Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 1
112 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
287. TBL. 85. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
85 manns fórust með Tupolev-vél frá Tadsjíkistan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Aðeins emn
lifði slysið af
Sharjah, Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters.
EINN maður lifði af er Tupolev-
þota tadsjíska ríkisflugfélagsins
fórst í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum í gær. Alls voru 86
manns um borð, 77 farþegar og níu
manna áhöfn. Ekki er vitað hvað
olli slysinu en sjónarvottar sögðu
þotuna hafa sprungið á flugi og
hlutana hrapað niður í eyðimörkina.
Vélin fórst um þrettán kílómetra
frá flugvellinum í Sharjah en hún
var í aðflugi að vellinum. Hún var á
leið frá borginni Khudzhand í Tad-
sjíkistan. Að sögn fulltrúa
tadsjíska flugfélagsins voru allir
um borð Tadsjíkar og höfðu þeir
leigt vélina til að fara í verslunar-
og viðskiptaferð til Sameinuðu ar-
abísku furstadæmanna.
Loftferðaeftirlitið þar í landi
sagði tvo hafa lifað slysið af en ann-
ar hefði látist á leiðinni á sjúkra-
hús. Sá sem lifði af var flugþjónn
um borð í vélinni.
Fjölda fólks dreif að slysstaðn-
um og varð lögregla að hafa sig aOa
við til að halda fólki frá. Að sögn
fréttamanna sem sáu flakið, var
það illa brunnið og hlutar úr því,
svo og eigur fólks, höfðu dreifst um
stórt svæði. Svarti kassinn fannst í
gærkvöldi.
Þriðja slysið á þessu ári
Þetta er þriðja Tupolev-vélin
sem ferst á þessu ári. 64 fórust
með Tupolev-vél víetnamska flug-
félagsins sem brotlenti við flugvöll-
inn í Phnom Penh í september og
tíu dögum síðar fórst 21 þegar
Tupolev-vél í eigu þýska flughers-
ins lenti í árekstri við flutningavél
Bandaríkjahers undan ströndum
Afríku.
Reuters
BJORGUNARMENN skoða flak tadsjfsku Tupolev-154 vélarinnar sem fórst nokkrum mínútum fyrir lendingu
skammt frá Sharjah-flugvelli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
ASEAN kallar á
alþjóðlega aðstoð
Kuala Lumpur. Reuters
Reuters
Kuldinn
bítur í
Moskvu
MIKILL kuldi hefur gert Rússum
erfitt fyrir undanfarna daga. Fór
kuldinn í Moskvu niður í 27,3
gráður í gær og gert var ráð fyr-
ir að frostið yrði allt að 32 gráð-
um í nótt. Nyrst í Rússlandi fór
frostið niður í 45 gráður.
Þessir útigangsmenn reyndu
að festa svefn í skafli í höftið-
borginni í gær en vetrarhörkurn-
ar hafa nú þegar kostað fjóra úti-
gangsmenn lífið.
--------------
Viðbit lækkar
kólesteról
Helsinki. Reuters.
SMJÖRLÍKI sem unnið er úr furu-
kjörnum, lækkar kólesteról í blóði
þriðjungs þeirra hjartasjúklinga
sem neyta þess, að því er fram kem-
ur í finnskri rannsókn.
Hefur viðbitið svo góð áhrif á
suma neytendur að þeir geta hætt
að taka lyf til að lækka kólesteról-
magnið. Smjörlíkið, Benecol, nýtur
svo mikilla vinsælda að verslanir
þurftu að skammta það fyrstu vik-
urnar.
LEIÐTOGAR níu Suðaustur-Asíu-
ríkja, ASEAN, tilkynntu í Kuala
Lumpur í gær að þeir hygðust
stuðla að aukinni verslun innan
svæðisins til þess að draga úr áhrif-
um efnahagskreppunnar sem geng-
ið hefur yfir álfuna að undanfórnu.
Mahathir Mohamad, forsætisráð-
herra Malasíu, lagði þó ríka áherslu
á að þetta væri gert af nauðsyn en
ekki einokunarstefnu eða fordóm-
um.
Leiðtogamir hvöttu einnig
Bandaríkin, Evrópusambandið og
Japan til þess að eiga frumkvæðið
að alþjóðlegri viðleitni til þess að
draga úr kreppunni. Þetta er í
fyrsta skipti sem ASEAN kallar
Jólasveinn-
inn skelfir
New York. The Daily Telegraph.
ÞAÐ reynist mörgum bömum
mikið áfall að vera skellt í fang
jólasveins og slíkt athæf! er ill
meðferð á börnum, að mati
bandarísks sálfræðings.
Jim Hoot sálfræðingur segir
að börn sem ei’u eins og hálfs
árs eða yngri hræðist aðskiln-
aðinn við foreldrana. Þá verði
mörg börn rugluð í ríminu því
það stangist algerlega á við
bann foreldra við því að tala
við ókunnuga þegar þau séu
sett í kjöltu ókunnugs manns.
Leggur Hoot til að foreldr-
amir setjist einnig á hné jóla-
sveinsins, séu börnin of ung til
að átta sig á hver hann er.
eftir hjálp frá ríkjum utan sam-
bandsins en í yfirlýsingu leiðtog-
anna kemur fram að þó að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn, IMF, hafi veitt
stórfelld lán til einstakra ríkja á
svæðinu hafi efnahagsástand álf-
unnar haldið áfram að versna.
Hyggjast sameina banka
Þriggja daga leiðtogafundur
ASEAN, Kína, Japan og Suður-
Kóreu hófst í Kuala Lumpur í
Malasíu á sunnudag. Meðal þess
sem rætt hefur verið á fundinum
em möguleikar á samruna banka í
Suðaustur- og Austur-Asíu.
Þá var ákveðið í gær að þjónustu-
fyrirtæki ASEAN-landanna fengju,
RICHARD Butler, yfirmaður
vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna
(SÞ), sagði í gær að viðræður sínar
við írösk stjómvöld um eyðingu
gjöreyðingarvopna íraka hefðu lít-
inn árangur borið. Butler ræddi við
Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra Iraks, sem hafnaði því að eft-
irlitsmenn fengju aðgang að höllum
Saddams Husseins, forseta íraks,
en gmnur leikur á því að þar séu
framleidd efnavopn.
Butler hafði krafist óhefts að-
gangs að öllum stöðum sem taldir
eru kunna að geyma efnavopn en
Aziz sagði að vopnaeftirlitið fengi
með nokkmm undantekningum,
óheftan aðgang að öðrum mörkuð-
um sambandsins frá 31. mars næst-
komandi. Leiðtogamir stefna nú að
því að hraða áætlunum um að svæð-
ið verði allt gert að einu verslunar-
svæði en áður hafði verið stefnt að
því að það yrði fýrir árið 2003.
Leiðtogar ASEAN ákváðu einnig
að kannaðir yrðu möguleikar á
stofnun svæðisbundins sjóðs til að
aðstoða ríki á svæðinu við að koma
sér upp gjaldeyrisforða og koma í
veg fyrir fjármálaörðugleika.
Einnig fóru þeir fram á að kannaðir
yrðu möguleikar á því að dregið
yrði úr mikilvægi Bandaríkjadollars
á alþjóðamörkuðum.
„aldrei“ aðgang að höllum forset-
ans. Þá kvaðst Butler hafa orðið
fyrir vonbrigðum með þær upplýs-
ingar sem Irakar hefðu látið í té um
lífefna- og efnavopnaframleiðslu
sína en þeir höfðu lofað nýjum upp-
lýsingum um hvort tveggja.
Eini árangurinn sem náðist í við-
ræðunum, að sögn Charles Duelfer,
næstráðanda Butlers, var skilgrein-
ing á þeim stöðum sem SÞ hafa gert
kröfu um aðgang að. Sagði Duelfer
að írakar hefðu lofað því að vera
sveigjanlegri hvað varðaði aðgang
skoðunarmanna að öðrum stöðum
en forsetahöllunum.
Reuters
Carlos í
hlutverki
verjanda
HERMDARVERKAMAÐURINN
„Sjakalinn Carlos" tók við hlutverki
lögfræðinga sinna fyrir rétti í París í
gær eftir að þeir hættu að verja
hann í mótmælaskyni við þá ákvörð-
un dómarans að hafna beiðni um að
réttarhöldunum yfir honum yrði
hætt á þeirri forsendu að Carlos
hefði verið handtekinn með ólögleg-
um hætti í Súdan fyrir þremur árum.
Carlos hefur verið ákærður fyrir
morð á tveimur frönskum leyniþjón-
ustumönnum og hbönskum upp-
ljóstrara í París árið 1975 og lög-
fræðingar hans sökuðu yfirvöld um
að hafa leynt skjölum um málið til
að vernda ríkisleyndarmál. Carlos
lýsti réttarhöldunum sem „réttar-
hneyksli".
Þessi Polaroid-mynd var tekin af
Carlos í fangelsi í París nýlega.
Hann sendi fóður sínum í Venezuela
myndina með handskrifaðri kveðju.
Faðirinn segir að myndin hafi verið
tekin í fangaklefa Carlosar, sem er
klæddur eins og hann sé á leið í
hanastélsveislu. A bak við hann er
landslagsmynd sem máluð á dúk.
■ Verjendurnir gengu út/33
Viðræður fraka og vopnaeftirlits SÞ
Neitað um aðgang
að forsetahöllum
Baghdad. Reuters.