Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 53 Elsku Gunnhildur. Takk fyrir allt. Við vitum öll að þú ferð aldrei langt frá okkur. Við hefðum viljað hafa þig lengur, en hlutverk þitt var annarsstaðar og mun stærra en okkur óraði fyrir, fyrst svo mikið lá á að kveðja þig til annarra starfa. Góða ferð, elsku Gunnhildur, við hittumst öll aftur. Eg veit um lind sem ljóðar svo ljúft að raunir sofna, um lyf sem læknar sárin og Iætur sviðann dofna. Um lítið blóm sem brosir svo blítt að allii' gleðjast. Um rðdd sem vekur vonir, þá daprir vinir kveðjast Ég þekki gleði góða, sem græðir allt með varma og sælu er svíkur aldrei, en sefar alla harma. Ég veit um stjömu er vakir, þó vetrarmyrkur ríki, um ást sem er á verði, þó ástir heimsins svíki. Það allt sem ég hef talið, er eitt og sama: bamið, , sú guðsmynd björt er gæfan og græðir jafnvel hjamið. Á meðan lífíð lifir það ljós mun aidrei deyja. Og mannsins björg og blessun er bamsins stjömu að eygja (Hulda.) Elsku Gulli, Sólveig, Abbi, Halli, Þóra, Bryndís, Gunni, Hafdís Hild- ur og amma. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Guð geymi þig, Gunnhildur. Fjóla og Hrafn. Eftir að við fengum þær fréttir að elskuleg frænka okkar hefði látist af slysförum hefur veröldin ekki verið söm. Þegar svo ung stúika er hrifín á brott svo skyndilega fer ekki hjá því að hjá manni vakna spurningar um tilgang lífsins og maður finnur sig knúinn til að end- urmeta lífsgildi sín. Við viljum trúa því að hennar bíði önnur og mikil- vægari verkefni annars staðar og við munum hlúa að og varðveita í hjarta okkar þær minningar sem við eigum um þessa yndislegu frænku okkar. Alltaf var hún kát og hress þegar við hittum hana og alltaf stutt í góðlátlega stríðnina. Falleg ung stúlka, glaðleg i fasi og með fallegt feimnislegt bros er sú mynd af Gunnhildi sem við geymum í huga okkar. Hún var einstaklega barngóð stelpa og voru litlu frænkurnar Sandra Osk og Halldís Hrund fljótar að laðast að henni. Oskar Guðjón og Gunnhildur náðu einnig mjög vel saman og var oft mikið fjör í kringum þau, sérstak- lega þegar þau voru yngri. Gunn- hildur (eða „Dunnhildur“ eins og hann kallaði hana áður fyrr) var fjórum árum eldri en hann og hafði alltaf mjög góð áhrif á hann enda leit hann mjög upp til hennar. Það er erfitt fyrir þau, eins og okkur hin, að skilja að Gunnhildur verði ekki hjá Abba og Sollu þegar við komum í heimsókn hér eftir. Gunnhildur var yngst systkina í mjög samhentri og glaðlyndri fjöl- skyldu og áttum við margar góðar stundir saman með henni og fjöl- skyldu hennar bæði hér á Horna- firði og í Keflavík. Svo við tölum nú ekki um alla góðu laxveiðitúrana þar sem hún naut sín vel út í miðri á í vöðlunum sínum að renna fyrir lax. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með henni, sem við vild- um þó svo gjarnan að hefðu getað orðið fleiri. Elsku Arnbjörn, Sól- veig, Bryndís, Gunnar, Hafdís Hild- ur, Halli, Þóra, Fjóla og Guðlaugur. Við flytjum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Hugur okkar er hjá ykk- ur. Megi guð blessa ykkur og styrkja á þessari sorgarstund. Blessuð sé minning Gunnhildar. Guðrún Ósk, Guðmundur Jó- hann, Kristinn Þór, Óskar Guð- • jón, makar og börn. Eitt sinn var lítið ljós. Þetta ljós var ekki eigingjarnt. Þetta ljós var hlýtt og bjart. Það gaf öllum hjört- um geisla. Þetta ijós var hluti af hjörtum okkar ailra, hluti sem vant- ar. Við munum sakna þfn, litla ijós. Bless bless, Gunna. Aldís Lind. Gunnhildur Líndal Arnbjörns- dóttir var nemandi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Hún stóð sig í náminu og sýndi framfarir. Hún var virk í íþrótta- og félagslífi í skólan- um og vinsæl af öilum sem þekktu hana. Síðustu dagarnir sem hún lifði voru þemadagar í skólanum og var Gunnhildur í hópi sem lærði að búa til danskt smurbrauð og myndaði lítið, fjörugt og indælt kaffihús í dönskum stíl í einni skólastofunni. Jóhannes úr Kötlum orti svo: Og þegar dauðinn kemur segi ég ekki: komdu sæll þegar þú vilt heldur segi ég: máttu vera að því að bíða stundarkom? Ég bíð aldrei eftir neinum segir hann og heldur áfram að brýna ljáinn sinn. Þá segi ég: Æ lof mér að lifa fi'am á vorið segi ég bara ofurlítið fram á vorið því þá koma þessi litlu blóm þú veizt sem giöddu mig svo mikið í vor er leið og hvernig get ég dáið án þess að fá að sjá þau einu sinni enn bara einu sinni enn? Það var okkur þungt áfail þegar Gunnhildur féll frá svo skyndilega og óvænt. Við söknum hennar og syrgjum hana. Við vottum unnusta hennar, sem einnig er í skólanum, foreldrum, öðnim ættingjum og vin- um okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún var augasteinn ástvina sinna og gleðigjafi í leik og starfi. Nú er hún öll og skarð hennar verður vandfyllt. Astvinirnir eru í sárum og Reyknesingar deila sorginni með þeim. Margir sakna Gunnhildar sárt, ekki síst félagar hennar í kvennaliði Keflavíkur í körfubolta og skólafélagar í Fjölbrautaskóla Suðumesja. Körfuboltalið Keflavíkur í kvenna- og karlaflokki eru nefnd sem dæmi um góða fyrirmynd fyrir ungt fólk á Suðumesjum. Síðast sá ég þær stöllur í kvennaliðinu snúa að því er virtist töpuðum leik gegn KR í sigur. Keflvíkingar hafa fylgst með velgengni þeirra og Gunnhild- ur átti sinn þátt í að skapa þá góðu fyrirmynd. Minning hennar er björt og verður frá engum tekin. Hún var borin til skírnar og Guði falin í Keflavíkurkirkju á annan í jólum 1980. Hún kveður nú í fylgd Hans sem er upprisan og lífið og gefur okkur sigurinn í lífi og í dauða. Slys og ástvinamissir er mikið áfall sem fær okkur til að spyrja spurninga um tilgang lífsins. Tvö slys hafa nú með skömmu millibili vitjað Keflvíkinga, þar sem ungt fólk hefur verið numið brott 1 blóma lífsins. Kunnuglegur heimur verður framandi í einni svipan þegar sorgin knýr dyra. Við verðum að endur- meta lífið og skapa okkur nýja mynd af heiminum, ytri sem innri heimi. Þegar fólk hefur verið lengi sam- an, í leik og starfi, þá er það mótað hvert af öðru. Við þurfum því að skoða lífið frá nýjum sjónarhól og endurmeta gildi þess þegar missir á sér stað. Áföllin minna okkur á að lífið er óendanlega dýrmætt. Hugs- unin verður að breytast því fólk stendur sig stöðugt að því að snúa sér að aðstæðum sem eru ekki leng- ur til staðar. Við þurfum að læra að lifa við dökkar hliðar lífsins án þess að afneita þeim og reyna að skynja lífið að nýju. Það er mikilvægt að tala saman um áfallið og rifja upp minningar, bæði þær góðu, þegar vel gekk, og eins þær slæmu, þegar illa gekk. Batinn kemur í framhaldi af því, að læra að lifa við það sem orðið er en ekki með því að skilja það til hlítar. Allt sem við eigum erfitt með að skilja skulum við fara með að krossi Krists. Það á við nú á föstunni rétt eins og þegar sr. Hallgrímur Pét- ursson orti um þann dauða sem „um í leyndum læðist, land, sjó, hvar þú fer“. Sem dæmi um sannleikann að baki þeim orðum vil ég nefna að frá því ég hóf preststörf í Keflavík 1975 hafa fimm farist í bílslysum á Grindavíkurvegi og 13 á Reykjanes- braut í alls 18 slysum. Það er alltof há tala og umhugsunarefni fyrir þjóðfélagið allt. Dauðaslysunum fækkar ekki nema með raunhæfum aðgerðum til úrbóta og þar sem göng hafa verið grafin undir Hval- fjörð þá ætti að vera hægt að snúa sér að brýnni verkefnum. Skoðum sorgina í ljósi vonar, í ljósi þeirrar vonar að hægt sé að snúa ósigrum í sigur. Þótt sorgin taki aidrei enda, þá er annað árið betra en það fyrsta og þriðja árið betra en annað árið. Smátt og smátt finna menn leiðina út úr myrkrinu til ljóssins og fyrir kristinn mann er Kristur að verki, meðvitað eða ómeðvitað. Stundum er hann ein- faldlega nálægur án þess að vera nefndur á nafn í því samfélagi sem líknar og læknar, körfuboltaliði, hópi skólafélaga eða á meðal skips- félaga. Öll þurfum við fyrr eða síðar að læra þá mikilvægu lexíu að taka mótlæti lífsins og gera okkur grein fyrir því að þar sem er ljós þar er einnig skuggi. Þess vegna segir Páll postuli í öðru Korintubréfi (6:10) að kristnir menn séu „hryggir, en þó ávallt glaðir", vegna þeirrar vonar sem þeim er gefin. Sláumst í lið með honum. Ólafur Oddur Jónsson. Dagurinn 26. febrúar 1998 renn- ur mér seint úr minni. Þá fékk ég þær hræðilegu fréttir að ein af mín- um bestu vinkonum, Gunnhildur, væri dáin. Spurningarnar flæddu um hugann: Af hverju þú? En þegar stórt er spurt verður oft fátt um um svör. Mér finnst þetta bara vera hræðilegur draumur og satt best að segja langar mig að vakna. Af hverju varst þú tekin frá okkur, þú sem varst í blóma lífsins og við átt- um eftir að gera svo margt saman. Það geislaði af þér þegar þú varst með honum Gulla þínum, stóru ást- inni, og hamingjan skein úr augum ykkar beggja. Það er kannski ekk- ert skrýtið að svona jákvæð og frá- bær persóna eins og þú hafir verið kölluð í stærra og mikilvægara hlut- verk einhvers staðar annars staðar. Allar minningar mínar um þig koma mér til að hlæja enda varst þú alltaf brosandi og hlæjandi. Þar standa upp úr öll ferðalögin sem við fórum saman í, til Vestmannaeyja 1996, á Landsmót 1997 og allar keppnisferðirnar í körfunni í gegn- um árin. Þú varst þar hrókur alls fagnaðar og hélst uppi fjörinu. Eg veit að það gerir þú líka þar sem þú ert núna. Eg bíð eftir því að þú komir askvaðandi inn í Iþróttahús með skóna þína í hendinni, aðeins of sein á æfingu. Líf okkar vinkvenn- anna verður aldrei samt aftur, því í vinahópinn hefur verið höggvið stórt skarð og það verður ekki fyllt. Við vitum samt að þú verður með okkur hvert sem við förum. Elsku besta Gunnhildur mín, ég vil þakka þér allt sem þú hefur gef- ið mér í gegnum árin. Þú átt og munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og minningin um þig og fallega brosið þitt lifir þar að ei- lífu. Ég veit ekki hvenær við hitt- umst aftur en það verður einn góð- an veðurdag. Erviðlítumumöxl til Ijúfústu daga Iiðinnar ævi þávoruþaðstundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði Elsku Ambjöm, Sólveig, Biddý, Gunnar Pétur, Hafdís Hildur, Halli, Þóra, Fjóla amma, Gulli og fjöl- skylda og aðrir aðstandendur Gunn- hildar, missir ykkar er sár. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín vinkona og frænka, Anna Pála. Þegar ungt fólk er hrifið burt með svo skyndilegum hætti sem nú, úr ekki stærra samfélagi en okkar í Keflavík, finnur maður glöggt sam- hug íbúanna, eldri sem yngri. Með örfárra daga millibili hafa tvö ung- menni látið lífið af slysförum. Okkur setur hljóð og við finnum sárt til með aðstandendum þeirra og ást- vinum. Annað þessara ungmenna er Gunnhildur Líndal, fyrrverandi nemandi minn í umsjónarbekk fyrir tæpum tveimur áram. Það er erfítt að sætta sig við þá staðreynd að hún sé látin svo stuttu eftir að hún lauk grannskólanum, kvaddi og gekk út í lífið sem rétt var að byrja. Hún sem hafði svo margt að gefa og lífið brosti við. Hún sem var góð fyrirmynd ungra stúlkna og var þegar farin að leggja sitt af mörk- um í þeirra þágu. I Holtaskóla var andlátsfréttin sem reiðarslag og nemendur og kennarar gengu hnípnir um ganga. Gunnhildur Lín- dal tengdist þar stórum hóp. Ég mun minnast Gunnhildar sem ákaflega hæglátrar og prúðrar stúlku, óskanemanda hvers kennara sem gott var að vera samvistum við. Guð styrki fjölskyldu hennar og ungan ástvin. Hildur Harðardóttir. Það er stutt á miiii gleði og sorg- ar í lífinu. Einungis tólf dögum eftir að bikarmeistaratitill var í höfn bár- ust okkur þær fregnir á æfingu' að Gunnhildur vinkona okkar hefði lát- ist í hörmulegu bílslysi. Margar spumingar komu upp í huga okkar en fátt var um svör. Hvers vegna er svona ung og lífsglöð stelpa eins og Gunnhildur tekin frá okkur í blóma lífsins? Margar minningar vakna og fal- lega brosið hennar fer ekki úr huga okkar. Bikardagurinn var stór dag- ur í lífí hennar, gleðin sem skein úr andliti hennar þegar við unnum og ekki var hún minni þegar Gulli, stóra ástin í lífi hennar, fagnaði einnig sigri. Hún var meira að segja svo stolt að hún kom askvaðandi inn í Keflavíkurrútuna með Grindavík- urhúfu á höfðinu og hélt uppi stuði alla leiðina heim með söng sínum og gleði. Gunnhildur gaf alltaf svo ein- staklega mikið af sér, hún var sí- brosandi og gerði alltaf gott úr öll- um hlutum, nokkuð sem við hinar munum læra af henni. Eftir þessa hörmulegu lífsreynslu munum við líta lífið öðrum augum. Það er sárt að við þurfum að missa svona mikið til að læra að meta það sem við höf- um. Elsku Gunnhildur, minningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar, við eigum okkur allar eitt takmark; það er að vinna íslandsmeistaratitil- inn fyrir þig. Við vitum að þú munt ávallt vera með okkur innan vallar sem utan og mundu, ef þú spilar körfubolta þar sem þú er nú, að hafa boltann beint fyrir framan þig þegar þú tekur skot en ekki til hlið- ar. Elsku Arnbjörn, Sólveig, Bryn- dís, Gunnar, Hafdís Hildur, Harald- ur, Þóra, Fjóla amma, Gulli og fjöl- skylda og aðrir aðstandendur Gunn- hildar, megi Guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Gráttu ekki af því að ég er dáin ég er innra með þér alltaf. Þú hefúr röddina hún er í þér hana getur þú heyrt þegarþúvilt. Þú hefor andlitið líkamann. Ég er í þér þú getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt. Allt sem er eftir afmér er innra með þér. Þannig erum við alltaf saman. Þínar vinkonur, meistaraflokki kvennakörfu, Kefiavík. Það er fimmtudagskvöld. Ys og þys, það er að mörgu að hyggja, leikur er að hefjast. En skyndilega er allt breytt. Fréttir berast um að Gunnhildur Líndal, leikmaður okk- ar og vinkona, hafi látið lífið. Menn eru sem lamaðir, í stað tilhlökkunar fyrir komandi leik leggst yfir skuggi sorgar og söknuðar. Allt varð svo einkennilega hljótt. Gunnhildur Líndal Arnbjörns- dóttir var ein af yngri stelpunum í meistaraflokki Keflavíkur í körfu- bolta. Hún lék með yngri flokkum félagsins með góðum árangin, en nú undanfarið hefur hún, ásamt jafn- öldrum sínum, verið að marka sín fyrstu spor á leikvellinum í efstu deild. Ekki réðust þessar ungu stúlkur á garðinn þar sem hann var lægstur, því lið Keflavíkur hefur náð einstökum árangri á síðustu ár- um og þar hefur verið valinn maður í hverju rúmi. Gunnhildur hafði með áræði og þrotlausum æfingum náð að vinna sér sæti í liðinu. Framtíðin virtist því björt og fögur. En í einni svipan er ailt breytt og stórt skarð er höggvið í hópinn. Við sem kynntumst Gunnhildi í gegnum körfuboltann eigum góðar minningar um tápmikla og ákveðna stúlku sem var kvödd alltof fljótt af þessari jörðu til leiks á æðra sviði. Við viljum þakka henni samfylgd- ina og jafnframt votta foreldrum, unnusta, systkinum, aldraðri ömmu svo og öllum þeim sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Gunnhildar Líndal Arnbjömsdóttur. F.h. Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Þorgrímur St. Árnason. Elsku Gunnhildur. Þegar við sitj- um hér saman og hugsum til þín ~ getum við ekki annað en hugsað: „Af hverju?“ Þú sem varst svo ung og lífsglöð og áttir allt lífið framundan. Á svona tímum er svo margt sem við viljum segja en kom- um ekki orðum að því. Þegar við lít- um til baka og minnumst þín sjáum við þig, frábæra steipu og mesta stuðboltann í okkar liði. Við munum ekki eftir þeirri stund sem þú varst ekki brosandi. Þú gerðir það sem þig langaði og lést ekkert stoppa þig. Það var alltaf sérstakt and- rúmsloft í kringum þig og við gleymum aldrei öllum æfingunum þegar þú varst syngjandi í sturtu og eyddir óralöngum tíma í að hafa þig til. Höggvið hefur verið stórt skarð í líf okkar allra sem aldrei verður fyllt. Á þessari stundu finnst okkur lífið ósanngjamt en ætli það sé ekki tilgangur með öllu. Við vottum fjölskyldu Gunnhild- ar, unnusta og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Guð blessi þig, elsku Gunnhildur. Minning þín mun lifa í hjörtum okk- ar um ókomna tíð. Þínir knattspyrnufélagar, Ingunn, Ester, Ásdís, Auður, Dúna, Hanna, Bryndís og Eyrún. „Einn sannur vinur er mér meir til gleði en þúsund fjandmenn mér til ama.“ Það má segja að fimmtudagurinn 26. febrúar hafi vægast sagt verið versti dagur lífs míns, en þá missti ég bestu vinkonu mína, hana Gunn- hildi. Þegar mér barst sú frétt að þú værir látin trúði ég því ekki og geri ekki enn, það tók mig smástund að átta mig á fréttunum en þegar ég hafði gert það flaug margt í gegnum huga mér og ég neitaði þessu alger- lega, ég var að tala við þig fyrr um daginn en þá varst þú úti í Grinda- vík með honum Gulla þínum svo ánægð að þrífa bílinn. Otal spurn- ingar vöknuðu: Af hverju? Hvers vegna þú? Hvað hafðir þú gert til að eiga þetta skilið? Ekki Gunnhildur! En þegar stórt er spurt verður fátt - um svör og í þetta sinn era engin svör. Gunnhildur mín, það er engin leið að koma tilfinningunum í orð því til þess eru þær alltof sterkar eða rifja upp eina og eina minningu því til þess eru þær alltof margar, þannig að þessi allt of fáu og fátæklegu orð verða að duga. SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.