Morgunblaðið - 21.02.1998, Page 58

Morgunblaðið - 21.02.1998, Page 58
58 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Norskar peysur framleiddar á Islandi Fyrir skömmu var sýning á ullar- peysum frá fyrirtækinu Drífu ehf. sem framleiðir undir vörumerkjunum Icewear og Norwear. ICEWEAR-LÍNAN er framleidd úr íslenskri ull og notuð eru hefð- bundin íslensk munstur í bland við nýja hönnun. „Innan íslensku lín- unnar erum við með peysur sem kallast Icenatur og er algjörlega náttúruleg lína. Það er að segja engir aukalitir í ullinni eða gervi- efni í tölum,“ segir Stefán Stefáns- son fjármálastjóri Drífu. Að hans sögn er Norwear-línan hins vegar framleidd úr norskri ull og stuðst er við hin hefðbundnu norsku munstur sem notið hafa mikilla vin- sælda hérlendis síðustu ár. „Þetta er fimmta árið sem við framleiðum Norwear-línuna, en við höfum verið dugleg við vöruþróun og komið með nýjungar á hverju ári. A síðasta ári kynntum við til dæmis þynnri peysur sem við köll- um Norwear-light auk þess sem við settum permatex-fóður í nokkrar þeirra. Það er öndunarefni sem hef- ur svipaða eiginleika og Goretex sem heldur hita en andar. Þessar peysur eru hugsaðar fyrir útivistar- fólk sem þarf að halda á sér hita í miklum kulda. Peysumar eru mjög léttar og þægilegar og það er auð- velt að hreyfa sig í þeim,“ segir Stefán. Að hans sögn vora peysurnar unnar í samvinnu við Vöraþróun ‘96 sem er á vegum Iðntæknistofnunar og Iðnlánasjóðs. Þróun Drífu ehf. hefur verið sú að færa sig yfir í svo- kallaðan ,,innimarkað“ sem nær frekar til Islendinga, en markhóp- urinn hefur hingað til fyrst og fremst verið ferðamenn. „Um 25 til 30 prósent framleiðslunnar selst á innanlandsmarkaði en allt annað fer í útflutning. Norsku peysumar hafa verið frekar vinsælar hjá Islending- um en dreifingin miðast við hinar dæmigerðu ferðamannaverslanir." Aðal markaðir Drífu ehf. era í Noregi og Þýskalandi en eithvað hefur verið selt til Japans. „Það er svolítið sérstakt að selja Normönn- um norskar peysur en við stöndum vel að vigi í samkeppninni. Við flytjum norska bandið til Islands en vinnum vörana héma heima og seljum út á mjög góðu verði,“ segir Stefán. Hann segist hafa heyrt af skólakrökkum frá Húsavík sem fóra til Noregs og komu til baka með norskar peysur handa foreldr- unum. Við athugun kom í ljós að peysurnar voru framleiddar á Is- landi sem kom öllum skemmtilega á óvart. PERMATEX-peysurnar eru fóðraðar með efni sem heldur hita en andar jafnframt. HNEPPTAR peysur eru alltaf vinsælar. HÖNNUÐIRNIR Guðrún Kr. „ICEWEAR“-l£nan er unnin úr íslenskri ull. Morgunblaðið/Kristinn Sigurðardóttir og Birna Pálsdóttir. !<N!C!<F.R30X Á ÍSLANDI Nýjir brjóstahaldarar Stærðir: 32 ABCD 34 ABCD 36 ABCD 38 BC Konudagurinn er á morgun, sunnudag Opl« 12-16. kr. 2.899 kr. 1.899 í dag frá 10-16. HEFÐBUNDIN íslensk munst- ur eru notuð í bland við nýja hönnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.