Morgunblaðið - 21.02.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.02.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 17 Stefnt að gerð samnings um leigu bæjarins á Kjarnalundi Starfsemi Skjaldar- víkur flutt í Kjarna- lund í haust STEFNT er að því að ljúka samn- ingum um leigu Akureyrarbæjar á fasteign Náttúrulækningafélags Islands, Kjamalundi í Kjarna- skógi, fyrir 6. mars næstkomandi. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í vikunni viljayfírlýsingu þessa efn- is, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að Akureyrarbær leigi Kjarnalund frá 1. október næst- komandi til að reka þar þjónustu- starfsemi fyrir aldraða og er ætl- unin að flytja þá starfsemi sem verið hefur í Skjaldarvík í Kjama- lund. Leigutími verður í 6 ár með forleigurétti til tveggja ára til við- bótar. Hótel Harpa á Akureyrí hefur síðustu ár rekið sumarhótel í Kjarnalundi og svo verður einnig í sumar, en gert ráð fyrir að Akur- eyrarbær fái húsið til umráða 1. september til að vinna þar að nauð- synlegum breytingum, en einnig gefst svigrúm til slíks nú fram á vorið, að sögn Björns Þórleifsson- ar, forstöðumanns búsetudeildar Akureyi-arbæjar. I Skjaldarvík era nú 48 vist- menn, en áætlað er að rám verið fyrir 50 vistmenn í Kjarnalundi. Húsnæðið í Skjaldai-vík þykir ekki henta til rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða, en ef uppfylla ætti ýtrastu kröfur sem til þess era gerðar hefði þurft að ráðast í um- fangsmiklar endurbætur sem ekki kosta undir 100 milljónum króna. Betri aðstaða Björn sagði að miklar breytingar yrðu á starfseminni í kjölfar þess að flutt verður úr Skjaldarvík í Kjarnalund. Mætti þar m.a. nefna að Kjarnalundur væri innan bæjar- markanna, húsnæðið væri nýtt og væri því mun betra hvað allt að- gengi varðar, auk þess sem þar væri góð aðstaða til mai-gvíslegrar starfsemi svo sem tómstunda. Þá væri aðstaða til útivistar ákjósan- leg. Ktav Risa- ástarjátning Heimsendingartilboð TOLLI Velkomin(n) á opnun málverkasýningar í Blómavali v. Sigtún sunnudag kl. 3 Bubbi syngur. Léttar veitingar A Akureyri fylgirfrítt fyrir konuna á Café Turninn Heimsendingarþjónasta Konudag frá kl 8:00 Reykjavík: S. 568 9070 Akureyri: S. 461 3200 ‘Elámaiaal -rámantí&kur fieimur 2 fyrir 1 meö íslandsflugi á __ alla áfangastaði innanlands / fylgir konudagsblómum ^ Gildir til 31 ■ mars ÍSLANDSFLUG gerír fíeirum fært að fíjúga 2 fyrir 1 í Perluna v. Öskjuhlíð Frítt fyrir konuna í Perluna fylgir konudagsblómum Alparós, ástarjátning sem endist lengur Akureyrarbær • • 011 sumar- störf auglýst BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að öll sumarstörf fyrir 17 ára og eldri hjá deild- um og stofnunum bæjarins verði auglýst af starfsmanna- stjóra og ráðningar fari fram í samráði við starfsmannadeild. Sömu reglur skulu gilda um ráðningarnar og undanfarin ár. Jafnframt hefur bæjarráð ákveðið að 16 ára unglingum, fæddum 1982, verði gefinn kostur á 6 vikna vinnu í sumar, 7 tíma á dag, samtals 210 vinnustundir. Vinna unglinga 14 og 15 ára verði 122,5 vinnu- stundir á 7 vikum. Var starfs- mannastjóra einnig falið að auglýsa eftir umsóknum um þessi störf. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11, pabbadagur, feður hvattir til að koma með börnum sínum og leyfa mömmunum að lúra fí’ameftir á konudegi. Guðsþjónusta kl. 14, fóstuinngangur. Æskulýðsfélagið, fundur í kapellu kl. 17, guðsþjónusta á FSA kl. 17. Biblíulestur í Safnað- arheimili kl. 20.30 á mánudag, Guð- mundur Guðmundsson hérðaðs- prestur stjórnar samveranni. Föst- uguðsþjónusta kl. 20.30 á miðviku- dag, fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15 á fimmtudag, Samhygð, sam- tök um sorg og sorgarviðbrögð, fundur í Safnaðarheimili kl. 20 á fimmtudag. GLERARKIRKJA: Kirkjuskóli barnanna í dag, laugardag kl. 13, foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Messa kl. 14, séra Hjalti Hugason prófessor við Há- skóla Islands prédikar. Már Magn- ússon syngur eingöng í messunni og Kór Glerárkirkju undir stjórn Hjart- ar Steinbergssonar syngur. Kirkju- kaffi kvenfélagsins Baldursbrár eftir messu. Hjalti Hugason fjallar um kristnitöku og sögu kristni á Islandi í þúsund ár. Fundur æskulýðsfélags- ins kl. 17 á sunnudag, kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, al- menn samkoma kl. 17, unglingasam- koma kl. 20. Heimilasambandið kl. 15 á mánudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 14 á sunnudag, Erlingur Níelsson prédikar, krakka- kirkja og barnapössun á meðan. Bænastundir á þriðjudag og fimmtu- dag kl. 14 og 6-7 á fóstudag. Rrakka- klúbbur á miðvikudag kl. 17.15, bibl- íulestur kl. 20.30 sama dag. Ung- lingasamkoma kl. 20.30 á fostudag. Vonarlínan: 462-1210. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Miðhvammi kl. 10.13 á morgun, foreldrar hvattir til þátt- töku með börnum sínum. Gestur sr. Hildur Sigurðardóttir. Guðsþjónusta kl. 14, fermingarbörn aðstoða, vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Helgistund í Mið- hvammi kl. 16, prestur sr. Hildur Sigurðardóttir, organisti Pálína Skúladóttir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. KFUM og K: Bænastund kl. 20 á sunnudagskvöld, almenn samkoma kl. 20.30, ræðumaður Jón Viðar Guð- laugsson. Fundur í yngri deild kl. 17.30 á mánudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa verður í Munkaþverárkirkju kl. 13.30 á morgun, sunnudaginn 22. febrúar. Von er á góðum gestum úr Skagafirði, en sr. Dalla Þórðardóttir ásamt organista og kirkjukór Mikla- bæjarprestakalls syngja við mess- una.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.