Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Við pössum
á meðan
foreldrarnir
góðiv kostir
d eyrinni
Afyreiðslutími í desember
fyrir utan hefðbundinn opnunartíma
agöÐÐ
Laugard. A K U 13. des. R E V R 1 10-18 10-18
Sunnud. 14. des. 13-18 13-18
Fimmtud. 18. des. 08-20 12-20
Föstud. 19. des. 08-20 10-20
Laugard. 20. des. 10-20 10-20
Sunnud. 21. des. 13-18 13-18
Mánud. 22. des. 08-21 10-21
I’riðjud. 23. des. 08-23 10-23
Miðvikud. 24. des. 08-12 09-12
Miðvikud. 31. des. 08-12 09-12
&
Reutei*s
Kosið í Chile
AUGUSTO Pinochet, hershöfðingi
og yfirmaður chileanska heraflans,
heilsar yfirmanni kjörstjórnar í
Santiago í gær er hann neytti at-
kvæðisréttar síns í þingkosningum
sem fram fóru í landinu. Kosið var
til neðri deildar og hluta efri deild-
ar þingsins og átti kjörstjórn í
mestu erfiðleikum með að fá nægi-
lega marga til starfa í kosningun-
um. Bar fólk við veikindum, ólæsi
og beitti öðrum brögðum til að
komast hjá því að starfa fyrir kjör-
stjórnina. Ekki var hægt að opna
allar kjördeildir þar sem starfs-
menn vantaði, t.d. gat innanrikisráð-
herra landsins ekki kosið þar sem
kjördeild í hverfi hans var lokuð. Á
þeim kjördeildum sem opnar eru, er
hægt að skylda fyrstu þrjá sem
kjósa til að taka sæti í kjörstjórn
nema þeir hafi gildar ástæður til að
neita. Ekki er ljóst hvers vegna
starfið er svo óvinsælt en í Chile er
það skylda að neyta atkvæðisréttar.
Hefur því verið spáð að allt að þriðj-
ungur kjósenda muni skila auðu í
kosningunum vegna þess.
Forseti Suður-Kóreu biðst enn einu sinni afsökunar á efnahagsvanda ríkisins
Sagður eiga
einskis úrkosti
Scoul. Reuters.
FORSETI Suður-Kóreu, Kim
Young-sam, axlaði í gær ábyrgð-
ina á efnahagskreppunni í land-
inu. „Mig skortir orð til þess að
biðjast afsökunar," sagði forset-
inn í sjónvarpsávarpi til þjóðar-
innar.
„Öll ábyrgð á þeiiri kreppu
sem við erum nú í liggur hjá mér
sem forseta. Ég hýði mig á hverj-
um degi og hugsa um örvæntingu
framkvæmdamanna sem hafa
ekki getað greitt af lánum og
feðra sem hafa misst vinnuna."
Fjárhagsvandi ríkisins varð til
þess að stjórnvöld sömdu við AI-
þjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um
efnahagsaðstoð sem svarar rúm-
lega fjögur þúsund milljörðum ís-
lenskra króna. Þetta er mesta að-
stoð sem IMF hefur gengist fyrir
til handa nokkru ríki.
Gengi s-kóreska wonsins gagn-
vart Bandaríkjadollara lækkaði í
gær þrátt fyrir ávarp Kims, og
segja fjármálaskýrendur að for-
setinn geti lítið gert. Kosningar
verða í landinu eftir viku, og for-
setinn á einungis tvo mánuði eftir
af kjörtímabilinu. „Hafi markað-
imir vænst einhvers af Kim þá
urðu þeir fyrir vonbrigðum,"
sagði fjái-málaskýrandi við
Reuters.
Forsetinn bar fram svipaða af-
sökunarbeiðni 22. nóvember,
daginn efth- að stjórnvöld til-
kynntu að þau hefðu falast eftir
aðstoð IMF. Þá álasaði Kim
framkvæmdastjórum og launþeg-
um fyrir „síngimi“ sem kæmi
niður á samkeppnishæfni lands-
ins á alþjóðamarkaði. í gær, líkt
og í síðasta mánuði, hvatti forset-
inn þjóðina til að breyta núver-
andi ástandi með því að takast á
Reuters
Á STÆRSTU lestarstöðinni í Seoul hlýddi fólk á
sjónvarpsávarp forsetans f gær.
við grundvallarforsendur efna-
hagsvandans. Kim sagði að ekki
væri hægt að halda áfram á sömu
braut, og myndu stjórnvöld taka
þátt í sparnaðaraðgerðum með
niðurskurði í ríkisumsvifum.
Fréttaskýrendur sögðú að orð
Kims skorti áþreifanlega gmnn-
þætti sem myndu hjálpa þjóðinni
að endurheimta traust sem hefði
glatast.
„Öll þjóðin geldur þess að
hvergi er að fá skýra stefnumót-
un,“ sagði Lee Hahn-koo, fram-
kvæmdastjóri rannsóknarmið-
stöðvar Daewoo.
Veikindi Jeltsíns Rússlandsforseta
Uppreisn
gegn Blair
vegna nið-
urskurðar
Eng’in ástæða til ótta
Moskva. Reuters.
TALSMENN Borísar Jeltsíns Rúss-
landsforseta vísuðu því á bug í gær
að forsetinn hefði fengið hjartaáfall.
Eftir að forsetinn var lagður inn á
heilsuhæli í gær vegna alvarlegi-ar
veirusýkingar í öndunarfærum, hef-
ur orðrómur verið á kreiki um að
hjartveiki hans hafi tekið sig upp.
Nærvera Renat Aktsjúrín, sem
leiddi lið lækna sem framkvæmdu á
honum hjartaaðgerð í nóvember á
síðasta ári, hefur ýtt undir vanga-
veltur þessa efnis. Aktsjúrín hefur
hins vegar sagt að engin tengsl séu á
milli aðgerðarinnar og veikinda for-
setans og að engin ástæða sé til að
hafa áhyggjur af heilsu hans.
Jeltsín, sem er sagður hafa 37,3
stiga hita og finna fyrir nokkrum
óþægindum, frestaði í gær, að lækn-
isráði, upptöku á ávarpi sem átti að
útvarpa í dag í tilefni af stjórnar-
skrárdegi Rússa. Honum hefur
einnig verið ráðlagt að halda sig inn-
andyra og heimsókn Peters Stoja-
nov, forseta Búlgaríu, 18.-20. des-
ember, hefur verið frestað fram í
febrúar eða mars á næsta ári.
London. Reuters.
ÞAÐ þótti táknrænt fyrir stöðu
Tony Blairs, forsætisráðherra Bret-
lands að hægrisinnuð dagblöð
skyldu í gær koma honum til varnar
eftir uppreisn í
flokki hans
vegna fyrirhug-
aðs niðurskurðar
á bótum til ein-
stæðra mæðra.
Ráðherra í
Skotlandsmála-
ráðuneytinu
sagði í fyrradag
aí sér í rnót- Tony Blair
mælaskyni við
niðurskurðinn og 47 þingmenn
Verkamannaflokksins gi-eiddu at:
kvæði gegn frumvarpinu á þingi. I
uppsagnarbréfi sínu sagði ráðherr-
ann, Malcolm Chisholm, að niður-
skurðurinn væri „árás á sumar af
fátækustu konunum í samfélaginu“.
Lét engan bilbug á
sér finna
Áætlun stjórnarinnar er að skera
niður aðstoð til einstæðra foreldra
um sem svarar rúmlega 1.100 kr á
viku og hvetja þá til að fara út á
vinnumarkaðinn fremur en reiða sig
á opinbera aðstoð. Þá er ætlun
stjórnvalda að koma á fót sam-
komustöðum þar sem börn geta
dvalið eftir að skóla lýkur á daginn.
Blair lét engan bilbug á sér finna
og sagði fulltrúi hans að þótt honum
væri eftirsjá í góðum ráðherra
myndi hann hvergi hvika.
Hafa dagblöð á hægri væng stjórn-
arinnar lýst ánægju með framgöngu
Blairs, og þá sér í lagi götublöðin. I
leiðara Daily Mail segir til dæmis að
Blair hafi boðið fleiri þingmönnum
birginn en búist hafi verið við og að
hann hafi „líkst leiðtoga sem gæti
búið yfír þeim eiginleikum sem þarf
til að stöðva bullið".
í The Sun var Blair líkt við íyrir-
rennara sinn, John Major, sem
stríddi við stöðugar uppreisnir inn-
an flokks síns, íhaldsflokksins.
Lagði blaðið áherslu á að uppreisn-
argjarnir þingmenn mættu ekki
stjórna Verkamannaflokknum eins
og raunin hefði orðið hjá Major.
Vinstriblöðin og The Daily Tele-
graph voru hins vegar ekki eins
hrifin.
„Verkamannaflokkurinn ætti
einnig að líta lengra en á þingið, til
fólksins sem kaus hann vegna þess
að það átti von á meiru. Það er
gi’unnur flokksins og í dag hefur
það orðið fyiár miklum vonbrigð-
um,“ sagði í leiðara síðarnefnda
blaðsins. Spáir það því að deilurnar
vegna niðurskurðarins kunni vel að
vera upphafið að „löngu borgara-
stríði".
Reuters
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti tekur á móti yfirmanni starfsmanna-
halds síns á Barvikha-heilsuhælinu utan við Moskvu í gær.