Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 53

Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 53 BJÖRGVIN JÓNSSON bræðranna á Grettisgötu 6. Þar hófu þau Palli búskap og sonurinn Björgvin fæddist þar árið 1955. Asta varð snemma ímynd fegurð- ar og glaðværðar, enda kunni hún sannarlega að umgangast fólk með hlýju og jákvæðni. Mér er minnisstætt hve henni var lagið að örva og hvetja okkur sem yngri vorum og hæla á þann hátt að gleðin fyllti hugann. Með nýbyggingu við Fífu- hvammsveg urðu Palli og Ásta ein af frumbyggjum almennrar byggðar í Kópavogi og bjuggu þar öll sín búskaparár. Dóttirin Mar- gréý fæddist þar árið 1959. Ásta var mikilvirk í bæjarmál- um og virtist hafa tíma til marg- háttaðra félagsstarfa auk mynd- arlegra húsmóðurstarfa. Heimili þeirra var hið glæsilegasta og gleðin og gestrisnin mætti öllum sem þangað komu. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja fjölskylduna á Fífuhvammsvegin- um. Ásta lagði mikla rækt við fjöl- skyldu sína og ættingja og er hennar minnst sem fyrirmyndar- manneskju á því sviði. Þessir mannkostir Ástu áttu eftir að nýtast henni í starfi fyrir aldraða og margur samferðamaður hennar til sólarlanda gat henni hið besta orð fyrir fararstjórn sem ávallt mótaðist af elsku og umhyggju. Við andlát Palla árið 1986 urðu mikil umskipti tilverunnar, en samheldni barna og barnabarna gerðu lífið auðveldara._ Þegar ég talaði ti! Ástu í sex- tugsafmæli hennar óraði mig ekki fyrir þvi hve skammur tími fram- tíðarinnar henni var ætlaður með okkur, en veikindin gerðu ekki boð á undan sér. Þessi fátæklegu orð eru fyrst og fremst þakkir til Ástu fyrir ánægjulega og trausta samfylgd um leið og ég fyrir hönd föður míns og fjölskyldu votta vini henn- ar Ásgeiri, börnum hennar og barnabörnum einlæga samúð. Minningin um góða konu mun lifa. Gunnar Þorláksson. Það var dimmt yfir götunni okkar á Seltjarnarnesi í janúar síðastliðinn j>egar nágranni okkar og vinur Ásthildur Pétursdóttir veiktist. Það birti aftur er voraði bæði á himni og í hugum. Við báðum góðan Guð að gefa Ást- hildi heilsu aftur til þess að gleði, bros og hlátur myndi fylla um- hverfið um leið og sólin sendi hlýju sumarsins til okkar. Það virtist um stund sem birtan myndi ná yfirhöndinni, líka í húsinu á Mela- braut 50 þar sem Ásgeir og Ást- hildur höfðu átt svo góða daga. Ég vil halda því fram að trúin flytji fjöll, alveg sama hversu stór þau eru. En stundum nær eitthvað annað yfirhöndinni og það gerðist í þetta sinn. Einhvers staðar ann- ars staðar er mikil þörf fyrir þá gleði og orku sem geislar frá Ást- hildi, það er eina skýringin á því að hún er kölluð burtu í blóma 1 lífsins. í minningunni lifa svo ótal margar stundir sem við höfum átt með Ásthildi bæði frá samstarfinu á Samvinnuferðum-Landsýn og síðar sem okkar besta nágranna. Við vitum að henni leið vel í litla húsinu við hliðina á okkur, við hefðum bara viljað hafa hana svo miklu lengur. Alltaf var hún bros- andi og lífsglöð þessi kona. Meira að segja þegar bíllinn minn lenti ; inni í garðinum hennar og stöðv- aðist í runnunum við húshornið þá kom Ásthildur í dyragættina og sagði: Nei, en heppilegt, ég ætlaði einmitt að biðja þig um far í vinnuna. Svona var hún alltaf, glöð og hlý, maður varð ríkari af að fá að umgangast svona per- sónu. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Ásgeir, Margréti og Björg- vin og þeirra ijölskyldur í þessum | mikla missi. Æðruleysi Ásthildar á allan hátt, glaðlega brosið henn- ar og hlátur mun verða efst í huga okkar. Kveðja frá Hildi, Simma, Rikka og Jóni Teiti. Hildur Jónsdóttir. Mig langar til að minnast Ást- hildar, móður æskuvinkonu minnar, Margrétar. Ásthildur opn- aði heimili sitt fyrir mér þegar ég var barn og unglingur. Á hennar heimili var alltaf gott að koma. Húsmóðirin létt og kát. Maður var velkominn hvort sem var í mat eða kaffi, stutta dvöl eða nætur- gistingu. Þar var notalegt að vera. Það var gott að spjalla við Ást- hildi eða bara horfa á hana við heimilisstörfin. Baka, strauja eða jafnvel sauma út nöfn í sérstakan „gestabókadúk“. Það var dúkur sem gestir höfðu ritað nafn sitt á og Ásthildur saumaði síðan nöfnin út. _ Ásthildur var sérstakt jólabarn. Hún naut jólastússins vel, matbúa, föndra, skreyta, spila, syngja, skrifa jólakort, og bjóða heim fólki. Ég sem unglingur var svo heppin að fá að dvelja á hennar heimili um jól. Það voru góð jól, eins og jól eiga að vera, friður og kærleik- ur. Nokkur áramót átti ég með Ásthildi og hennar góðu fjölskyldu. Þá eins og alltaf leið mér vel með þeim. Þegar ég held mín jól og áramót minnist ég ætíð þessara hátíðisdaga á heimili Ásthildar og fjölskyldu hennar. Sumir siðir fylgja mér enn. Það er ekki lítils virði að eiga á sínum æskuárum innhlaup á gott og traust heimili og geta sótt sér fyrirmyndir þar. Guð blessi afkomendur og vini Ásthildar. Valgerður Garðarsdóttir. „Til þess að geta glatt aðra verð- ur maður að vera glaður sjálfur," var viðkvæði Ásthildar Pétursdótt- ur samstarfsmanns okkar til fjölda ára. Þetta viðhorf hennar gekk eins og rauður þráður í gegnum líf hennar og smitaði út frá sér alls staðar þar sem hún kom. Það er því ekki að undra, að þessi glæsilega kona, alltaf smekklega tilhöfð og brosandi, hefði góð og mannbætandi áhrif sem við erum öll þakklát fyrir að hafa fengið að njóta. Það er raunar með ólíkindum hversu mikið Ásthildur hafði að gefa öðrum og það gerði hún með gleði og af umhyggju fyrir með- bræðrum sínum. Starf í ferðaþjón- ustu getur verið afar erilsamt og reynir á þjónustulund og lipurð og þar var Ásthildur okkur hinum besta fyrirmynd sem við gátum fengið. Ásthildur starfaði sem farar- stjóri í hartnær 20 ár og brautryðj- andastarf hennar eru ferðir fyrir eldri borgara erlendis. Hún vildi alls ekki kalla þessar ferðir „Orlof aldraðra“ heldur gaf þeim heitið „Kátir cjagar - Kátt fólk“ - enda sagði hún oft, að þessi „yngri“ hefðu ekki roð við þessum hressu ferðafélögum sínum. Umhyggja hennar fyrir þeim sem henni var treyst til þess að leiðbeina á ferðum erlendis var orðlögð og langt um- fram það, sem venjulega gerist. Þar sem starfmenn Samvinnu- ferða-Landsýnar komu saman á mannamót var Ásthildur oftar en ekki í forsvari og bjargaði heiðri okkar margsinnis. Á hugann leita einnig minningar úr stórkostlegum samkvæmum sem hún hélt sam- starfsfólki sínu bæði á Fífu- hvammsveginum og úti á Nesi af slíkum rausnarskap að ógleyman- legt er. Það rifjast upp lítil saga sem segir kannski allt sem segja þarf: Ein samstarfskona Ásthildar hitti hana á fömum vegi og hafði orð á því hvað hún væri með fallega nælu. „Já, og veistu hvað ég ætla að gera við hana?“ Nei, var svarið. „Gefa þér hana,“ sagði Ásthildur og nældi nælunni í jakka sam- starfskonunnar. Um leið og við kveðjum Ásthildi með miklum söknuði og þakklæti sendum við Ásgeir og íjölskyldu Ásthildar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Samvinnuferða- Landsýnar. Ásthildur Pétursdóttir er látin 63 ára, hún sem geislaði af lífs- orku, naut þess að vera til og hafði ánægju af starfí sínu sem farar- sjóri í sólarlandaferðum aldraðra. Á árunum sem ég kynntist Ást- hildi var hún í stjórn sjálfstæðis- kvennafélagsins Eddu í Kópavogi og bæjarstjómarfulltrúi. Ásthildur var mikil félagsmálakona og koma víða við á þeim vettvangi. Hún var formaður Eddu í 6 ár frá 1974 til 1980. Starfið í Eddu blómstraði á hennar formannsárum, hún kom með nýjar hugmyndir og fram- kvæmdi þær. Hún hafði lag á að hafa gott andrúmsloft í kringum sig og var glaðlynd og góður vin- ur. Hún hafði hæfileika til að stjórna og hreif aðra með sér. Hún var m.a. formaður Kvenfélagsa- sambands Kópavogs, varaformað- ur Landssambands sjálfstæðis- kvenna, varaformaður kjördæmis- ráð sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi. Hún sat í fjölmörg- um nefndum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Kópavogi. Ásthildur var brautryðjandi í að koma á starfi fyrir aldraða í Kópavogi og var forstöðumaður þess í mörg ár. Meðal þess fólks var hún vinsæl og vel metin. Hún kunni að láta fólki líða vel og umgekkst það af varfærni og elskulegheitum. Við hjónin leigðum um árabil húsnæði í eigu þeirra hjóna, fyrir fyrirtæki okkar og var það samstarf eins og best var á kosið. Þau hjón gerðu allt til að okkur liði vel og þau voru sanngjörn í viðskiptum. Éig- inmaður Ásthildar var Páll Þor- láksson en hann lést langt fyrir aldur fram árið 1986. Þau voru elskuleg og glæisleg hjón, góð heim að sækja. Sjálfstæðiskvenna- félagið Edda þakkar þeim þá miklu góðvild sem þau sýndu félaginu og verður skráð á spjöld sögunnar um ókomna tíð. Við vottum vini hennar Ásgeiri Nikulássyni, börn- unum Margréti og Björgvin, tengdabömum og barnabömum, okkar dýpstu samúð. Eddukonur þakka þér Ásthildur, fyrir liðnar samverustundir og biðjum þér Guðs blessunar. F.h. Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu, Þorgerður Aðalsteindóttir, formaður. í dag kveðjum við vinkonu okk- ar, Ásthildi Pétursdóttur. Það var fyrir um sjö árum að við kynnt- umst henni vegna fasteignavið- skipta. Þetta var upphafið af vináttu sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta með henni og síðar vini hennar, Ásgeiri Nikulássyni. Kemur þar margt upp í hugann svo sem útivistarferðir af ýmsu tagi, innanlands og utan, svo og skemmtilegar stundir í heimahús- um. Eftir heimkomu úr okkar síðustu sameiginlegu ferð fór Ásthildur að kenna lasleika sem þjáð hefur hana til hinstu stundar. í gegnum öll veikindi Ásthildar stóð Ásgeir henni við hlið sem klettur. Ásthildur var röggsamur stjórn- andi sem berlega kom fram í starfi hennar sem fararstjóri. Þá áttu glaðværð og mannblendi stóran hlut í ævi hennar og í mannfögnuð- um var hún oftast hrókur alls fagn- aðar. Við erum þér þakklát, Ásthild- ur, fyrir allar þær gleðistundir sem við áttum saman með þér. Þín verð- ur saknað. Ástvinum hennar sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Björn og Hekla. + Björgvin Jónsson fæddist á Hofi á Eyrarbakka 15. nóv- ember 1925. Hann lést á Kan- aríeyjum 23. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 9. desem- ber. Okkur langar að minnast með nokkurm orðum Björgvins Jónsson- ar vinar og félaga í mörg ár. Við hjónin vorum stödd á suðrænum slóðum er við fréttum lát þitt, en það kom okkur á óvart því þú hafð- ir verið svo hress stuttu áður. Það er margs að minnast úr löngu sam- starfi og óteljandi atvik koma upp í huganum, núna þegar þú ert fall- inn frá. Við hófum með þér útgerð í ársbyrjun 1973, en kynni okkar höfðu þá staðið í nokkur ár. Útgerð okkar byijaði farsællega, því við vorum þátttakendur í að flytja Vest- mannaeyinga til Þorlákshafnar, er gosið hófst í Eyjum. Samvinna okk- ar stóð óslitin í 22 ár eða þar til þú ákvaðst að draga þig í hlé vegna lasleika og til þess að njóta ellinnar með Ólínu þinni. í útgerð skiptast á skin og skúr- * ir, og hjá okkur var það ekkert öðruvísi, en þó voru björtu hliðarnar miklu fleiri. Undir styrkti stjórn þinni dafnaði fyrirtækið og stóð í blóma þegar þú hættir. Margar góðar minningar eru ofarlega í huganum, til dæmis fróðleg og skemmtileg samtöl okkar á skrif- stofunni í Austurstræti. Heimboð á ykkar fallega og hlýja heimili í Kópavoginum, eða þegar við hjónin vorum stödd í Póllandi með ykkur, en þar áttum við margar ógleyman- legar stundir. Margar skemmtilegar ferðir á útimarkaði í Gdansk, gönguferðir um Hansahverfið og margt annað. En nú er kallið komið sem við öll verðum að hlýða að lokum. Við hjónin viljum þakka þér, Björgvin, fyrir traust og gott samstarf, og alla þá góðvild sem þú sýndir okkur og börnum okkar alla tíð, góður guð blessi þig. Kæra Ólína, við vottum þér og ijölskyldunni okkar dýpstu samúð. Hákon, Rósa og fjölskylda. t Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SVAVA GREENFIELD ZOÉGA, (Bankastræti 14), 90 Galley Lane, Barnet, sem lést mánudaginn 1. desember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 15. desember kl. 13.30. Jóna Sparey, Elizabeth Frau, Sebastian Frau, Anita Page, Geoffrey Page, George Greenfield, Alison Greenfield, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS JÓNS JÓNSSONAR, Háholti 16, áður Stekkjarhvammi 15, Hafnarfirði, Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Margrét Guðrún Kristjánsdóttir, Einar M. Einarsson, Sólveig Einarsdóttir, Jón Benedikt Einarsson, Þóra Kr. Einarsdóttir, Halldóra Sigr. Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Þórdis Stefánsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Guðmundína Hermannsdóttir, Áskell Bjami Fannberg, Ingimar Arndal Árnason, Gunnar Herbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum af alhug samúð og hlýju við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR ÁGÚSTU ÁRNADÓTTUR. Kolbrún Haraldsdóttir, Hafsteinn Sölvason, Ema G. Ámadóttir, Eiríkur Baldursson, Sigurður Ámason. Helga Erlendsdóttir og barnaböm. Lokað Lokað í dag, föstudaginn 12. desember, vegna jarðarfarar VILHJÁLMS B. HJÖRLEIFSSONAR. Hárprýði-Fataprýði, Álfheimum 74, Giæsibæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.