væri að ræða 921 mál. Hann sagði það sitt mat að það væri ekki hluti af eftirlits- hlutverki stofnunarinnar að vinna þetta verk. I bréfí sem Vátryggingaeftirlitið sendi nefndinni er hvatt til þess að nefndin leiti eftir upplýsingum frá einstökum tryggingafélögum. Jafnframt segir að stofnunin muni senda nefndinni upplýsingar um samanlagðar greiðslur og tjóna- skuld fyrir hvert ár til ársloka 1996.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.