Morgunblaðið - 16.12.1997, Side 68

Morgunblaðið - 16.12.1997, Side 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Þakka öllum, sem glöddu mig á 75 ára afmœli mínu 3. desember síðastliðinn. Sérstaklega börnum, tengdabömum og systrum mínum. Guð blessi ykkur öll. María Arnadóttir frá Flateyri, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. 50 árum gerði Guðlaugur A. Magnússon, gullsmíðameistari, sem fæddist á þessum degi fyrir 95 árum, verkstæði sitt að hlutafélagi undir nafninu Gull- og silfúrsmiðjan Erna. Hóf hann þar með smíði íslensku jólaskeiðarinnar, en hver árgerð hennar er smíðuð í tak- mörkuðu upplagi. Þessa viku mun Erna hf. selja allan lager sinn af eldri skeiðum. Aðeins um 80 skeiðar, aðallega frá sl. 10 árum, eru til og seljast á kr. 5.000 stk. Gull- og silfúrsmiðjan Erna þakkar viðskiptavinum Guðlaugs áralanga tryggð. Gleðileg jól. Starfsfólk Ernu hf. Erna hf., Skipholti 3, sími 552 0775. ^amx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 NILFIS NeivLine ENN EIN NÝJUNGIN FRÁ NILFISK MINNI0G ÓDÝRARI RYKSUGA SÖMU STERKU NILFISK GÆÐIN • 1400W mótor • Stillanlegt sogafl • 4ra þrepa síun • Inndregin snúra • Sundurdregið stálrör • Sogstykkjahólf • Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu NILFISK NetvLme IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Til hvers eru stefnuljós á bílum? ÉG MAN eftir því þegar ég tók bílpróf fyrir 30 árum eða svo að ökukenn- arinn margendurtók við mig að stefnuljósin ættu að sýna hvaða stefnubreyt- ingu ég ætlaði að gera, en ekki þá stefnubreytingu sem ég væri að gera. Þetta kemur oft í hugann þegar ég verð var við það að bíl- stjórinn á næstu akrein við hliðina hefur ætlað að komast yfir á mína akrein, en lét það aldrei í ljós með notkun stefnuljóssins. Svo virðist sem margir bílstjór- ar muni ekki eftir að til eru stefnuljós á bflum þeirra. Sumir reyna að skipta um akrein með því að beygja í veg fyrir þann sem er á þeirri akrein fyrir og troða bíl sínum fram fyrir þann sem þar er, en láta það alls ekki í ljósi eða gefa það ekki til kynna með því að blikka með stefnuljósunum. Ég á mjög erfitt með að átta mig á vilja þessara ökumanna, en myndi þegar í stað hægja á mínum bíl og gefa eftir plássið fyrir framan, ef aðeins hinn bílstjórinn léti mig vita hvað það er sem hann vill. Þetta myndi ég vilja benda þeim bíl- stjórum á sem ekki virðast vita til hvers stefnuljósa- takkinn er. Bílstjóri af gamla skólanum. Þakkir VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf frá Svíþjóð: „Ég vil þakka þér góða kona sem tókst að þér stjómina á slysstað þegar keyrt var á föður minn á gangstétt í Hamraborg í Kópavogi þann 2. desem- ber sl., og gerðir honum biðina eftir sjúkrabílnum svo þægilega sem kostur var á. Ég veit því miður ekki hver þú ert, en ég óska þér og þínu fólki góðra og gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Með bestu kveðjum og þakklæti.“ Friðbjörg Einarsdóttir, Svíþjóð. Sýnum jólunum virðingu VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „I fyrsta sinn sem ég kem inn í sjoppu sem er laus við allt klám- efni er það sjoppan Tolli á Lækjartorgi. Hvet ég fólk sem er á móti klámblöðum til að versla þar sem slíkt efni er ekki á boðstólum. Einnig vil ég hvetja þau fyrirtæki sem eru með þessi blöð til sölu að sýna jólunum smávirðingu og taka þetta niður um jólin.“ Manneskja. Myndir í Kolaportinu GUNNLAUGUR hringdi og bað Velvakanda fyrir þau skilaboð til mannsins sem fékk lánaðar hjá hon- um litljósmyndir og aðrar smámyndir í sumar, að hann skili þeim aftur til hans í Kolaportið. Maður- inn, sem sagðist heita Palli, fékk þessar myndir lánaðar til að máta á veggina heima hjá sér, en siðan hefur hann ekki sést. Það eru vinsamleg tilmæli að hann hafí sam- band við Gunnlaug hið fyrsta, annað hvort í Kolaportinu eða uppi á Reykjalundi. Tapað/fundið Jólasvunta og pottaleppar týndust SMÁPAKKI, sem innihélt jólasvuntu og pottaleppa, týndist sunnudaginn 7. desember í grennd við Hótel ísland. Hafí einhver fundið pakkann er hann beðinn að hafa samband í síma 553 5092. Dýrahald Læða týndist frá Keldulandi SVÖRT og hvít læða (kettlingur) týndist frá Keldulandi 9, 10. desem- ber. Læðan er auðþekkjan- leg af svörtum díl á trýni. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafí samband í síma 553 3123. Víkverji skrifar... FYRIR skömmu gerði Víkveiji að umtalsefni athugasemdir, sem Steinþór Jónsson, Hléskógum 18, Reykjavík, gerði við fréttafrá- sögn Morgunblaðsins af blaða- mannafundi borgarstjóra um fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Benti Víkveiji á, að hvort sem væri borgarstjóri eða aðrir ættu kröfu á því að fjölmiðlar kæmu málflutningi þeirra á framfæri án þess að blanda inn í slíkar fréttir eigin skoðunum eða mati á því, sem um væri að ræða. í fyrradag gerir Steinþór Jónsson athugasemdir við skoðanir Víkveija í Bréfi til blaðsins og segir m.a. í tilefni af þeim orðum Víkveija, að fyrirsögn og undirfyrirsögn á um- ræddri frétt lýsi mati borgarstjóra á stöðu mála: „...sem er rétt, svo fremi að borgarstjóri setji upp fyrir- sagnir Morgunblaðsins. Og í því var gagnrýni mín fólgin. Er það virki- lega svo, að ég eða hver annar ábyrgur maður eða samtök gætu haldið blaðamannafund og haldið fram álíka staðleysu og borgar- stjóri og því væri skellt upp með stríðsletri?“ Já. Það er virkilega svo. Dagblað kemur fram í margs konar hlut- verkum. í fyrsta lagi getur dagblað verið vettvangur frétta og frásagna af því, sem er að gerast á líðandi stundu. Þá skiptir máli, að rétt sé sagt frá fréttum og fréttaviðburð- um og skoðanir blaðamanns eða blaðsins komi þar hvergi við sögu. í öðru lagi getur dagblað verið vett- vangur annars konar skoðana- skipta, þar sem málsaðilar skrifa sjálfir. Þá skiptir máli að fullkomið jafnræði sé á milli deiluaðila á síðum viðkomandi dagblaðs. I þriðja lagi getur dagblað kafað ofan í mál að eigin frumkvæði og þá getur enginn vitað fyrirfram hver niðurstaðan verður. Dæmi um slíka krufningu Morgunblaðsins á einstökum mál- um eru fjölmörg. í fjórða lagi getur dagblað haft skoðun og barizt fyrir sínum skoðunum. Þá skiptir máli að þeim sjónarmiðum sé haldið á réttum vettvangi innan blaðsins, þ.e. í ritstjórnargreinum. Það er grundvallaratriði í góðri og nútímalegri blaðamennsku að þessum hlutverkum sé ekki blandað saman. xxx SÍÐAN segir Steinþór Jónsson: „Er engin von til þess að Morgunblaðið treysti sér til að gera sjálft úttekt á fjárhagsmálum borg- arinnar á grundvelli eigin góðu blaðamennsku og gagnrýninnar umfjöllunar. Veit Víkveiji ekki að til er nokkuð, sem heita staðreynd- ir, er hann segir mig gera þá kröfu til Morgunblaðsins að það blandi saman fréttum og skoðunum?" Nú vill svo til, að Morgunblaðið gerir sjálfstæðar úttektir á fjöl- mörgum málum eins og þeir vita, sem lesa blaðið daglega. I því felst hins vegar ekki að blaðið gerist dómari í öllum málum, sem það fjallar um. Fremur má segja, að blaðið leitist við að leggja mál þann- ig fyrir lesendur að þeir geti sjálfir gert upp sinn hug. í því tilviki sem hér um ræðir hefur Morgunblaðið fjallað mjög ítarlega um fjárhagsmál Reykjavík- urborgar, bæði á þessu ári og síð- asta ári og raunar skal fullyrt, að enginn fjölmiðill hefur gert það jafn rækilega og þetta blað. En hvað eru „staðreyndir“ í máli, sem þessu? Það er ljóst, að með því að stofna sjálfstætt félag um íbúð- areign Reykjavíkurborgar og láta það hlutafélag gefa út skuldabréf til borgarinnar batnar staða borgar- sjóðs sem sliks á pappímum en heildarfjárhagsstaða borgarinnar hins vegar ekki. Á síðasta ári gerði Morgunblaðið ítrekaðar tilraunir til þess að fá endurskoðendur til að tjá sig um, hvort þetta samræmdist góðum reikningsskilavenjum, en stað- reyndin var sú, að þeir voru lítt fáanlegir til þess. Svo má vel vera, að þessi ráðstöfun sé skynsamleg út frá rekstrarlegu sjónarmiði hvað sem líður áhrifum hennar á reikn- ingsskil borgarsjóðs. Staðreyndin er hins vegar sú, að Morgunblaðið hefur dregið fram í dagsljósið allar staðreyndir þessa máls og lesendur blaðsins hafa því alla möguleika á að fella sinn eigin dóm. xxx GAMALREYNDUR blaðamað- ur, Þorgrímur Gestsson, blandaði sér í þessar umræður með Bréfi til blaðsins sl. fímmtudag. Hann telur að þau sjónarmið sem Víkveiji hefur lýst séu langt frá því að vera nútíma blaðamennska og segir: „Hún er fólgin í gagnrýninni umfjöllun og því að reyna að kom- ast að hinu sanna í hveiju máli, í það minnsta sem næst sannleikan- um ... Niðurstaðan verður að sjálf- sögðu annaðhvort sú að Árni Sig- fússon hafí rétt fyrir sér - ellegar Ingibjörg Sólrún ... Aðeins með því að stunda gagnrýna, vægðarlausa og öllum óháða blaðamennsku - en réttsýna og heiðarlega - standa fjölmiðlar sig í því hlutverki, sem stundum hefur verið nefnt fjórða ríkisvaldið.“ Það sem máli skiptir í þessu sam- bandi er að bæði Ingibjörg Sólrún og Árni Sigfússon hafí aðstöðu til að koma sínum skoðunum á fram- færi án þess, að blaðamenn eða fréttamenn komi sínum túlkunum á þeirra skoðunum á framfæri í almennum fréttafrásögnum af blaðamannafundum eða borgar- stjórnarfundum. Hin gagnrýna umfjöllun á að sjálfsögðu rétt á sér en henni á ekki að blanda saman við almennar fréttir. Hvemig halda menn, að komið yrði lýðræðislegum umræð- um á íslandi ef almenningur fengi aldrei aðgang að upplýsingum nema þær hefðu fyrst verið litaðar eða túlkaðar af einstökum blaðamönn- um eða blöðum? Eða ef Víkveiji hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að skoðanir Steinþórs Jónssonar og Þorgríms Gestssonar ættu ekkert erindi inn á síður Morgunblaðsins nema með þeirri „meðhöndlun“, sem hinn fyrrnefndi er að krefjast á mál- flutningi borgarstjóra á blaða- mannafundi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.