Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C tYgnuHafeife STOFNAÐ 1913 55. TBL. 86. ARG. LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blair ekki á leið úr kirkjunni London. The Daily Telegraph. NÝLEGA sást til Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann var að biðjast fyrir í kaþólskri kirkju og hef- ur það vakið vangaveltur um, að hann hyggist snúast til kaþ- ólskrar trúar. Talsmaður Blairs neitar því og segir, að hann muni aldrei yfirgefa ensku biskupakirkjuna. Tony Blair er trúaður maður og sækir kirkjuna sína vel, ým- ist með fjölskyldunni eða einn. Hefur hann oft komið sam- starfsmönnum sínum á óvart með því að byrja daginn á því að fara til messu. Áhugi Blairs á kristinni trú jókst mjög á námsárum hans i Oxford fyrir 25 árum en þar kynntist hann Peter Thomson, áströlskum guðfræðistúdent. Kom Thomson honum í kynni við skrif skoska heimspekings- ins Johns Macmurrays um „kristilega jafnaðarstefnu" en áhersla hans á samfélagið hafði mikil áhrif á Blair. Rússar taka harða afstöðu með Serbum Vara vestræn ríki við flilutun vegna ástandsins í Kosovo Moskvu, London, Tirana. Reuters. RÚSSNESKA stjórnin sagði í gær, að hún ætlaði sér ekki að þola það, sem hún kallaði „hótanir vestrænna ríkja um beina íhlutun í júgóslavnesk innanríkismál vegna ástandsins í Kosovo". Albaníustjórn sagði í gær, að vegna spennunnar í Kosovo hefði stjórnarhernum verið skipað í viðbragðsstöðu og mikið hefur verið um mótmælafundi þar og meðal fólks af al- bönskum ættum í Makedóníu og sums staðar í Vestur-Evrópu. Reuters UM 20.000 manns, fólk af albönskum ættum, komu saman í gær í Skopje, höfuðborg Makedóníu, til að mót- mæla aðförum serbneska hersins gegn albanska þjóðarbrotinu í Kosovo. í tilkynningu frá rússneska utan- ríkisráðuneytinu sagði, að Rússar gætu alls ekki sætt sig við yfirlýs- ingar sumra vestrænna fulltrúa um hugsanlega, beina íhlutun í Kosovo eða nýjar refsiaðgerðir gegn Júg- óslavíu. I tilkynningunni voru einnig fordæmd „hryðjuverk svo- kallaðs Frelsishers Kosovos" en stjórn Slobodan Milosevics, forseti Júgóslavíu, kennir honum um ástandið í Kososvo. Talið er, að 50 manns að minnsta kosti hafi fallið í aðgerðum júgóslavneska eða serbneska hers- ins síðustu vikuna og hugsanlega eru þeir miklu fleiri. Haft er eftir óstaðfestum heimildum, að fjöldi manna hafi týnt lífi í árás hersins á þorp í Kosovo í fyrradag. Prímakov mætir ekki Utanríkisráðherrar Fimm-ríkja- hópsins svokallaða, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Þýskalands, ætla að koma saman til fundar um ástandið í Kosovo í London á mánudag. Er búist við, að þar verði rætt um leiðir til að koma á viðræðum milli Serba og albanska þjóðarbrotsins í Kosovo en tilraunir til að fá Milosevic til að veita því sjálfsforræði, eins og það hafði til 1989, hafa engan árangur borið. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússa, sem eru bandamenn Serba frá fornu fari, ætlar raunar ekki að mæta sjálfur á fundinn í London, heldur senda Níkolaj Afanasjenko, einn aðstoðarutanrík- isráðherranna. Ekki er sennilegt, að refsiaðgerð- ir gegn Serbíu verði ræddar á fund- inum á mánudag, a.m.k. ekki að sinni, en sérfræðingar segja, að endurnýjaðar refsiaðgerðir myndu gera út af við það, sem eftir er af júgóslavnesku efnahagslífi, á einum mánuði. Hvatt til fundar í öryggisráðinu Albanska stjórnin sagði í gær, að herinn hefði verið settur í við- bragðsstöðu vegna ástandsins í Kosovo en ekki er talið líklegt, að honum verði beitt þar. Hefur hann ekki til þess neina getu og stjórnin gerir ekki meira en að ráða yfir sínu eigin landi. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði í gær, að bregðast yrði við af hörku og ákveðni í Kosovo- málinu og Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands, hvatti til skyndifundar í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. /nterfax-fréttastofan rússneska hafði það hins vegar eftir heimildum í rússneska utanríkis- ráðuneytinu, að Rússlandsstjórn myndi ekki fallast á slíkan fund. Haft var í gær eftir Javier Solana, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, NATO, að hugsan- lega yrði Felipe Gonzalez, fyrrver- andi forsætisráðherra Spánar, feng- inn til að hafa milligöngu í Kosovo- deilunni. Varfærnislegt fjárlagafrumvarp í Kína Efast um að fjárlögin örvi hagvöxtinn Peking. Reuters. KÍNVERSKA þingið hóf í gær um- ræður um þau áform stjórnarinnar að fækka ráðuneytum og æðstu ráð- um ríkisins um fjórðung og starfs- mönnum þeirra um helming til að draga úr skriffinnsku og afskiptum ríkisins af atvinnulífinu. Stjórnin kynnti ennfremur nýtt fjárlaga- frumvarp en þar er ekki gert ráð fyrir eins miklum opinberum fram- kvæmdum og búist var við. Dregið hefur úr útflutningi Kín- verja vegna fjármálakreppunnar og útflutningsvörur samkeppnisland- anna eru orðnar ódýrari. Kínverskir hagfræðingar hafa hvatt til þess að vandamálið verði leyst með miklum fjárfestingum í stíflum, vegum, brúm og öðrum mannvirkjum eins og gert var í Bandaríkjunum til að binda enda á kreppuna miklu á fjórða áratugnum. Samkvæmt frumvarpinu verður ekki ráðist í eins miklar fram- kvæmdir og þeir vildu en Liu Zhongli fjármálaráðherra sagði að heildarútgjöld ríkisins myndu aukast um 10,3% og fjárlagahallinn minnka um 17% miðað við síðasta ár. Búist við andstöðu skriffinna Stjórnin lagði í gær fram skýrslu um áform hennar um að leggja nið- ur fimmtán af 40 ráðuneytum og æðstu ráðum landsins og stofna fjögur ný „stórráðuneyti" sem eiga að taka við hlutverki nokkurra Reuters FRÁ fundi kíhverska þingsins i gær þegar umræða hófst um þau áform sljórnarinnar að fækka ráðuneytum og starfsmönnum þeirra til að draga úr skriffinnsku og afskiptum ríkisins af atvinnulífinu. þeirra. í skýrslunni kemur fram að stefnt er að því að starfsmönnum ráðuneytanna fækki um helming á árinu. Vestrænn stjórnarerindreki spáði því að aðallega yrði fækkað í starfsliði útibúa og sérfræðingaráða ráðuneytanna. Luo Gan, aðalritari ríkisstjórnar- innar, sagði að markmið breyting- anna væri að minnka afskipti ríkis- valdsins af atvinnulífinu, sem væru alltof mikil, draga úr spillingu og spara fé sem sóað hefur verið í óskilvirkt ríkisbákn. Líklegt er að áformin mæti harðri andstöðu skriffinna, sem tókst að koma í veg fyrir svipaða til- raun á síðasta áratug. Ellefu far- ast í lest- arslysi Helsinki. Morgunblaðið. ELLEFU manns fórust og 39 slös- uðust í lestarslysi í finnsku borg- inni Jyvaskylá síðdegis í gær. Það var hraðlest frá hafnarborginni Turku (Abo) sem fór út af sporinu rétt áður en hún kom inn á brautar- stöðina. Sjónarvottar telja að lestin hafi verið á óvenjumiklum hraða. Viður- kenndu yfirmenn finnsku járn- brautanna í gær að lestarstjórinn hefði verið að reyna að vinna upp seinkun. Hann lést er dráttarvagn- inn rakst í burðarsúlu undir hrað- brautarbrú. Farþegar segja slysið hafa átt sér stað rétt eftir að tilkynnt hafði verið að lestin væri að nema stað- ar. Tveir vagnar ultu en farþegar í hinum sátu kyrrir um stund áður en þeir fóru út um glugga og dyr. Alls voru um 500 farþegar í lest- inni en flestir sluppu ómeiddir. Slys þetta telst næstmesta lest- arslysið í Finnlandi á friðartímum. Mannskæðasta slysið varð árið 1957 en þá létust 26 manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.