Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 30

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Óeirðir í London- derry London. Daily Telegraph. YFIRMENN lögreglunnar á Norð- ur-írlandi sögðu í gær að hinn ólöglegi írski lýðveldisher, IRA, hefði „skipulagt, stjórnað og sam- ræmt aðgerðir“ í óeirðum í Lon- donderry um helgina. Eru það mestu óeirðir í landinu í hálft ár eða frá því IRA lýsti á ný yfir vopnahléi í hemaði sínum gegn breskum yfirráðum. Ofbeldið braust út eftir göngu mótmælenda í Londonderry þar sem minnst var umsáturs um Derry árið 1689. Um eitt þúsund kaþólikkar höfðu safnast saman í nágrenni gönguleiðarinnar en hundmð lögreglumanna héldu þeim fjarri göngunni. Að göngunni lokinni lét hópur kaþólskra til skarar skríða og varp- aði eldsprengjum á hús og bíla. Grímuklæddir menn réðust að lög- reglunni sem reyndi að verja mannvirki. Um 13 óróaseggir voru handteknir. Áttu fótum fjör að launa Almennir borgarar í innkaupum til jóla áttu fótum sínum fjör að launa er lýðurinn reif upp gang- stéttarhellur og múrsteina og kast- aði að Iögreglumönnum sem stóðu vörð við verslunarhús og aðrar byggingar. Óku óeirðaseggimir vöru- og sendibílum, sem þeir höfðu rænt, inn í miðborgina og kveiktu í þeim. Réðust þeir síðan að slökkviliðsmönnum sem reyndu að slökkva eldana. Linnti ekki óeirðunum fýrr en snemma á sunnudagsmorgni. Reuters Ofbeldið fékk ekki stöðvað íþróttirnar TVEIR danskir íþróttaunnendur frá Helsingjaeyri voru myrtir á laugardag á áhorfendabekkjum í Max-Schmeling íþróttahöllinni í Berlín í Þýskalandi er þeir fylgd- ust með undanúrslitaleik í heims- meistaramótinu í kvennahand- bolta. 48 ára Þjóðverji, sem sagð- ur er hafa framið verknaðinn í ölæði, situr í fangelsi og hefur verið kærður fyrir morðin sjónarvottar segja að eftir orða- hnippingar í stúkunni hafi hann dregið fram hníf og gengið ber- serksgang áður en hann var yfir- bugaður. Blóm og borðar voru lagðir á morðstaðinn í íþrótta- höllinni á sunnudag er Noregur og Danmörk léku til úrslita um heimsmeistaratitilinn eins og sjá má á stærri myndinni, en á þeirri í. f u en innfelldu er morðinginn. í upp- hafi leiks var mínútuþögn í minn- ingu hinna látnu. Dönsku stúlk- urnar hétu því fyrir leikinn að leggja sig fram af öllu hjarta í minningu fórnarlambanna og léku leik lífs síns; fóru með sigur af hólmi. Paul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var viðstaddur leikinn og sagðist því feginn, að „ofbeldið hefði ekki fengið stöðvað íþróttirnar". Ófriður á heimili Netanyahus DEILUR um meintan skapofsa og hroka Söru Netanyahu, eiginkonu Benjamins Netanyahus forsætisráð- herra ísraels, hafa enn á ný komist í sviðsljósið í ísrael eftir að Yediot Ahtonot, stærsta dagblað landsins, birti grein um hegðun hennar í lok síðustu viku. Þetta kom fram í The Jerusalem Post á föstudag . í greininni kemur m.a. fram að Sara hafi krafist þess að fá einka- skrifstofu f nágrenni við skrifstofu eiginmannsins og fengið bæði skrif- stofuna og tvo ritara á kostnað rík- isins. Á meðal þeirra sem vitnað er í í greininni er Rachel Yaakov sem í þtjá áratugi vann á heimilum forsæt- isráðherra landsins en hefur nú látið Full búð AF SÓFUM Margs konar áklæði; til dærnis leður, alcantara og microvin. Suðurlandsbraut 54 (Bláu húsin), slmi 568 9511. af störfum. Segir hún Söru hafa hent í sig fullum poka af nýpússuð- um ítölskum skóm með þeim orðum að ef forsætisráð- herrann sæi hvernig hún hefði farið með skóna Sara skæri hann hana Netanyahu á hálg Auk þess sem frú Netanyahu er sögð illskeytt í samskiptum við starfsfólk sitt er hún sögð yfirmáta afbrýðissöm, mikið fyrir dýrar snyr- tivörur og fatnað en fram úr hófi sparsöm. Hún á t.d. að hafa farið fram á að snyrtisérfræðingur Estee Lauder fyrirtækisins skildi eftir vinnutösku sína með snyrtivörum að andvirði hundruð þúsunda króna er hann var eitt sinn sendur á heim- ili hennar. Fyrirlitleg áróðursherferð Forsætisráðherraembættið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem umfjöllun dagblaðsins er fordæmd sem árás á einkalíf hjónanna og Benjamin Net- anyahu sagði hana fyrirlitlega áróð- ursherferð. Naomi Igus, fyrrum rit- ari frú Netanyahu sem var rekin fyrir tveimur vikum, segir sögurnar hins vegar mun meira en tilbúning andstæðinga forsætisráðherrans. Forsvarsmenn Yediot Ahtonot svara því til að hegðun hennar komi landsmönnum við þar sem hún skapi ofsafullt og stormasamt andrúmsloft í kringum forsætisráðherrann og hafí því óneitanlega áhrif á örlög þjóðarinnar. Solana hrósar Frökkum JAVIER Solana, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), blandaði sér í gær í harðnandi deilu um aðgerðar- leysi franskra hermanna sem hefðu látið undir höfuð leggjast að handtaka meinta stríðs- glæpamenn í Bosníu. í yfirlýs- ingu frá Solana hrósaði hann frönskum hermönnum fyrir „afburða gott starf“ í Bosníu. Á sunnudag sakaði Louise Arbour, saksóknari Alþjóða- glæpadómstólsins, Frakkana um aðgerðarleysi eftir að frönsk sjónvarpsstöð sýndi meintan, bosníu-serbneskan stríðsglæpamann á krá á Iand- svæði sem Frakkar sjá um. Tveir foringjar í friðargæslu- sveitum NATO sáust á verönd kráarinnar. 34 myrtir í Alsír ÞRJÁTÍU og fjórir óbreyttir borgar;ar, þ.ám. þriggja ára barn og barnshafandi kona, voru myrtir í árásum víga- manna í Alsír um helgina, að því er alsírsk blöð greindu frá á mánudag. Flest var fólkið skorið á háls, en sumt var skot- ið. Enginn hefur lýst ábyrgð á morðunum á hendur sér. Dodi hvatti til hraðaksturs DODI Fayed fyrirskipaði bíl- stjóra sínum að aka hratt til þess að losna við ljósmyndara sem fylgdu eftir bíl Dodis og Díönu prinsessu þar til bíllinn rakst á steinvegg, að því er líf- vörður hans, Trevor Rees- Jones, sagði lögreglu í Frakk- landi. Rees-Jones, sem einn lifði af áreksturinn, hefur þjáðst af minnisleysi. 60 drukkna AÐ MINNSTA kosti 60 flótta- menn, flestir konur og börn, fórust er báti sem þeir voru á hvolfdi á fljóti á landamærum Sierra Leone og Líberíu. Var fólkið að flýja átök í Sierra Leone. Þrettán komust lífs af. Fá frí á jóladag FÍDEL Castro, forseti Kúbu, hefur ákveðið að jóladagur verði almennur frídagur í land- inu í ár. Er þetta gert til heið- urs Jóhannesi Páli páfa, sem kemur í heimsókn til Kúbu í janúar. í yfirlýsingu frá Vatík- aninu í gær var ákvörðun for- setans fagnað og látin í ljósi sú von að þessi siður komist á á Kúbu. Vegið að Robinson GEOFFREY Robinson, ráð- herra í bresku ríkisstjórninn, liggur nú undir ámæli vegna meints fjármálamisferlis í tengslum við fyrirtæki fjöl- skyldu hans. Aðstoðarforsætis- ráðherra sagði í gær að svo gæti virst sem Robinson hefði „sagt eitt og gert annað". Pet- er Lilley, skuggafjármálaráð- herra, sagði Robinson ótrú- verðugan og honum bæri að segja af sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.