Morgunblaðið - 21.02.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.02.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stærstu hluthafar Skagstrendings hf. Hluthafar20. febrúar1998 Nafnverð, kr. Eignarhl. 1. Síldarvinnslan hf., Neskaupstað 69.025.579 22,03% 2. Höfðahreppur, Skagaströnd 65.261.925 20,83% 3. Burðarás hf., Reykjavík 34.176.492 10,91% 4. Trygging hf., Reykjavík 23.572.000 7,52% 5. Seyðisfj.kaupst. og Hafnarsj. Seyðisfj. 20.767.198 6,63% 6. Jöklar hf., Reykjavík 16.320.260 5,21% 7. Lífeyrissjóður Norðurlands, Akureyri 8.093.253 2,58% 8. Skeljungur hf., Reykjavík 7.839.167 2,50% 9. Nafta hf., Reykjavík 6.686.124 2,13% 10. íslenski hlutabr.sjóðurinn hf., Reykjavík 3.627.825 1,16% 10 stærstu samtals: 255.369.823 81,50% Aðrir hluthafar: 57.974.107 18,50% Heildarhlutafé: 313.343.930 100,00% Skagstrendingur og Síldarvinnslan Samstarf í rækju vinnslu ? FORSENDUR hafa skapast um samstarf í rækjuvinnslu milli Skag- strendings hf. og Síldarvinnslunnar eftir að síðarnefnda fyrirtækið keypti 22% hlut í hinu fyrrnefnda. Slíkt samstarf gæti orðið ábatasamt að mati Jóels Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Skagstrendings. Út- gerðarfélag Akureyringa hf., sem seldi Sfldarvinnslunni 18,6% hlut í Skagstrendingi, hyggst aðallega nota andvirði bréfanna til að greiða niður skuldir. Guðbrandur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Úgerðarfélags Akur- eyringa, segir að stærstan hluta þeirra hlutabréfa, sem fyrirtækið selur nú í Skagstrendingi, hafi það keypt fyrri hluta ársins 1996. „Með kaupunum ætluðum við að efna til samstarfs við Skagstrending. Það hefur hins vegar komið á daginn að við höfum átt minni samleið með þeim en vonast var eftir enda háfa aðstæður breyst nokkuð hjá Skag- strendingi. Við ákváðum því að selja bréfin þegar við fengum gott tilboð í þau frá Síldarvinnslunni." Guðbrandur segir aðspurður að ÚA muni fyrst og fremst greiða niður skuldir með því fé sem fæst fyrir hlutabréfin í Skagstrendingi. Jóel Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings, segir að sér lítist vel á kaup Síldarvinnslunnar á 22% hlut í félaginu. „Þessi fyrirtæki ættu að geta unnið mjög vel saman þannig að bæði njóti góðs af. Sfldar- vinnslan er sterkt fyrirtæki með mikla reynslu af veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski en við höfum verið að feta okkur inn á það svið með sam- einingunni við Dvergastein á Seyðis- firði, en þar er fryst loðna og sfld. Við starfrækjum rækjuverksmiðju en það gerir Sfldarvinnslan ekki en hún gerir hins vegar út rækjufrysti- togarann Blæng og á töluverðan rækjukvóta. Það gæti því orðið ábatasamt fyrir bæði fyrirtækin ef samkomulag tækist um samstarf í rækjuvinnslu," segir Jóel. Hlutabréf ÚA og Sfldarvinnsl- unnar hækka Gengi hlutabréfa Síldarvinnsl- unnar hækkaði í gær í 5,8 eða um 4,5% eftir að fréttir bárust um kaup fyrirtækisins á hlutabréfunum í Skagstrendingi. Þá hækkaði gengi hlutabréfa ÚA í 4,55 eða um tæp 6%. Hagnaður Jarðbor- ana óx um 73% l//l JARÐBORANIRHF Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur Míiijómr krona 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 510,6 317,5 +60,8% Rekstrargjöld 446,3 274,5 +62,6% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 64,3 43,0 +49,5% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 5,2 (0,3) Hagnaður fyrir skatta 69,5 42,7 +62,8% Reiknaðir skattar (3.5) (4,7) ■25.5% Hagnaður ársins 66.0 38,0 +73.7% Efnahagsreikningur 31. desember: 1997 1996 Breyting | Eignir: | Fastafjármunir 344,7 332,6 +3,6% Veltufjármunir 255,8 264,5 -3,3% Eignir samtals 600,5 597,1 +0,6% | Skuldir og eigid fé: | Hlutafé 236,0 236,0 0% Eigið fé alls 563,7 510,8 +10,4% Langtímaskuldir 9,7 10,6 -8,5% Skammtímaskuldir 27,1 75,7 -64,2% Skuldir og eigið fé samtals 600,5 597,1 +0,6% Sjóðstreymi 1997 1996 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 103,5 67,3 +53,8% HAGNAÐUR Jarðborana hf. árið 1997 var um 66 milljónir króna, sam- anborið við 37,5 milljónir árið á und- an og hefur því vaxið um hðlega 73% á milli ára. Nam hagnaðurinn 12,9% af heildartekjum fyrirtækisins. Þetta er betri niðurstaða en félagið gerði ráð fyrir þegar gengið var frá rekstraráætlun ársins, en síðastliðin níu ár hefur afkoma félagsins verið jákvæð. Heildarvelta Jarðborana hf. á árinu 1997 nam 510,6 milljónum króna en var 317,5 milljónir árið á undan og hefur því aukist um 60% á milli ára, að því er segir í frétt frá Jarðborunum. Afkoma fjármagnsliða var félag- inu hagstæð á árinu 1997, en lang- tímaskuldir Jarðborana hf. fara iækkandi og vaxandi veltufjármunir hafa skilað jákvæðri afkomu. í árslok 1997 nam endurmetið eigið fé félagsins 563,7 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs 1997 var 93,9%. Arðsemi eiginfjár eftir reiknaða skatta nemur 13,4% en var 8,1% árið á undan. Handbært fé frá rekstri var 139,4 mkr. í árslok 1997, en nánari upplýsingar er að finna á meðfylgjandi töflu. Verkefni á Azoreyjum lokið Snemma á árinu lauk fram- kvæmdum félagsins á Azoreyjum, að sinni a.m.k. Tekjur af starfsemi Jarðborana hf. erlendis voru um 4% af rekstrartekjum félagsins á liðnu rekstrarári. Verkframkvæmdir á Azoreyjum hafa gengið ákaflega vel og afkoma verksins í heild verið góð. Sem fyrr var unnið í samstarfi við Intertec Contracting Lda. Félagið hyggst áfram leggja áherslu á sókn á erlenda markaði, en vaxandi um- svif á innanlandsmarkaði takmarka svigrúm til verkefnaöflunar erlend- is. Rekstrartekjur Jarðborana hf. hafa aldrei verið meiri en þetta starfsár og félagið nýtur þess að uppsveifla er i orkuvinnslu. I því sambandi er bent á að meiri bjart- sýni sé nú ríkjandi um aukningu orkufreks iðnaðar. Árið 1997 hækkaði gengi hluta- bréfa í Jarðborujium hf. um 49,3% á Verðbréfaþingi Islands og í lok árs var skráð gengi bréfa 5,15. Til sam- anburðar hækkaði þingvísitala hlutabréfa um 13,6% á árinu. Mark- aðsvirði hlutabréfa félagsins var því liðlega 1,2 milljarðar í árslok 1997. Skráð viðskipti með hlutabréf í Jarðborunum hf. námu 239,7 millj- ónum króna hjá Verðbréfaþinginu árið 1997. Aðalfundur Jarðborana hf. verður haldinn 19. mars. Stjórn Jarðborana hf. leggur til á aðalfundi að greiddur verði 7% arður og að hlutafé félags- ins verði hækkað um 10% með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Byggingarvísi- tala hækkar VÍSITALA byggingarkostnað- ar hefur hækkað um 5,3% síð- astliðna tólf mánuði. Undan- farna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 1,9% sem jafngildir 7,8% verðbólgu á ári. í frétt frá Hagstofunni kem- ur fram að vísitalan reyndist verða 230,1 stig um miðjan febrúarmánuð og hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Þessi vísitala gildir fyrir mars 1998. Samskip opna Isheima SAMSKIP hf. opnuðu nýja frysti- vörumiðstöð á Holtabakka í Sunda- höfn við hátfðlega athöfn í gær. Mið- stöðin hlaut nafnið fsheimar en um er að ræða stærstu frystigeymslu á landinu. Isheimar eru í senn hátæknivædd geymsla fyrir frystar afurðir og skilvirk dreifingarstöð að því er kemur fram í frétt frá Samskipum. Þar eru einnig sérútbúnar skoðun- arstofúr til gæðaeftirlits vöru og að- staða fyrir eftirlit með matvælum á ytri landamærum Evrópska efna- hagssvæðisins. Gólffiötur ísheima er 2.400 fer- metrar, rými er fyrir allt að 3.500 palla í frostgeymslu og hægt er að afgreiða allt að 600 palla á dag. Istak hf. sá um byggingu miðstöðv- arinnar en Egill M. Guðmundsson arkitekt annaðist hönnunina. Fram- kvæmdakostnaður nemur 220 millj- ónum króna, að meðtöldum kostn- aði vegna lyftara og annars búnað- ar. ----------------- Samskip - ekki Samskipti VILLA slæddist inn í frétt á við- skiptasíðu í gær um að Jón Pálsson rekstrarverkfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Armanns- fells. í fréttinni sagði að undanfarin fjögur ár hefði Jón starfað hjá Sam- skiptum en þar var bókstafnum t of- aukið. Hið rétta er að Jón hefur unn- ið hjá Samskipum undanfarin fjögur ár. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökunum. ISHEIMAR, nýbyggð frystivörugeymsla Samskipa á Holtabakka. ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, og Ólafur Ólafsson, for- stjóri Samskipa, fagna opnun ísheima í gær. Blómlegt ár að baki hjá Kaupþingi Hagnaður nam 179 millj- ónum króna Starfsmönnum fjölgaði um 60% NÝLIÐIÐ ár var besta ár Kaup- þings frá upphafi og nam hagnaður af rekstri rúmum 179 milljónum króna samkvæmt samstöðureikn- ingi. Eigið fé fyrirtækisins jókst um 184 milljónir króna og nam 677 milljónum í árslok. Starfsmönnum Kaupþings fjölgaði um 60% á síð- asta ári eða úr 43 í 72. Fimmtíuföldun veltu frá árinu 1990 f ársskýrslu Kaupþings segir að vaxtarmarkmið fyrirtækisins, sem sett voru í upphafi ársins, hafi náðst og gott betur. „Allar kenni- tölur í rekstri félagsins vitna um þá velgengni sem einkennir starfsem- ina. í stórum dráttum má segja að umfang viðskipta, tekjur, hagnaður og eignir hafi tvöfaldast á síðustu tveimur ái-um. Eiginfjárstaða Kaupþings hf. hefur styrkst enn meir en sem þessu nemur og arð- semi eigin fjár reyndist vera 57,1% árið 1996 og 36,3% árið 1997. Heildarumfang verðbréfavið- skipta fyrirtækisins nam um 200 milljörðum króna, samanborið við 120 milljarða árið áður, og jókst um 66% á milli ára. Veltan hefur rúmlega fimmtíufaldast frá árinu 1990 en þá var hún fjórir milljarð- ar. Heildartekjur fyrirtækisins jukust um 56% milli ára og voru 1.042 milijónir í fyrra. Eigin viðskipti áttu stóran þátt í velgengni Kaupþings á síðasta ári. Vaxtatekjur, arður og gengismun- ur jukust um 141% milli ára og námu 431 milljón. Alþjóðleg verðbréfaviðskipti vaxandi þáttur Alþjóðleg verðbréfaviðskipti hafa verið vaxandi þáttur í starf- semi fyrirtækisins á síðustu árum og rekur það nú fimm verðbréfa- sjóði sem fjárfesta erlendis. Tveir sjóðir eru staðsettir í Lúxemborg og var heildarverðmæti þeirra í árslok 4,5 milljarðar króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.