Morgunblaðið - 21.02.1998, Page 36
36 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Sýndarveruleiki
borgarstjóra
FYRIR síðustu borgarstjórnar-
kosningar í maí 1994 gáfu fram-
bjóðendur R-listans borgarbúum
mjög skýr kosningaloforð varðandi
fjármál og fjármálastjórn borgar-
innar. Þeir höfðu uppi stór orð um
hagræðingu og sparnað í rekstri
borgarinnar og lægri þjónustu-
gjöld borgarstofnana. Þessar yfír-
lýsingar hafa einungis reynst orðin
tóm eins og tölur sína. Borgarstjóri
reynir hins vegar að fela stað-
reyndir um fjármál borgarinnar
með bókhaldskúnstum í tengslum
við „sölu“ leiguíbúða borgarinnar.
Orðið sýndarveruleiki lýsir þessari
nýstárlegu fjármálastefnu ágæt-
lega.
Leiguíbúðir seldar til að
fela skuldasöfnun
Frambjóðendur R-listans lofuðu
borgarbúum því að skuldasöfnun
borgarsjóðs yrði stöðvuð og „gerð
yrði áætlun til langs
tíma um að greiða upp
þær skuldir sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði
safnað“ eins og það var
orðað í kosningabæk-
lingum R-listans. Þetta
kosningaloforð hefur á
engan hátt verið efnt og
þannig er farið með
fjölmörg önnur kosn-
ingaloforð núverandi
meirihluta. Þvert á
móti hafa skuldir borg-
arsjóðs og einstakra
fyrirtækja borgarinnar,
þ.m.t. hlutafélagsins
Félagsbústaða hf. sem
er að fullu í eigu borg-
arinnar aukist um marga milljarða
króna á kjörtímabilinu.
I þessu sambandi er mikilvægt
að borgarbúar átti sig á þeim sjón-
hverfingum R-listans sem felast í
þvi að Reykjavíkur-
borg selur sjálfri sér,
þ.e. Félagsbústöðum
hf., u.þ.b. 800 leiguí-
búðir og lætur Félags-
bústaði hf. gefa út
skuldabréf sem síðan
borgarsjóður selur til
að bæta greiðslustöðu
sína og fela aukna
skuldasöfnun. Borgar-
sjóður er í einfaldri
ábyrgð íyrir þessari
skuld sem nemur 1,9
milljörðum króna og
sú staðreynd segir
meira en margt annað
um þann málamynda-
gerning sem þarna á
sér stað.
Á þessu kjörtímabili stefnir í að
skuldir borgarsjóðs og Félagsbú-
staða hf. hafí aukist um 4,5 millj-
arða króna. Þetta gerist á sama
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
ISLEIVSKT MAL
HÉR FER á eftir bréf sem
mér var sérlega kærkomið. Ég
hef lengi ætlað að glíma við meg-
inefni þess, en ekki haft mig til
þess að gera það nógu skilmerki-
lega. Nú hefur Jón G. Friðjóns-
son prófessor leyst fyrir mig
vandann. Ég vona að sú óvenja,
sem um er getið í bréfínu, nái
ekki að festa rætur í máli okkar.
Að minnsta kosti á hver, sem
sómakær er, að forðast hana. Þá
tekur Jón til máls:
„Kæri Gísli. Oft er talað um
að íslensk tunga sé að breytast
og víst er um það að íslenska
tekur breytingum eins og önnur
tungumál en breytingar á ís-
lensku eru minni en í flestum
nágrannamálum okkar. Oftast
varða slíkar breytingar orða-
forðann, inn koma ný orð eða
erlend orð eru aðlöguð íslensku,
t.d. ske „gerast“ og brúka
„nota“. Það er hins vegar mun
sjaldgæfara að málkerfíð sjálft
breytist þótt þess séu auðvitað
mörg dæmi, t.d. er kvk.-orð sem
enda á -ing í nf.et. fá endinguna
-u í ef.et. vegna áhrifa frá veik-
um kvenkyns nafnorðum [vegna
aukningar > ?vegna aukningu].
Sjálfum finnst mér breytingar á
orðaforða meinlausari en breyt-
ingar á málkerfinu sjálfu þótt
það kynni að vefjast fyrir mér
að rökstyðja þá afstöðu. Mig
langar til að gera að umtalsefni
málkerfisbreytingu sem ég
hygg að vart sé eldri en 10-15
ára.
Á síðustu árum hef ég veitt því
athygli að notkun sagnasam-
bandsins vera að gera eitthvað
er að breytast. Sagnasamband
þetta á sér fornar rætur og vísar
til verknaðar sem stendur yfír
eða dvalarmerkingar sem af-
mörkuð er í tíma t.d.: Hún er að
skrifa bréf; hann er að tala í
símann; börnin eru að leika sér
o.s.frv. Samkvæmt málvenju eru
nokkrar hömlur á notkun sam-
bandsins, það er t.d. ekki notað
til að vísa til þess sem tímalaust
er, t.d. ekki með sögnum sem
vísa til ástands eða eiginleika,
t.d.: *Hún er að sofa (hún sefur);
*hann er að skrifa vel (hann
skrifar vel); *kennarinn er að
sitja í stólnum (kennarinn situr í
stólnum); *hún er að standa við
gluggann (hún stendur við
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
941. þáttur
gluggann) og *barnið er að tala
skýrt (barnið talar skýrt).
Hömlumar eru miklu fleiri og
talsvert flóknar en þessi dæmi
verða að nægja. Sú breyting er
hins vegar orðin (eða hafin) að í
máli sumra er slakað á hömlun-
um eða þær hafa breyst þannig
að sagnasambandið er notað
með sögnum sem samkvæmt
hefð leyfa ekki notkun þess.
Einkum virðist mér þetta al-
gengt er lýst er íþróttum og
kappleikjum, t.d.: ?Hann er að
verja vel; ?liðið er að leika vel;
?Frakkar eru ekki að nýta sér
færin sem þeir eru að fá og ?lið-
ið var að skapa sér góð tæki-
færi. Þessi málbeiting er þó eng-
an veginn bundin við íþróttamál,
sbr. eftii’farandi dæmi: ?Póstur
og sími er að hagnast vel; ?verið
er að ganga út frá óbreyttu
ástandi; ?við erum að sjá góð
tækifæri og íslendingar eru að
greiða 0,1% í þróunarhjálp. Það
kann að flækja málið nokkuð að
algengt er að eina og sama sögn
geti ýmist vísað til almenns og
tímalauss atburðar eða til tiltek-
ins atburðar sem er afmarkaður
í tíma, t.d.: Hann hjálpar mér
oft (almennt) og Hann var að
hjálpa mér (nýliðinn, einstakur
atburður) og í fyrra tilvikinu er
samkvæmt hefð ekki unnt að
nota orðasambandið vera að +
nh. (*Hann er oft að hjálpa mér.)
Breytingu þessa má trúlega
rekja til ensku en þar eru reglur
um notkun be + -ing frábrugðn-
ar reglum um notkun vera + að
+ nh., sbr.: He is doing well =
Hann stendur sig vel = *Hann
er að standa sig vel. Þar við bæt-
ist að notkun orðasambandsins
vera + að + nh. felur í sér ein-
földun þar sem einfaldur nafn-
háttur kemur í stað persónu- og
tíðbeygðra sagnmynda: Hann
græddi vel á kaupunum =
*Hann var að græða vel á kaup-
unum. Mér virðist breytingin
einkum fólgin í því að sagnasam-
bandð vera + að + nafnháttur
er nú oft notað með sögnum sem
ekki eru afmarkaðar í tíma, t.d.
verja vel, leika vel, tala skýrt,
skrifa illa, standa sig vel/illa
o.s.frv. Ég kann þessari breyt-
ingu illa enda hygg ég að hennar
sjái ekki stað í vönduðu ritmáli,
ekki enn að minnsta kosti.
Að lokum þakka ég þér kær-
lega fyrir ágæta þætti, það er
föst venja hjá mér að byrja
hvern laugardagsmorgun á því
að lesa þá.
Með bestu kveðju.“
★
Orðið vefur er mikið notað um
þessar mundir af skiljanlegum
ástæðum. Rétt þykir því að at-
huga hvernig það beygist. Það er
i-stofn og beygist eins og bekkur
og lækur. Það er: vefur, um vef,
frá vef, til vefjar. Fleirtala: vef-
ir, vefi, vefjum, vefja.
í öllum orðabókum, sem mér
eru tiltækar, allt frá Lexicon
poéticum og Fritzner að Orða-
bók Menningarsjóðs, er aðeins
gert ráð fyrir eignarfalli eintölu
vefjar, ekki ?vefs. Þá höfum við
margar samsetningar af eignar-
fallinu, eins og vefjarskikkja,
vefjarmöttull og vefjarspóla.
Mikið var ofið á æskuheimili
mínu, mér ekki alltaf tO gamans,
því að ég var látinn spóla. En
engum datt í hug að segja ?vefs í
eignarfalli, heldur vefjar.
Gagnslaust er að bera þetta
saman við orðið refur sem er í
eignarfalli refs. Ástæðan er sú,
að refur var a-stofn, fleirtala ref-
ar. Til þess voru refarnir skom-
ir, sögðu þeir gömlu. Það er hins
vegar áhrifsbreyting (analogia),
þegar refar > refir í nútímamáli.
Niðurstaðan er skýr: Eignarfall
af vefur er vefjar, ekki ?vefs.
Sbr. einnig lækjarsytra og
bekkjarsystkin.
★
Hlymrekur handan kvað:
í langvinnum guðsorðagaldri
var greinilegt að sr. Baldri
þótti guð ærið mikill,
en Guðmundur stikill
sagði: Ekki er hann stór eftir aldri.
★
Peim, sem gleyma þjóð og ætt,
þeim, sem hafa misst sig sjálfa,
verður tóm og auð hver álfa.
Andans tjón, þau verða ei bætt.
Þegar bam nam móðurmál,
mótuð var þess sál. -
Þegar barn nam móðurmál,
mótuð var þess innsta sál.
(Einar Benediktsson; úr
Vestmannavísum, lokakvæði
Voga 1921).
tíma og viðbótargreiðslur í borgar-
sjóð, aðallega frá Hitaveitu og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og ný
gjöld sem R-Iistinn lagði á borgar-
búa þegar hann fékk meirihluta
1994 færa borgarsjóði árlega tæp-
lega 1,2 milljarða króna eða sam-
tals um 5 milljarða króna á þessu
kjörtímabili.
Skuldir hækka þrátt fyrir
stórauknar tekjur
Þessi neikvæða þróun í fjármála-
stjórn borgarinnar gerist á sama
tíma og útsvarstekjur hækka veru-
lega á milli ára, borgarsjóður fær
nýjar tekjur, þ.e. holræsagjaldið og
auknar arðgreiðslur frá fyrirtækj-
um borgarinnar, umtalsverðar
skuldir borgarsjóðs við fyrirtæki
borgarinnar felldar niður m.a. hjá
Malbikunarstöð og Grjótnámi þeg-
ar þeim var breytt í hlutafélag og
lækkun fjármagnskostnaðar og
sala borgareigna færir borgarsjóði
töluverða fjármuni.
Þrátt fyrir þessi hagstæðu skil-
yrði og auknar tekjur borgarsjóðs
næst enginn raunverulegur árang-
ur í fjármálastjórn borgarinnar.
Þvert á móti. Rekstrarútgjöld
vaxa, eiginfjárstaða fyrirtækja
borgarinnar versnar, m.a. Hita-
veitu og Rafmagnsveitu og skuldir
aukast stórlega. Þessi þróun í fjár-
málum borgarinnar á sér stað sam-
tímis því sem ný gjöld á íbúa og at-
vinnurekstur og viðbótar arð-
greiðslur R-listans auka tekjur
borgarsjóðs um tæpa 5 milljarða
króna, þ.e. frá 1994-1998.
Stöðva verður skuldasöfnun
borgarsjóðs
Það verður eitt helsta verkefni
nýrrar borgarstjórnar í kjölfar
borgarstjórnarkosninganna 23. maí
n.k. að koma betri skipan á fjármál
borgarinnar, stöðva skuldasöfnun
borgarsjóðs, hagræða á öllum svið-
um og draga úr yfírstjórnarkostn-
aði. Til dæmis nemur launakostn-
aður vegna fjölgunar embættis-
manna hjá borginni frá því R-list-
inn náði meiruhluta u.þ.b. 55 millj-
ónum króna árlega. Auka þarf fjár-
hagslega ábyrgð og sjálfstæði fyr-
irtækja og stofnana borgarinnar og
hinna ýmsu rekstrareininga henn-
ar. Það er krafa borgarbúa að
borgarfulltrúar stundi ábyrga fjár-
málastjórn, verji skattpeningum
með skynsamlegum hætti og sníði
framkvæmdum og rekstri stakk
eftir vexti.
Sýndarveruleiki
R-listinn telur það árangur í
fjármálastjórn að stunda sífelldar
sjónhverfíngar og gefa borgarbú-
um til kynna allt aðra stöðu í fjár-
málum borgarinnar en raunveru-
*
A kjörtímabilinu stefnir
í, segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, að skuld-
ir borgarsjóðs og Fé-
lagsbústaða hf. aukist
um 4,5 milljarða.
leikinn segir til um. Borgarstjóri
hefur tekið að sér að verja þennan
sýndarveruleika í fjármálum borg-
arinnar og svo virðist sem hún trúi
því að hægt sé að leysa fjámálaerf-
iðleika borgarinnar með sjónhverf-
ingum og bókhaldskúnstum.
Pennastrik og sjónhverfíngar R-
listans eiga ekkert skylt við trausta
og markvissa fjármálastjórn eins
og þeir boðuðu fyrir síðustu kosn-
ingar. Skuldir og rekstrarútgjöld
aukast stöðugt og ef fram heldur
sem horfir mun blasa við okkur
hrikaleg staða þegar ekki verða
fleiri borgareignir til að selja og
ekki lengur hægt að strika út
skuldir borgarsjóðs við fyrirtæki
borgarinnar.
Höfundur er borgarfuUtrúi.
„Eg skal gefa þér
Gullinbrú, í Graf-
arvoginn bráðum“
ÞAÐ ER án efa að
bera í bakkafullan læk-
inn að skrifa um Gullin-
brúna. Mér skilst á
Grafarvogsbúum að þar
sé ekki húsfriður fyrir
hlaupaseðlum frá sjálf-
skipuðum sérfræðingum
í Gullinbrúarfram-
kvæmdum. Þeir seðlar
eru innlegg í pólitískan
hráskinnaleik en ekki
málefnalega umræðu og
skila Grafarvogsbúum
engu nema kannski
óbragði í munninn.
í fjölmiðlum rekur líka
hver fréttin og greinin
aðra. Með umfjöllun
sinni eru fjölmiðlamenn
að sinna því hlutverki sínu að miðla
upplýsingum. Þetta hafa þeir reynt
að gera eins vel og þeir geta í Gullin-
biúarmálinu. Engu að síður hafa þeir
verið svolítið eins og útspýtt hund-
skinn enda hafa upplýsingarnar kom-
ið til þeirra úr mörgum áttum og ver-
ið mjög misvísandi.
Ég ætla ekki að æra óstöðuga með
því að skattyrðast við þá sem hæst
hafa látið í þessu máli. Ég ætla held-
ur ekki að taka þátt í karpi um það
hvort D-listinn eða R-listinn hefur
sýnt meira frumkvæði í málinu. Enn
síður sé ég ástæðu til að metast um
ágæti þess að D-listinn vildi lána rík-
inu fyrir öllu verkinu á síðasta ári en
R-listinn fyrir hluta verksins. Þegar
á allt er litið skiptir ekkert af þessu
máli. Staðreyndin er sú að ríkið
hafnaði láni á síðasta ári og má þá
einu gilda hvort boðnar voru 45
m.kr. eða 190 m.kr.
Menn geta teygt þetta mál og tog-
að á alla enda og kanta. Kjarni máls-
ins er hins vegar þessi: Gullinbrú er
þjóðvegur og þvi á for-
ræði ríkisins. Borgin er
fyrir sitt leyti tilbúin til
að lána fyrir fram-
kvæmdinni, fara í hana
þegar í næsta mánuði
og ljúka breikkun göt-
unnar fyrir næsta haust.
Ef umhverfismat er
nauðsynlegt er það talið
tefja framkvæmdina um
fjórar vikur. Af tillits-
semi við lífríkið í Graf-
arvoginum hafa sér-
fræðingar talið heppi-
legast að breikka brúna
sjálfa að vetrarlagi og
það er þá hægt að gera
næsta vetur þannig að
hún verði tilbúin vorið
1999. Ef hins vegar er talið ásættan-
legt að fara í brúarframkvæmdina að
sumri til er hugsanlega hægt að
ljúka verkinu talsvert fyrr.
Kjarni málsins er þessi,
segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir. Gullinbrú
er þjóðvegur og því á
forræði ríkisins.
Eftir stendur þetta: Er sam-
gönguráðherra, með stuðningi þing-
manna Reykjavíkur, tilbúinn til að
liðka fyrir framkvæmdinni? Til þess
eru ýmsar leiðir sem ég veit að ráð-
herra þekkir og getur farið. Vonandi
gerir hann það og efnir það loforð
sem hann gaf mér, sem fulltrúa
Reykvíkinga, þann 22. september og
er fyrirsögn þessai-ar greinar.
Höfundur er borgnrstjóri.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir