Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 37
Sál aldamóta-
konunnar
BÆKUR
(•ýdil skáldsaga
SÁLIN VAKNAR
eftir Kate Chopin. Jón Karl Helgason
þýddi. Bjartur 1997. 152 bls.
Á GULLÖLD borgarastéttarinn-
ar, á tímabilinu 1880-1914 þegar
vestræn ríki þekktu hvorki hömlur
á viðskipti né verðbólgu en belgdust
út dag hvern af lífssafanum sem
þau soguðu til sín úr nýlendum sín-
um, virðist sem þeir sem ekki stóðu
sjálfir í eldlínu framfaranna hafi
kvalist sem aldrei fyrr af andnauð
og hyldjúpum lífsleiða. Ef marka
má bækur eins og hina kunnu
sjálfsævisögu Stephans Zweig
„Veröld sem var“ var þetta tíminn
þegar ungir menn kepptust við að
rækta skegg og bumbu til að líta
sem kallalegastir út og fölleitar pre-
rafaelískar eiginkonur
þeiiTa vesluðust hægt
og bítandi upp i þröng-
um lífsstykkjum innan
um sérpantað kín-
verskt postulín og
damaskdúka, of mátt-
farnar til þess einu
sinni að skipa hysknu
þjónustufólkinu íyrir
af myndugleik. Menn
biðu, biðu eftir styrj-
öld eða andlegri bylt-
ingu en á meðan beðið
var voru nýjar sjálfs-
myndir mátaðar í list-
inni. Mitt í hinum
helgu véum borgar-
anna hafði listinni ver-
ið skipaður heiðurs-
sess og hún hafin upp á stall sem
eins konar afruglari fyrir allar þær
„sönnu“ kenndir sem blunduðu í
sálunum en koðnuðu niður í
prumpuskapnum sem feðraveldi
hinnar borgaralegu efnahagsskip-
anar ól af sér. Hvort sem það voru
ungir bóhemar evrópskra stórborga
eða sárkvaldir synir óbilgjarnra
feðra, hvort sem það voru næmir
hugsuðir eða aðki-epptar konur, á
einn eða annan hátt vísaði listin
þessu fólki veginn út og burt.
Kate Chopin ritaði í skáldsögunni
„Sálin vaknar" (The Awakening)
sögu einnar slíkrar konu. Eins og
þýðandinn, Jón Karl Helgason, reif-
ar í eftirmála sínum, hafði Chopin
áður getið sér gott orð fyrir sögur af
svipuðum slóðum og af samskonar
fólíd og hér er sagt frá, sögur af af-
komendum franskra landnema í
Louisiana, en olli nú slíkri hneyksl-
an með vandaðri og næmri lýsingu
sinni á hugarheimi aldamótakon-
unnar að ritdómarar rifu verkið í sig
og úthrópuðu það: hún ritaði ekki
fleiri bækur og lést fimm árum síð-
ar. En „Sálin vaknar" hefur síðan
hlotið uppreisn æru enda er hún
glæsilegur fulltrúi fyrir hina háu list
borgaralegs aldamótaleiða. Bæði
„andar“ textinn sjálfur af andblæ
þessa tíma, af hinum fáfengilegu en
þó óendanlega mikilvægu helgiat-
höfnum heimsókna, matarboða,
sumarleyfísdvala, vindlareykinga og
húsbúnaðarinnkaupa; anda sem
einnig má lesa um í annarri þýðingu
sem nú er að koma út hjá Bjarti, „í
leit að liðnum tíma“ eftir Marcel
Proust eða þá skáldsögum eins og
„Buddenbrooks“ eftir Thomas
Mann. En hún er um leið gagnrýnin
frásögn af úlfakreppu hins frelsis-
leitandi anda, Ednu Pontellier, sem
á við það að etja sem nú er nefnt
„sjálfsmyndarkreppa". Hún fínnur
sig ekki fullkomlega í móðurhlut-
verkinu og hún á jafn-
mikið í vandræðum
með að vera „dóttir"
og að standa sig sem
„eiginkona“ en þegar
fagrar kenndir vakna
með henni, knúnar
fram af píanóleik og
birtuspilinu yfii’
Mexíkóflóa gengst hún
upp í hlutverki „ást-
konunnar" og velur að
endingu fremur að
eyðast upp í ást sinni
en að hverfa aftur að
borgaralegum lifnað-
arháttum.
Þetta er síður en
svo einföld bók, ekki
síst fyrir þá sök að
Edna getur í senn ekki ímyndað
sér aðra tilveru en þá borgaralegu
sem hún er alin upp við og er því
fangi þeirra viðhorfa sem henni
tengjast um leið og hún skynjar að
mannsævin getur falið svo ótal-
margt í sér sem er handan við
hefðbundna lífshætti, en villist á
hinum óteljandi möguleikum og
rómantískri ást. Þessi bókavertíð
er um margt mörkuð af áhuga á
sögu aldamótaáranna síðustu og án
efa er „Sálin vaknar" mikilvægt
framlag til fyllri skilnings á hugar-
heimi þess tíma. Greinilegt er að
þýðandinn hefur vandað sig við
verkið en á þó oft í svipuðum vand-
ræðum og svo margir íslenskir
þýðendur nú um stundir, að það er
líkt og þeir treysti ekki fullkom-
lega móðurmáli sínu fyrir því verk-
efni að orða hugsanir og hugmynd-
ir sem settar hafa verið fram á öðr-
um tungum. Það er stundum hik í
textanum og tipl og langir krókar
við að vera frumtextanum trúr sem
enda á tíðum í stirðbusahætti. En á
hinn bóginn er falleg hrynjandi í
bókinni, sláttur sem minnir á tíma
þegar sálin var að vakna en vissi þó
ekki til hvers og tók því vakin kúr-
sinn beint út á sjó til að drukkna
þar í frelsisvímu.
Athugasemd
I Morgunblaðinu hinn 3.12. síð-
astliðinn féll niður síðasta efnis-
greinin úr umsögn undirritaðs um
skáldsögu Péturs Gunnarssonar,
„Heimkoma". Lesendur er beðnir
velvirðingar á þessum mistökum og
er hér bætt fyrir brotið:
Pétur er sér svo meðvitandi um
þetta pólitíska afturhvaifspródjekt
sitt að hann lætur ljósmyndarann
sinn skipta vinnu sinni í þrennt. í
fyrsta lagi loftmyndir af landslagi
(„Land vors Guðs“) - það sem er
háleitt og í raun handan mannsins -
í öðru lagi myndir af eyðibýlum
(„Land míns fóður“) og síðan örlar í
lokin á þriðja verkefninu sem er
þegar upp er staðið hin eiginlega
miðja alls starfsins þótt það komist
aldrei á filmu - samtímanum. „Eitt
hef ég vanrækt," segir ljósmyndar-
inn. „Eg hef tekið loftniyndir af
landinu en lítið hlustað á útvarp,
ekkert horft á sjónvarp og bara
stopult lesið blöð.“ (bls. 104) Það er
þarflaust að hafa um það fleiri orð.
Þessi samtími er höiTnungin upp-
máluð. I raun er hnignunin þar en
ekki á eyðibýlunum eða upp til
heiða. Og maður spyr sig: Á aðal-
söguhetjan ekki á hættu að hálsinn
stirðni á því að horfa svo stíft um
öxl? „Heimkoma" er ekki glæsileg
úttekt á hnignuninni vegna þess að
hún er sífellt að harma hana. Hún er
hins vegar góður vitnisburður um
hugarheim „nostalgíunnar“ og von-
brigðanna með hrun stóru goðsagn-
anna um framþróun sögunnar, rétt-
lætið, frelsið ogjöfnuðinn. Því ef það
er eitthvað sem pirrar Pétur, þá er
það hnignunin, en um leið sér hann
ekkert nema hana. Líkt og langt að
kominn ferðalangur reynir hann að
tengja sig við eitthvað í þessum upp-
leysta heimi og finnur í fyrsta lagi
landið en í öðru lagi það sem var og
hann hangir í þessu tvennu og
sleppir ekki. Þessi bók er mikill
fengur fjTÍr þá sem hafa fengið upp
í kok af nútímanum. Hinir gætu ef
til vill fengið í magann.
Kristján B. Jónasson
NILFIS
NeivLme
ENN EIN NÝJUNGIN FRÁ NILFISK
MINNI OG ÓDÝRARI RYKSUGA
SÖMU STERKU NILFISK GÆÐIN
KYNNINGARVERÐ TIL JOLA
AÐEINS KR. 14.900 STGR
• 1400W mótor
• Stillanlegt sogafl
• 4ra þrepa síun
• Inndregin snúra
• Sundurdregið stálrör
• Sogstykkjahólf
• Biðstöðufesting
fyrir rör og slöngu
NILFISK
NewLme
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Kate
Chopin
Til skammrar
fortíðar
BÆKUR
Hlin ningar
GULLKISTA ÞVOTTAKVENNA
Heimildasafn og endurminningar um
Jjvottalaugarnar í Laugardal. Útg.
Árbæjarsafn - Hið ísl. bókmenntafé-
lag 1997. 94 bls.
ÞVOTTALAUGARNAR í Laug-
ardal - hvað er það? Fyrir okkur
sem munum ekki annað en sjálf-
virkar og muiTandi þvottavélarnar
er þessi bók um púl og
strit og ótrúlega sögu
ótal kvenna sem
þurftu að bera þvott
sinn á bakinu langa
vegu við aðstæður sem
virðast tilheyra löngu
liðinni fortíð - svo
órafjaiTÍ að engu tali
tekur. Þessar konur
þurftu svo að strita við
að þvo heilan dag og
rogast með þvottinn
blautan og þungan
heim. Er þetta ekki ör-
ugglega saga sem til-
heyrir fortíð sem kem-
ur ekki málinu við?
Þó er saga þvotta-
lauganna svo skammt í
burtu þegar að er gáð og bókin lesin
að við hljótum að gi’ípa andann á
lofti.
Hér er sögð saga þess þegar
heita vatnið fannst í Laugardal og
varð brátt hið mesta þing. Vinnu-
konurnar voru sendar með þvottinn
þangað og var ekki miskunn hjá
Magnúsi. Reykvíkingar og nær-
sveitungar gátu þar með haft hreint
á rúmum og gengið í sæmilega
skikkanlegum flíkum. Það er vissu-
lega ski-ítið og allt að því ruglað fyr-
ir okkur að hugsa til þess að þvotta-
laugarnar skuli ekki hafa lagst af
fyrr en fyrir örfáum áratugum.
Hulda H. Pétursdótir hefur skrif-
að bók um þetta sérstæða fyrirbæri
sem þvottalaugarnar voru og yfir
því má kætast að þessi bók sé kom-
in út og óskandi að fleiri læsu hana
en bara þeir sem hafa sérstaklega
áhuga á þjóðlegum fróðleik. Því hún
segir sögu sem er horfin og sögu
kvenna sem koma ekki aftur.
Hulda byggir frásögnina á al-
mennum heimildum og leitar einnig
fanga í minningaskrínum margra
sem á þeim tíma leituðu í Laugam-
ar. Frásögnin er allavega: sumar
minnast Lauganna með gleði á sinn
hátt. Þrátt fyrir púl voru Laugarnar
greinilega sérstæður og eftirminni-
legur samkomustaður kvennanna
sem gátu inni á milli leyft sér að
skrafa og spjalla og börn þess tíma
rifja upp minningar þegar þau
komust fyrst í kynni
við það sem Laugam-
ar vom. Enn aðrar
konur era beiskar og
þreyttar að hugsa til
þessa tíma. Samt er
ljómi yfir.
Hulda H. Péturs-
dóttur minnist sjálf
tímans og í formála
Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgar-
stjóra segir frá því
þegar Hulda kom á
fund hennar með
handrit bókarinnar.
Hulda var hvorki
menntuð eins og það
er kallað né vön skrift-
um en sem betur fer
gerði borgarstjóri, og fleiri, sér
gi-ein fyrir því að skrif Huldu um
sögu þvottalauganna var merkileg
heimildasaga um horfinn tíma og
þannig úr garði gerð að ávinningur
er að lesa hana.
Hulda ræðir við margar konur
sem kynntust stritinu í þvottalaug-
unum og einnig las hún sér tii af
kostgæfni um tilurð þessa einstaka
náttúrufyrirbæris. Þessu miðlar
hún til lesenda svo að góður fróð-
leikur og myndrænn í besta lagi er
saman kominn á tiltölulega fáum
síðum.
Bókin er fallega útgefin og ljós-
myndirnar sem prýða hana eru til
mikils fróðleiks.
Þessi bók er hluti af sögu til
skammrar fortíðar. Við ættum að
lesa hana. Við græðum á því.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ilulda H.
Pétursdóttir
• sœtir sófar*
• Smiðjuvegi 9 • Simi 564 1475 *
r I opptilboð
Louis Norman
öklaskór
Teg: 82781
Stærðir: 36-41
Litir: Brúnir og svartir
Verð áður kn_ýj,í>95"
Verð nú kr. 3.495
Leðurfóðraðir
Ath: Einnig til reimaðir
Póstsendum samdægurs
Ioppskórinn Æveltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212