Morgunblaðið - 21.02.1998, Side 22
22 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998
UR VERINU
Veiðistofn þorskstofnsins í Barentshafí
hefur verið ofmetinn
„Fara þarf var-
lega í veiðar
úr stofninum“
________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Urslitin í Danmörku
ráðast á miðjunni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„ÉG ER sammála þeim mönnum,
sem fara vilja varlega í þorskveiðar
í Barentshafí, til að vernda stofn-
inn. Það er hins vegar ekkert að
því að taka upp skynsamlega nýt-
ingarstefnu í Barentshafínu, líkt og
við höfum tileinkað okkur með góð-
um árangri í fiskveiðistjórnun okk-
ar,“ sagði Sigfús A. Schopka, físki-
fræðingur á Hafrannsóknastofnun,
um þá spá norska fiskifræðingsins
Vidar Wespestad að algert hrun
blasti við í þorskveiðum við Norð-
ur-Noreg innan skamms tíma. Frá
þessu var greint í Morgunblaðinu í
gær. Endurskoðun Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins á stofnstærð
þorskstofnsins í Barentshafí í
haust leiddi í Ijós að stofninn var
talsvert minni en áður var talið.
Að sögn Sigfúsar, sem sat fund
ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins sl. haust fyrir hönd
Islendinga, gaf endurskoðunin það
til kynna að stofninn hefði verið of-
metinn. I ljósi þess hafi ráðið lagt
til í haust að heildarþorskaflinn til
allra þeirra þjóða, sem stunda
þorskveiðar úr Barentshafsstofnin-
um, yrði takmarkaður við 514 þús-
und tonn á árinu 1998 en þess má
geta að veiðistofn er sá hluti sem
er fjögurra ára og eldri. Veiðistofn
Barentshafsþorsks er nú talinn
vera rúm ein og hálf milljón tonna
og ef veitt yrði í samræmi við ráð-
gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins,
yrði veiddur um þriðjungur veiði-
stofnsins. Á íslandi hefur sú regla
gilt frá upphafi fiskveiðiársins
1995/1996 að veiða árlega ekki
nema 25% veiðistofnsins. Norð-
menn og Rússar ákváðu að hundsa
ráðgjöf ráðsins en ákváðu engu að
síður að minnka veiðamar niður í
um 700 þúsund tonn sem þýðir að
veiddur yrði tæplega helmingur
veiðistofns sem að sögn Sigfúsar er
langt umfram ráðgjöf Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins.
Óvissa í stofnmati
Að sögn Sigfúsar hafa veiðar á
þorski í Barentshafi engin áhrif á
þorskstofninn við Island þar sem
enginn samgangur er þar á milli.
Barentshafsþorskstofninn er einn
stærsti og mikilvægasti þorsk-
stofninn sem til er. Rússar og
Norðmenn veiða mest úr honum og
eiga íslendingar einnig hagsmuna
að gæta vegna Smuguveiðanna,
sem stundaðar hafa verið undan-
farin ár. Nokkur óvissa ríkir um
stofnstærð þorsks í Barentshafi
þar sem Rússar heimiluðu norsk-
um rannsóknaskipum ekki að fara
inn í rússneska lögsögu á meðan á
„rallinu" stóð í fyrra. „Þetta eykur
óvissuna í stofnmatinu og er ég
þeirrar skoðunar að í óvissu ætti
frekar að draga úr veiðum en auka
þær og láta þorskinn þar með njóta
vafans í stofnmatinu. Rannsóknir
sýna einnig að sjálfránið hefur far-
ið vaxandi sem gert hefur það að
verkum að þorskurinn hefur sjálf-
ur höggvið skarð í nýliðunina. Éftir
sem áður bendir allt til þess að ár-
gangamir séu ennþá af meðal-
stærð. Hægt yrði því eftir sem áð-
ur að halda uppi einhverjum veið-
um, en þó ekki í þeim mæli, sem
bjartsýnustu menn höfðu vonast
til. Nú er reiknað með að loðnu-
stofninn sé í vexti og þá ætti að
draga úr sjálfráninu," segir Sigfus.
Alþjóðahafrannsóknaráðið
reiknaði með í ráðgjöf sinni frá því
í haust að þorskaflinn 1997 yrði
samtals 840 þúsund tonn. Ljóst sé
að veiðin hafi tekið of mikið af
stofninum miðað við endumýjunar-
getu.
Spáði að stofninn myndi
deyja úr hungri
Jón Kristjánsson fískifræðingur
segir að þorskstofninn í Barents-
hafi ekki fari minnkandi sökum of-
veiði heldur vegna afleiðinga af
rangri fiskveiðistjórnun. „Á þessu
byggðist spá mín árið 1992 þegar
ég sagði að stofninn myndi deyja
úr hungri. Ef menn ætluðu að
halda stefnunni til streitu, myndi
stofninn hrynja eftir fimm til sex
ár sem nú er að koma á daginn.
Erfitt er að þurfa að lesa svona,
en því miður er þetta ríkjandi
stefna heimsins í fiskveðistjórnun,"
segir Jón Kristjánsson fiskifræð-
ingur. „Þegar fiskstofnar minnka
eða dregur úr afla kunna menn
engar skýringar aðrar en oíveiði.
Ráðgjöfin verður eftir því, að
draga skuli úr veiðum. Varðandi
fullyrðingar Wespestads um að
þorskstofninn við Norður-Noreg sé
að hmni kominn sökum ofveiði er
nú einungis stigsmunur á skoðun-
um hans og heimamanna sjálfra
sem einnig skýra hnignun stofnsins
með ofveiði."
Yfirleitt er gert ráð fyrir því við
stjórnun dýrastofna, hvort sem það
er nú svína- eða kjúklingarækt eða
sauðfjárbúskapur, að dýrin þurfi
fóður. En þegar kemur að fiski er
ekki gert ráð fyrir að hann þurfí að
nærast, að sögn Jóns. „Það hefur
komið fram að dregið hafi úr vaxt-
arhraða þorsks í Barentshafi og
mikið sé um át þorsksins á sjálfum
sér vegna almenns fæðuskorts.
M.a. er loðnulaust á svæðinu. Ef
menn halda að það sé til bóta að
draga úr veiðum við slíkar aðstæð-
ur, þá ættu þeir ekki að stunda
fiskveiðiráðgjöf."
Stikkfrí fískifræðingar
„Stofninn í Barentshafi féll úr
hungri og sjálfáti seint á níunda
áratugnum. Eftir það var sú
stefna tekin að veiða varlega.
Stórir árgangar bættust í stofninn
nokkur ár í röð. Þeir vora vernd-
aðir gegn veiðum og menn eru nú
að súpa seyðið af því. Fiskurinn er
að horfalla en almenningi eru
gefnar þær skýringar að um of-
veiði sé að ræða. Með því era
fiskifræðingarnir að gefa í skyn að
sjómönnum og stjórnmálamönn-
um sé um að kenna, en þeir sjálfir
séu stikkfrí."
Jón segist hafa af því áhyggjur
að Wespestad skuli hafa hönd í
bagga með því að stjórna veiðum á
alaskaufsa. Fyrir tveimur til þrem-
ur áram hafi verið staddur hér á
landi fyrirlesri frá Ameríku sem
sagði frá því hvemig ufsastofninn
hefði verið stækkaður með veiðum
úr einni milljón tonna í átta millj-
ónir tonna. Hann hafi gefið þá
skýringu að aukið veiðiálag hefði
bætt næringarástandið og dregið
úr sjálfáti. Síðan hafi verið sett
kvótakerfi á ufsann og dregið úr
sókn, eins og kemur fram hjá
Wespestad. Það gefi tilefni til að
áætla að afli á alaskaufsa muni
seint komast upp í það sem hann
var áður en farið var að stjóma
veiðunum, sagði Jón og bætti við
að skólaböm furðuðu sig enn á því
að landnámsmenn skyldu missa
skepnumar vegna þess að þeir
höfðu ekki vit á því að heyja fyrir
veturinn.
„ÞETTA er áætlun nkisstjomannn-
ar,“ sagði Uffe Ellemann-Jensen,
formaður Venstre, um leið og hann
brá upp óskrifuðu blaði, „en þetta er
það sem við ætlum okkur,“ bætti
hann við um leið og hann veifaði
bæklingi með stefnuskrá, sem Ven-
stre og Ihaldsílokkurinn hafa komið
sér saman um fyrir kosningarnar.
Flokkamir bjóða fram hver sinn
lista, en eru saman um stefnuskrá,
„þvi við vitum að kjósendur gera sér
grein fyrir að við eru tveir mismun-
andi flokkar með ólíkar hefðir og
sögu, en sem vel geta unnið saman,“
sagði Per Stig Moller, formaður
íhaldsflokksins, á blaðamannafundi
formannanna tveggja í gær. Forsæt-
isráðherrastólinn útkljá þeir tveir sín
á milli verði grundvöllur til hægri-
stj órnarmyndunar.
Nyrup látið greipar sópa á
hægrivængnum
„Fyrstu 100 dagarnir - og næstu
fj'ögur ár“ er slagorð Venstre og
Ihaldsflokksins, sem prýðir vorgrænt
plakat, þar sem óljóst mótar fyrir fán-
um. Áherslan er á að lækka skatta á
láglaunafólki, gera ríkið skuldlaust,
bæta aðstöðuna fyrir einkageirann,
svo þar skapist fleiri störf, en auk
þess huga að velferðarkerfinu og
þeim sem minna mega sín. Ekki vildu
þeir félagamir Per Stig Moller og
Ellemann-Jensen kannast við að með
velferðarmálum eins og skólamálum,
heilbrigðismálum og fjölskyldumálum
eða áherslu á lög og reglur væru þeir
BANDARÍSKI öldungadeildar-
þingmaðurinn John Glenn, sem
nú er 76 ára, hefur hafið þjálfun
fyrir væntanlegt geimskot
næsta haust. í gær fór hann
tvær níu minútna ferðir í flug-
LÖGFRÆÐINGAR Bills Clintons
Bandaríkjaforseta og Kenneth Starr
saksóknari deila nú um hvort Bruce
Lindsey, einum af nánustu vinum og
ráðgjöfum forsetans, beri skylda til
að bera vitni um samtöl sín við Clint-
on um Monicu Lewinsky, fyrrver-
andi starfsstúlku í Hvíta húsinu, sem
forsetinn er sakaður um að hafa
haldið við og fengið til að bera ljúg-
vitni um samband þeirra.
Lindsey kom á miðvikudag fyrir
kviðdóm, sem á að skera úr um hvort
heimila eigi ákæru í málinu, og bar
vitni í rúmar fjórar klukkustundir.
Daginn eftir reyndu síðan lögfræð-
ingar Clintons að koma í veg fyrir að
Kenneth Starr saksóknari og fulltrú-
ar hans gætu spurt Lindsey um sam-
töl hans við forsetann um Lewinsky.
að stela einkamálum jafnaðarmanna.
„Rétt eins og Tony Blair hefur
Nyrup brotist inn á hægrivænginn
og látið greipar sópa um hugmynd-
irnar þar,“ sagði Per Stig Mfjller
með bros á vör og minnti á að hægri-
stjórnin, sem fór frá 1992, hefði verið
með tilbúið skólafrumvarp, sem
einmitt uppfyllti kröfur sem nú væru
uppi í skólakerfinu, til dæmis um að
skipta hópum eftir getu til að geta
sinnt nemendum betur. Fjölskyldan
hefði alltaf verið í fyrirrúmi á hægri-
vængnum. „Jafnaðarmönnum er vel-
komið að taka yfir mjúku málin okk-
ar, en kjósendur munu sjá í gegnum
þá,“ fullyrti formaðurinn. Og Ellem-
ann-Jensen kvað skiljanlegt að Nyr-
up vildi heldur ræða mjúku málin því
efnahagsmál og afstaðan til útlend-
inga væru erfið mál sem hann þó
gæti ekki litið framhjá. „Og hafið í
huga að markaðurinn er fullur af eft-
irlílángum," bætti formaður Ihalds-
flokksins við glaðbeittur.
Smáflokkar vega þungt
Á dönsku stjórnmálamiðjunni eru
þrír smáflokkar sem þrátt fyrir
smæðina hafa oft tryggt stórum
bandamönnum stjórnartaumana. Ár-
ið 1992 myndaði Nyrup stjóm með
miðdemókrötum, Kristilega þjóðar-
flokknum og Róttæka vinstriflokkn-
um. Kristilegir féllu af þingi í kosn-
ingum 1994, miðdemókratar drógu
sig úr stjóminni vegna ágreinings og
eftir eru aðeins róttækir, sem Nyrap
villa halda fast við. Miðdemókratar
hermi sem líkir eftir geimskoti
með viðeigandi þreföldun
þyngdaraflskrafta. Glenn hefur
áður farið út í geiminn en hann
er fyrsti geimfari Bandaríkj-
anna.
Lögfræðingamir héldu því fram á
fundi, sem haldinn var fyrir luktum
dyrum með dómaranum í málinu, að
Starr gæti ekki spurt Lindsey um
samtölin á þeirri forsendu að þau
væru undanþegin vitnaskyldu, líkt
og samtöl lögmanna og skjólstæð-
inga þeirra.
Deilan var ekki leyst á fundinum
og dómarinn, Norma Holloway
Johnson, úrskurðaði að Lindsey ætti
að koma aftur fyrir kviðdóminn til að
láta reyna á hvaða spurningum ráð-
gjafinn teldi sig geta svarað.
Nái lögfræðingar Clintons ekki
samkomulagi við Starr kann deilunni
að verða vísað til hæstaréttar
Bandaríkjanna. Reglur um þagnar-
skyldu ráðgjafa forsetans era óljósar
og undanþága þeirra frá vitnaskyldu
segjast hins vegar ekki vilja í stjórn
með síðamefnda flokknum og þar
með er baráttan um hylli þeirra hafin.
Óskastjóm miðdemókrata er að
vera með jafnaðarmönnum og
íhaldsflokknum, en það sýnist óraun-
sætt. Miðdemókratar era
hægriklofningur úr Jafnaðarmanna-
flokknum og eftir að hafa hafnað að
sitja með róttækum, sýnast þeir
stefna til hægri, en flokkurinn til-
kynnir í næstu viku hvern hann
bendir á sem sem forsætisráðherra.
Hingað til hefur hann verið hallari
undir forystu íhaldsflokksins og fé-
lagslegt frjálsyndi þeirra fremui- en
hreinræktað frjálslyndi Venstre og
gæti því stutt Per Stig fremur en
Ellemann-Jensen í forsætisráðherra-
stólinn. í síðustu kosningum hlutu
miðdemókratar 2,8 prósenta fylgi og
liggur það samkvæmt skoðanakönn-
unum svipað nú en sýnist á uppleið.
Miðdemókrataflokkurinn á ekki
auðvelt með kosningabaráttu nú.
Hinn heillandi og vinsæli formaður,
Mimi Jacobsen, dóttir Erhards,
stofnanda flokksins, hefur átt við
veikindi að stríða síðan í haust að hún
var bitin af skorkvikindi sem stöku
sinnum leggur fórnariömbin í rúmið
mánuðum saman. Hún hefur meðal
annars lamast í andlitinu öðram meg-
in en er sögð á batavegi þótt hún sé
enn ekki við fulla heilsu. Ef flokkur-
inn kemst á þing og hallar sér til
hægri gæti það rutt hægri stjórn
brautina en slíkar vangaveltur eru
enn fullar af „ef ‘ og „ef‘.
Gíslataka
í Georgíu
Stokkhólmi. Reuters.
SÆNSKA stjórnin skilaði því í gær
til Edúards Shevardnadzes, forseta
Georgíu, að nauðsynlegt væri að
finna friðsamlega lausn á gíslatöku-
máli í landinu þar sem sænskur
majór er meðal fjögurra starfs-
manna Sameinuðu þjóðanna sem
skæruliðar halda í gíslingu.
Talsmaður sænska utanríkisráðu-
neytisins sagði Göran Persson for-
sætisráðherra hafa komið þessum
skilaboðum til Shevardnadzes í síma
síðdegis í gær. Gíslarnir eru tveir
Úrúguay-menn, einn Tékki og Svíi.
Skæruliðar sem fylgja Zviad
Gamsakúrdía, fyrrverandi forseta, að
málum, rændu mönnunum í fyrradag
og halda þeim í afskekktu húsi uppi í
fjöllum í vesturhluta landsins. Þeh’
krefjast þess að menn, sem teknir
voru fastir eftir að Shevardnadze var
sýnt banatilræði á dögunum, grunað-
ir um aðild að tilræðinu, verði látnir
lausir í skiptum fyi-h- gíslana.
hefur hingað til einskorðast við sam-
ræður um öryggismál.
Faðir Lewinsky gagnrýnir Starr
Faðir Monicu Lewinsky, Bernard
Lewinsky, sérfræðingur í geisla-
fræði, ræddi mál hennar opinberlega
í fyrsta sinn á fimmtudag og gagn-
rýndi starfsaðferðir Starrs. Hann
kvaðst hneykslaður á því hvernig
saksóknarinn hefur komið fram við
dóttur hans og fyrrverandi eigin-
konu, Marciu Lewis, sem var neydd
til að bera vitni í tvo daga.
„Það að egna móður gegn dóttur
sinni, að þvinga hana til að tala, minn-
ir mig á McCarthy-tímabilið, Rann-
sóknarréttinn kaþólska og hægt er að
ganga enn lengra og nefna Hitlers-
tímann," sagði Lewinsky.
Glenn í geimþjálfun
Reuter
Deilt um vitnaskyldu
ráðgjafa Clintons