Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 37
+ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 37 7 LISSABON bon. fleifð íðar Útflutningsráð undir stjórn Jóns Ásbergssonar framkvæmdastjóra hefur haft það verkefni að hanna og útbúa og reka íslenska sýningar- svæðið sem verður tveir skálar, alls 650 fermetrar að stærð. Gestur Bárð- arson verður framkvæmdastjóri skál- ans en Ragnheiður Arnadóttir er verkefnisstjóri hér á landi. Sérstök menningarkynning í umsjón mennta- málaráðuneytisins verður sett upp á þjóðardegi íslands 27. júní og annast Laufey Guðjónsdóttir þann þátt. Talið er að um 15 milljónir manna sæki sýninguna á þeim fjórum mán- uðum sem hún stendur yfir. Sumir koma oftar en einu sinni og er því áætlað að heildaraðsókn verði nálægt 20 milljónum manna. Gert er ráð fyr- ir að Portúgalir verði um 45% gesta, Spánverjar 25% og 30% verði frá öðr- um þjóðlöndum. Sjávardýrasafnið Sjávardýrasafnið verður það ða gu sa- tni t í Jc- nu la- ir- og á •ð- in- ka •ar ft. ði, ru ir- ar »ð- ir- ík- ís- stærsta sinnar tegundir í Evrópu og annað stærsta í heiminum. I safninu, sem verður undir firnastóru gler- þaki, verður stór tankur sem tekur yfir 6 þúsund rúmmetra af vatni sem er svipað magn og í fjórum keppn- issundlaugum. Par verður mikill fjöldi sjávarlífvera, þ.á m. hákarlar, skjaldbökur og margar djúpsjávar- tegundir. Út frá hverju horni tanksins verða fjórir aðrir smærri tankar sem sýna vistkerfi íshafsins, kóralrifja í Indlandshafi, strandlengju við rætur Klettafjalla í Nýju Mexíkó og strand- lengju Azoreyja í Atlantshafi. Sam- tals verða 15 þúsund sjávardýr í safninu af 200 mismunandi tegund- um. Safnið er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni geta gestir séð dýra- og gróðurlíf viðkomandi svæðis í því landslagi sem einkennir það en á neðri hæðinni sjávardýralífið. Sjávardýrasafnið verður helsta kennileiti heimssýningarinnar og er talið að það verði eitt helsta aðdrátt- arafl ferðamanna í Lissabon þegar heimssýningin er afstaðin. Áætlað er að ein milljón manna sæki safnið á ári hverju. Byggingar- kostnaður um 260 milljarðar + Portúgalski skálinn, Fræðslu- og Framtíðarskálinn Portúgalski þjóðarskálinn er hann- aður af portúgalska arkitektinum Siza Vieira og innan hans verður Há- tíðartorgið sem gestgjafarnir nota til að taka á móti þjóðhöfðingjum og við aðrar athafnir. í Fræðsluskálanum kynnast sýn- ingargestir með tónlist, hljóði og mynd því hvernig kunnátta sjófar- enda varð til og hvernig hún hefur þróast í gegnum aldirnar, hvenær maðurinn fór að kanna hafdjúpin og loks hvernig vitneskja kviknaði hjá honum um nauðsyn þess að vernda hafið. Fræðsluskálinn er á tveimur hæðum og er skipt í sex hluta. I Framtíðarskálanum verður skyggnst inn í framtíð sjávar og ýmis úrlausnarefni sem blasa við mann- kyninu verða reifuð. Einnig mun gestum gefast tækifæri til að skyggn- ast inn í neðansjávarbyggðir, heim hins óþekkta sem er þó svo mikilvæg- ur yistfræðilegu jafnvægi jarðar. Útópíuskálinn er sagður sá staður sem gestir sækja til að flýja raun- veruleikann; staður drauma, hug- mynda og sagna sem tengjast hafinu. Þar verður sýning sem byggir á frá- sögn „fyrsta mannsins" sem leiðir áhorfendur um völundarhús drauma sinna í leit að fyrirmyndarríkinu. Til að styðja við frásögnina verður beitt nýjustu ljósa- og hljóðtækni ásamt kvikmyndatækni í bland við hefð- bundnari leikhústækni. Skálinn tekur allt að 15 þúsund manns og þar kynn- ast gestir öðrum hliðum sjávar í gegnum margmiðlunartækni. Þátttaka Islands í heimssýningum Að sögn Sverris Hauks hefur ís- land tvisvar áður tekið þátt í heims- sýningum. 1939 voru íslendingar þátttakendur í heimssýningunni í New York sem haldin var dagana 30. apríl til 31. október en þá voru liðin 150 ár frá embættistöku fyrsta for- seta Bandaríkjanna. Þátttökuþjóðir voru 62. íslendingar fengu til umráða og innréttuðu um 1.000 fermetra sýn- ingarskála. Vestur-íslendingar lögðu mikið af mörkum fyrir undirbúning íslensku sýningarinnar, þar á meðal Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður. „Þessi þátttaka var veigamikill liður í því að kynna ísland sem sjálfstætt ríki þjóða í meðal fyrir lýðveldisstofn- unina 1944," sagði Sverrir Haukur. Meginþættir í sýningu íslands voru kynning á menningu þjóðarinn- ar að fornu og nýju, þar á meðal sigl- ingar og landafundir forfeðranna, stjórnskipulag, bókmenntir fornar og nýjar, listir, menningarlíf og ísland sem ferðamannaland. Jafnframt var íslenskum atvinnuvegum og útflutn- ingsvörum gerð sértök skil. Talið er að tvær milljónir manna hafi skoðað íslensku sýningunni á meðan hún stóð yfir. Framkvæmdastjórn sýning- arinnar var skipuð Vilhjálmi^ Þór framkvæmdastjóra, Haraldi Arna- syni kaupmanni og Ragnari E. Kvar- an landkynni. Þá tók ísland þátt í heimssýning- unni í Montreal árið 1967. Hún var haldin í tilefni þess að 100 ár voru lið- in frá stofnun Kanada. Þátttökuþjóðir voru 70. Norðurlöndin komu sér sam- an um að setja upp sameiginlegan sýningarskála og var svæði íslands um 115 fermetrar að stærð, en önnur Norðurlönd höfðu 450 fermetra svæði hvert fyrir sig. Sameiginlegt sýning- - arrými var 700 fermetrar og var þar sýnt hvað væri sameiginlegt með frænd- þjóðum á Norðurlöndum. Þar var fjallað um sameig- inlegan menningararf land- anna og náttúru, norrænt samstarf og upplýsingar veittar um yiðskipti og ferðamál. Jafnframt tók ísland þátt í rekstri sameiginlegs veitingahúss Norðurlandanna. Meginþættir í sýningu íslands snerust um eldfjallalandið fsland, jarðvarmann og hvernig íslendingar hafa notfært sér hann. Gunnar J. Friðriksson iðnrekandi var fram- kvæmdastjóri sýningarinnar og Elín Pálmadóttir blaðamaður sá um dag- legan rekstur. Skarphéðinn Jóhanns- son arkitekt hannaði íslenska svæðið en Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur og Rafn Hafnfjörð ljósmyndari sáu um val á kynningarefni. Tveir takast á Dönsku kosningarnar mótast af átökum Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra og Uffe Ellemann-Jensen leið- toga stjórnarandstöð- unnar eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. Forsetakosningar" kalla danskir fjölmiðlar uppgjörið milh Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna og Uffe Ellemann- Jensen formanns Venstre og leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Báðir hafna þessu, en hafa á hinn bóginn ögn gaman af, því hvað kemur stjórn- málamönnum betur í kosningabar- áttu en athygli? Þeir eru fulltrúar andstæðra fylkinga í dönskum stjórn- málum, eru ólíkir og það fer heldur ekki sérlega vel á með þeim utan sviðsljóssins. Ólíkur uppruni mótar andstæðingana Uffe Ellemann-Jensen er sá eldri og reyndari, fæddur 1941 inn í bænda- og stjórnmálamannafjöl- skyldu. Faðir hans sat um árabil á þingi fyrir Venstre og var þekktur fyrir hressilegar athugasemdir líkt og sonurinn. Hann ber með sér ör- yggi þess er hefur alist upp við traust felagsleg kjör og það hefur enn styrkst í sjónvarpsfréttamennsku og áratuga stjórnmálabaráttu, meðal annars á tíu ára ferli sem utanríkis- ráðherra. Hann lagði stund á hag- fræði, svo tölur vefjast ekki fyrir hon- um og hann á ekki í vandræðum með að deila út verkefnum í stað þess að gína yfir öllu sjálfur. Hann kann að meta góðan mat, drykk og pípuna. Uppáhaldstómstundagamanið eru fiskveiðar, samanber laxveiðin á ís- landi. Poul Nyrup Rasmussen er fæddur í Esbjerg 1943 í verkamannafjöl- skyldu, þar sem aldrei var til meira en hið brýnasta. Alvara, samvisku- semi og skyldurækni hafa einkennt Nyrup alla tíð og hann hefur tilhneig- ingu til að treysta sjálfum sér best og lætur illa að nýta starfskrafta ann- arra. Honum fannst öruggast að verða verkfræðingur, en skipti yfir í hagfræði og var hagfræðingur tengd- ur verkalýðshreyfingunni þar til hann fór á þing 1988. Það fer litlum sögum af tómstundalífi Nyrups og reyndar erfitt að hugsa sér hann annars stað- ar en við skrifborðið, því þó hann meti stundir í hópi gamalla vina þá eru þær fáar. Stöðugt einkalíf - Þriðja eiginkonan Uffe Ellemann-Jensen kvæntist á unga aldri starfsystur sinni Alice Vestergaard fréttamanni, núverandi fréttastjóra TV2. Það hefur vísast ekki alltaf verið auðvelt fyrir frétta- stjórann að vera gift einu vinsælasta fréttaefni danskra fjölmiðla og verði eiginmaðurinn forsætisráðherra mun henni vart sætt áfram. Hún er ekki áberandi í fjölmiðlum, en fylgir manni sínum í kosningabaráttunni. Eiginkonan, börnin fjögur og makar þeirra, kjötbolluklúbburinn eins og hann kallar þau, eru traustustu ráð- gjafar fjölskylduföðurins og ergir fjölmiðlaráðgjafa flokksins með því að taka aðeins mark á klúbbnum um framkomu og klæðnað. Lone Dybkjær, fyrrum ráðherra í hægristjórn Poul Schliiters og núver- andi Evrópuþingmaður Róttæka vinstriflokksins, samstjórnarflokks jafnaðarmanna, er þriðja kona Nyr- ups. Þau opinberuðu samband sitt í ágúst 1992, hálfu ári áður en Nyrup varð forsætisráðherra, en giftu sig 1994. Dybkjær leiðist ekki sviðsljósið og það liggur í loftinu að henni finnist Reuters KOSNINGASLAGURINN hefur snúist upp í nokkurs konar „forsetakosn- ingar" á milli Uffe Ellemann-Jensen, formanns Venstre, t.v., og Poul Nyr- up Rasmussen, formanns jafnaðarmanna og forsætisráðherra. hjónabandið framahindrun og eins veldur hjónabandið flokknum erfið- leikum. Dybkjær hefur oft fengið óblíða meðferð í dönskum fjölmiðlum fyrir stjórnsemi og frekju. Af eðlileg- um ástæðum fylgir hún ekki eigin- manninum á kosningafundi, en eng- inn er í vafa um að hún er einn helsti ráðgjafi hans bak við tjöldin. Nyrup átti dóttur í fyrsta hjónabandi, en hún fyrirfór sér fyrir nokkrum árum. Skopskyn - Fyrirlestrartónn 011 framkoma Ellemann-Jensen og Nyrups er eins ólík og hugsast getur. Ellemann-Jensen er snöggur upp á lagið, fljótur að svara fyrir sig og hef- ur skopskyn af bestu dönsku tegund. Fjölmiðlaframkoma hans einkennist af öryggi og fagmennsku, um leið og skopskynið gerir honum kleift að bregðast skemmtilega og auðveldlega við óvæntum uppákomum. Öryggi og ögrandi tilsvör eru stundum meira en landsmenn hans geta umborið. Til að slíta sér ekki út í augum kjósenda hefur hann farið með veggjum und- anfarin ár, en í haust fór hann að láta meira bera á sér og þá með landsfóð- urlegra og blíðara yfirbragð, svo ljóst væri að hann gæti staðið sig sem for- sætisráðherra og ekki aðeins sem ögrandi andstöðuleiðtogi. Hann er þó enn hann sjálfur og framkoma hans virðist falla kjósendum vel í geð. Nyrup hefur átt í stöðugu basli með framkomu sína. í vinahópi er hann léttur og kátur, en í sviðsljósinu stirðnar hann upp og talar í fyrir- lestrar- fremur en samtalstón. Gár- ungarnir segja hann hafa verið í með- höndlun hjá svo mörgum fjölmiðla- ráðgjöfum að hann hafi gleymt hvað honum sé tamt. Athugasemdir hans hljóma þaulæfðar, en ekki eins og sniðugar hugdettur. Framan af var hann frægur fyrir löng og óljós svör, en með árunum hefur hann tamið sér skýrari talanda og öðlast meira ör- yggi- Hæfileikar frambjóðendanna til að bregðast við hinu óvænta hafa verið þandir til hins ýtrasta í kosningabar- áttunni af ungum stuðningsmönnum Róttæka vinstriflokksins, sem hafa brugðið á það ráð ungra breskra íhaldsmanna í síðustu kosningabar- áttu að sveima í kringum frambjóð- endurna í gervi kjúklinga og gefa með því til kynna hugleysi til að takast á við brýn málefni, en orðið „kjúklingur" (chicken) þýðir einnig gunga. Meðan Nyrup hefur þótt þetta áberandi óþægilegt og aðstoð- armenn hans gert tilraun til að henda kjúklingnum út, þá eys Ellemann- Jensen kjúklinginn bröndurum, sér og öðrum til skemmtunar. Ólíkur kosningastfll Kosningabarátta andstæðinganna hefur verið ólík. Nyrup hefur oftast daginn með stuttum blaðamanna- fundi. í byrjun heimsótti hann vinnu- staði og stofnanir umkringdur fjöl- miðlafólki, sem hafði á orði að honum væri alls ósýnt um að ræða við fólk og heimsóknirnar ætlaðar til að fóðra fjölmiðla með góðu myndefni. Hann þótti stæla Clinton, án þess að hafa hæfileika Bandaríkjaforseta til að tala við fólk. Nú segir hann að sér hafi farið fram í mannlegum sam- skiptum. Með honum í ferðum eru tveir fjölmiðlaráðgjafar, en hann styðst einnig við hina stóru flokksvél Jafnaðarmanna. Nyrup kemur keyr- andi í dökka ráðherrabílnum og eng- inn er í vafa um að hér er valdsmaður á ferð. Stefna Uffe Ellemann-Jensen er að ræða við kjósendur i alvöru. Hann ferðast um landið í gamalli rútu, merktri honum, er Simon Spies ferðakóngur átti. I henni er herbergi fyrir fjölmiðlafólk, sem getur bókað sig í ferðirnar. Rútan er merkt Ven- stre, svo ferðir hans fara ekki fram- hjá neinum. Hugmyndina að rútu- ferðinni fékk Ellemann-Jensen frá kosningabaráttu Paddy Ashdown leiðtoga Frjálslyndra demókrata í Bretlandi. Auk þess notar hann net- fréttabréf, sem hann sendir venju- lega út vikulega, en nú annan hvern dag til að koma skoðunum sínum á framfæri. Val kjdsenda: Skattalækkanir eða óbreytt ástand Samkvæmt skoðanakönnun Potitik- en vilja 44 prósent kjósenda Nyrup sem forsætisráðherra en aðeins 35 prósent Ellemann-Jensen. Nyrup er vinsælli hjá kvenfólkinu og eldra fólki, en karlmenn og yngra fólk kjósa fremur Ellemann-Jensen. Vinsældir Nyrups endurspeglast þó ekki í heild- arfylgi flokkanna, því Jafnaðarmenn stefna í að tapa þingsætum og hægri vængurinn gæti hlotið meirihluta. En kosningar snúast ekki aðeins um persónur, heldur einnig um mál- efni. Nýjasta örþrifaráð Nyrups er að vara kjósendur við Evrópuglýju Ellemann-Jensen, sem sé ógnun við dönsku Maastricht-undantekningarn- ar. Ellemann-Jensen og flokkur hans lofa afkastameira ríkiskerfi og skattalækkunum, þó fyrri hægri stjórn hafi hækkað skatta. Andstæð- ingarnir segja lækkunarloforðin ófjármögnuð. Samkvæmt Nyrup er Venstre fyrir þá sem hugsa aðeins um sjálfa sig, en flokkur hans fyrir þá, sem einnig hugsi um aðra. Reynslan sýnir þó annað. Sérfræðingar benda nefnilega á að félagslegur jöfnuður, sem Danir meta mikils, óx á tíu ára valdatíma hægri stjórnar siðasta áratugs, með- an hann hefur minnkað á fimm ára valdatíma jafnaðarmanna. Það gæti því vafist fyrir kjósendum bæði að meta reynsluna og loforð frambjóð- endanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.