Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
" -
Umsögn Moody’s matsfyrirtækisinsum lánshæfi íslandsbanka
SÉRFRÆÐINGAR á fjármála-
markaði telja mat bandaríska
matsfyrirtækisins Moody’s á ís-
landsbanka vera fagnaðarefni og
telja líklegt að niðurstaðan verði
öðrum fyrirtækjum hvatning til að
óska eftir slíku mati. Jafet Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Verðbréfa-
stofunnar hf., á von á að Búnaðar-
bankinn fengi svipaða einkunn og
íslandsbanki en Landsbankinn
verri einkunn.
Vaxandi kröfur vegna EMU
Ólafur ísleifsson, framkvæmda-
stjóri alþjóðasviðs Seðlabankans,
segir mat Moody’s á lánshæfi ís-
landsbanka vera fagnaðarefni.
„Mér virðist einkunnin A3 endur-
spegla jákvætt mat fyrirtækisins á
horfum bankans á komandi tíð.
Enn fremur ber einkunnin með sér
þýðingarmikla stöðu bankans í ís-
lensku fjármálalífi.“
Niðurstaðan getur orðið ýmsum
öðrum íslenskum fyrirtækjum
hvatning til að afla sér lánshæfis-
mats að sögn Ólafs.
„Þetta á ekki síst við um fjár-
málafyrirtæki, sem telja að mat
af þessu tagi styrki stöðu þeirra á
erlendum lánsfjármarkaði. Þann
ávinning verður vitaskuld að meta
Líklegt að fleiri
fyrirtæki fylgi
íkjölfarið
Talið líklegt að ríkisbankarnir óski
eftir sambærilegu mati
í ljósi kostnaðar við lánshæfismat,
sem getur verið allnokkur, en
lækkar hlutfallslega eftir því sem
meira lánsfjár er aflað. Á erlendum
mörkuðum eru nú gerðar vaxandi
kröfur um að þeir, sem afla láns-
fjár með útgáfu skuldabréfa, hafi
lánshæfismat frá viðurkenndum
matsfyrirtækjum. Ég á von á að
þær kröfur aukist enn á hinum
nýja evrópska fjármálamarkaði
sem myndast að ári liðnu með sam-
runa gjaldmiðla í myntbandalaginu
EMU,“ segir Ólafur.
Jafet Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfastofunnar hf., segir
það hafa verið gott framtak hjá
Islandsbanka að óska eftir matinu
og bankinn megi vel við niðurstöð-
una una. „Moody’s er mjög virt
fýrirtæki á sínu sviði og það gefur
fyrirtækjum oft varkára einkunn í
byijun og endurskoðar hana síðar.
Það eru ekki mörg fyrirtæki sem
geta fengið slíkt mat hérlendis en
ég gæti vel séð fyrir mér að Eim-
skip, Flugleiðir og stærri fiskút-
flutningsfyrirtækin gætu gert það.
Þá tel ég að hinir bankarnir hljóti
að fylgja í kjölfarið þegar þeir
verða gerðir að hlutafélögum um
á'ramótin. Ég geri ráð fyrir að
Búnaðarbankinn fengi svipaða ein-
kunn og íslandsbanki en Lands-
bankinn verri einkunn.“
Mikilvægur áfangi
Gunnar Helgi Hálfdanarson,
framkvæmdastjóri Landsbréfa,
segir að árangur íslandsbanka sé
athyglisverður. „Bankinn vinnur
þarna ákveðið brautryðjendastarf
og er ástæða til að óska starfs-
mönnum hans til hamingju með
niðurstöðuna. Hún er mikilvægur
áfangi fyrir hann og fleiri aðila á
íslenskum fjármagnsmarkaði og
gæti orðið öðrum bönkum og öðr-
um stórum fyrirtækjum hvatning
til að gera slíkt hið sama. Slík við-
urkenning frá virtu matsfyrirtæki
mun væntanlega fjölga fjárfestum
í þeim bréfum sem bankinn gefur
út og hafa þannig áhrif til betri
kjara fyrir hann og þar af leiðandi
einnig hluthafa bankans. Með slíku
mati fjölgar fjárfestum í þeim bréf-
um sem svona stofnun gefur út
og ætti að hafa áhrif til betri kjara
og bæta hag hluthafanna,“ segir
Gunnar.
Samheija-
bréf seld
fyrir 175
milljónir
VIÐSKIPTI urðu í síðustu viku með
hlutabréf í Samheija hf. að nafn-
virði um 23 milljónir króna miðað
við gengið 7,60. Söluandvirði bréf-
anna var því tæplega 175 milljónir
króna. Þetta svarar til um 1,7% af
heildarhlutafé félagsins."
Eftir því sem næst verður komist
eru seljendur bréfanna eigendur
eins af þeim fyrirtækjum sem hafa
verið sameinuð Samheija á síðustu
misserum. Hér var ekki um að
ræða viðskipti á Verðbréfaþinginu
heldur svonefnd utanþingsviðskipti
sem eru tilkynnt eftir á til þingsins.
Athygli vekur að gengi þessara
bréfa er nokkuð lægra en í viðskipt-
um á Verðbréfaþingi undanfarið svo
ekki sé minnst á gengi bréfa í hluta-
fjárútboði félagsins fyrr á árinu. Til
dæmis urðu viðskipti í byijun des-
embermánaðar á genginu 8,40, en
það fór síðan lækkandi og varð lægst
7,75 á fimmtudag. Gengið tók kipp
að nýju á föstudag og viðskipti urðu
í gær miðað við gengið 8,20.
Full búð af nýjum vörum
Spennandi mexikósk húsgögn
f
tór-
w
Kr. 106.400
"s
III
[Ffrínm
Einstakar Amerískar
dýnur frá Kingsdown
COllNTRY HUSGOGN
Breið Hna af
furuhúsgögnum
frá Licentia
- *
■ ■ ■—.—i-
Fallegir rúmgaflar og rúm
frá Elliott’s og Thunderbird
SUÐURLANDSBRA
S.: 553 6011 & 553 7
VIÐSKIPTI