Morgunblaðið - 11.01.1998, Síða 20
2ds SUNNUDAGUR 11. JANÚA:R 1998
MÓRGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ ER á haustin þegar dag-
Finn tekur að stytta að sumir
einstaklingar fara að fínna
fyrir þunglyndi og svefnþörf eykst,
menn borða meira og virkni í fé-
lagslífí minnkar. Þetta gerist reglu-
lega hjá þeim á hverjum vetri en
batnar að fullu á vorin og sumrin.
Jóhann Axelsson lífeðlisfræðing-
ur er einn þeirra Islendinga sem
rannsakað hefur tíðni árstíðabund-
inna geðsveiflna. Segir hann að
Bandaríkjamaðurinn Norman Ros-
enthal og starfsbræður hans hafi
fyrstir skilgreint skammdegisþung-
lyndi árið 1984. Sex árum síðar hafí
þeir kannað algengi þess á fjórum
stöðum á austurströnd Bandaríkj-
anna og hefðu þá stuðst við spum-
ingalista sem þeir sömdu og átti að
skilgreina þessar geðsveiflur. „Sp-
umingalistinn vísar líka til mildara
forms skammdegisþunglyndis sem
virðist vera mun algengara. Þannig
er gerður greinarmunur á alvar-
legri vanlíðan að vetri eða SAD
(Seasonal Affective Disorder) og
vægari vanlíðan eða S-SAD (Sub-
syndromal SAD). Hefur þessi
spumingalisti, sem hefur
skammstöfunina SPAQ, (Sea-
sonal Pattern Assessment
Questionnaire), verið notaður
í flestöllum faraldsfræðileg-
um könnunum sem gerðar
hafa verið á algengi skamm-
degisþunglyndis meðal ann-
ars hér á landi,“ segir Jó-
hann.
Niðurstöður könnunar
Rosenthals voru þær að í
Sarasota sem er á 27.° norð-
lægrar breiddar greindust
aðeins 1,4% íbúa með
skammdegisþunglyndi eða
SAD. í Maryland sem er á
39. breiddargráðu reyndust
6,3% hafa þessi einkenni og í
New York borg á 40. breidd-
argráðu var þetta 4,7% og
norður í Nashua sem liggur á
milh feriugustu og annarrar
og þriðju breiddargráðu
reyndust 9,7% þjást af
skammdegisþunglyndi.
Jóhann segir að þessar nið-
urstöður hafí orðið Rosenthal
og félögum tilefni til að
álykta að algengi árstíða-
bundinna geðsveiflna ykist
eftir því sem norðar drægi og
leiddi til þeirrar tilgátu að
minnkandi framboð dags-
birtu væri meginorsök sjúk-
dómsins.
Orsaka skammdegis-
þunglyndis víðar að leita
en ætlað var í upphafi
Það eru löngu kunn sannindi að geð fólks getur sveiflast og
þyngst eftir árstíðum. Þessar breytingar hafa verið kallaðar
skammdegisþunglyndi eða vetrardrungi. Það var ekki fyrr en
á níunda áratug þessarar aldar að farið var að rannsaka þetta
skipulega. Hildur Einarsdóttir ræddi við Jóhann Axelsson,
prófessor í lífeðlisfræði við læknadeild HI, og Högna Oskarsson
geðlækni en þeir eru meðal þeirra Islendinga sem hafa gert
rannsóknir á skammdegisþunglyndi og hafa komist að ólíkum
niðurstöðum.
Skammdegisþunglyndi
arfbundið?
Jóhann Axelsson, prófessor í lífeðlisfræði við læknadeild HÍ, og Högni Óskarsson geðlæknir hafa rannsakað skammdegis-
þunglyndi og komist að athyglisverðum niðurstöðum.
Árið 1993 birtu Andrés Magnús-
son og Jón G. Stefánsson, sem báðir
eru geðlæknar, niðurstöður rann-
sókna sinna á algengi skammdegis-
þunglyndis hér á landi. „Þeir beittu
sömu aðferðum og Rosenthal og fé-
lagar en niðurstöður þeirra komu
verulega á óvart,“ segir Jóhann.
„Vegna legu Islands sem liggur á
63,4-66,5 breiddargráðu hefði mátt
búast við mun meira algengi
skammdegisþunglyndis hér á landi
en mælst hafði sunnar. Þeir Andrés
og Jón fundu hins vegar að algengi
þess var 3,8%. Þeir settu þá fram þá
tilgátu að náttúruval kynni að hafa
stuðlað að auknu skammdegisþoh
íslensku þjóðarinnar. Því ekki væri
ósennilegt að á mestu þrengingar-
tímum þjóðarinnar hafi þeim sem
liðu af árstíðabundnum geðsveiflum
veist erfíðara en öðrum að koma af-
kvæmum sínum á legg.
Það sem er óumdeilanlega merki-
legt við tilgátu þeirra Andrésar og
Jóns, hvað svo sem mönnum kann
að finnast um náttúruval á 900 ár-
um, er að hún beindi athyglinni að
þætti erfða í orsakafræði skamm-
degisþunglyndis. Og það sem meira
er að hún var prófanleg þ.e.a.s. að
því marki, að það átti að vera til-
tölulega auðvelt að hnekkja henni.
„Nú skal ég skýra þetta fyrir þér,“
segir hinn ágæti fræðari: „Væri
hneigð til skammdegisþungljmdis
að verulegu leyti arfbundin þá mátti
vænta þess að óblandaðir afkom-
endur íslenskra landnema í Vestur-
heimi sem búa á 50° norðlægrar
breiddar, þ.e. í Interlake-héraði
norður af Winnipeg, hefðu mun
lægri tíðni skammdegisþunglyndis
en Bandaríkjamenn sjö breidd-
argráðum sunnar. Þessi ályktun
varð til þess að við Andrés Magnús-
son ákváðum að halda til Vestur-
heims og í byrjun árs 1993 hófst at-
hugunin."
- Var hægt að finna marga
óblandaða afkomendur íslensku
landnemanna eftir aldar dvöl þeirra
í Kanada?
„Já, þeir voru merkilega margir.
í Winnipeg fundum við 250 óbland-
aða Vestur-íslendinga en í endan-
legum rannsóknarhóp voru 204 ein-
staklingar. Svona til gamans get ég
sagt þér frá því að nokkrum árum
síðar, þegar ég var þarna á ferð,
hitti ég tvær ungar stúlkur sem til-
kynntu mér í hálfgerðum afsökun-
artóni að þær væru hræddar um að
komandi kynslóðir yrðu ekki jafnís-
lenskar og þær fyrri því þær væru
búnar að festa sér eiginmannsefni
af öðru þjóðerni!
í Kanada gerðum við tvær rann-
sóknir, önnur var á óblönduðum
Vestur- íslendingum sem búa í
Interlake-héraði norður af
Winnipeg sem liggur á 50° norð-
lægrar breiddar. Líkt og í fyrri
rannsóknunum notuðum við spurn-
ingalista Rosenthals. Niðurstöður
urðu þær að meðal óblönduðu Vest-
ur-íslendinganna reyndist algengi
skammdegisþunglyndis 1,2%. Þeir
reyndust því álíka næmir fyrir
skammdegisþunglyndi og íbúar
Sarasota í Florida sem búa meira
en 20° sunnar í eilífu sólskini og
blíðu. Síðari rannsóknin var einnig
gerð meðal alíslenskra íbúa í
Winnipeg og reyndist algengi
skammdegisþunglyndis þar svipuð
og á íslandi en samt helmingi
lægra en á austurströnd Banda-
ríkjanna 7 breiddargráðum sunnar.
Fyrir rúmu einu ári ákváðum við
svo að rannsaka íbúa í Winnipeg
sem hafa ekkert íslenskt blóð í æð-
um. Niðurstaðan var sú að tíðni
skammdegisþunglyndis reyndist
vera helmingi meiri hjá þeim íbú-
um borgarinnar sem ekki voru af
íslenskum ættum en hinum sem
voru af íslensku bergi brotnir.
Niðurstöður þessara rannsókna
samrýmast því ekki viðteknum
hugmyndum um orsakir sjúkdóms-
ins, þ.e. að algengi hans ráðist fyrst
og fremst af framboði dagsbirtu í
skammdeginu og því fjarlægð frá
miðbaug. Trúlega eru orsakirnar
flóknari og meðal áhrifaþátta eru
erfðir," segir Jóhann.
fslendingar öðruvísi
Högni segir frá niðurstöðum
rannsóknar sem gerð var á Bret-
landi fyrir tveim árum þar sem átti
að athuga hvaða áhrif veturinn hef-
ur á fólk sem á uppruna sinn að
rekja til hitabeltislanda. „Rann-
sóknin átti að leiða í ljós hvort erfð-
ir hefðu eitthvað að segja hvað
varðar þol gagnvart minnkandi
birtu. Stuðst var við annan spum-
ingalista en í könnun Rosenthals og
íslendinganna, svokallaðan HAD
spumingalista (Hospital Anxiety
and Depression Scale). Þessi listi
mælir kvíða og þunglyndisein-
kenni. Listi Rosenthal eða SPAQ
listinn er hins vegar sérhannaður
til að mæla árstíðabundnar sveifl-
ur, ekki aðeins geðslægar heldur
sveiflur í mataræði, svefnvenjum
og í félagslegum tengslum. Rann-
sakaðir voru þrír hópar kvenna:
Breskar konur sem voru fæddar og
uppaldar á Bretlandi, konur af
pakistönskum og indverskum upp-
mna sem fæddar vom á Bretlandi
og höfðu alið sinn aldur þar og
þriðji hópurinn var aðfluttar konur
frá Pakistan og Indlandi sem höfðu
aðeins búið hluta ævi sinnar á Bret-
landi. Niðurstaða þessarar könnun-
ar sýndi að árstíðarbundins þung-
lyndis gætti hjá öllum hópunum og
náði hámarki á veturna. Mestar
voru sveiflurnar hjá innflytjendun-
um sem bendir til að fólk sem býr á
norðlægari slóðum eins og Bretar
hafi aðlagast betur þeim skilyrðum
sem þar eru á veturna.
Högni bendir á að þessar niður-
stöður séu þó ekki einhlítar því
rannsóknir í Norður-Noregi hafi
sýnt að þar hafi mælst hækkandi
þunglyndi á vetuma eða 9,1% og sé
það mun hærra en hjá okkur fs-
lendingum. „Þetta segir okkur að
við séum öðruvísi en annað fólk á
norðlægum breiddargráðum,“ seg-
ir hann. „Það er því ekki hægt að
skýra þessa lágu tíðni geðsveifla
hér á landi á veturna með aðlögun-
inni einni.“
- Þær rannsóknir sem hér hafa
verið raktar og fleiri benda allar til
þess að munur sé á geði manna eft-
ir árstíðum og geðsveiflur nái há-
marki á veturna, þótt munurinn sé
mismikill eftir löndum. Það er þó
ein rannsókn sem styður ekki
þessa kenningu, þá rannnsókn
gerði Högni nokkrum árum áður
en athuganir hófust á skammdegis-
þunglyndi hér á landi.
„Markmiðið var að athuga al-
gengi kvíða og þunglyndis á sumr-
in, haustin, vetuma og á vorin,“
segir hann. „Ég notaðist við HAD
spurningalistann en SPAQ listinn
var þá ekki til. Niðurstaðan varð sú
að ég greindi engan mun á tíðni
kvíða og þunglyndis eftir árstíðum,
hvorki hjá konum né körlum. Ég
athugaði sérstaklega yngsta ald-
urshópinn, þá sem voru á aldrinum
20- 35 ára og komst að því að
sveiflur voru meiri hjá þeim eftir
árstíðum en hjá eldra fólki. En
jafnvel hjá þessum hópi var enginn
marktækur munur á vetri og sumri
hvað varðaði kvíða og depurð. Aðr-
ar rannsóknir hafa þó sýnt að árs-
tíðabundnar geðsveiflur eru meiri
hjá yngra fólki og konum."
- Hvaða ályktun dregur þú af
þessum niðurstöðum ef þú berð
þær saman við þær rannsóknir sem
seinna vora gerðar?
„Möguleg skýring er að HAD
spurningalistinn nái ekki til sér-
tækra einkenna skammdegisþung-
lyndis þó enska rannsóknin sem
vitnað er til hér að ofan bendi ekki
til þess. Önnur möguleg skýring er
að þegar fólk þarf að vega og meta
árstíðabundnar sveiflur langt aftur
í tímann, eins og SPAQ listinn gerir
kröfu um, virðist sem fólk hafi til-
hneigingu til að magna einkenni. í
þriðja lagi getur verið að íslending-
ar hafi af erfðafræðilegum ástæð-
um annað og betra þol en fólk sem
býr á norðlægum breiddargráðum
annars staðar á hnettinum. Verið er
að skipuleggja nýjar rann-
sóknir til að svara þessum
spurningum."
„Frumbyggjar í AJaska
segja mér að það sé ekki til
neitt sem heiti skammdegis-
þunglyndi," skýtur Jóhann
inn í. „Þá hvarflar að mér að
menningararfleifðin kunni
að vera jafnmikilvæg og líf-
fræðilegar erfðir. Svo er
spurning hvort þeir hafi
þetta orð í sínu tungumáli."
Birtumeðferð gefst vel
en er lítið notuð
- Niðurstöður rannsókna
á skammdegisþunglyndi hafa
leitt í ljós að hér er stór hóp-
ur fólks sem þjáist af þung-
lyndi og þá meira á veturna
en á öðrum árstímum, hvern-
ig hefur þessi fólki verið
hjálpað?
„Meðhöndlunin hefur með-
al annars falist í birtumeð-
ferð sem hefur gefist vel,“
segir Högni. „Notaðir eru
Ijósalampar með mikjum
birtustyrk. Fólk þarf að sltja
við Ijósið á hverjum morgni,
minnst einn til tvo klukku-
tíma á dag. Þessi meðferð er
erfið í framkvæmd sérstak-
lega ef fólk á ekki lampann
sjálft og þarf að fara annað til
að komast í hann. Það eru
ekki margir sem nýta sér
hana hérlendis. Lyfjameðferð
hefur því verið algengust.
Venjuleg geðlyf virka þó ekki eins
vel á skammdegisþunglyndi og á
venjulegt þunglyndi.“
- Hvað segir það ykkur um sjúk-
dóminn að birtumeðferðin hefur góð
áhrif?
„Það segir okkur að framleiðsla
sumra boðefna heilans virðist vera
háð magni sólarljóss. Sum þessara
boðefna kunna að tengjast á ein-
hvern hátt geðslagi, matarlyst
svefnhrynjanda og fleiru. Ef dregur
úr birtumagni getur það haft áhrif á
þessa þætti og þyngt geðslag sem
stundum getur þróast yfir í það sem
við köllum skammdegisþunglyndi."
Það kemur fram í máli þeirra
Högna og Jóhanns að rannsóknum á
skammdegisþunglyndi verður lialdið
áfram hér á landi. „Við höfum áhuga
á að kanna frekar breytingar á dæg-
ursveiflu einstaklinga í náttúrulegu
umhverfi þeirra,“ segir Jóhann.
„Þætti eins og lengd svefntíma,
svefntruflanir, streituviðbrögð,
hjartsláttaróreglu og líkamshreyf-
ingar, útivist, líkamshita og fleira.
Þróað hefur verið tæki af íslenskum
hugvitsmönnum, Hugrúnu hf., í
samstarfi við sérfræðinga Rann-
sóknarstofu geðdeildar Landspítal-
ans, þau Helga Kristbjarnarson
taugalífeðlisfræðing og Björgu Þor-
leifsdóttur lífeðlisfræðing, sem gerir
þessar rannsóknir mögulegar. Ann-
ars eru orsakir árstíðabundinna
sveiflna í geði, atferli og líkamsstarf-
semi mun fleiri en álitið var í upp-
hafi. Trúlega hafa þar margir þættir
áhrif eins og erfðir, lífsvenjur og
menning, veðurfar og sólfar héraða
auk þess magns sólarljóss sem
landshlutum fræðilega ber vegna
breiddargráðu. Við höldum ótrauðir
áfram því skammdegisþunglyndi er
alvarlegt vandamál ekki bara ein-
staklinga heldur samfélagsins.“