Morgunblaðið - 11.01.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 33
GUÐMUNDUR
BJARNASON
+ Guðmundur
Bjarnason var
fæddur á Akranesi 1.
maí 1922, og ólst þar
upp, bjó og starfaði
þar allan sinn aldur.
Hann lést 3. janúar
síðastliðinn á Akra-
nesi. Foreldrar hans
voru Bjarni Guð-
mundsson frá Múla-
stöðum í Flókadal og
Guðfinna Þorkels-
dóttir frá Dalbæ í
Flóa. Önnur börn
þeirra sem upp
komust: Bjarni, f. 5.4.
1912, Sigríður, f. 12.8. 1914, hún
er látin, og Guðnin, f. 16.12.
1920.
Sonur Guðmundar og Kristín-
ar Þórarinsdóttur er Þorsteinn
Garðar, f. 24.9. 1942. Hann er
kvæntur Erlu Þórisdóttur og
eiga þau fimm börn; Kristínu Jó-
hönnu; f. 1967, og á hún þrjú
börn, Guðríði Höllu, f. 1969, og á
hún eitt barn; Þóri Heiðar, f.
1971, sem á eitt barn; Guðmund
Orn, f. 1974,
og Gunnar Hafstein,
f. 1979.
Guðmundur kvænt-
ist 1965 Guðlaugu
Birgisdóttur, f. 27.
11. 1945. Eignuðust
þau eina dóttur, Guð-
finnu Birnu, sem er
gift Þorbimi Stein-
grímssyni. Eiga þau
tvö börn; Brynjar
Örn, f. 1993, og Ra-
kel, f. 1996. Fóstur-
barn Guðmundar,
dóttir Guðlaugar, er
Halldóra Trausta-
dóttir, f. 18.12. 1963. Hún er gift
Friðþóri Jakobssyni og eiga þau
tvö böm; Fanneyju, f. 1984, og
Jakob, f. 1993.
Ævistarf Guðmundar var
vörubfla- og flutningabflaakstur,
auk þess sem hann kom að sjó-
mennsku og fleiri störfum um
styttri tíma.
Utför Guðmundar fer fram frá
Akraneskirkju á morgun, mánu-
dag, og hefst athöfnin klukkan 14.
„Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur"
(Einar Benediktsson.)
Hann Guðmundur mágur er all-
ur. Hugurinn leitar í sjóð minning-
anna. Inn í Kaldbaksvík að skoða
nýjasta folaldið. Eða í Bakkabæn;
um að dást að reiðhestunum. I
sendiferðabílnum í heimsókn á
Akranes, þar sem Guðmundur segir
á sinn ákveðna hátt frá örnefnum í
Hvalfirðinum. Sumartími í vist með
dæturnar hans ungar. Útreiðatúrar
undir Aki'afjalli. Hvernig hann vatt
sér inn í eldhúsið í Kaldárhöfða,
náði sér í glas: „Kaffi!“ Einlæg gleði
hans og ánægja í afmælisveislunni
síðustu.
Hann Guðmundur var með fá-
dæmum barngóður. Frá því íyrsta
að litla systurdóttirin mín kom inn á
heimilið átti hún í honum hvert
bein. „Dýrlingur minn“ var vana-
ávarpið, og það átti hún alltaf. Síðan
fæddist „litli dýrlingurinn“ og fékk
sinn sess. Við systkini Guðlaugar
vorum alltaf velkomin og helst
kvartað yfir að við komum of sjald-
an og stoppuðum of stutt, eða að við
sendum börnin okkar ekki nógu oft
uppeftir. Hann gladdist yfir barna-
börnunum, en þau elstu eru lítið
yngri en dæturnar, önnur en þá sár-
ung sem og barnabarnabörnin, og
þótt hann hefði ekki mörg orð um,
leyndi sér ekki stoltið og ástin á
„litlu krílunum" og tilhlökkunin
þegar hann átti von á þeim á Skag-
ann.
Guðmundur var vinfastur og
greiðasamur og ófá handtökin átti
hann í heyskap eða öðrum verkum
fyrir aðra. Víst er um að margir
töldu hann meðal vina, nágrannar
nærsveitungar sem og ættingjar og
tengdafólk.
Guðmundur var einstakur dýra-
vinur. Ég man eftir villiköttum sem
gefið var úti í hesthúsi meðan það
var heima í garðinum. Umgengni
við kindur og hesta í Bakkabænum
einkenndist af umhyggju og vænt-
umþykju umfram annað. Það var
iðulega notalegur sunnudagsbíltúr
að renna upp í Grafardal að huga að
lambfénu eftir að búið var að
sleppa. Og áreiðanlega var aldrei
farið illa með hross í ferðalögum
þeirra hjóna um landið.
Guðmundur rak flutningabíl og
síðan vörubíl um áratugaskeið.
Hann bagaðist á hendi eftir slys og
hætti þá að geta tekið hvaða verki
sem var. Hann hætti að lokum að
reka vörubílinn, en vann nokkur
síðustu ár starfsævinnar hjá HB á
Akranesi. Guðmundur var kapps-
maður til vinnu, hvort heldur hann
vann sjálfum sér eða öðrum og
lærði aldrei að hlífa sér. Seinustu
árin gekk hann ekki heill til skógar,
en það hindraði hann ekki í að
ganga í öll þau verk sem þurfti til að
afla heyja eða viðhalda gripahúsum.
Oft mun samt hugurinn og viljinn
hafa borið verkið fram, hvað sem
leið heilsu og kröftum.
Engan óraði þó fyrir að að kallið
kæmi svo brátt. Hann hélt frískur
og ánægður til gegninga þennan
síðasta dag, búinn að leggja drög að
síðustu handtökunum við viðbygg-
ingu íbúðarhússins. Féll niður í
dagsins önn, í því verkinu sem hvað
mesta gleði veitti honum, að sinna
um hrossin og skepnurnar.
Elsku Gulla mín, Dóra, Guðfinna
og Steini, megi allar góðar hugsanir
senda ykkur styrk, svo og mökum
ykkar, börnum og barnabörnum.
Anna Sofffa Óskarsdóttir.
Guðmundur Bjarnason er í dag
kvaddur hinstu kveðju. Hann var
kominn á efri ár en hafði þó í engu
skeytt þeim takmörkum sem bilandi
heilsa og ellin hafði í raun sett hon-
um. Fram á síðustu stundu var vilj-
inn óþrjótandi og hugurinn skýr.
Andlát hans bar brátt að og eðlilegt
að hans síðasta verk yrði að annast
skepnur sínar.
Guðmundur var um margt sér-
stæður maður. Gamansemi og
meinlaus stríðni var ríkur þáttur í
fari hans. Hann fór sínar eigin leið-
ir, var hreinskiptinn og fór ekki í
manngreinarálit. Hann sagði skoð-
un sína refjalaust og átti ekki inni
hjá neinum. Hann gat verið harður í
skapi og ef sannfæringin bauð var
hann svo fastur fyrir að ekkert fékk
haggað.
Guðmundur hafði ekki áhuga á
peningum og hlotnaðist ekki auður.
En sú alúð sem hann sýndi fer-
fætlingum og þeim sem minna
máttu sín, sýndi að hann átti verð-
mætari sjóð en veraldlegt fé. Undir
kaldri skelinni sló hlýtt hjarta og
þeir sem eignuðust vináttu Guð-
mundar gátu gengið að henni vísri.
Hjálpsemi hans og greiðasemi voru
ekki sett takmörk. Hann var hesta-
maður sem lagði áherslu á vináttu
og samneyti við hestinn en einblíndi
ekki á reiðhe'stakostina.
Guðmundur Bjarnason var
kempa og að honum liðnum er
höggvið skarð í þann fámenna hóp
manna sem eru afgerandi hvar sem
þeir koma. Og víst er að fátæklegri
verður samreið hestamanna á Akra-
nesi við úti'eiðarnar í vetur.
Við Ingibjörg kveðjum Guðmund
með söknuði og þakklæti fyrir
trausta vináttu og sendum Guð-
laugu og fjölskyldu hans samúðar-
kveðjur.
Stefán Skjaldarson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Kallið er komið, segir hann í
kvæðinu hér, þetta er satt, hann
Guðmundur nágranni okkar er dá-
inn. Hann sem átti svo ótalmargt
ógert enn. Við áttum erfitt með að
trúa þessu. Ég var sár um stund,
þegar mamma sagði mér þessa
frétt. Gamli vinur dáinn! Þá verða
ferðir okkar ekki fleiri saman. Ég
átti honum svo margar ógleyman-
legar stundir óþakkaðar. Allt breyt-
ist nú og verður að góðum minning-
um, já, sem aldrei gleymast. Mig
langar að segja hér nokkur orð á
blaði. Þannig get ég bætt mín
þungu sár, því þetta var stór frétt
fyrir mig, aðeins níu ára dreng að
sættast við og trúa. Ég fékk að
kynnast Guðmundi snemma og
valdi hann sjálfur sem minn trausta
vin og átti hann fram á síðasta dag.
Ég var ekki hár í loftinu þegar ég sá
Guðmund vera að bjástra eitthvað
úti við heima hjá sér. Ég var að
byrja að labba úti mín fyrstu frjálsu
spor. Þá fór ég að leita út af lóðinni
og beint yfir götuna og heim til
hans. Hann tók þessum óvita vel.
Vinur fræddi mig á ýmsu og sýndi
mér margt eins og traktorinn. Við
fórum oft saman í bfltúr, hann fór
með mig í fjárhúsin og þar fékk ég
að kynnast kindunum, hestunum og
hvernig var hlúð að þeim. Oft fórum
við saman í bíltúr með kindumar
inn á fjall. Og svo að smala þeim á
haustin. Já, ferðir okkar hafa oft
orðið margar vítt um skagann. Það
var í haust sem Guðmundur bank-
aði á dyr hjá mér og bað mig að
koma með sér að smala stóra girð-
inguna upp undir Akrafjalli og reka
inn kindurnar. Þetta sýndi hvað
Guðmundur lagði mikið upp úr vin-
áttu okkar. Hann kenndi mér að
takast á við verk þangað til hann
treysti mér. Fyrir þetta er ég þakk-
látur og eins mínir foreldrar og
systkini öll. Þessa virðingu munum
við alltaf geyma vel með þakklæti.
Elsku Guðlaug og þín fjölskylda,
Guð blessi sorg ykkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseradminnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þinn vinur,
Guðjón Smári Guðmundsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit töivusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tiimæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulcngd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Maðurinn minn, faðir okkar og afi,
JÓHANN MOSDAL,
andaðist í New York þann 8. janúar síðastliðinn.
Hann verður jarðsettur í New York þriðjudaginn 13. janúar.
Elsa Mosdal,
Kristinn Mosdal,
Salomon Mosdal og
barnabörn.
+
Elskuleg föðursystir, mágkona og uppeldis-
systir,
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Nautabúi,
Mávahlíð 40,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 12. janúar kl. 15.00.
Bogga Sigfúsdóttir.
Sigurður Sigfússon,
Stefanía Sigfúsdóttir,
Ingvi Sigfússon,
Svanlaug Pétursdóttir,
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
+
Föðursystir mín,
KATRÍN S. BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést laugardaginn 3. janúar.
Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 13. janúarkl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Barnaspítala Hringsins.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Eiríksdóttir.
+
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og
upþeldisbróðir,
ÓSKAR VALDEMARSSON
frá Göngustöðum
í Svarfaðardal,
til heimilis
á Rauðalæk 23,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju
miðvikudaginn 14. janúar kl. 13.30.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ólafur Haraldsson,
Pétur Þorsteinn Óskarsson, Hulda Stefánsdóttir,
Aðalheiður Ósk Pétursdóttir,
Jónas Valdimarsson, Hrefna Magnúsdóttir,
Rannveig Þórsdóttir, Jón Guðmundsson.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VIGGÓ GUÐMUNDSSON,
Tjarnargötu 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 13. janúar kl. 13.30.
Þorsteinn V. Viggósson, Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir,
Jóhannes Viggósson,
Lárus K. Viggósson, Ása Ólafsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HANS KR. EYJÓLFSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar-
staða.
Lára Hansdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson,
Bragi Hansson, Rose Marie Christiansen,
Grétar M. Hansson, Kristín Sigsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við þökkum innilega fyrir vinakveðjur og hlýhug við fráfall
STEFANÍU GUÐNADÓTTUR.
Skúli Sigurðsson,
Þórunn Guðnadóttir.