Morgunblaðið - 21.02.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 21.02.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 33 ienskt björgunarfólk Morgunblaðið/Ásdís íður nir var rústir einar eftir sprengingfuna. armanna. Hann var beðinn að veita innsýn í persónueinkenni hins dæmi- gerða björgunai-manns: „Þeir sem starfa við neyðarbjörgun eru oft nákvæmnismenn, sem leggja áherslu á smærri atriði,“ segir dr. Mitchell. „Sú reynsla sem þeir verða fyrir fylgir þeim oft lengi. Þeir eru gjaman hneigðir til ái-áttu að því leyti að þeir vilja alltaf skila fullkomnu verki. Þegai- það tekst ekki líður þeim illa, jafnvel þótt þeir hafi enga ástæðu til sektarkenndar. Oft er um að ræða fólk, sem er þannig að ef eitthvað fer úrskeiðis þá álasar það sjálfu sér til æviloka með hugsunum á borð við þessar: ef ég hefði gert þetta eða hitt öðruvísi, hefði það getað breytt ein- hverju. Annað sameiginlegt einkenni er að björgunarfólk vill láta verkin tala, og það strax. Það vill að hlutirnir gerist fljótt og það tekur ákvarðanir fljótt enda skiptii- slíkt miklu máli í þeirra starfi. Þessir eiginleikai- eru algengari og meira áberandi meðal björgunar- fólks en t.d. fólks sem starfar á skrif- stofum. Einnig er björgunarfólk gjarnara en meðalmaðurinn á það að byrgja inni reynslu sína og tilfinníngar og því er oft minna um það gefið en almenningi að deila tilfinningum sínum með öðr- um.“ Dr. Mitchell játar því að einmitt vegna síðastnefnda atriðisins sé áfalla- hjálp björgunarmönnum sérstaklega mikilvæg; mikilvægari en mörgum öðrum því að þeir hafi oft ekki á valdi sínu önnur úrræði til þess að takast á við og vinna úr sinni erfiðu reynslu. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Iðnþinffl Bankakerfíð of dýrt í rekstri Morgunblaðið/Ásdís FRÁ Iðnþingi 1998 sem haldið var í gær í Húsi iðnaðarins. Hugmyndir iðnaðarráðherra um breytta skiptingu útflutningstekna ísiendinga eftir áratug 1997 2007 Hugbúnaður 3% Iðnaðarvara önnur en stóriðja 9% Gjaldeyristekjur ferðaþjónustu 13% Stóriðja 22% Sjávarútvegur 51% 35% IðnaðarráðheiTa ætlar að gangast fyrir endur- skoðun á skattamálum íslenskra fyrirtækja sem starfa erlendis þannig að heimflutningur hagnaðar verði auðveldari. Þetta kom fram á Iðnþingi sem Guðjón Guðmunds- son fylgdist með. FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði á Iðnþingi, sem Samtök iðnað- arins gengust fyrir í gær, að bankakerfið hér á landi væri of dýrt í rekstri. Vaxtamunur sem hlutfall af heildareignum sé hér mun meiri en í Evrópu eða um 4% meðan hann er um og yfir 2% í Evrópu. Markmið endur- skipulagningar og einkavæðingar á ís- lenskum fjármagnsmarkaði hljóti að hafa það að leiðarljósi að gera sem mest verðmæti úr eignum þjóðarinn- ar og lækka vaxtamun og kostnað. Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði að þrátt fyrir mikla veltuaukningu iðnfyrir- tækja á síðasta ári væri nokkuð ljóst að afkoman í heild hefði versnað. Iðnaðarráðherra vitnaði í erindi sínu í skýrslu um samkeppnishæfni þjóða, World Competitiveness Report, og sagði að ísland væri nú í 21. sæti af 46 þjóðum og staða lands- ins hefði styrkst um fjögur sæti frá árinu á undan. íslendingar væni í röð fremstu þjóða hvað varðaði efnahags- legan styrkleika, trausta innviði þjóð- félagsins og mannauð. I samanburði við aðrar þjóðir stæðu íslendingar verr að vígi þegar kæmi að alþjóða- væðingu efnahagslífsins, þróun fjár- magnsmarkaðarins og á sviði vísinda og tækni. Samkeppni í raforkuframleiðslu á þessu ári Iðnaðarráðherra sagði að opnun fyrir samkeppni í orkuframleiðslu leiddi til aukinnar skilvirkni og sam- keppni. I þingsályktunartillögu sinni sl. haust hefði verið lagður grunnur- inn að samkeppni í framleiðslu raf- orku á næstu árum og vænti hann þess að fyrstu skrefin á þessu sviði yrðu stigin þegar á þessu ári. Hann benti á að íslendingar hefðu staðið illa að vígi á fjármagnsmarkaði árið 1995, samkeppni milli banka hefði verið takmörkuð, vextir mjög háir og vaxtamunur hærri en í nokkru öðru landi OECD. Miklar breytingar til batnaðar hafi orðið á fjármagns- markaði með hlutafélagavæðingu rík- isbankanna og sameiningu fjögurra fjárfestingarlánasjóða í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóð. Iðnaðarráðherra sagði að hérlendis væri erlend fjár- festing minni en annars stað- ar, bæði í atvinnurekstri og verðbréfaviðskiptum. Mögu- leikar íslendinga væru á fleiri sviðum en raforkufrekum iðnaði, ekki síst í heilsutengdri ferðaþjónustu, líftækni, fiskeldi og annarri sérhæfðri mat- vælaframleiðslu, smæni iðnferlum sem samnýta gufu og rafmagni og hugbúnaðargerð. Nýsköpunarsjóðn- um væri ætlað stórt hlutverk við fjár- festingar íslenskra aðila erlendis og nú tæki viðskiptaráðuneytið þátt fyrir íslands hönd í samningaviðræðum við OECD um fjölþjóðlegan fjárfesting- arsáttmála sem komi sérstaklega til góða litlum og meðalstórum fyrir- tækjum sem hyggja á landvinninga erlendis. Þá kvaðst ráðherra hafa beitt sér fyrir því að hafin yrði vinna við að endurskoða skattamál íslenskra fyrir- tækja sem starfa erlendis þannig að heimflutningur hagnaðar verði auð- veldari en nú er. „Eg er þeirrar skoðunar að mikil- vægt sé að Fjárfestingarski-ifstofa ís- lands og Markaðsskrif- stofa iðnaðarráðuneytis- ins og Landsvirkjunar sameini krafta sína í eina öfluga skrifstofu sem hafi það hlutverk að laða að erlenda fjárfesta til landsins. Eg á von á því að sú sameining gangi í gegn á þessu ári. Mér finnst ástæða til að samhliða verði skoðað hvort þörf sé á því að breyta starfsemi Útflutningsráðs, en sem kunnugt er mun markaður tekju- stofn ráðsins, markaðsgjald, renna skeið sitt á enda um næstu áramót,“ sagði iðnaðarráðherra. Hið opinbera dragi úr umsvifum sínum Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði að samtök- in legðu mikla áherslu á að stöðug- leikinn í þjóðfélaginu yrði varðveittur. Hins vegar feli kjarasamningar til óvenju langs tíma í sér launahækkan- ir langt umfram það sem gerist í helstu viðskiptalöndum. Kostnaðar- hækkunum sem ekki tekst að mæta með hagræðingu og aukinni fram- leiðni komi niður á afkomu fyrirtækj- anna. Haraldur sagði að til þess að koma í veg fyrir þenslu yrðu stjórn- völd að draga úr umsvifum sínum. Vaxtahækkun Seðlabanka íslands sl. haust benti til að aðgæslan hefði ekki verið næg. Haraldur sagði að á síð- ustu tólf mánuðum hefðu innlendar vörur í vísitölu neysluverðs hækkað um 5,1% meðan almennar innfluttar neysluvörur lækkuðu um 1,9%. Háir vextir hér á landi veiki því samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja gagnvart erlend- um. Sérstaklega eigi þetta við um lítil og meðalstór fyrirtæki sem ekki eigi þess kost að sækja sér lánsfjármagn á erlenda markaði í sama mæli og þau stærri. Einn þeirra þátta sem skýri þennan mun sé áhættuálag vegna áratuga óstjórnar og ótal gengisfellinga krónunnar. Þessi þró- un sé skráð í sorgarsögu krónunnar sem fæli erlenda fjárfesta frá þátt- töku í innlendu atvinnulífi og leiði til mun hærri vaxta hér á landi en í ná- grannalöndunum. Forgangsverkefni að minnka * áhættuálag „Samtök iðnaðarins telja það for- gangsverkefni að minnka þetta áhættuálag. Samtökin leggja áherslu á aukinn þjóðhagslegan sparnað m.a. vegna þessa. Auk þess að berjast fyrir sparnaði í opinberum rekstri hafa þau bent á gildi skattalegra hvata í þessu sambandi, s.s. skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa, viðbótarlífeyris- sparnaðar og húsnæðissparnaðar. Aukinn sparnaður leiðir beint til lækkunar skammtímavaxta. Áhrif, sparnaðar á langtímavexti eru einnig^ talsverð. Takist að beita nægu aðhaldi og ráðdeild í þeirri uppsveiflu sem nú gengui- yfir þarf ekki að fella gengið í lok hennar. Það væri þá í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Það myndi auka traust fjármagnsmarkaðarins á stöð- ugleika krónunnar, lækka langtíma- vexti og hvetja til fjárfestingar í inn- lendu atvinnulífi. Fjórar stoðir VSÍ Haraldur vék að því að fram hefði komið á fundi stjórnar Samtaka iðn- aðarins og ráðgjafarráðs samtakanna sl. sumar, um samvinnu og verka- skiptingu milli samtakanna og Vinnu- veitendasambands Islands, vilji fé-» lagsmanna til að hafa ein öflug sam- tök heildarsamtök atvinnurekenda. Skipting vinnuveitenda í tvenn sam- tök séu talin skaðleg og áhersla hafi verið lögð á að sameina VSÍ og Vinnu- málasambandið. Hann sagði að þótt sértækar aðgerðir og höft viki nú óð- um fyrir samkeppni og almennum leikreglum fyrir atvinnulífið í opnu hagkerfi sé eðlilegt að íslendingar séu nokkuð á eftir öðrum Norðurianda- þjóðum í breytingum á félagslegri uppbyggingu atvinnurekenda því þeir , hafi búið miklu lengur en þær þjóðir við hafta- og skömmtunarkerfi. ■ „Smærri félögum innan VSÍ fækk- ar og áhrif þeirra fara minnkandi. Afleiðing þessarar þróunar er sú að upp kemur misvægi sem auðveldlega getur þróast yfir í hagsmuna- árekstra," sagði Haraldur. Hann sagði að á hinn bóginn vildu stærri félögin gjarnan sjálf sinna ýmsum þáttum hagsmunagæslunnar og teldu jafnvel afskipti VSI af þeim málum óþarfa tvíverknað. Erfiðara verði að sannfæra félagsmenn um að nauðsynlegt sé að greiða óbreytt fé- lagsgjöld bæði til atvinnugreinasam- takanna og að auki til VSÍ þegar búið sé að gera kjarasamninga til langs tíma. Krafa fyrirtækja í stærri sam- — tökum verði því fyrst og fremst um lækkun félagsgjalda og skýrari verka- skiptingu. „Lausnin á þessu gæti verið sú að VSI yrði í framtíðinni byggt upp af sérstökum stoðum. Þar gæti verið um að ræða formleg samtök eins og í iðnaðinum en það er þó alls ekkert skilyrði. Á fundinum var sett fram hugmynd um að þessar stoðir gætu verið fjórar. í þeirri fyrstu væri flutningastarfsemi og veitinga- og ferðaþjónusta. Samtök iðnaðarins væru önnur stoðin, í þeirri þriðju væru LIÚ og Samtök fiskvinnslu- stöðva. Fjórða stoðin hefði svo að geyma verslun og fjánnálaþjónustu. Hugmyndin er einfaldlega sú að að- - ildarfélögum og beinum aðilum yrði skipt upp í þessa fjóra hópa eða ein- hverja aðra ef það yrði niðurstaðan. Ný heildar- samtök atvinnurekenda væru þá byggð upp af fjórum stoðum sem væru að vlsu nokkuð misstórar en allar þó mjög öflugar á okkar íslenska mæli- kvarða. Aðildin væri þá í gegnum einhverja þessara fjögurra stoða í stað tveggja heildarsamtaka, ótal fé- laga og beinna aðila eins og staðan er - í dag,“ sagði Haraldur. Hann vék einnig að nýstofnuðum Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og sagði að vakið hefði athygli fyrstu vikur í starfsemi hans að stærstu fyr- irtækin njóti verulega forgangs í fyr- irgreiðslu frá bankanum. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafi þar minni möguleika en áður var í gömlu sjóð- „ unum. Stór fyrirtæki njóta forgangs hjá Fjárfest- ingarbankan- um íslendingar í fremstu röð hvað varðar efnahagslegan styrkleika

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.