Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dreifing:
Bár, heildverslnn.
Iðnbúð 5,
sími 565 8299.
4.990
RH SKOR
Kringlunni 12, sími 568 6062,
Skemmuvegi 32L, sími. 557 5777
/ — Sýning á tillögum í
ÁSMUNDARSAL
I Freyjugötú 41
11.-18. desemberkL14/l8.
AUirvelkomnir!
Landsvirkjun
um útilistaverk við
LISTIR
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju.
Jólaplata frá Mótettukór
Hallgrímskirkju
Að endurvekja
stemmningn
Sýning
nemenda
Kvikmynda-
skólans
NÝLOKIÐ er tveggja mánaða
námskeiði í kvikmyndagerð í Kvik-
myndaskóla íslands sem starf-
ræktur hefur verið frá árinu 1992.
Af því tilefni verður efnt til sýning-
ar á tveimur stuttmyndum eftir
nemendur skólans. Sýning mynd-
anna fer fram í Tjarnarbíói föstu-
daginn 12. desember kl. 18.
Markmið Kvikmyndaskóla Is-
lands með þessum námskeiðum er
að kynna nemendum alla helstu
þætti kvikmyndagerðar með verk-
legri og bóklegri kennslu. Námið
er þannig upp byggt að fyrri mán-
uð námskeiðsins kenna leiðbein-
endur allar helstu undirstöðugrein-
ar kvikmyndagerðar, en seinni
mánuðurinn er að mestu helgaður
því að búa til stuttmyndir.
Leiðbeinendur og fyrirlesarar
eru allir starfandi kvikmynda-
gerðarmenn.
----♦ ♦ ♦
Frændkórinn í
Hveragerðis-
kirkju
FRÆNDKÓRINN, afkomendur
Jóns Gíslasonar og Þórunnar Páls-
dóttur frá Norðurhjáleigu í Álfta-
veri, heldur jólatónleika í Hvera-
gerðiskirkju föstudaginn 12. des-
ember kl. 20.30. Kórfélagar eru
25 og búa á Suðurlandi, frá Lan-
deyjum til Reykjavíkur og ná-
grennis.
í efnisskránni eru íslensk og
erlend lög sem tilheyra jólum og
aðventu. Auk kórsöngs munu Eyr-
ún Jónsdóttir og Helga Guðlaugs-
dóttir syngja einsöng og börn úr
þriðja ættlið leika á ýmis hljóð-
færi. Undirleikari á tónleikunum
er Anna Magnúsdóttir og stjórn-
andi Eyrún Jónasdóttir.
----♦—♦-■♦-:-
Myndlistarsýn-
ing hjá Ófeigi
NÚ stendur yfir sýning Páls S.
Pálssonar myndlistarmanns hjá
Ófeigi, listmunahúsi, Skólavörðu-
stíg 5 og er þetta hans 17. einka-
sýning.
Páll sýndi síðast á íslandi árið
1990 en hann hefur unnið að list
sinni í Noregi. í myndum sínum
fjallar hann aðallega um mann-
eskjuna og hennar nánasta um-
hverfi og eru myndirnar unnar með
blandaðri tækni.
Sýningin er sölusýning og verð-
ur opin á almennum verslunartíma
í desembermánuði.
„ÞESSARI geislaplötu er ætlað að
skila til áheyrenda stemmningunni
í Hallgrímskirkju á jólum. Markmið-
ið er ekki að koma fólki á óvart,
heldur að endurvekja stemmningu
sem það hefur upplifað,“ segir Hörð-
ur Áskelsson um geislaplötuna Jól í
Hallgrímskirkju, þar sem fram koma
Mótettukór Hallgrímskirkju, hljóm-
skálakvintettinn, Douglas A. Brotc-
hie organisti og Daði Kolbeinsson
óbóleikari, auk Harðar, sem stjórnar
og leikur á orgel.
Að sögn kórstjórans hefur staðið
til í áratug að gefa út jólaplötu með
söng Mótettukórsins. Af ýmsum
ástæðum, aðallega vegna anna, hef-
ur því hins vegar ekki verið komið
við, fyrr en nú. „Aðspurður um jóla-
plötuna hef ég alltaf sagt að hún
komi um næstu jól og nú var svo
komið að okkur fannst við ekki geta
ýtt þessu frá okkur lengur.“
Segir Hörður að platan sé upp-
taktur fyrir fleiri plötur. „Þegar ég
fór að huga að þessari útgáfu gerði
ég mér fljótlega grein fyrir því að
efnið sem átti að passa inn í þennan
ramma var of mikið. Platan hrein-
lega „sprakk"! Ég ákvað því að tak-
marka efnið og freista þess að gefa
út fleiri plötur síðar.“
Á Jól í Hallgrímskirkju er að
mestu leyti að finna útsetningar á
jólasálmum frá 17. öld en Hörður
segir „rómantísku jólin“, það er
músík frá 19. öldinni, og íslensku
jólalögin, bíða betri tíma.
Reyndar eru tvö íslensk verk á
plötunni en annað þeirra, lag Sig-
valda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt
ein, er „viljandi eða óviljandi samið
í pastorale-takti og 17. aldar stíl“,
svo sem Hörður kemst að orði.
Flest verkanna á Jól í Hallgríms-
kirkju eru í útsetningum sem fólk
ætti að kannast við en Hörður kveðst
þó hafa dregið fram fáeinar nýjar
raddsetningar, sem kórinn hefur
ekki sungið áður, til að auka á fersk-
leikann.
Eins og helgistund
Platan er byggð upp eins og helgi-
stund, í þeim skilningi að klukkur
kirkjunnar hringja hana inn og út,
orgelið hefur stóru hlutverki að
gegna, að ekki sé minnst á Mótettu-
kórinn. Þá segir Hörður að ekki
hafi verið hægt að gera plötuna án
Hljómskálakvintettsins en hefð er
fyrir því að hann leiki á undan aftan-
söng í Hallgrímskirkju að kveldi
aðfangadags.
Ennfremur vekur sú nýbreytni
athygli að Hörður spilar á klukkur
kirkjunnar í einu verki, Canzon du-
odecimi toni eftir Gabrieli. Mun þetta
vera í fyrsta sinn sem leikið er á
kirkjuklukkur í tónverki hér á landi
en Hörður telur ekki ólíklegt að það
eigi eftir að gerast oftar. „Það er
alltaf gaman að fínna nýja fleti á
tónlistinni.“
Platan er öll tekin upp í Hallgríms-
kirkju enda segir Hörður lykilatriði
að fólk „upplifi" kirkjuna þegar það
hlýðir á plötuna. „Við eftirvinnsluna
leituðum við því að hljómnum, eins
og hann er í kirkjunni, en ekki eins
og hann getur verið. Fólki á að
finnast það vera statt í Hallgríms-
kirkju þegar það setur plötuna í
geislaspilarann - og það finnst mér
hafa tekist. Sveinn Kjartansson upp-
tökustjóri á því hrós skilið fyrir
tæknivinnuna."
Þess má geta að hluti efnisins á
plötunni verður fluttur á jólatónleik-
um Mótettukórsins og Kristjáns Jó-
hannssonar tenórsöngvara í Hall-
grímskirkju og Akureyrarkirkju
næstu daga. Mun Kristján meðal
annars syngja Nóttin er sú ágæt ein
og Það aldin út er sprungið með
kómum.
r
u
’ODQDQfflP Dofel
Dúkka sem labbar,
drekkurog pissar.
Kr.
Miímínhiís
Kr. 4500
SniírustyrJur
brunabál
Kr. 3150
Frábaftvi árval af ■ ABA
'íKspssKr. æ/(°J
hvergi lægra verð
en í Kolaporlinu
Ár , *.
Leikföng -JU
Fatnaður ^
Skartgripir
Geisladiskar
Antikmunir
Gjafavara
Matvæli
Sælgæti
Bækur
Skór
..og margt fleira
Opið alla daga til jafl
*
IOLA
Jmarkaður.
^KOLAPORTIÐ^
Helgar kl. 11-17 - Virka daga kl. 12-18
J