Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 49 MINIMIIMGAR Kveðja frá Knattspyrnufé- laginu Fram Vilhjálmur B. Hjörleifsson var Framari alla tíð og tók virkan þátt í starfí Knattspyrnufélagsins Fram um langt árabil. Á annan áratug annaðist hann af mikilli trúmennsku búninga- og sjúkramál meistara- flokks félagsins í knattspyrnu. Reynsla sjúkraflutningamannsins kom þar að góðum notum og mann- legt innsæi gerði honum starfið auðvelt. Gamansemi Vilhjálms og hiýleg framkoma opnuðu honum margar leiðir og tengdu hann vin- áttuböndum við leikmenn og for- ystumenn Fram. Vilhjálmur hóf störf með Hólm- bert Friðjónssyni þjálfara 1979-81 og var að störfum öll þjálfaraár Ásgeirs Elíassonar 1985-91. Hann tók einnig þátt í pólska ævintýrinu 1982-83, þegar Andrzej Strejlau sem síðar varð landsliðsþjálfari Pól- lands annaðist þjálfun hjá Fram. Gera má ráð fyrir að Vilhjálmur hafí verið að störfum fyrir félagið í rúmlega 400 leikjum á 15 árum. Fram átti oft mikilli velgengni að fagna á þessum tíma, en varð að sjálfsögðu einnig fyrir mótlæti eins og gengur í íþróttastarfi. Það breytti hins vegar engu um hugarfar Vil- hjálms og var hann ætíð sami já- kvæði Framarinn, hvort sem um sigur eða tap var að ræða. Eftir tapleiki átti hann þó til að spyija: Hvers lags músikk er þetta eigin- lega? Fjölmargir leikir Fram í Evrópu- keppnum í knattspyrnu gáfu starf- inu aukið gildi og oft áttum við samleið á erlendri grundu. Þrettán leikir í ýmsum þjóðlöndum eru sem ævintýri í minningunni og í hugann koma ýmis atvik. Heimsmaðurinn Vilhjálmur naut sín vel á nýja franska og glæsilega veitingahúsinu í Dublin, svo og í móttöku í ráðhúsi og við skoðun á húsi frímúrara í Belfastborg. Um skeið vorum við miklir sérfræðingar í Austurvegi og heimsóttum á fáum árum Pólland, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu. Var Vilhjálmur lítt hrifinn, enda var þáverandi þjóðskipulag þar eystra honum ekki að skapi. Innlent hjarta- lag var þó ætíð hlýtt og náði Vil- hjálmur meðal annars að vingast við höfðingja í Rúmeníuher. Suðræn lönd voru honum meira að skapi, t.d. Grikkland og Spánn. Minnast menn þess enn að Vilhjálmur var óánægður á hinum heimsfræga Nou Camp leikvangi í Barcelona að fá aðeins einu sinni að koma inn á völlinn til að huga að meiðslum leik- manna sinna. Taldi hann að þeir tugir þúsunda knattspyrnuaðdá- enda, sem á völlinn voru komnir, ættu skilið að sjá félagana Villa og Ástþór hlaupa til starfa. Nú er komið að kveðjustund. Félagar Vilhjálms í Knattspyrufé- laginu Fram minnast hans með virð- ingu og þakklæti fyrir óeigingjarnt starf. Vinátta hans var okkur öllum mikils virði. Við vottum Birnu eigin- konu hans og börnum þeirra og allri fjölskyldu hjartanlega samúð okkar. Halldór B. Jónsson. Spámaðurinn Gibran segir: „Hvað er að deyja, annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið .. .“ Að vita um veikindi einhvers sem maður elskar, að vita að sá hinn sami þjáist, að vita að hann hefur þurft að gjörbreyta lífi sínu, að vita að í raun er þetta ekki það líf sem maður gæti óskað nokkrum manni. Þrátt fyrir allar þessar staðreyndir - hrekkur maður í kút og tíminn sá undarlegi fugl sest andartak - við að vita að þessi manneskja sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, óijúfanlegur hluti, hefur kvatt að sinni. Mágur minn og minn eini „bróð- ir“, Vilhjálmur Björgvin Hjörleifsson er farinn í ferðina miklu - allt, allt of fljótt. Eftir stendur systir mín og öll þeirra yndislegu börn, tóm og full saknaðar, því ættfaðirinn er ekki lengur til staðar. Orðið ættfað- ir átti svo vel við Villa, þennan mann sem gat virst hijúfur og bar eneran veerinn tilfinnine:arnar utan á sér, en vissi ekkert nógu gott handa sínu fólki og var allur fullur af ást og umhyggju. Ekki bara sinnar fjöl- skyldu, heldur líka minnar fjöl- skyldu. Min börn voru hans böm, mín gleði, hans gleði og það sama átti við um erfiðleika sem mættu okkur á lífsbrautinni, ekkert þýddi að leggjast í volæði, það var bara að taka á málunum. Árin með Villa mági mínum eru nsætum eins mörg og með systur minni, ég var svo lítill þegar systir mín trúði mér fyrir leyndarmáli, nefnilega því að hún ætlaði að trú- lofa sig, hún geislaði af hamingju, lífið var svo skemmtilegt og spenn- andi og hún svo yfirmáta ástfangin af Villa sínum og hann af henni. Þau voru mjög ung þegar þau stigu fyrstu sporin saman á ævigötunni, síðan hafa árin liðið, tíminn flogið ótrúlega hratt og oft er það þannig að við sjáum tímann best og skýr- ast þegar hann er rétt floginn hjá. Villi mágur kom úr stórijölskyldu, foreldrar hans, Margrét og Hjörleif- ur, áttu mörg börn, en þau misstu líka mörg. Oft eru örlögin ótrúleg, það er svo mikið lagt á suma að með ólíkindum er að fólk standi uppi. Jú, uppi stóðu þau hjónin, for- eldrar Villa, en með margar brostn- ar vonir og djúpan sársauka í far- teskinu er ekki alltaf gott að halda áfram saman á lífsbrautinni. Þau skildu, Margrét og Hjörleifur, þau héltu hvort sina leið en ég tel að ástarstrengurinn sem batt þau, hafí í raun aldrei sitnað, þrátt fyrir allt. Samband Villa mágs míns við móður mína, Gullu, var einstakt. Þau náðu svo vel saman. Villi var sannarlega hennar „góði“ sonur. Oft var glatt á hjalla á Dyngjuveg- inum þegar Villi, Birna og börnin bjuggu á hæðinni og mamman okk- ar, þessi yndisiega, skemmtilega kona í risinu. Ungur hélt Villi út í atvinnulífið, sjómennskan heillaði um stund en síðan kom alvaran - í heimili og börnum. Hann lærði bifvélavirkjun hjá frænda okkar systra. Ekki voru það þó bílaviðgerðir sem áttu eftir að verða hans ævistarf. Fyrir um það bil 4 áratugum gerðist Villi mágur minn slökkviliðsmaður og starfaði innan þeirrar stofnunar alla tíð, að síðustu sem yfirmaður eld- varnaeftirlitsins. Eitt af höfuðeinkennum mágs míns var snyrtimennska, snyrti- mennska í klæðaburði, snyrti- mennska með heimilið, utan dyra sem innan en frægastur var hann fyrir hreina og skínandi bíla sína. Systir mín stríddi honum stundum og sagði hann má Iakkhúð bílanna af, með öllu þessu pússi! Þegar verið er að kveðja nákom- inn ástvin eru þúsund hlutir sem koma upp í hugann, ótal atvik og atburðir sem við litla fjölskyldan okkar systranna upplifðum saman. En þegar öllu er á botninn hvolft og rýnt í ævispegilinn er það ástin - ástin á millj okkar allra sem upp- úr stendur. Ástin á milli Villa og Birnu var eldheit og blossandi alla tíð. Ástin okkar hinna fullorðnu á börnum okkar og seinna barnabörn- um. Ástin þar sem ailt er fyrirgefið, ekki bara sjö sinnum heldur 77 sinn- um, sýnir það. Ekki er liðinn einn mánuður síðan ég fékk að njóta yndislegra daga með Villa mági minum og systur. Þau í nýrri íbúð, komin til höfuð- borgarinnar eftir tuttugu ára búsetu í Mosfellsbæ. Villi mágur minn í því besta formi sem ég hef séð hann, síðan hann fékk blóðtappa í bæði nýru fyrir tæpum 4 árum. Já, betri tíð og blóm í haga virtust blasa við, þó að við vissum að hin illvígu veik- indi leyndust við hornið. Villi fékk endurnýjaðan kraft og bjartsýni, við að flytja á nýjan stað og undirbúa nýtt hreiður fyrir sína ástkæru fjöl- skyldu. Systir mín hefur ekki bara misst eiginmann - hún hefur líka misst sinn allra besta vin. En einhvers staðar segir: „Sá sem á mikið, miss- ir mikið.“ Villi og Birna fengu þá gjöf af lífinu að eiga alltaf ástina sína, hún vék aldrei frá þeim í lífserl- inum og lífsverkefnunum. Sterk stóð systir mín vörð um manninn sinn þegar hann veiktist, rétt eins og hún hafði staðið sterk með honum í öllu - í blíðu og stríðu - eins og segir í hjúskaparheitinu. Hún brást honum aldrei. Villi mágur minn vissi þetta manna best - hann elskaði Birnu sína og mátti aldrei af henni sjá, þó stundum skýldi hann sér inni í tilfinningaskel sinni. Nú er hann farinn, minn elsku- legi mágur. Ég sakna hans af öllu hjarta. Ég trúi því að nú hverfí hann inn í sólskinið í landi hins ei- lífa lífs. Helga Mattlna Björnsdóttir. Blítt bros, innilegt faðmlag, óend- anleg gjafmildi, hvatning og stuðn- ingur. Þannig upplifði ég ást Villa á börnum sínum og þeirra fjölskyld- um. Ég hef ekki farið varhluta af þeirri ást og umhyggju þau rúmlega tuttugu ár sem ég hef verið hluti af fjölskyldunni þeirra Villa og Birnu. Það er ómetaniegt að eiga slíka að. Fyrir það vil ég þakka. Hvíl þú í friði, elsku Villi. Sigríður Baldursdóttir. í dag kveðjum við Vilhjálm Hjör- leifsson, en hann lést langt um ald- ur fram eftir rúmlega þriggja ára baráttu við erfið veikindi og margar sjúkrahúslegur. Hann kvartaði aldr- ei þrátt fyrir að hann væri sýnilega oft mjög þjáður. Vilhjálm hef ég þekkt í rúm 40 ár, en þá kvæntist hann frænku minni og vinkonu, Birnu Björnsdótt- ur. Hjónaband þeirra var farsælt og einkenndist af gagnkvæmu trausti hvors til annars. Þau eignuð- ust fjögur börn og barnabörnin eru orðin níu talsins. Þau hjón lögðu ríka rækt við böm sín og barnabörn og fjölskyldan var ætíð í fyrirrúmi. Birna sýndi það glöggt í verki í hinum erfíðu veikindum manns síns hversu sterkur persónuleiki hún er og hún stóð sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Vilhjálmur var fríður maður og glæsilegur á velli. Hann var hress í skapi, félags- lyndur og vinmargur. Hann átti mörg áhugamál, en þó var það eink- um knattspyrnan og Knattspyrnu- félagið Fram, sem áttu hug hans allan. Starfaði hann í mörg ár fyrir félagið og var m.a. liðsstjóri meist- araflokks Fram í mörg ár. Þau hjónin bjuggu lengst af í glæsilegu húsi í Mosfellsbæ og var oft gestkvæmt hjá þeim á þeirra fallega heimili. Vegna veikinda Vil- hjálms og hinna tíðu ferða á Land- spítalann ákváðu þau að selja hús sitt og höfðu þau nýlega flutt inn í hlýlega íbúð steinsnar frá Fram- heimilinu. Þangað verða sporin hans ekki fleiri. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 2. desember sl. Elsku Bima, við Daníel sendum þér, börnum ykkar og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Gerður Birna. Elsku frændi og vinur, í dag kveðjum við þig. Þú ert nú dáinn og allt of snemnma eins og manni finnst alltaf þegar einhver deyr sem manni þykir vænt um. Minningarnar eru margar um góðar stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Okkur systkinin Iangar að minnast þín með nokkrum orðum og rijfa upp samvistir við þig. Alltaf var svo gott að koma til ykkar Birnu á ykk- ar fallega heimili og við fundum vel fyrir hlýjunni og birtunni sem þar ríkti. Mikið var þar hlegið og gant- ast. Við munum eftir fallegum sum- ardegi þar sem við vorum öll systk- inin hjá ykkur hjónum og þú varst að sprauta á okkur vatni okkur til ómældrar kátínu. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa ef þess var nokk- ur kostur. Alltaf léstu okkur fínna að hvert okkar væri sérstakt. Þú hafðir lag á að benda okkur á það jákvæða í lífinu og tilverunni. Þú hjálpaðir til við ótrúlegustu verkefni eins og að lesa yfír ritgerðir og hjálpa til við ritgerðarsmíð. Það var alltaf gaman að sjá hvernig þú ljóm- aðir þegar litlu börnin voru nálægt þér. Við viljum þakka þér, elsku Villi frændi, fyrir margar ánægju- stundir og alia elsku þína gagnvart okkur. Elsku Birna og ástvinir allir, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Hjördísar- og Kristinsbörn. Við kveðjum í dag Vilhjálm B. Hjörleifsson er lést á heimili sínu aðfaranótt 2. desember. Hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm er lok- ið. Fyrir rúmum þremur árum veikt- ist Vilhjálmur alvarlega og með hjálp lækna og góðrar hjúkrunar tókst honum að ná sér þokkalega. Bænin var heit hjá fjölskyldunni fyrir velferð hans og aldrei var uppgjöf eða beizkju að heyra þó að oft væri hann þjáður á þessum árum. Umhyggja hans fyrir fjöiskyld- unni var einstök. Börnin og barna- börnin áttu góðan föður og afa. Við áttum góðan vin er var tengdafaðir sonar okkar og um tíma vinnuveit- andi dóttur okkar ásamt Birnu í versluninni Hárprýði. Allar sam- verustundir okkar voru ævinlega notalegar. Barnabömin okkar eiga dýrmæt- ar minningar frá síðastliðnu sumri þegar afi Villi og amma Bima bjuggu hjá þeim um tíma. Það er hveiju barni hollt að kynnast upp- runa sínum og vera í návígi við sína nánustu. Frásagnargleði hans var einstök og nutu þau samverustund- anna í hvívetna. Traust var sú hönd sem hjúkraði honum síðustu árin og strauk hönd hans síðustu ævistundirnar. Við þökkum samfylgdina og biðjum góð- an Guð að varðveia þig, styrkja Birnu og alla ástvinina. Minningam- ar em óteljandi og söknuðurinn sár, en minningin um Vilhjálm lifir í huga okkar sem þekktum hann. Rósa og Þorsteinn. Ávallt er það svo að þegar náinn vinur fellur skyndilega frá situr eft- ir sár söknuður hjá þeim sem eftir standa, jafnvel þótt við vitum vel að okkur er afmarkaður ákveðinn tími í þessu lífí og skilnaðarstundin er ekki fjarri. Svo er mér innan bijóst við frétt- ir af skyndilegu andláti vinar míns og samstarfsmanns í aldarfjórðung, Vilhjálms B. Hjörleifssonar, yfireft- irlitsmanns við Eldvarnaeftirlit Reykjavíkurborgar. Þótt hann væri búinn að berjast við alvarleg veik- indi í nokkur undanfarandi ár og vitað væri að honum yrði ekki auð- ið langrar ævi þá kom fregnin ý. óvart. Fyrir aldarfjórðingi hóf ég störf við Eldvarnaeftirlit Reykjavíkur- borgar. Vom þar þá starfandi fímm ^ starfsmenn. Fjórir þeirra eru nú horfnir úr þessu lífi, en í dag kveðj- um við þann er var yngstur þeirra, Vilhjálm B. Hjörleifsson sem síðustu árin var yfireftirlitsmaður. Við eng- an þeirra batt ég nánari vinabönd en hann. Urðum við fljótt nánir vin- ir með mörg sameiginleg áhugamál er tengdu okkur náið saman. Villi Hjörleifs, eins og hann var ávallt kallaður, var um margt sérstakur. Þeir sem ekki þekktu hann náið töldu hann yfirborðsmann og allra manna kærulausastan, mann sem ekki gæti gengið í takt við sam- <' ferðamenn sína. En þeim, sem hann leyfði að skyggnast bak við það gervi sem hann hafði gert sér, varð fljótt ljóst að þar fór allt önnur manngerð, ábyrgur maður sem ávallt var tilbúinn að aðstoða þá sem minna máttu sín. Hann var gæddur þeim persónueiginleikum sem löð- uðu aðra að honum og menn voru ávallt reiðubúnir að gera honum greiða. Þetta nýtti hann sér til hjálp- ar öðrum. Þegar hann frétti um ein- hvem er honum fannst í raun að- stoðar þurfi, leitaði hann til þeirra sem hann vissi að vom vel í stakk búnir til að veita aðstoð, en hann sjálfur kom þar hvergi nærri að öðru leyti. Það em nokkrir einstakl- ingar og samtök, sem án þess að vita það, hafa notið aðstoðar Villa Hjörleifs. Um þetta vissu fáir jafn- vel þótt þeir teldu sig hafa þekkt hann vel. Fyrir tæpum fjórum árum gekkst Vilhjálmur undir aðgerð sem heppn- aðist ekki sem skyldi. Varð hann eftir það að koma á spítala þrisvai í viku til aðhlynningar. Var það erf- itt fyrir mann eins og hann sem vildi lifa fijáls eins og fuglinn. En nú voru flugfjaðrinar stýfðar og < hann varð að lifa ófijáls í ósýnilegu búri. Þetta átti illa við eðli hans og tók nærri honum að þurfa að lifa við slík höft. Nú síðustu skiptin sem við ræddumst við virtist hann vera orðinn nokkuð sáttur við örlög sír og beið umskiptanna í hugarró. Við ferðalok óska ég þess að Höfuðsmiðurinn veiti honum bless- un á þeim nýju leiðum sem hann hefur nú lagt út á og gefí konu hans Bimu og börnum þeirra styrk í sorg þeirra. Ásmundur J. Jóhannsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAVÍA NÍELSEN, Vesturbergi 40, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnnar látnu. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. I + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTRÚN STEINUNN BENEDIKTSDÓTTIR, Hafnargötu 115A, Bolungarvík, sem lést í Bolungarvík föstudaginn 5. desem- ber, verður jarðsungin frá Hólskirkju, Bolung- arvík, laugardaginn 13. desember kl. 14.00. Jón Sigurgeir Ásgeirsson, Benedikta Fanney Ásgeirsdóttir, Eva Margrét Ásgeirsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Húni Sævar Ásgeirsson, Ásrún Ásgeirsdóttir, Erla Þórunn Ásgeirsdóttir, Guðmundur S. Ásgeirsson, Kolbrún Rögnvaldsdóttir, Inga María Ásgeirsdóttir, Rósa Sigríður Ásgeirsdóttir, Hjördís Þorgilsdóttir, Jón Friðrik Gunnarsson, Sigurður Aðalsteínsson, Ingimar Baldursson, Bryndís Sigurðardóttir, Gylfi Þórðarson, Hallgrímur Hallsson, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Gunnar Njálsson, Sigurður Böðvar Hansen, barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.