Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 84

Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 84
Mewii£d -setur brag á sérhvern dag! 2Mto$tntMaMfe MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Frumvarp um aðhald í opinberu eftirliti LAGT var fram á Alþingi í gær frumvarp til laga um eftirlitsstarf- semi hins opinbera og er markmið þeirra að opinber eftirlitsstarfsemi stuðli að velferð þjóðarinnar, um- hverfisvernd og neytendavemd og að hið opinbera skuli því aðeins standa fyrir eftirliti að ávinningur sé meiri en kostnaður, segir m.a. í annarri gi-ein frumvarpsins. I þriðju grein frumvarpsins segir að þegar eftirlitsreglur séu samdar eða stofnað til eftirlits skuli viðkom- andi ráðuneyti meta þörf fyrir eftir- lit og hvort gildi þess sé meira en kostnaður þjóðfélagsins. í athuga- semdum með frumvarpinu segir að víða sé ofvöxtur hlaupinn í reglu- gerðir og umfang eftirlits opinberra aðila í iðnvæddum ríkjum og að regluverk séu sums staðar orðin svo flókin og viðamikil að fyrirtæki sem einstaklingar eigi erfitt með að fylgjast með réttarstöðu sinni. Talið er að þróun reglustýringar hérlend- is sé með sama hætti og erlendis og hinu opinbera beri því skylda til að endurskoða eigin reglusetningu og eftirlitsmál og tryggja að nýjar kröfur séu aðeins settar ef nauðsyn beri til. Einnig segir að ákvæði frum- varpsins visi ekki síst til umræðu í þjóðfélaginu um eftirlit hins opin- bera og nauðsynjar þess að gæta hófs í setningu og framkvæmd hvers kyns eftirlitsreglna og ann- arra reglugerða sem takmarka möguleika einstaklinga og fyrir- tækja til athafna. ------------- Austurland Háskóla- kennsla undirbúin FJÁRLAGANEFND Alþingis leggur til að 8 milljónum króna verði varið á fjárlögum næsta árs til undirbúnings háskólakennslu á Austurlandi. Fyrirhugað er að kanna mögu- leika á því að koma upp miðstöð há- skóla- og endurmenntunar á Aust- urlandi og skal peningunum varið til þess og til viðræðna við Háskóla Islands og Háskólann á Akureyri um framkvæmd málsins. ^ Ekki kemur fram i áliti nefndar- innar hvar fyrirhugaður háskóli Austfirðinga verður staðsettur. STEKKJASTAUR DAGAR TIL JÓLA Morgunblaðið/RAX Fyrstur til byggða FYRSTI jólasveinninn kom til byggða í nótt og fór víða enda skór í mörgum gluggum. Næstu tólf dagana er von á hin- um bræðrum hans og munu þeir trúlega hafa sama háttinn á, stinga einhverju í skó hér og þar, svo framarlega sem bðrnin hafí verið þæg og góð. Færið var nokkuð misjafnt fyrir sleðann og víst vildu þeir bræður gjarnan vilja sjá meiri snjó til að auðvelda sér yfir- ferðina. Fimmti hver Qór- tán ára unglingur reykir daglega NÆRRI fimmtungur 14 ára reyk- vískra unglinga reykir daglega, samkvæmt langtímarannsókn á áhættuhegðun unglinga, sem Sig- rún Aðalbjamardóttir, prófessor við Háskóla Islands, hefur unnið að undanfarin ár. Sigrún fylgdist með sama hópi reykvískra unglinga frá 1994 til 1996. Fyrsta rannsóknin var gerð þegar unglingarnir voru 14 ára í 9. bekk vorið 1994, þá 15 ára í 10. bekk í upphafi árs 1995 og loks þegar þeir voru flestir orðnir 17 ára síðla árs 1996. Rúmlega 40% 14 ára unglinganna sögðust aldrei hafa prófað áfengi, um 30% þegar þeir voru orðnir 15 ára, en það hlutfail var komið niður í 12% við 17 ára aldur. Áfengisneysla er því orðin almenn við 17 ára aldur. Fimm glös eða fleiri Flestir unglinganna reyktu ekki daglega. Pegar þeir voru 14 ára reyktu 82% þeirra ekki, 77% þeirra reyktu ekki við 15 ára aldur og 66% við 17 ára aldur. Islenskir unglingar drekka mikið ef þeir neyta áfengis á annað borð. Um 30% 14 ára unglinga sem neyta áfengis segjast drekka 5 glös eða fleiri í senn og tæpur helmingur þeirra segist oftast eða næstum alltaf verða fullur þegar hann drekkur. Við 15 ára aldur eru þessi hlutfóll komin upp í um 40% og 60% og við 17 ára aldur drekka 60% þeirra sem neyta áfengis 5 glös eða meira og 70% þeirra segjast oftast eða næstum alltaf verða full. Þá á við bæði um drykkjuna og reykingarnar, að merkja má á við- horfum þess hóps unglinga, sem ekki reykir eða drekkur 14 ára, hverjir eru líklegir til að byrja slíka neyslu síðar. Sigrún Aðal- bjarnardóttir telur mikilvægt að hugað verði að því í forvarnastarfi hvemig megi ná til ólíkra hópa. ■ Almenn drykkja/40 Háskólinn fær 50 milljónir króna Rannsóknarnám verður aukið FJÁRLAGANEFND Alþingis hef- ur lagt til að Háskóli Islands fái 50 milljóna króna viðbótarfjárveitingu á fjárlögum næsta árs en skólinn hafði farið fram á að fá 250 milljón- ir. Einnig er lagt til að Háskólinn á Akureyri fái 11 milljóna króna aukafjárveitingu. Háskóli íslands hafði beðið um 43 milljónir til aukins rannsóknar- náms. Akvað nefndin að 35 af 50 milljóna króna fjárveitingu yrði varið til þessa þáttar en 15 milljón- um til ritakaupasjóðs. í gær var samþykkt í Háskóla- ráði að meistaranám í tölvunarfræði hæfist á næsta ári við Háskólann sem mun auka mjög rannsóknir í skorinni. Sagðist Gunnlaugur Jóns- son háskólaritari telja að stjómvöld væm með skiptingu fjárins að styrkja ákvörðun háskólaráðs um meistaranámið. Ráðamenn væm að senda ákveðin skilaboð um að efla bæri rannsóknamám við Háskóla Islands. Að sögn Jóhanns P. Malmqvist, forseta raunvísindadeildar háskól- ans, mun meistaranám i tölvunar- fræði auka vemlega áhuga manna á að kenna greinina. Prófessor sem sagt hafði stöðu sinni lausri mun þegar hafa endurskoðað þá ákvörð- un. ■ Eykur áhuga/6 Forsætisráðherra segir niðurstöðuna í Kyoto hagfelldari en útlit var fyrir Færðist nær íslenzkum áherzlum á lokasprettinum SAMKOMULAGIÐ um nýja bókun við lofts- lagssamning Sameinuðu þjóðanna, sem náðist í Kyoto í fyrrinótt, færðist nær íslenzkum áherzl- um á lokaspretti samningaviðræðnanna. Meðal annars er nú binding koltvísýrings með land- græðslu viðurkennd og í yfirlýsingu í tengslum við bókunina er kveðið á um að skoða skuli sér- staklega stöðu smárra hagkerfa, þar sem ein- stök verkefni hafi mikil áhrif á útblástur gróður- húsalofttegunda. „Þessi niðurstaða virðist okkur hagfelldari en útlit var fyrir um sólarhring áður en ráðstefn- unni lauk,“ segir Davíð Oddsson forsætisráð- herra. „Að vísu em þama ýmsir túlkunarmögu- leikar og fyrirvarar, sem eftir er að fara ná- kvæmlega ofan í.“ Stuttu fyrir lok ráðstefnunnar var samþykkt tillaga íslands um að á næsta aðildaníkjaþingi loftslagssamningsins, sem haldið verður í Buen- os Aires í Argentínu í nóvember á næsta ári, skuli skoða sérstaklega stöðu smárra hagkerfa, þar sem einstök verkefni hafa mikil áhrif. Þessi yfirlýsing er ekki hluti sjálfs samningsins, sem náðist, heldur ákvörðunarinnar um samþykkt hans. Á síðustu stundu voru jafnframt gerðar breytingar á ákvæðum um bindingu koltvísýr- ings í gróðri, þannig að þau ná nú bæði til skóg- ræktar og landgræðslu, að sögn Tryggva Felix- sonar, fonnanns íslenzku sendinefndarinnar í Kyoto. ítarleg úttekt á áhrifum aðildar Islands Akvæði um viðskipti með útblásturskvóta eru enn ekki frágengin og bíður það næsta árs. Da- víð Oddsson segir að kvótaviðskipti geti verið Islandi hagstæð, en einnig felist í þeim sú hætta að lítið verði í raun dregið úr útblæstri. Forsætisráðhen'a segir það hafa verið rætt í ríkisstjórn að þegar niðurstaða Kyoto-ráðstefn- unnar væri skýr yrði gerð ítarleg úttekt á áhrif- um aðildar Islands að bókuninni á íslenzkt efna- hagslíf og framtíðarmöguleika þess. „Það þarf að hafa alla myndina undir, en það gátum við ekki gert fyrr en að ráðstefnunni lokinni. Raun- ar kann að vera að enn séu svo mildl göt í þessu að menn muni ekki vita hvar þeir standa fyrr en eftir þann viðræðuferil sem á að eiga sér stað fram að næstu ráðstefnu aðildarríkja loftslags- samningsins í Buenos Aires í nóvember." ■ Ákvörðun/12 ■ Lokasennan/42

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.