Morgunblaðið - 11.01.1998, Síða 2
2 SUNN UDAGUR 11. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hátíðahöld vegna
V mlandsfundar
Grænlend-
ingar ráða
starfsmann
FERÐAMÁLARÁÐ Græn-
lands hefur ráðið Benedikte
Thorsteinsson til að vinna að
undirbúningi fyrir hátíðahöld
af tilefni þúsund ára afmælis
fundar Ameríku árið 2000.
Benedikte, sem er fyrrver-
andi atvinnu- og félagsmála-
ráðherra Grænlands, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að hún hefði tekið við starfmu
og kæmi til íslands í lok þess-
arar viku til að ræða við þá,
sem eru að undirbúa hátíða-
höld í tilefni af Vínlandsfundi
Leifs heppna hér á landi.
„Það er mikilvægt fyrir
Grænlendinga að taka þátt í
þessu,“ sagði Benedikte. „Við
erum hluti af heiminum og kall-
aði Leifur heppni sig ekki
Grænlending?"
Sagði hún að menn gerðu sér
einnig vonir um að straumur
ferðamanna til suðurhluta
Grænlands myndi aukast.
Grænlendingar eru þegar
byrjaðir að endurreisa Þjóð-
hildarkirkju og reisa skála í
Bröttuhlíð. Færeyingar og ís-
lendingar hafa tekið þátt í því
verkefni með Grænlendingum.
Benedikte er gift íslenskum
manni, Guðmundi Þorsteins-
syni, og hún var ráðherra frá
því í apríl 1995 til september
1997.
Suðurskautslandið
Jeppamenn
komnir
á borstað
JEPPAMENNIRNIR Freyr
Jónsson og Jón Svanþórsson
eru komnir ásamt félögum sín-
um á borstað SWEDARP-leið-
angursins á Suðurskautsland-
inu, staðurinn er á 76°S og 8°03
W.
Ferðin frá Svea gekk ekki
áfallalaust, drif brotnaði í snjó-
bíl og voru tæki og búnaður úr
honum sett í jeppana sem
komu öllu á áfangastað. Búið er
að setja upp bortjald og
geymsluaðstöðu fyrir ískjama.
Annar jeppinn hefur verið not-
aður til íssjármælinga nálægt
borstaðnum og hinn sem bæki-
stöð fyrir mælitæki og búnað.
íslensku jöklajeppai-nir hafa
reynst mjög vel og er þeim
þakkað að leiðangursmenn eru
tvo daga á undan áætlun;
„menn eru orðnir háðir jeppun-
um,“ skrifa þeir félagar.
Suðurpols-
farnir
bíða enn
AÐSTANDENDUR Suður-
pólsfarana þriggja, Ólafs Arnar
Haraldssonar, Haralds Arnar
Ólafssonar og Ingþórs Bjarna-
sonar, biðu í gær frétta af
þeim.
Mennirnir, sem hafa verið
veðurtepptir á Patriot Hills frá
því 5. janúar síðastliðinn, sögðu
aðstandendum sínum fyrir
nokkrum dögum að þeir
byggjust við því að veðrinu
færi að slota. Þeir munu þá
halda áleiðis til Chile, fljúga
þaðan til Bandaríkjanna og síð-
an til íslands.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
ÁÆTLAÐ er að 1.200-1.400 efnisnámur séu í notkun hér á landi. Mest er um malarnám en einnig er
töluvert flutt út af gosefnum. Malarnáman, sem sést á myndinni, er í grennd við Heklu.
U mh verfislöggj öf
í endurskoðun
ÁÆTLAÐ er að um 1.200-1.400
efnisnámur séu í notkun hér á landi
og 600-800 námur sem hætt er að
nýta. Umgengni er víða ábótavant
og þykir yfirvöldum náttúruvernd-
armála löngu tímabært að gengið
verði frá aflögðum efnistökustöð-
um. Til að fylgja slíkum málum eft-
ir hefur yfirvöld skort úrræði.
Margir helstu lagabálkar sem
lúta að umgengni þjóðarinnar við
landið eru í endurskoðun eða hafa
þegar verið endurskoðaðir. Um síð-
ustu áramót gengu í gildi ný skipu-
lags- og byggingarlög og fýrir ára-
mótin var lagt fram frumvarp til
laga um eignarhald og nýtingu á
auðlindum í jörðu.
Unnið er að endurskoðun nátt-
úruvemdarlaga og einnig að endur-
skoðun á lögum um mat á umhverf-
isáhrifum. Gert er ráð fyrir að í
frumvarpi til nýrra náttúmvernd-
arlaga verði sérstakur kafli um efn-
isnám, m.a. að áður en vinnsla hefst
verði lögð fram áætlun um nýtingu
efnisnámu og frágang að vinnslu
lokinni, eins að lögð verði fram
trygging fyrir frágangi námu.
Stefnt er að því að frumvarp verði
til fyrir vorið og frumvarp til laga
um mat á umhverfísáhrifum í
haust.
■ Sárin í landinu/Bl
Ný hreinsistöð fyrir skolp tekin formlega í notkun á morg’un
Skolp frá 120 þús. íbú-
um hreinsað í stöðinni
HREINSISTÖÐ fyrir skolp við
Ánanaust verður formlega tekin í
notkun á morgun mánudag, en
þegar fram í sækir er gert ráð fyrir
að skolp frá 120 þúsund íbúum
verði hreinsað í stöðinni, auk
skolps sem fellur til í iðnaði. Kostn-
aður við byggingu stöðvarinnar er í
kringum 800 miUjónir króna, sam-
kvæmt upplýsingum Sigurðar
Skarphéðinssonar, gatnamála-
stjóra.
Allt skolp úr Breiðholti, Árbæ,
Selási, Fossvogi og úr hluta Vest-
urbæjarins fer um stöðina, auk
skolps frá Seltjarnarnesi. Á næstu
mánuðum er einnig gert ráð fyrir
að skolp úr Kópavogi og Garðabæ
að mestu leyti verði einnig hreins-
að í stöðinni, en stöðin er sameigin-
lega í eigu þessara sveitarfélaga.
Að sögn Sigurðar er stöðin eins
fullkomin og þær gerast erlendis.
Stöðin getur annað 2,3 tonnum af
skolpi á sekúndu. Það skolp sem til
fellur er hreinsað í stöðinni með
flóknum aðferðum og því dælt 4,1
kílómetra út í Faxaflóann, þar sem
það sem eftir er brotnar niður á
30-35 metra dýpi.
Sigurður sagði að ítarlegar
rannsóknir hefðu farið fram á und-
anfómum árum á lífríkinu og hafs-
botninum þar sem skolpið mun
fara í hafið. í leyfum vegna starfs-
rækslu stöðvarinnar sé áskilið að
fylgst verði með þessum umhverf-
isþáttum áfram og hvaða áhrif los-
un skolpsins hafi á umhverfið. Ef
einhver skaðleg áhrif komi fram sé
hægt að hreinsa skolpið enn frek-
:
SÉgfei ,
Morgunblaðið/Golli
Unnið var af kappi við frágang stöðvarinnar í gærmorgun.
ar, en það sé að vísu mjög kostnað-
arsamt.
Önnur stöð við Héðinsgötu
Hafist verður handa við bygg-
ingu annarrar hreinsistöðvar við
Héðinsgötu þegar á þessu ári og í
fjáhagsáætlun Reykjavíkurborgar
er gert ráð fyrir að 250 milljónum
króna verði varið til þess verkefnis
í ár. Sú stöð verður ívið stærri en
stöðin við Ánanaust. Gert er ráð
fyrir að hún kosti um einn milljarð
króna fullbúin og komist í gagnið
árið 2000. Þar með verður allt
skolp sem til fellur á höfúðborgar-
svæðinu hreinsað áður en því er
dælt í hafið.
Kveikt
í jólatrjám
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík
var kallað út átta sinnum að-
faranótt laugardags vegna
þess að kveikt hafði verið í
jólatrjám á götum úti.
Ekki var um mikinn eld að
ræða í þessum tOfellum og var
hann yfirleitt slokknaður þegar
slökkvilið bar að. Kveikt var í
jólatrjám, sem fólk hefur sett
fyrir utan hús sín að loknum
hátíðum.
► 1-56
Bjargræði eða
bjarnargreiði
►Almenningur dregur sjaldnast í
efa að bágstöddum sé rétt hjálpar-
hönd í óeigingjömum tilgangi en
til eru sorgleg dæmi um annað. /10
Dómsdagsspárnar
sem rættust ekki
►The Economist gagnrýnir ýkjur
í málflutningi um yfirvofandi um-
hverfishættur. /12
Skammdegis-
þungiyndi
►Orsakanna víðar að leita en
ætlað var í upphafi. /26
Dýrara tóbak dregur
úrreykingum
►Kannanir sýna að hátt tóbaks-
verð er öflugasta vopnið gegn
reykingum. /24
Neysluvenjur breytast
mjög hratt
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Georg Ottós-
son, garðyrkjubónda og formann
Sölufélagsgarðyrkjumanna. /26
B
► 1-24
Sárin í landinu
► Víða stinga í augun ör og opin
sár í íslenskri náttúru. /1&10-13
Ekki lengur stikkf rí
►Rætt við leikstjórann Ara Krist-
insson um böm og kvikmyndaleik
og síaukna fagmennsku í kvik-
myndagerðinni. /6
Menningarmiðstöð
í Edinborgarhúsi
►Vestfirðingar snúa vöm í sókn
með opnun glæsilegrar menning-
armiðstöðvar sem tekin var í notk-
un á ísafirði síðasta haust. /14
C
FERÐALOG
► 1-4
Hawaii
►Húladans á hvítum sandi. /2
Borgarferðir Flugleiða
►Sértilboð til einstakra áfanga-
staða. /2
D
BILAR
► 1-4
Suzuki Wagon R+
►Þessi litli og lipri fjölnotabíll er
kominn til landsins og er skoðunar
hjá umboðinu. /2
Reynsluakstur
►Sparneytnari Carisma með
strokkinnsprautun. /3
E
ATVINNA/
RAÐ/SMÁ
► 1-20
Átak Tæknisjóðs
Rannsóknarráðs
►Ýtt undir ráðningu sérmennt-
aðra starfskrafta. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42
Leiðari 28 Skák 42
Helgispjall 28 Fólk í fréttum 46
Reykjavíkurbréf 28 Útv./sjónv. 44,54
Minningar 32 Dagbók/veður 55
Myndasögur 40 Skoðun 30
Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 14b
fdag 42 Mannlífsstr. 16b
Brids 42
INNLENDARFI ÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6