Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 26

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 26
AUK / SlA 1(826-38 26 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ 210 g, 83 klst. biðtími, 3,5 klst. taltími E R I C S S O N trúlega gott jólatilboð Innifaliö í veröi hvers síma er stofngjald ásamt hleöslutæki í bílkveikjara og leðurtaska, samtals aö verömæti um 7.400 kr. r. 160 g, 41 klst. biðtími, 2,5 klst. taltími It Háfæknj Ármúla 26 • sími 588 5000 Hafðu samband! LÍÚ kannar tekjur yfirmanna á fiskiskipum Meðallaun skipstjóra um milljón á mánuði < MEÐALLAUN skipstjóra á stærstu og öflugustu fiskiskipum flotans nema 10,2 milljónum króna miðað við fullt úthald, sem eru 300 dagar. Þetta þýðir að skipstjórar eru með um eina milljón kr. í laun þann tíma, sem þeir eru á sjó, samkvæmt könn- un, sem Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur gert á kjörum yfirmanna á 45 skipum með aðalvél stærri en 1500 kW. Það er rúmlega helmingur þeirra skipa, sem lagt verður komi til verkfalls vélstjóra 2. janúar nk. Meðalárslaun fyrstu stýrimanna reyndust skv. könnuninni vera 6,9 milljónir kr. og annarra stýrimanna 5,8 milljónir kr. Samkvæmt þessu er fyrsti stýrimaður með 690 þús- und kr. á mánuði og annar stýri- maður með 580 þúsund kr. á mán- Tekjuhæsti skip- stjórinn með 18 milljónir króna í árstekjur uði miðað við 300 daga úthald á ári. Tekjuhæsti skipstjórinn, skv. launakönnuninni, verður með ríflega 18 milljóna króna árstekjur í ár, en sá hefur verið í fullu úthaldi á árinu eða í 10 mánuði. „Þetta sýnir aðeins þá tekju- möguleika, sem þessir menn hafa. Við skiljum ekki af hvetju mennirn- ir eru að fara í verkfall. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, hefur látið þau orð falla að þeir séu að treysta stöðu sína, en við skiljum ekki hvaða stöðu þeir eru að treysta í ljósi niðurstöðunnar," sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LIÚ, í samtali við Morgunblaðið. Launakönnunin var framkvæmd þannig að spurningalistar voru sendir út til þeirra útgerða, sem gera stærstu og öflugustu skip flot- ans út. Hún leiðir í ljós að skipstjór- t ar fá að meðaltali eina milljón á mánuði á meðan þeir eru á sjó. Vélstjórar eru með sama hlut og | stýrimenn, en krefjast nú aukins skiptahlutar á stærstu skipunum í komandi kjarasamningum. Sam- kvæmt hlutaskiptakerfínu, er skip- stjóri nú með tvo hluti, 1. stýrimað- ur og yfírvélstjóri með einn og hálf- an hlut, 2. stýrimaður og annar vélstjóri með einn og kvarthlut. SSÍ kannar nú lögmæti1 verkbannsboðunar LIU LÖGFRÆÐINGAR Sjómannasam- bands íslands eru nú að skoða hvort rétt hafí verið staðið að verkbanns- boðun Landssambands íslenskra út- vegsmanna sem samþykkt var af stjóm og samninganefnd LÍÚ í síð- ustu viku á 79 fiskiskip með aðalvél stærri en 1500 kW. Eins og fram hefur komið í fréttum, hafa vélstjór- ar boðað verkfall frá og með 2. jan- úar nk. Verkbanninu er því ætlað að ná til allra annarra en vélstjóra. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur að það sama hljóti að eiga við um atkvæða- greiðslu vegna verkbannsboðunar LÍÚ og verkfallsboðunar vélstjóra- félaganna í haust, en þá hafi for- svarsmenn LÍÚ dregið lögmæti þess að telja atkvæði félaganna upp úr einum og sama pottinum mjög í efa. Sama aðferð hafi verið notuð við talningu félaga í útvegsmanna- félögum um land allt. Atkvæði þeirra hafi verið talinn upp úr sama pottinum. Að sögn Sævars reyndi ekki á þetta fyrir dómi í haust þar sem vélstjórar ákváðu að endurtaka at- kvæðagreiðsluna þegar vart varð efasemda um lögmætið af hálfu við- semjenda. Von er á niðurstöðu lög- fræðinga Sjómannasambandsins í dag um hvort aðferð LÍÚ við verk- bannsboðunina hafi verið lögmæt eða ekki. Á meðan hún ekki lægi fyrir, vildi Sævar sem minnst um málið segja, en telur lítinn mun hafa verið á aðferðunum tveimur. „Við erum að velta nákvæmlega sömu spurningu upp og viðsemjend- ur okkar gerðu snemma í haust j gagnvart vélstjórum, en lögfræðing- i ar okkar koma til með að skera úr ' um hvað gert verður í þessu.“ Færeyingar fá minna í Barentshafi NORÐMENN og Færeyingar hafa gert samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheim- ildir hvorra innan lögsögu annarra. Samkomulagið byggist á jöfnum skiptum aflaheimilda. Samkvæmt samkomulaginu fá norskir línubátar að veiða 5.100 tonn af fiski innan lög- sögu Færeyja, en það er 50 tonnum minna en á þessu ári. Þorskkvóti Færeyinga í Bar- entshafi minnkar úr 3.200 tonnum á þessu ári í 2.600 tonn á því næsta. Ýsukvóti Færeyinga í Barentshafi lækkar úr 1.000 tonnum í 550 tonn. Þá verður ufsakvóti Færeyinga í Norðursjó dreg- inn saman um 300 tonn og verður 1.600 tonn á næsta ári. Makrílkvóti Norðmanna inn- f an lögsögu Færeyja verður aukinn í 9.600 tonn, en kvóti Færeyinga sjálfra verður 3.950 tonn. Kvóti Norðmanna á kolmunna innan færeysku lögsögunnar verður 36.000 tonn á næsta ári, en það er 9.000 tonna aukning miðað við þetta ár. Loks er kvóti Færey- inga á „bræðslufiski" ýmiss konar í Norðursjó aukinn og verður 29.000 tonn á næsta ári. Færeyingum hefur verið út- hlutað sildarkvóta í Norðursjó ' á næsta ári upp á 900 tonn og einnig mega færeysk skip veiða um 500 tonn af rækju innan lögsögu Jan Mayen í til- raunaskyni. Síapar £ Síeníar TirmgHniTmrri sem þú getur raðað saman að uild! Hirzlan Auðbrekku 19 • 800 Kðpavogur Slmi 564 5040 ■ Fax 564 5041 Beyki 61.400,- Kirsuber 66.700,- 220 x 44 x 183 cm Beyki 24.900,- 1137x44x87 cm l I I I \ I \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.