Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 49 MINNINGAR atvik úr sveitinni og víðar, enda vor- um við báðir miklir söguáhuga- menn. Þú varst mikill húmoristi og hafðir sérstakan húmor sem ég kunni vel að meta. Við hlógum oft mikið þegar við vorum að kveðast á og þú sagðir mér sögur enda kunnir þú mikið af skemmtilegum sögum og bröndurum úr sveitinni. Þú varst sá persónuleiki sem mér finnst mjög þægilegt að hafa í kringum mig, þú varst aldrei æstur, skeyttir aldrei skapi sama hvað á móti gekk og þú varst alltaf hress og tilbúinn að grínast þótt þú yærir búinn að vaka lengi í sauðburðínum. Ég man að þegar mikið var að gera vorum við oft fram á nætur að vinna í sauðburði og heyskap og þær stundir eru kannski skemmti- legastar þegar við og fleiri vorum að bjarga heyi undan rigningu og þegar þú vaktir mig á næturnar til að hjálpa þér í fjárhúsunum þegar margar kindur voru að bera í einu. En það var líka gaman að heim- sækja þig að vetrinum og við fórum oft á spilakvöld sem haldin voru í sveitinni og við tefldum líka mikið og ræddum um allt milli himins og jarðar. Ég man eftir því að ég og frændi minn, Finnbogi, komum oft að heimsækja þig og afa um páska þegar ég var í fríi frá skólanum og þá var oft glatt á hjalla. Það verður skrýtið að koma í sauðburðinn í vor, þegar enginn Ásgeir er til að vaka yfir fénu og enginn Asgeir til að kveðast á við og enginn Asgeir til að segja skemmtilegar sögur úr sveit- inni. Það er leitt að þú skyldir fara svo snemma, en það er mín trú að þú verðir hjá mér þótt ég sjái þig ekki. Ég kveð þig með söknuði, elsku frændi, og ég bið Guð að blessa þig. Guð blessi einnig afa minn sem í þessari sorg stendur sig eins og hetja þótt hann sé á níræðis- aldri. Yndislega ættarjórð ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkeðju heyr þú mína. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. Foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn helgur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins faðir minn fel ég þér minn anda í hendur. (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.) Megi Guð blessa þig og varðveita, elsku frændi. Þinn systursonur, Finnbogi Þorkell Jónsson. Mig langar til að kveðja kæran frænda og vin. Ástvinir deyja en minningar lifa. Guð tók þig til sín að nóttu er kyrrð og ró hvíldi yfir. Sorgarfregnin barst mér að morgni dags. EkM grunaði mig að við myndum ekki sjást aftur þegar ég kvaddi þig á hlaðinu í haust er ég kom í heim- sókn. Hugurinn reikar aftur í tím- ann er við vorum börn. Allar skemmtilegu stundirnar hjá for- eldrum þínum og systkinum. Það var yndislegt að koma til ykkar á sumrin enda var eftirvæntingin svo mikil að ég gat vart beðið. Ástúð og umhyggjusemi voru svo ríkjandi á heimilinu, þær minningar ylja mér ætíð. Hvað við gátum hlegið og skemmt okkur og þú reyndir eins og þú gast að koma okkur til að hlæja. Hlátur og köll glumdu um bæinn, er þú reyndir að forðast þennan kvennaskara. Er þessar lín- ur eru skrifaðar er ég á leið vestur að Kýrunnarstöðum. Eg á bágt með að hugsa mér bæinn án þín, elsku frændi, en þar munum við öll hittast á þessari kveðjustund. Elsku frændi og vinur, þakka þér fyrir allt og allt. Minningin um ljúfan dreng mun lifa í mínu hjarta. Sigga litla sendir þér kveðju. Elsku Kalli minn, Hrabba, Sigga, Hjördís og Bjarni, megi Guð vera með ykkur og fjölskyldum ykkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig. Ellý. flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, en við vorum þá báðir við flugnám. Þau bjuggu þá í Tjarnargötunni ásamt börnum sínum, Stellu og Stefáni, en fluttu síðar á Bragagöt- una. Stuttu síðar kynnti ég Diddu konuna mína fyrir þeim og hefur æ síðan ríkt mikil vinátta milli þess- ara tveggja fjölskyldna. Þau Asta og Ásgeir slitu samvistir og sá Asta upp frá því ein um uppeldi barnanna. Nærri má geta að lífs- baráttan hefur oft verið hörð hjá henni Astu, en með útsjónarsemi og dugnaði, tókst henni að halda heimilinu gangandi. Hún hafði lært saumaskap hjá Einöru Jónsdóttur kjólameistara og vann hjá henni síðar til fjölda ára á saumastofunni Kápunni. Hún var í einu orði sagt snillingur á sviði saumaskapar. Allt lék í höndunum á henni og vönduð vinnubrögð voru ávallt höfð í fyrir- rúmi. Af þessu naut ég góðs á ár- unum í Tjarnargötunni, því ef hún sá á mér saumsprettu eða rifu var gert við það eins og skot. Þeir voru líka margir kjólarnir sem Asta saumaði fyrir Diddu og stelpurnar okkar. Ástu þótti þá mun skemmti- legra að þær Didda væru saman við saumaskapinn, þær gætu þá kjaftað þessu saman, eins og hún orðaði það. Er Didda henni afar þakklát fyrir þessar stundir og allt sem hún lærði af henni í sauma- skap. Oft endaði þetta með því að Asta fékk permanent í hárið og ekki var það verra ef glas af sérríi fylgdi með. Við eigum margar góðar minn- ingar um slíkar stundir með henni Astu, því hún hafði alltaf frá mörgu að segja, var vel lesin og fróð og fylgdist grannt með málefnum líð- andi stundar. Akveðin kona var hún og sagði ávallt sína meiningu umbúðalaust, en hún var líka sann- ur vinur vina sinna og kunni að gleðjat með þeim á góðri stundu. Á Bragagötuna vorum við alltaf vel- komin og fengum ekki að fara fyrr en við vorum búin að fá kaffi og pönnukökur. Þar að auki vorum við oftast send heim með fullan poka af kleinum. Ásta kynnti okkur fyrir ættingjum sínum á Mýrum í Hrútafirði. Þar voru hennar heima- slóðir og dvaldi hún þar oft á sumr- in ásamt börnum sínum. Þetta voru skemmtilegar heimsóknir, sérstak- lega fyrir dætur okkar, sem fengu að fara þar á hestbako.fl. í seinni tíð hafði Ásta af sínum alkunna dugnaði fest kaup á húsi á Laugarbakka. Hún bauð okkur þangað til að fara í réttirnar ásamt barnabörnunum okkar, þremur litlum stelpum. Þar fengu þær að kynnast lífínu í sveitinm og Ientu í heilmiklum ævintýrum. Ásta dvaldi síðustu árin á Elli- og hjúkrunar- heimilinu á Hvammstanga. Hún varð áttræð á sl. ári og héldu börn hennar henni veglega veislu í til- efni dagsins. Attum við þar ánægjulegan dag með Ástu, ásamt ættingjum hennar og vinum. Við biðjum góðan Guð að geyma hana Astu og þökkum henni fyrir samfylgdina í gengum tíðina. Börn- um hennar, Stellu, Sigþóri, Stebba, Guðrúnu Kristínu, fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Bragi Nof ðdahl og fjölskylda. BJARNIÞORARINN ÓLAFSSON + Bjarni Þórarinn Ólafsson fæddist á Hlaðseyri við Pat- reksfjörð 7. október 1905. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði 27. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir, f. 19. apríl 1874 á Geitagili í Rauða- sandshreppi, og Olaf- ur Bjarnason, f. 1870 í Rauðasandshreppi, bóndi á Hlaðseyri við Patreksfjörð. Alsystkini Bjarna voru tvö: Sigríður, f. 25. júní 1904, látin, og Ólafur Gísli, f. 22. jan. 1907, látinn. Seinni maður Guðrúnar var Jóhannes Kjartans- son, f. 1. des. 1882 í Kirkju- hvammi í Saurbæjarsókn á Rauðasandi. Börn þeirra og hálf- systkini Bjarna voru: 1) Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 4. sept. 1911, dáin. 2) Magnús Jónas Jóhannes- son, f. 20. okt. 1913. Hinn 2. mars 1929 kvæntist Bjarni Valdísi Elíasdóttur, f. 16. Bjarni Þórarinn Ólafsson kom að Haga á Barðaströnd 1908 og óist upp í skjóli þeirra ágætis og merku hjóna Bjargar Eínarsdóttur og Há- konar Jóhannesar Kristóferssonar, bónda, alþingismanns, oddvita og hreppstjóra. Hann hefur verið ungur er hann fer að taka til hendi. I dagbók Há- konar er að finna þessa setningu árið 1914: „Bjarni litli er farinn að hjálpa til við heyskapinn." Hákon sendi Bjarna suður að BUkastöðum á námskeið í búnaðarfræðum. Þar lærði hann jarðvinnslu og að sá grasfræi en það var mikið vanda- verk þegar sá átti jafnt með hand- dreifingu. Hann var svo vinnumað- ur og síðar ráðsmaður í Haga á Barðaströnd þau ár er Hákon Kristófersson, bóndi og þingmað- ur, sat á Alþingi. Á þessum tíma kom að Haga heitkona hans, Valdís að nafni. Þau gifta sig 2. mars 1929 og með því hefst búskapur þeirra og mynda þau þar sitt fyrsta heim- ili á dyraloftinu sem svo var nefnt og var það annað loftið af tveimur sem voru á gamla Hagabænum. Þar fæðist fyrsta barnið þeirra, Svanhvít, f. 8. des. 1929. Þangað taka þau til sín Sigríði Jónsdóttur, f. 6. júní 1864, föðurömmu Valdísar og Sigríði Hjartardóttur, f. 6. ágúst. 1924, sem ólu upp fram um tvítugt. Þau taka sig upp frá Haga árið 1930 og flytja að Neðra-Vaðli til foreldra Valdísar, Elíasar og Elínar. Þau bjuggu með þeim eitt ár. Ári seinna fá þau Efri-Vaðal til ábúðar og búa þar í sjö ár, til árs- ins 1938. Árið 1938 fá þau hjónin Moshlíð til ábúðar og fluttu þangað um vorið. Samúel sonur þeirra fæddist þar 11. júní 1938, skömmu eftir að þau komu þangað. (Moshlíð er næsti bær utan Brjánslækjar á Barðaströnd en er nú í eyði). Þau fá svo Neðri-Rauðsdal til ábúðar í fardögum 1946 og búa þar myndar- búi í rúm fjörutíu ár. Síðustu árin bjuggu þau í sambýli við son sinn, Elías Kjartan, og konu hans, Bjarnheiði Ragnarsdóttur, að ógleymdum litla snáðanum, Bjarmari Smára, sonarsyni þeirra. Eftir lát Elíasar Kjartans fara gömlu hjónin að hugsa sér til hreyfings og flytja til Patreksfjarð- ar 1986. Á Patreksfirði áttu þau sínar bestu stundir efri áranna. Þar leið þeim vel og alltaf er ég kom í heimsókn voru þau í sói- skinsskapi og litu á flestallt með björtum huga því þar sat jákvæðn- in í fyrirrúmi. Eftir sjö ára búsetu að Sigtúni 29 á Patreksfirði flytja þau niður á Kamb þar sem eru íbúðir fyrir aldraða. Þar undu þau hag sínum mjög vel. Eftir að Valdís dó óskaði Bjarni eindregið eftir því að fá að vera sept. 1909 í Rauðsdal á Barðaströnd, d. 2. ágúst 1994 á Sjukra- húsinu Patreksfirði. Foreldrar hennar voru Elías Ingjaldur Bjarnason, f. 16. ágúst 1888 á Siglu- nesi á Barðaströnd, lengst af bóndi á Vaðli, og kona hans Elín Kristín Einars- dóttir, fædd 12. iúlí 1883 á Görðum í Ön- undarfirði. Börn þeirra Bjarna og Valdísar eru: 1) Svanhvít, f. 8. des. 1929 í Haga, gift Sigurjóni Arnasyni, f. 24. aprfl 1923 í Sauð- eyjum á Breiðafirði. Þau eru bú- sett á Patreksfirði og eiga fjögur börn. 2) Olafur Gunnar, f. 10. des. 1930 á Vaðli, kvæntur Arn- dísi Sigurðardóttur, f. 10. sept. 1924 á Nauteyri í N-ísafjarðar- sýslu. Þau eru búsett á Patreks- firði og eiga fimm börn. 3) Elías Kjartan, f. 26. ágúst 1933 á Vaðli, d. 23. júlí 1985, bóndi í Neðri- Rauðsdal tii dánardægurs. Hann áfram í íbúð þeirra á Kambi. Þessi ósk hans var uppfyllt á þann hátt að Bjarni var einn um nætur en hafði aðvörunarkerfi tengt heimili Svanhvítar dóttur sinnar. Hvern morgun á virkum degi kom dóttur- dóttir hans, Sigfríður, dóttir Svan- hvítar, til hans og sinnti almennum heimilisstörfum fyrir hann og gaf honum hádegismat. Um helgar skiptu tengdadóttir hans, Amdís, og dætur hans, Svanhvít og Björg, með sér verkum þannig að hann var í sjálfu sér aldrei einn nema hánóttina. Það var alltaf einhver úr fjölskyldum þeirra hjá honum um helgar og á kvöldin. Mesta dálæti hafði hann á Sigfríði og manni hennar Agli Össurarsyni sem var óþreytandi við að lesa fyrir gamla manninn þegar sjón hans fór að daprast. Egill er góður frásagnar- maður enda á hann ekki langt að sækja það, til foreldra sinna að Láganúpi í Kollsvík. Bjarni veiktist í maí 1997 og varð að vera á sjúkrahúsi eftir það. Hann fór, þegar heilsan leyfði, í helgarfrí tíl barna sínna á Patreks- firði og eru ekki margir dagar síð- an hann var í þorrablóti hjá börn- um sínum. Hugur hans og andi var alltaf í góðu lagi þó að líkaminn gæti ekki fylgt með. Fyrir fáum dögum varð hann eitthvað lakari og spurði þá ein dóttir hans hann að því hvort honum liði illa. Hann hvað nei við því en tveim nóttum seinna sofhaði hann svefninum langa með bros á vör. Já, hann Bjarni vinur minn og f.v. bóndi í Neðri-Rauðsdal á Barðaströnd er dáinn. Ég á góðar minningar um hann og konu hans, Valdísi, í um það bil 55 ár aftur í timann og þar að auki gera sögurn- ar, sem Bjarni sagði mér, tímann enn lengri. Móðir mín og Valdís voru bræðradætur og þess vegna var ætíð komið við á heimili þeirra hjóna er leið okkar lá þar hjá. Enn- fremur var Sigríður langamma mín hjá þeim þar til ævi hennar lauk. Eg man að hún var orðin blínd þegar ég man hana fyrst. Við krakkarnir fórum upp á loftð til hennar svo hún gæti strokið okkur um vangann og á þann hátt fundið útlit okkar. Eins og lesandi sér get ég ekki minnst Bjarna án þess að minnast fjölskyldu hans því svo náinn vin- skapur var á milli foreldra minna og þeirra hjóna. Minning mín um heimsóknir á heimili þeirra er ávallt sú sama. Það var tekið á móti mér eins og glötuðu barni sem birt- ist óvænt; svo var gleði þeirra mik- il og hlý. Bjarni vinur minn talaði oft, hin síðari ár, um vin sinn og fóður minn, Magnús Sigurðsson, f. 4. júní var kvæntur Bjarnheiði Ragn- arsdóttur, f. 24. júní 1956, og áttu þau eitt barn. 4) Ásgeir Valdimar, f. 22. maí 1935 á Vaðli, d. 11. nóv. 1941. 5) Bjórg, f. 25. júlí 1936 á Vaðli, gift Karli Höf- dal Magnússyni, f. 18. ágúst 1937 í Höfðadal í Tálknafirði. Þau eru búsett á Patreksfirði og eiga sex < börn. 6) Samúel Bjarnason, f. 11. júní 1938 í Moshlíð á Barða- " strönd. Hann var lengst af bóndi í Hvammi á Barðaströnd, en býr nú í Reykjavík. Hann kvæntist Kristjönu Sigurlaugu Gunnars- dóttur, f. 2. febr. 1943 í Trostans- firði, d. 7. apríl 1994 í Reykjavík, en þau skildu. Börn þeirra_ eru fimm. Samúel átti son með Önnu Heiðu Kvist, f. 11. febr. 1964. Sambýliskona Samúels nú er Kol- brún Ingólfsdóttir, f. 23. febrúar 1941. 7) Elsa, f. 11. sept. 1941 í Moshlíð, gift Sigurði Jónssyni, f. 21. desember 1940, bóndi að Stóra-Fjarðarhorni í Stranda- sýslu. Þau eiga eitt barn. 8) Sig- fríður, f. 6. sept. 1945 í Moshlíð, d. 22. nóv. 1951. Fósturbörn Bjarna og Valdísar voru: 9) Odd- björn Stefánsson, f. 26. júní 1947. 10) Sigríður Hjartardóttir, f. 6. sept. 1924. Útför Bjarna verður gerð frá Brjánslækjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1906 á Patreksfirði, fv. skólastjóra í Reykjavík. Kunningsskapur þeirra hófst er þeir voru um tvítugt og voru um þær mundir að gera hosur sínar grænar hvor fyrir sinni frænkunni, bræðradætrunum Böddu, móður minni, og Dísu. Þeir - unnu saman á vegum búnaðarfé- Iagsins að jarðrækt í Barðastrand- arhreppi um 1929-1934. Þeir höfðu báðir aflað sér þekkingar í jarð- rækt og kunnu til verka. Fyrst voru þeir með hesta ef ég man rétt talaði Bjarni um tvö sex hesta gengi sem þeir notuðu til dráttar jarðvinnslutækjanna. Síðar höfðu þeir traktor sem almennt var kall- aður „þúfnabani". Faðir minn stjórnaði traktornum en Bjarni plógnum. Þegar búið var að plægja og herfa kom það í hlut Bjarna að sá grasfræinu. I því var hann snill- ingur og eftirsóttur til slíkra starfa. Ég vil nefna hér atburð er átti sér stað um haustið 1949. Þá var ég ásamt mörgum fleiri á leið með fjárrekstur (lambarekstur) inn ströndina og var stansað víða þár sem bændur af Snæfellsnesi voru í fjárkaupaleiðangri. Fénu áttum við rekstrarmenn að koma inn að Brjánslæk þar sem því var skipað - út í dekkbáta er fluttu það yfir Breiðafjörðinn. Þegar við vorum í Rauðsdal seinni hluta dags komu þau Bjarni og Valdís að máli við mig og tóku það loforð af mér að ég kæmi við á heimleiðinní til að fá eitthvað að borða. Ég taldi tor- merki á því þar sem svo áliðið væri dags og ég yrði mjög seint á ferð- inni til baka. Valdís sagði það engu máli skipta þó að nótt væri skollin á er ég færi þar hjá. (Eg var á heimleið ríðandi út að Hreggsstöð- um sem er næstysti bærinn í hreppnum og því löng leið sem ég átti eftir að fara þá nótt). Svo kom að því að ég er á heim- leið og er ég nálgast Neðri-Rauðs- dal er komið svo til svarta myrkur og taldi ég alltof seint að fara heim að bænum og ákvað með sjálfum mér að fara hjá án þess að gera vart við mig. Þegar ég er kominn á ' móts við bæinn er hóað og spurt hver sé þar á ferð. Ég segi til mín. Þá þekki ég rödd Valdísar frænku og hún biður mig um að koma inn og fá mér að borða. Eg komst svo að því að Bjarni og Valdís höfðu " skipst á um að gæta þess að ég færi ekki hjá garði án þess að fá mat og hlýju. Það að reyna slíka vináttu og kærleika endist mér að eilífu. Guð blessi minningu þeirra og verndi á nýrri göngu. Frænkum og frændum mínum votta ég samúð mína og bið góðan Guð að vernda þau. Sigurður Magnússon. gf_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.