Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 69
FRÉTTIR
Jólatré frá
vinabæjum
Hafnar-
fjarðar
LJÓSIN á jólatrjám frá vinabæjum
Hafnarfjarðar verða tendruð á
morgun.
Dagskráin hefst á Thorsplani kl.
13.15 þar sem Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar flytur nokkur lög. Sendi-
herra Danmerkur Klaus Otto Kapp-
el flytur kveðju og tendrar ljósin á
jólatré sem er gjöf frá danska vina-
i bænum Fredriksberg. Formaður
bæjarráðs Hafnarfjarðar, Valgerð-
ur Guðmundsdóttir, flytur ávarp.
Sr. Sigurður H. Guðmundsson flyt-
ur hugvekju og Karlakórinn Þrestir
syngja nokkur lög.
„Að athöfn lokinni um kl. 14 leið-
ir Lúðrasveit Hafnarfjarðar skrúð-
göngu á jólaball í íþróttahúsið
v/Strandgötu. Hljómsveit Carls
Möller leikur og Diddú tekur nokk-
ur lög. Auðvitað koma jólasveinarn-
1 ir í heimsókn og gengið verður í
kringum jólatréð. Kl. 16.15 hefst
leikur Hauka og Stjörnunnar í
handknattleik kvenna og er að-
gangur ókeypis," segir í fréttatil-
kynningu.
Flensborgarhöfn kl. 12.30
Sendiherra Þýskalands flytur
kveðju og tendrar ljós á jólatré sem
er gjöf frá vinabænum Cuxhaven.
Söngur leikskólabarna frá Vestur-
1 koti. Már Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar
i flytur ávarp.
Foreldrarölt
ber árangur
FORELDRAFÉLAG Hagaskóla í
Reykjavík skipuleggur í samvinnu
I við félagsmiðstöðina Frostaskjól
þriðja veturinn í röð rölt foreldra
i um Vesturbæinn um helgar til eftir-
lits og aðhalds með því að reglur
um útivist barna og unglinga séu
haldnar.
Er það samdóma álit Foreldrafé-
lagsins og forráðamanna skóla á
svæðinu, KR-inga, Frostaskjóls og
hverfislögreglu að nú sé allur annar
bragur á útivistarmálum en fyrir
, rölt og áberandi sé að landasull
meðal unglinga sé miklu minna.
1 Vilja menn þakka foreldraröltinu
| þessa bragarbót. Foreldrafélagið
kannar nú hvort ekki sé rétt að
beina sumum rölturum sínum í
miðbæinn til að kanna ástand mála
þar um helgar, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Aðalfundur Foreldrafélagsins var
haldinn hinn 19. nóvember sl. en á
honum á sæti allt fulltrúaráð félags-
I ins en það skipa tveir til þrír fulltrú-
ar hverrar bekkjardeildar sem nú
1 eru alls 22. Nemendur skólans eru
I nú alls 588 í 8.-10. bekk. Er skól-
inn því fjölmennasti unglingaskóli
landsins. Þá sótti fundinn Einar
Magnússon, skólastjóri Hagaskóla,
en Foreldrafélagið hefur átt mjög
gott samstarf við hann.
Skólastarf í Hagaskóla er og með
miklum blóma. Foreldrafélagið tel-
ur að skólinn standi sterkur hvað
j varðar kennslu, reglu og aga í
I skólastarfi. Þá er félagslíf í skólan-
um til fyrirmyndar. Myndarleg
( sendisveit nemenda skólans vann
nýlega hæfileikakeppni grunnskóla
Reykjavíkur, Skrekk.
Stjórn Foreldrafélagsins skipa nú
þau Tryggvi Agnarsson, formaður,
Sólveig Guðmundsdóttir, varafor-
maður, Sigrún Ása Sturludóttir,
röltstjóri, og meðstjórnendur þau
Una Hauksdóttir, Margrét Hvann-
| berg og Valgerður Hallgrímsdóttir.
I A aðalfundinum voru Sveini Snæ-
land, fráfarandi formanni Foreldra-
' félagsins, þökkuð mikil og góð störf
1 þágu þess en hann var frumkvöð-
ull að endurreisn félagsins fyrir
fáum árum.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
GUÐJÓN Ólafsson, myndlist-
armaður með eitt verka sinna.
Teikning-
um af hús-
um á
Akranesi
Akranesi. Morgunblaðið.
GUÐJÓN Ólafsson, myndlistar-
maður, hefur opnað sýningu á 70
teikningum af húsum á Akranesi
sem hann teiknaði á þessu ári.
Myndirnar eru af húsum gömlum
og nýjum og eru sum þeirra ekki
til lengur og sumum hefur verið
breytt nokkuð.
Guðjón Ólafsson er 62 ára gam-
all Vestmannaeyingur. Hann
stundaði nám í Myndlista- og
handíðaskólanum veturinn
1955-57. Guðjón hélt sína fyrstu
málverkasýningu árið 1975 og
aftur var hann með sýningu árið
1995 auk þess sem nú stendur
yfir sýning hans á 70 vatnslita-
myndum í Akogeshúsinu í Vest-
mannaeyjum. Þá hefur hann tekið
þátt í nokkrum einkasýningum.
Árið 1973 teiknaði hann myndir
af húsum í Vestmanneyjum í bók
Guðjóns Ármanns Eyjólfsonar,
skólastjóra Sjómannaskólans í
Reykjavík, sem hét Vestmanna-
eyjar, byggð og eldgos. Bókin var
metsölubók á sínum tíma.
Sýning Guðjóns á Akranesi er
í Galieríi Ramma og Mynda að
Kirkjubraut 17 og verður hún
opin til jóla. Myndirnar eru allar
til sölu.
Krossgátu-
bókin
komin út
KROSSGÁTUBÓK ársins 1998
er komin út hjá Ó.P.-útgáfunni
ehf. Bókin kemur alltaf um miðj-
an desember ár hvert. Þetta er
fimintánda árið sem bókin kemur
út.
Krossgátuhöfundar eru þeir
Gísli Óskarssonn, Sigtryggur
Þórhallsson o.fl. I bókinni eru
krossgátur með ýmsum formum
svo og talnagátur. Lausnir er að
finna aftast í bókinni.
Heimsendingaþj ónusta
hjá Kringlunni
HAFIN er ný þjónusta við við-
skiptavini Kringlunnar, heim-
sendingarþjónusta, sem við-
skiptavinurinn mun greiða
fyrir hjá verslunum í Kringl-
unni.
„Við kaup á vörunni verður
boðið upp á þessa þjónustu og
er kostnaður við heimsending-
una 800 kr. sem leggst ofan á
verð vörunnar. Kringlan mun
sjá um að koma seðlum til
verslananna sem viðskiptavin-
urinn svo fyllir út sjálfur í
prentstöfum," segir í fréttatil-
kynningu.
SIGRÚN Jónsdóttir sýnir sr. Gísla Gunnarssyni hökulinn,
Hökull í
Reynistaðakirkju
SIGRÚN Jónsdóttir, kirkju-
listakona, hefur afhent sr.
Gísla Gunnarssyni, sóknar-
presti í Reynistaðakirkju í
Skagafirði, hvítan hökul sem
hún gerði sérstaklega fyrir þá
kirkju.
Hökullinn er handofinn og
með listsaumuðum táknum á.
Hann var gefinn af Hróðmari
Magnússyni og Ásdísi Björns-
dóttur á Ogmundarstöðum.
Um þessar mundir stendur
yfir sölusýning Sigrúnar á
batíkmunum og fleiru í Ný-
höfn við Geirsgötu í Reykjavík
og þar er hökullinn til sýnis.
Sýnir ljós-
myndir frá
Afríku
SÝNING á ljósmyndum frá Afr-
íku stendur nú yfir í húsnæði
KFUM og K við Holtaveg 28 í
Reykjavík. Myndirnar tók Lárus
Páll Birgisson í ferð til Afríku á
liðnu sumri. Sýningin á að standa
til 20. janúar og hefur hún feng-
ið nafnið „Nærmynd Afríka".
Sýndar eru 12 myndir sem Lárus
Páll tók í kynnisferð sem hann
og fleiri tóku þátt í og kynntu
sér kristniboðsstarf Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga í
Kenýju í ágúst síðastliðnum.
Flestar eru mannlífsmyndir en
nokkrar dýramyndir slæddust
einnig með. Myndirnar eru til
sölu.
SÝNING á ljósmyndum eftir
Lárus Pál Birgisson stendur
nú yfir í húsi KFUM og K við
Holtaveg í Reykjavík.
Lúsíuhátíð í
Norræna
húsinu
LÚSÍUHÁTÍÐ verður haldin í Nor-
ræna húsinu laugardaginn 13. des-
ember kl. 14.
Dagskráin verður með hefð-
bundnu sniði; Lúsía og þernur henn-
ar syngja sænsk og íslensk jólalög
undir stjórn Mariu Cederborg. Þær
koma tvisvar fram um daginn, í
byijun dagskrár kl. 14 og aftur kl.
15.30.
í kaffistofu Norræna hússins
verður boðið upp á „lúsíuketti"
(lussekatter) og piparkökur auk
safa fyrir börnin og kaffis fyrir
fullorðna.
Aðgöngumiðar verða seldir í
Norræna húsinu dagana fyrir Lúsíu
og við innganginn. Miðinn kostar
200 kr. fyrir börn og 400 kr. fyrir
fullorðna og eru veitingar innifaldar
í verðinu. Það er íslensk-sænska
félagið, sænska félagið á íslandi
auk Norræna hússins sem standa
sameiginlega að Lúsíuhátíðinni.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Jólatrés-
skemmtun á
Eiðistorgi
ÁRLEG jólatrésskemmtun fyrir-
tækja og verslana við Eiðistorg á
Seltjarnarnesi verður haldin laugar-
daginn 13. desember. Skemmtunin
hefst kl. 14 og mun standa til kl. 16.
Hljómsveitin Gleðigjafar flytur
jólalög og dægurperlur fyrri ára.
Auk þess syngja söngvaramir
Helga Möller og André Bachmann
jólalög. Jógi trúður dansar á línu-
skautum. Kertasníkir og Hurða-
skellir ganga í kringum jólatréð
með börnunum. Þeir verða án efa
með einhvern glaðning fyrir börnin
í pokum sínum.
Ókeypis bíla-
stæði á Tjarnar-
bakkanum
í JÓLAÖSINNI getur verið gott
fyrir borgarbúa að vita um nýju
ókeypis bílastæðin í miðbæ Reykja-
víkurborgar. Nýjustu stæðin eru á
Tjamarbakkanum og á gangstétt- ,v_
inni á milli Safnaðarheimilis Dóm-
kirkjunnar og Tjarnarskóla annars
vegar og Iðnó hinsvegar, segir í
fréttatilkynningu.
Hægt er að koma talsverðum
fjölda bíla á nýja Tjarnarbakka-
stæðið og eru stæðin ókeypis.
Kvikmynda-
sýningar
fyrir börn
KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir
böm eru alla sunnudaga kl. 14 í
Norræna húsinu.
Sunnudaginn 14. desember verð-
ur norska fjölskyldumyndin „Reisen
til julestjernen" sýnd.
Sjónvarpið
flytji ekki í
Efstaleiti
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun stjórnar Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna:
„Um leið og stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna hvetur
menntamálaráðuneytið til að endur-
skoða þá ákvörðun sína að veija
hundruðum milljóna króna til að
flytja Ríkissjónvarpið frá Laugavegi
í Efstaleiti, ítrekar hún þá kröfu
sína að stofnunin verði seld hið
snarasta."