Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 60
fift ÞRIÐ.TIJDAGUR 16. DESEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Breiðbandið - framtíðar- fjarskiptakerfi landsins BREIÐBAND Pósts og síma hf. verður burðarás í fullkomnu flarskiptakerfí lands; manna á næstu öld. í kerfinu er Ijósleiðari á öllum aðalflutnings- leiðum bæði innan bæj- arfélaga og milli þeirra. Ljósleiðari er nú þegar notaður þegar lagt er inn í fjölbýlishús og stærri fyrirtæki en í önnur hús er lagður kóaxstrengur á síðustu 50 metrunum að með- altali. Kóaxstrengur er koparstrengur með verulega meiri flutn- ingsgetu en fyrirliggjandi síma- strengir. Fljótlega verður farið að leggja ljósleiðara inn í öll ný hús í byggingu og þar sem götur verða grafnar upp af öðrum ástæðum. Þannig er gert ráð fyrir að á næstu 6-8 árum geti allt að 80% heimila í landinu tengst þessu nýja breið- bandskerfi. Kerfið sjálft er strax í upphafi alstafrænt fyrir utan læsi- búnað og myndlykla fyrir sjónvarp. Þegar á næsta ári verður hins vegar byijað að taka í notkun stafrænan læsibúnað og á næstu árum verð- ur einnig byijað að bæta við gagnvirkni í kerfið. Breiðbandsvæðingin auðveldar heimilum og einstaklingum að taka þátt í margmiðlunar- byltingunni sem mun valda stórum breyting- um á lífsháttum á næstu árum. Það má kalla það byltingu í þjóðfélagsháttum þeg- ar sjónvarpið verður orðið gagnvirkt, inter- netnotkunin miklu al- mennari og íjölbreyttari en nú er og myndsíminn kominn á hvert heimili. Á sama tíma eykst stöðugt annar gagnaflutningur á milli ein- staklinga og fyrirtækja. Breytt heimsmynd, sem kalla má öld margmiðlunar, kallar á öflug flutn- ingskerfi í fiarskiptum og það er einmitt þessi næsta kynslóð fjar- skiptakerfa sem Póstur og sími býr sig nú undir með lagningu breið- bands um landið. Breiðbandið er framtíðarflutn- ingsleið fyrir íjarskipti í hæsta gæðaflokki. Það er framtíðin vegna þess að við lifum í upplýsingaþjóðfé- lagi og flestir íslendingar ef ekki allir eru sammála um að koma þarf upplýsingum og afþreyingu á ódýr- an hátt inn á hvert einasta heimili í landinu. Breiðbandið er framtíð- arflutningsleið fyrir fjarskipti í hæsta gæða- flokki. Jón Þóroddur Jónsson telur að á næstu 6-8 árum geti allt að 80% heimila í landinu tengst því. Með Breiðbandinu opnast fyrir samkeppni á sjónvarpsmarkaði. Hér eru núna tvær sjónvarpsstöðvar, Ríkissjónvarp og Stöð 2 sem í dag eru einu dreifileiðimar fyrir fréttir og annað sjónvarpsefni heim til áhorfenda. í ýmsum fréttum og umræðum á Alþingi í síðustu viku um breiðband Pósts og síma var fullyrt að breið- bandið væri úrelt tækni og betra að gera hlutina öðruvísi. Þessu eru tæknimenn Pósts og sfma algjörlega ósammála og telja þau ummæli á misskilningi byggð. Ljósleiðari í jörðu hefur yfirburði fram yfir gervi- hnattasendingar í verði, gæðum, áreiðanleika, hraða og breiðum Barnaskór Rautt og svart leður, lakk. St. 22—37. Verð frá kr. 3.995 tll kr. 5.990. Mikið úrval í st. 22-25. Smaskor sérverslun meí barnaskó i bléu húsi viö Fákafen. Jón Þóroddur Jónsson gagnaflutningi. Hér á bæ hafa menn kynnt sér málið mjög vel og auðvit- að er heldur ekki verið að loka fyr- ir þann möguleika að tvinna saman mismunandi aðferðir og tæki, ef aðstæður eru þannig að það reynist hagstæðara. Breiðbandskerfið um þráð eru lagnir á stofnleiðum og að heimilum eða götuskápum. Frá götuskápum geta verið notaðir kóaxstrengir, ljósleiðari, símastrengir eða ör- bylgjudreifing ef því er að skipta. Hið eiginlega breiðbandskerfi eins og það er skilgreint um allan heim er því nákvæmlega það kerfi sem Póstur og sími byggir nú upp og erum við íslendingar mjög framar- lega á því sviði eins og öðrum svið- um fjarskipta. Þessu til frekari stað- festingar má benda á niðurstöðu í ACTS rannsóknaráætlun Evrópu- sambandsins um fiarskipti en þar er ofangreind skilgreining á eðli breiðbandskerfa sett fram sem upp- hafspunktur. Engum ætti því að dyljast að verið er að byggja upp fullkomið fjarskiptakerfi með breiðbandinu og sú uppbygging er alveg óháð því hvaða þjónusta er í boði á hveijum tíma enda er breiðbandið notað sem flutningsleið fyrir þær. Sem dæmi um notendaþjónustu má taka mynd- símann sem verður hluti af heimil- isfiarskiptum innan fárra ára. Gagnvirkt sjónvarp er ekki heldur til fyrir almenning í dag en verður auðvelt með tilkomu breiðbandsins. Sama má segja um stafrænt sjón- varp ásamt staðlaðri stafrænni myndlæsingu sem senn verður að veruleika en er þó hvergi komið í almenna notkun. Þetta verður allt sett inn á breiðbandið um leið og notendur vilja þessar nýju tegundir af þjónustu og þær reynast kostnað- arlega hagkvæmar. Höfundur er framkvæmdastjóri þjónustusviðs fjarskipta hjá Pósti ogsima hf. IBM Apliva E 3D) ðrfl|8rvi: Intel Pentium 200MHz MMX. Vinnaluminni: 32MB SDRAM. Harðdiakur: 4.2GB. Skjár: 15" IBM. Skjákort: ATi 30 Hage 11+ með 2 MB SGRAM. Murgmiðlun: 24 hraða geisladril, hljóökort, hátalarar og bassabox. Somakipti. 33.600 baud mótald. Huflbúnoður: Wlndows 95, Lotus SmartSuite 97, Simply Speaking, IBM Antivirus. IBM Aptiva S 45) Aptiva-tölvurnar hafa á aö skipa sérstaklega öflugum vél- og hugbúnaöi. Þessar einstöku tölvur eru hannaðar meö þaö i huga aö vinnslan sé skemmtileg, auöveld og hröö. Glæsilegt útlit þeirra á sér enga hliðstæðu og hljóögæöin eru lik því sem þú átt aö venjast í kvikmyndahúsum. Láttu drauminn rætast og iestu kaup á IBM Aptiva - tölvu sem á sér engan líka! ttrgtirnl: Intet Penttum II 233MHz. Vinnolumlnni: 32MÐ SDRAM, mó auka i 384. Horðdioknr: 4.2GÐ. Skjár: 17" IÐM með Bose hétölurum. Skjákort: ATi 3D Rage Pro með 2 MB SGRAM. Margmiðlun: 24 hraða geisladrif, hljóðkort og bassabox. Samokipli: 33.600 baud mótald. Huflbúnaður: Windows 95, Lotus SmartSuite 97 og 28 önnur forrit (h)élparforrit, frœðsla og lelkir. Skaftahlíö 24 • Simi 569 7700 Slúö: http://www.nyharji.is 3» Netfang: nyhGrjl@nyherji.is pontlum'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.