Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT J 5 e v 'JSSí jBSgjBstfmtíSgsB ■ í&jL B ^ 1 mFa ■ z Reuters ROBERT Mulligan dómari og forseti hæstaréttar í Massachusetts, skýrir frá því að dómhúsinu, þar sem taka átti fyrir áfrýjun í máli Louise Woodward í gær, hafí verið lokað vegna elds í byggingunni. Opseth fyrir Landsdóm? s Aheyrn frestað í Boston KJELL Opseth, fyrrverandi sam- gönguráðherra í Noregi, á yflr höfði sér fímm ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur fyrir Lands- dómi um að hafa haldið leyndum ypplýsingum varðandi Gardermo- framkvæmdirnar. Landsdómur hefur ekki verið kallaður saman í Noregi frá 1928 en hann getur fjallað um mál núver- andi eða fyrrverandi ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara, sem grunaðir eru um brot í starfi. Verður úrskruðum hans ekki áfrýj- að. Tildrögin nú eru gagnrýni norsku ríkisendurskoðunarinnar á Gard- ermo-framkvæmdimar. Boston. Reuters. ÁHEYRN hæstaréttar í Massachusetts vegna áfrýjunar á úrskurði í máli barnfóstrunnar Louise Woodward var frestað í gær eftir að reykur barst um dómhúsið. Verður áneymin haldin á mánudagsmorgun. Dómhúsið var rýmt vegna reykjarins sem barst frá smá- vægilegum eldi af völduin raf- magns. CNN sjónvarpsstöðin greindi frá því að tveir menn hefðu verið fluttir á börum úr húsinu en hefðu ekki virst alvar- lega slasaðir. Woodward var ekki í húsinu er brunavarna- kerfi fóm í gang, en búist er við að hún komi til áheymarinnar á mánudag. Hún var ákærð fyrir morð á átta mánaða dreng er hún gætti. Saksóknari áfrýjaði til hæsta- réttar úrskurði dómara í málinu, sem ógilti niðurstöðu kviðdóms, sem fann Woodward seka um morð að yfírlögðu ráði, og dæmdi hana fyrir manndráp af gáleysi. Ráöstefaa um fjarskiptatækrii og framtíðirta Erindi flytja fyrirlesarar frá fjórum fyrirtækjum sem móta upplýsingaheiminn í Evrópu. í tengslum við fund í ESB verkefninu JAMES (Joint ATM Experiment on European Services) boðar Landssíminn til ráðstefnu sem opin er áhugasömu fólki um fjarskipta- og tölvutækni. D A G S K R Á : JAMES er samvinnu- verkefni helstu fjarskiptafyrirtækja í Evrópu og er styrkt af fjarskiptaáætlun ESB. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins: http://www.labs.bt. com/profsoc/james Tungumál ráðstefnunnar er enska og titill hennar er: The role of ATM (Asynchronous Transfer Mode) in the near futtire development of Telecommunications - Perspectives of a few European Telcos 14:00 Setning 14:10 Erindi: Stuart Perkins, British Telecom ______ Volker Reible, Deutsche Telecom Berkom 15:10 Kaffihlé 15:30 Erindi: OleKroa Thomsen. TeleDanmark__________ Sæmundur E. Þorsteinsson, Landssímanum 16:20 Umræður og fyrirspumir 17:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnan verður haldin í þingsal 1 á Hótel Loftleiðum, mánudaginn 9. mars, og hefst kl. 14:00. Ráðstefnustjóri verður Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla íslands. JAMES LANDS SÍMINN Fundur vatns á tunglinu afar markverður Tunglið stökk- pallur nýrra geimleiðangra London. Daily Telegraph. ALDARFJÓRÐUNGI eftir að menn spígsporuðu um tunglið hefur rann- sóknarfai- bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) staðfest þann grun, að þar væri að finna vatn. Fyrir þá sem hyggja á landvinninga í geimnum þykir það markverðari fundur en fundur gulls. Með því er fyrir hendi forðabúr á tunglinu sem kann að gerbreyta framtíð geimrannsókna og gera þennan fylgihnött jarðarinnar að stökkpalli frekari mannaferða um alheiminn. Að sögn sérfræðinga NASA má ætla að Tunglkönnuður (Lunar prospector) hafi fundið milli 10 og 330 milljónir tonna af vatni í jarð- vegi á norður- og suðurskautum tunglsins. Hefur það orðið til vegna árekstra halastjama og loftsteina á tunglið og er víða að finna í börm- um gíga sem orðið hafa til við árekstur af því tagi. Sé reiknað með því að á tunglinu sé að finna 100 milljónir tonna af vatni jafngildir það 10 ferkílómetra stóru og 10 metra djúpu stöðuvatni. En þótt ekki væri hægt að vinna nema 50 milljónir tonna vatns á tunglinu myndi það duga mörg þús- und manna byggð í meira en 100 ár. Vatnið er allt í föstu formi og ískristallarnir nema ekki nema að jafnaði 1% af jarðveginum. Því bíð- ur það verkefni að leysa þá efna- hagslegu og tæknilegu þraut sem það hlýtur að vera að vinna vatnið, ekki síst þar sem að jafnaði er 150 gráða frost á Celcíus á þeim slóð- um sem það er að finna. Niðurstaðan er fengin eftir að- eins fjögurra vikna mælingar Tunglkönnuðar, sem verið hefur á 100 kílómetra hárri braut um pó!a tunglsins í um tvo mánuði. Auk þess að leita vatns kannar hann hvort önnur verðmæt efni, svo sem málma, sé þar einnig að finna. Hef- ur förin gengið framar björtustu vonum, en Tunglkönnuði er ætlað að vera á braut í rúmt ár áður en farið verður látið síga niður og brotlenda á tunglinu á næsta ári. Vatnsfundurinn þykir það merkilegur og kann að hafa það af- drifarík áhrif á framtíð geimrann- sókna, að vísindamenn hjá NASA og aðrir sérfræðingar kunna sér vart læti. „Maður á erfitt með að stilla sig,“ sagði Scott Hubbard, stjórnandi leiðangurs Tunglkönn- uðar. „Fyrir aðeins þriðjung þess kostnaðar sem venjuleg Hollywood-mynd útheimtir má senda rannsóknarfór til annarra hnatta er skila djúpstæðum ár- angri,“ sagði hann. Vatnið er að finna á 46.600 fer- kílómetra svæði á norðurpólnum og 18.700 ferkílómetra svæði við suðurskautið. Talið er að vinna megi nokkra lítra vatns úr einum rúmmetra jarðvegs með eimingu. Vatnið ætti að gera kleift að halda úti mannaðri byggð á tunglinu og úr því má vinna súrefni og vetni sem eldsneyti fyrir geimfór er legðu þaðan upp til fjarlægari hnatta og reikistjarna. Sjálfsmorð flug- manns orsök SilkAir-slyssins? RANNSAKENDUR SilkAir- flugslyssins á Borneó, sem varð 19. desember sl. og kostaði 104 mannslíf, hafa nú beint rann- sókninni að persónulegum bak- grunni flugmannanna vegna gruns um að sjálfsmorðstilraun annars þeirra gæti hafa verið or- sök hins dularfulla slyss. Boeing 737-300 farþegaþota á leið frá Djakarta til Singapore hrapaði þá í bezta ílugveðri úr 35.000 feta hæð niður í árósa, þar sem hún splundraðist. Fram að þessu er aðeins þekkt eitt dæmi um að sjálfs- morð flugmanns hafi valdið hrapi fullsetinnar farþegaþotu, en það var er geðbilaður flug- maður japanska flugfélagsins JAL knýsneri tveimur hreyflum DC-8 þotu í aðflugi að Tókýóflugvelli. Vélin féll í sjóinn og fórust allir sem um borð voru, 174 að tölu. í bandaríska flugmálatímarit- inu Aviation Week er greint frá því, að í hvert sinn sem flugslys er rannsakað sé engin orsök úti- lokuð frá upphafi, en iðulega sé hægt að útiloka sjálfsmorð flug- manns. Nú, tíu vikum eftir SilkAir-slysið, hafa rannsakend- ur þess ekki getað útilokað þennan möguleika. Ein ástæða þess er að hljóðriti vélarinnar stöðvaðist á meðan hún var enn í eðlilegu flugi í 35.000 feta hæð (um 10.500 m). Um mínútu síðar átti aðstoðar- flugmaðurinn eðlilegt samtal við flugtum. Og 40 sekúndum eftir samtalið stöðvaðist flugriti vélar- innar, einnig að því er virðist í fullri flughæð við óbreyttar að- stæður. Skömmu síðar flaug vél- in yfir hljóðhraða ofan í fenjaósa árinnar Musi og sundraðist svo rækilega að þrátt fyrir mikla fyrirhöfn hefur ekki tekizt að finna nema um helming braks- ins. Það er því mjög erfitt að finna einhverja vísbendingu um tæknilega bilun. Rannsakendur hafa enga haldbæra skýringu á þessu hléi á milli þess að hljóð- og flugritinn stövuðust, en við flugslys er það almennt svo að í mesta lagi milh'sekúndur líði á milli þess að báðir flugritarnir stöðvist, þegar straumur til þeirra rofnar er vél- in skellur niður. Einn hugsanlegur möguleiki, sem rannsakendur eru nú að kanna, er hvort verið geti að annar flugmannanna hefði rofið rafstraum til flugritanna með eigin hendi. Með því að safna upplýsingum um flugmennina hjá vinnufélög- um, fjölskyldu og vinum vonast rannsakendur til að geta betur gert sér grein fyrir sálarástandi þeirra og þar með hvort sjálfs- morð sé hugsanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.