Morgunblaðið - 11.01.1998, Side 34

Morgunblaðið - 11.01.1998, Side 34
,34 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástsæll eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI FRIÐRIKSSON, Háuhlíð 6, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fimmtudaginn 8. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Svala Jónsdóttir, Friðrik Pálmason, Ásta Pálmadóttir, Þór Jónsson, Ásmundur Pálmason, Rita Didriksen, Friðrik Pálmason, Örvar Pálmason, Lárey Valbjörnsdóttir, og barnabörn. + Kveðjuathöfn um INGIGERÐI PÉTURSDÓTTUR, Vindheimum, Skagafirði, fer fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, þriðju- daginn 13. janúar kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 13.00. Að athöfn lokinni verður jarðsett í heimagraf- reit á Vindheimum. Sigmundur Magnússon, Anna Sigríður Sigmundsdóttir, Einar Ólafsson, Magnús Sigmundsson, Lut Dejonghe, Pétur Gunnar Sigmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurður Rafn Sigmundsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ERLING VALDIMARSSON rennismiður, Tjarnargötu 43, Reykjavík, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. janúar sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 13. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas. Erla Eiríksdóttir, Ásta Sif Erlingsdóttir, Gunnar Steinn Jónsson, Valdimar Erlingsson, Unnur Þórðardóttir, Viðar Erlingsson, María Magnúsdóttir, Eriing Ragnar Erlingsson, Jóhanna Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARIE TUVNES THORODDSEN, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 3. janúar sl., verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 13.30. Anna Thoroddsen, Sverrir Sigmundsson, Björn Thoroddsen, Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, Sigurður Thoroddsen, Sigrún Magnúsdóttir, Þórdís Thoroddsen, Jón B. Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, SVÖVU GÍSLADÓTTUR frá Patreksfirði, Fannborg 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Blóðskiljunardeildar Landspítalans fyrir alúð og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Magðalena Lára Kristjánsdóttir, Gísli Þór Þorgeirsson, Sólrún Þorgeirsdóttir, Dagný Björk Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUNNAR HJÖRVAR + Gunnar Hjörvar, viðskiptafræðing- ur, var fæddur í Reykjavík 17. desem- ber 1919. Hann lést hér í borg 29. desem- ber síðastliðinn. Hann var elsti sonur hjónanna Rósu Daða- dóttur Hjörvar, f. 1892, d. 1978, og Helga Hjörvar, rit- höfundar, f. 1888, d. 1965. Eina systur eldri átti Gunnar, sem er Guðrún Kjar- val, f. 1917, og býr á Jótlandi, og aðra yngri, Solveigu Hjörvar, f. 1921, d. 1996. Fimm yngri bræður átti hann og af þeim lifa Tryggvi, f. 1932, kerfis- fræðingur í Reykjavík, og Úlfur, f. 1935, rit- höfundur, nú búsettur í Danmörku. Þrír bræð- ur eru látnir á undan Gunnari: Þormóður, siglingafræðingur, f. 1923, d. 1970; Egill, vélstjóri, f. 1923, d. 1965, og Daði, útvarps- maður, f. 1928, d. 1954. Gunnar lauk stúd- entsprófi úr stærð- fræðideild MR 1940 og hóf nám í nýstofnaðri viðskiptadeild við HI þá um haustið, þaðan sem hann lauk prófi árið 1945. Á námsárunum stundaði hann marg- háttuð sumarstörf, en var lengst í pípulögnum hjá föðurbróður sín- um, Haraldi Salómonssyni. Árið 1946 réðst Gunnar til Tollstjóra- embættisins í Reykjavík og starf- aði þar, einkutn við skráningu skipshafna, í rúman aldarfjórð- ung. Gunnar var frá tvítugsaldri og langt fram eftir ævi mjög virk- ur félagi í KFUM, en hvarf að öðrum viðfangsefnum seinustu ár ævinnar, og fékk þá m.a. brenn- andi áhuga á kenningum dr. Helga Pjeturs, hlutverki íslenskr- ar tungu og sögu Islendinga. Gunnar var einhleypur og barn- laus. Gunnar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudag, og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér og lát Gunnars Hjörvar var óvænt. Hann andaðist eftir fárra daga sjúkrahúsvist, hvarf hljóðlega héðan úr heimi, í samræmi við lífs- mynstur sitt. Gunnar var maður sem átti til mikla hjartahlýju og vildi öllum vel. Hann gerði litlar kröfur sjálfum sér til handa. Sterkustu þræðirnir í skapgerð hans voru hjálpsemi, tO- litssemi, lítillæti, orðheldni og trygglyndi. Þar fór sannkristinn maður. Ytri sögu Gunnars má segja í fá- um orðum. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1940. Háskóla- prófi í viðskiptafræði lauk hann fá- um árum síðar. Hann starfaði lengst af hjá embætti tollstjóra, einkum við skipaskráningar. A skólaárunum vann hann tilfallandi vinnu á sumrum og var meðal ann- ars í vegavinnu, sem átti vel við hann. Kynntist hann þar ýmsum góðum mönnum, sem héldu tryggð við hann. Gunnar gekk í KFUM og vann af ósérhlífni fyrir það félag um árabil. Seinna hneigðist hann að kenningum dr. Helga Pjeturss og gekk í framhaldi af því í félagsskap nýalssinna. Þessar hugmyndir urðu upp frá því þungamiðjan í lífsfíló- sófíu hans. Hann sótti reglulega fundi í félaginu, svo og miðilsfundi, en deilur félagsmanna ollu honum vonbrigðum og smám saman hætti hann fundarsókn. Sú sem hér heldur á penna átti á stundum erfítt með að fylgja hug- arflugi hans, þegar hann geystist milli hnatta, á sama tíma og hann ók undirritaðri vítt og breitt um borgina í hversdagslegum erinda- gerðum. Daglegt líf Gunnars var viðburðasnautt, hann ferðaðist dá- lítið innanlands og fór í merkilega ferð til Landsins helga. Hann minntist oft á Skelja- brekku, þar sem hann var í sveit, drengur, hjá föðursystur sinni, og þótti honum fegurð Borgarfjarðar æ síðan tilkomumikil. Gunnar hafði mikinn áhuga á umheiminum og hlustaði á alla fréttatíma, jafnvel að næturlagi, sérstaklega þegar stórviðburðir skóku heimsbyggðina. Hann notaði heymartæki, því skert heym bag- aði hann mjög. Hann var minnugur og rifjaði stundum upp minningar sem við áttum sameiginlegar úr skóla svo og liðna atburði úr bæjarlífinu, svo sem þegar Helgi faðir hans, lágvax- inn og nettur, atti kappi á skautum við tröllvaxinn Sigurjón á Alafossi. Við Gunnar höfum þekkst lengi, bjuggum í sama húsi og seinna í sömu götu, Suðurgötu, þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum öldruðum. Að þeim báðum látnum flutti hann í litla risíbúð á Asvalla- götu, sem var keypt handa honum úr búinu óskiptu. Hann var mikið á ferli um þessi gömlu hverfí og gaf sig á tal við menn. Síðustu árin hefur hann búið í sambýli aldraðra við Norðurbrún 1, þar sem hann kunni að mörgu leyti ágætlega við sig og naut aðhlynn- ingar. Að leiðarlokum ber að þakka honum hjálpsemina, sérstaklega í veikindum eiginmanns míns fyrir ári, þegar hann um langa hríð ók mér daglega á spítalann og beið mín þolinmóður, langtímum saman. Það var vinarbragð sem ekki gleymist. Systkinum hans og öðrum nán- um ættingjum vottum við fjöl- skylda mín samúð. Fari Gunnar heill. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. í dag kveðjum við góðan félaga okkar frá Norðurbrún 1, Gunnar Hjörvar. Okkur er efst í huga þakklæti til hans fyrir ljúfa framkomu og góð- vild, er ávallt fylgdi honum. Hann var félagi okkar i göngu- ferðum og boccia-knattleik og enn- fremur góður ferðafélagi. Gunnar var mikill íslenskumað- ur, unni heitt tungumáli okkar og taldi það bera af öllu öðni góðu. Gunnar Hjörvar var gáfaður og vel menntaður maður, notaði vís- dóm sinn til ýmissa rannsókna til- verunnar. Nú að leiðarlokum þökkum við Gunnari fyrir samfylgdina, eftir lætur hann ljúfar minningar hjá okkur. Prúður maður og heiðarlegur hefur nú lokið göngu sinni, við biðj- um honum Guðs blessunar. Göngu- og boccia-félagar, Norðurbrún 1. Gunnar Hjörvar var elsti sonur Helga Hjörvar, fæddur 1919 í Gamla bíói við Bröttugötu, eins og húsið hét í daglegu tali vegna kvik- myndasalarins í stórhýsinu Aðal- stræti 8. Báknið hlaut snemma nafnbótina Fjalaköttur, - hún dugði þar til þetta hvarf allt saman undir skipulag borgarinnar fyrir nokkrum árum. Þar ólust upp börn Rósu og Helga Hjöi-var á þriðja og fjórða tug aldarinnar, fjölmennasti ættbálkur á landnámsjörð Ingólfs í Grjótaþorpi og hét bíókrakkarnir. Gunnar varð snemma leiðtogi strákastóðsins sem lék sér og kút- veltist í sleðabrekkum og kálgörð- um höfuðbólsins forna þótt hvorki væri hann stærstur né sterkastur. En elstur var hann og fróðastur allra í Islendingasögunum sem fað- ir hans kunni utan að og lá ekki á snilldinni, en sonurinn heitinn eftir Gunnari á Hlíðarenda. Hann bjó líka yfir fjörugu hugmyndaflugi sem fann ný tilbrigði við gamla leiki á hverjum degi. Við Gunnar hófum nám saman í Bamaskólanum við Tjörnina og settumst að loknum fullnaðarpróf- um í I. bekk Gagnfræðaskóla Reykvíkinga þar handan við Læk. Sóttist mönnum námið misjafnlega við handleiðslu Agústar H. Bjarna- sonar prófessors og skólastjóra í Gaggóinu, en við Gunnar nutum forréttinda í erlendum tungum vegna kvöldnámskeiða á æsku- heimili mínu, - foreldrarnir höfðu ungir siglt til náms og starfa með erlendum þjóðum, Arni frá Múla í Hull á Englandi, en Ranka í Brennu í Hellerup á Sjálandi, og lásum við hjá þeim undir morgun- daginn á ensku og dönsku. En þrátt fyrir útskýringar og ítroðslur gekk Gunnari ekki vel að nema hin fínni blæbrígði þessara heimsfrægu tungumála. Skýringin fékkst að nokkru leyti þegar við Jónas bróðir stofnuðum hljómsveit uppi á Berg- staðastræti 14 og æfðum stíft á kvöldin. Komu þar stundum gestir úr Bröttugötu - Gunnar og Bene- dikt Antonsson. Benni Antons gat spilað á hvað sem fyrir var, en Gunnar ekki á neitt. Og þegar Gunnar eitt kvöld lýsti því yfir að þetta væri besta hljómsveit sem hann hefði nokkurntíma heyrt fór maður að hugsa sig um, því þetta var versta hljómsveit í heimi. Við nánari athugun kom í ljós að Gunn- ar kallinn var lítt músíkalskur og gerði sjaldan greinarmun á lögum og tónum. Þó liðu áratugir án þess hann gerði sér nokkra rellu út af þessu , - það var ekki fyrr en sjón- varp kom til sögunnar að hann þóttist verða þess var að oft hélt fólk áfram að tala og syngja á skjánum án þess hann heyrði orða- skil eða tóna. - Tækið hlaut að vera bilað. En þar var allt í fullu standi og þá lét Gunnar loksins af því verða að leita eymalæknis og kom í ljós að heyrnin hafði verið skert frá barnæsku og pilturinn aldrei numið nema þröngt svið hljóðbylgnanna. Hann hafði fengið feriegan kíghósta í vöggu, það svo að brjóstkassinn bjagaðist í hviðun- um fyrir lífstíð og í leiðinni fóru úr skorðum hamar, steðji og ístað í eyrunum. En þrátt fyrir heyrnarleysi og hverskyns önnur leysi lukum við Gunnar stúdentsprófí vorið 1940 og innrituðumst í nýstofnaða við- skiptadeild Háskóla Islands þá um haustið. Þar lauk ég námi á einni viku, en Gunnar útskrifaðist með láði nokkrum árum síðar. Hann gekk þegar í stað í opinbera þjón- ustu og lét þann embættisframa nægja á starfsævinni. En hann átti önnur og merkilegri áhugamál og sinnti þeim af skyldurækni, var kominn í KFUM á skólaárum enda ekki nema nokkur skref úr MR út á Amtmannsstíg, og þar hafði hann síðan athvarf trúrækni sinnar og háleitra íhugana. Þær leiddu hann með tímanum á brautir sem lágu fjarri Sögualdarfræði Helga Hjörv- ar en virtust um skeið liggja nær heimspeki Helga Pjeturss. Athug- anir Gunnars urðu þó langtum víð- feðmari þegar leið á öldina og náðu að lokum til endimarka efnisheims- ins og þaðan til andlegra ómælis- vídda almættisins. Ekki var Gunn- ar orðmargur um þessi einkavísindi sín en lét þó einstaka sinnum í þau skína, - sagði mér til dæmis í óspurðum fréttum vestur á Melum einn góðan veðurdag í hittifyrra að ekki þyrftum við að hafa áhyggjur af framtíð feðra vorra í alheimi, báðir væru þeir mikilsvirtir Helgi Hjörvar og Arni frá Múla fyrir handan sökum mælsku og málfeg- urðar, það svo að nú hefðu yfirvöld þar látið þau boð út ganga að héðan í frá skyldi íslenska gilda sem al- heimsmál um víða veröld irá eilífð til eilífðar. „Það er þessvegna,“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.