Morgunblaðið - 11.01.1998, Side 22

Morgunblaðið - 11.01.1998, Side 22
22 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýrara tóbak dregur úr reykingum Verð á tóbaki hækkaði um 10% um ára- mótin og þar áður um 11,8% í september. I grein Ragnhildar Sverrisdóttur segir að tóbak hafí á undanförnum árum hækkað umfram almennt verðlag. Kannanir sýna að hátt tóbaksverð er öflugasta vopn sem völ er á gegn reykingum. RIKISSTJORNIN ákvað í desember að hækka skyldi tóbak, líkt og í september þegar sú hækkun var bundin öflun aukins fjár til heil- brigðismála. Pakki af algengri sí- garettutegund kostar nú víðast hvar um 360 krónur í verslunum. Reykingamenn ráku upp rama- kvein við hækkunina, en tóbaks- vamaforkólfum þykir ekki nóg að gert. Þjóðhagsstofnun vann nýlega at- hugun á áhrifum verðhækkana á tó- baki fyrir tóbaksvamanefnd og studdist við tölur yfír neyslu og verð tóbaks árin 1957-1994. Stofn- unin komst að því að 10% raunverð- hækkun tóbaks á ári leiddi til 4,5% samdráttar í neyslu á mann á sama tímabili. Þegar til lengri tíma er litið em áhrifin meiri og 10% verðhækk- un leiðir til u.þ.b. 8% samdráttar neyslu á mann. „Eftir 4-5 ár má reikna með að samdrátturinn verði að langmestu leyti kominn fram,“ segir Þjóðhagsstofnun. „Tekjuáhrif era einnig mikilvæg hvað neysluna varðar; ef ráðstöfunartekjur vaxa um 10% má gera ráð fyrir 5% aukn- ingu á tóbaksneyslu litið til eins árs, en til langs tíma eykst neyslan um u.þ.b. 7%. Fyrir utan verð- og tekju- áhrif virðist hafa dregið úr neyslu tóbaks um 1,3-1,4% að jafnaði á ári á gagnatímabilinu.“ Þjóðhagsstofnun bendir á að tó- baksneysla vegur um 1,5% í verð- vísitölu neysluvöra, þannig að 10% verðhækkun tóbaks, líkt og varð um síðustu áramót, leiði til um 0,15% hækkunar vísitölunnar. „Á móti hækkuninni má vega, t.d. með því að verja auknum skatttekjum til lækkunar á almennum virðisauka- skatti.“ Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar era í samræmi við yfirlýs- ____ ingu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) frá maí á síðasta ári, þar sem segir að rannsóknir í fjölda landa hafi sýnt að hækki tóbak um 10% umfram almennar raun- hækkanir dragi úr reykingum um 2-8%. „Frekari rannsóknir sýna, að verðhækkanir hafa sérstaklega áhrif á unglinga, því 10% verðhækk- un á tóbaki dregur úr neyslu þeirra um meira en 10% og kemur í veg fyrir að margir byrji nokkum tím- ann að reykja,“ segir í yfirlýsing- unni. „Þetta skiptir sérstaklega miklu máli, því ef fólk nær yfir tví- tugt án þess að byrja að reykja er mjög ólíklegt að það byrji.“ 14 þúsund milljarðar glatast WHO vísar einnig til þess, að reykingar séu ekki eingöngu heil- brigðisvandamál. „Tóbaksvörur valda efnahag heimsins svo miklum skaða, að jafnvel hógværustu áætl- anir telja hann meiri en sem nemur fjárveitingum allra þróunarlanda til heilbrigðismála samanlagt," seg- ir WHO. Hækki raun- verð um 10% minnka reyk- ingar 2-8% WHO vitnar jafnframt til könn- unar, sem Alþjóðabankinn gerði árið 1993, en niðurstaða hennar var sú, að yfir 200 milljarðar banda- ríkjadala, eða 14 þúsund milljarðar króna, glötuðust á ári hverju vegna tóbaksnotkunar, þar af helmingur- inn í þróunarlöndunum. Að auki væri svo allur sá skaði sem erfitt væri að meta, svo sem vegna minni lífsgæða reykingamanna og fjöl- skyldna þeirra. Alþjóðabankinn sagði forvarnir gegn reykingum einhverja hagkvæmustu heilbrigð- isaðgerð sem völ væri á. WHO segir að tekist hafi að draga úr reykingum með ýmsum aðgerðum, en efnahagslegar að- gerðir, t.d. hækkun skatta á tóbak, hafi skilað mestu. Kostnaður meiri en tekjur Hér á landi hefur verið reynt að meta hve miidð reykingar kosta þjóðfélagið. Árið 1992 kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Há- skóla Islands, sem Björgvin Sig- hvatsson hagfræðingur vann sem lokaritgerð sína við Háskólann. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að árið 1990 hafi kostnaður þjóðfé- lagsins af reykingum verið 200-700 milljónir króna umfram þá 3 milljarðar sem ríkið hafði í tekjur af tóbakssölu það árið. Björgvin taldi að beinn heilbrigðis- kostnaður vegna reykinga hafi ver- ið á bilinu 370 til 400 milljónir og að almennur sjúkrahúskostnaður vegna sjúkdóma af völdum reyk- inga hafi numið um 470 milljónum. Óbeinn kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga hafi þetta eina ár verið um 3 milljarðar króna, þar af um 2 milljarðar vegna framleiðslu- eða vinnutaps vegna ótímabærra _________ dauðsfalla, örorkuþega og veikindaforfalla reykingamanna. Annan þjóðfélagslegan kostn- að, s.s. vegna eldsvoða af völdum reykinga og “ framleiðslutaps fyrir- tækja vegna reykinga á vinnustöð- um, aðallega vegna reykingahléa starfsmanna, taldi Björgvin vera um milljarð. Þjóðhagsstofnun segir í úttekt sinni fyrir tóbaksvarnanefnd að tekjur ríkissjóðs af sölu tóbaks hafi verið um 2,1 milljarður árið 1996 og áætlaðar um 2,25 milljarðar á síðasta ári. Heildai-velta í tóbaks- sölu hafi numið um 4,8 milljörðum árið 1996 svo hlutur ríkisins væri um 43% af sölunni. Á fyrsta ári verðhækkunar um 10% myndu því tekjur ríkissjóðs aukast um u.þ.b. 120 milljónir á verðlagi og granni ársins 1996, miðað við að neysla drægist að magni til saman um 4,5%. Langtímatekjuáhrif yrðu minni, eða um 100 milljónir, en erfitt væri að meta þau og eins lík- legt að þau yrðu engin eða jafnvel neikvæð. Þá segir Þjóðhagsstofnun sjálf- 140 Raunverð tóbaks 1960-1998 Vísitala, 1990 = 100 132,25 Verð á einum pakka af Winston KSF------- 350 1986-98 / kr -------------------n 300 á verðlagi hvers árs Heimild: Pjóðhagsstofnun 70’60 '65 70 75 '80 ’85 '90 ’95 Smásöluverð 1986-1996. Lágmarksverð frá 1997. -i—i—i—r- -i—i—r—i—t—r- '86 '88 ’90 '92 '94 ’96 '98 sagt að hafa í huga jákvæð lang- tímaáhrif vegna minni heilbrigðis- útgjalda, meiri starfsorku einstak- linganna o.s.frv. og vitnar stofnun- in í því sambandi til skýrslu Björg- vins Sighvatssonar. Tóbaksvarnanefnd vill meiri hækkanir Raunverð tóbaks hefur hækkað umfram almennt verðlag á síðustu áram, en gerði það hins vegar ekki áratugina á undan. Lögum sam- kvæmt skal fjármálaráðuneytið hafa samráð við tóbaksvamanefnd um stefnumörkun varðandi inn- flutning og verðlagningu tóbaks. Tóbaksvamanefnd hefur löngum hvatt til mikilla hækkana á tób- aksverði. Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar, segir að nefndin hefði gjaman viljað að sígarettupakkinn hækkaði í a.m.k. 400 krónur nú um áramótin og helst í 500 krónur. Verð á tóbaki hér er það lægsta sem þekkist á Norðurlöndum. I Noregi kostar pakki af algengum, bandarískum sígarettum t.d. rúmar 500 krónur. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar, sem ná allt til ársins 1957, hefur tóbak oftast hækkað minna en almennt verðlag. Ef mið- að er við vísitöluna 100 árið 1990 var tóbaksverðið á hægu skriði upp á við næstu árin á eftir og fór mest í 109,33 árið 1994, en frá 1990 til árs- loka 1996 hækkaði tóbak um rúm 7% umfram almennar verðhækkan- ir. Árið 1957 var raunverð tóbaks um 75% af því sem það var árið 1990. Það náði ekki sama raunverði og 1990 fyrr en árið 1980, en lækk- aði svo næstu ár á eftir, þegar það fylgdi ekki mikilli verðbólgu. Næstu árin stóð tóbaksverð næstum í stað, en eins og áður sagði hækkaði það um rúm 7% umfram almennar verð- hækkanir árin 1990 til 1996. Með síðustu hækkunum hefur tóbakið farið um þriðjung fram úr almenn- um verðhækkunum frá 1990. Ákvæði heilbrigðis- áætlunar mildað Með því að líta á sögu heilbrigð- isáætlunar á þingi sést að verð- hækkun á tóbaki umfram almennar verðhækkanir hefur ekki náðst þrautalaust fram. Tillaga Guð- mundar Bjamasonar þáverandi heilbrigðisráðherra til þingsálykt- unar um íslenska heilbrigðisáætlun fram til ársins 2000 var lögð fram á þingi 1988-89. Þar sagði, að á Is- landi væri áætlað að 200-300 manns létust á hverju ári af tób- aksreykingum, beinum og óbein- um. „Þess vegna er talið eðlilegt að stuðla markvisst að útrýmingu tób- aksneyslu. Með verðstýringu má hafa áhrif á neyslu tóbaks en óeðli- legt er að hækkun tóbaksverðs hafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.