Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 25 NEYTENDUR í Hófleg sykurneysla er ekki hættuleg heilsunni Fíkn í sætt bragð byrj- ar á fósturstigi og er talin mest á unglings- árum. Olafur Sigurðs- son matvælafræðingur segir að sykur hafi ým- is önnur hlutverk en að gefa sætubragð. SYKUR rotver sultur, sælgæti og ýmsa drykki. Þegar gosdrykkur er til dæmis auglýstur án rotvarnar- efna er rétt að hafa í huga að sykur- inn, koltvísýringurinn og sýran í drykknum hafa rotverjandi áhrif. Sykur gerir líka kökur mjúkar og rakar og gefur gullbrúna litinn á baksturinn. Við viljum því mörg hver ekki vera án sykurs. Hvítur sykur talinn hollari en púðursykur Sykrur eru einfóld kolvetni. Flók- in kolvetni eru hins vegar sterkja eða mjöl, sem eru langar keðjur ein- faldra kolvetna. Kolvetnin eru aðal- orkugjafi mannkynsins (hrísgrjón, hveiti). Það eru til margar tegundir sykra sem er ýmist bætt í matvæli eða finnast í náttúrunni. Flest okk- ar þekkja þó borðsykur eða súkrósu, sem eru tvær einsykrur; þrúgusykur+ávaxtasykur (glúkósa+frúktósa). Aðrar sykru- tegundir eru t.d. sýróp og hunang. Engin aukahollusta fylgir hunangi, ef eitthvað er þá er meiri sykur í teskeið af hunangi og sýrópi en þurrsykri. Hvítur sykur er talinn hollari en púðursykur, því hann er hreinni! Til gamans má geta þess að í kók eru um 11% sykur en í góðum vínberjum, appelsínum og ferskjum getur verið um 15%-17% sykur (Brixmælt). Við fáum hins vegar fullt af vítamínum og trefjum úr ávöxtum en ekki gosdrykkjum. Ávaxtasykurinn í þessum ávöxtum er þó lítið hollari en borðsykurinn (súkrósan) í gosinu, nema hvað borðsykur skemmir frekar tennurn- ar. Sykur flokkast sem hráefni til matvælagerðar. Ef eitthvað væri hugsanlega athugavert við matvæli eða önnur efni sem notuð eru í þau, þá yrðu þau bönnuð eða takmörkuð notkun. Það er ofneyslan sem er óholl og það er mikil ofneysla á sykri hérlendis. Manneldisráð hefur sagt að við eigum að fá 15% hámark af orku úr sykri, en við fáum 22%. Neyslan er talin mjög há hjá ung- lingum. Margir hafa áhyggjur af þessu, ekki síst foreldrar og tann- læknar. Að slepptri ofneyslu barna og unglinga og tannskemmdum er almennt talið að hófleg neysla á sykri hafí ekki skaðleg áhrif á heils- una. Gervisykur ekki hættulegur í hófi Fyrir þá sem vilja fækka hitaein- ingum úr mat er kjörið að velja syk- urskert matvæli eða jafnvel sykur- laus. Sætuefnin sem notuð eru í staðinn eru viðurkennd efni sem eru talin hættulaus undir leyfilegum mörkum samkvæmt reglugerð um aukefni. Á tungunni eru nemar fyrir sætt bragð, í sykursameind eru efnahópar sem snerta þessa nema. Gervisæta er með efnahópa sem snerta þessa nema á sama hátt og sykurinn. Þannig er verið að plata tunguna, til að skynja sætt bragð, án sykurs. 1970 komu fram um- deildar kenningar um að sykur ylli ofvirkni í börnum. ítrekaðar rann- sóknir hafa ekki staðfest þetta. Of- virkni varð ekki vart í börnum jafn- vel eftir stöðuga og mikla sykur- neyslu. I einni rannsókn voru valin 6-10 ára börn foreldra sem voru þess fullviss að sykur hefði slæm áhrif á þau. Enginn munur fannst á hegðun þeirra hvort sem þau borð- uðu mikinn eða mjög lítinn sykur. Hins vegar kom í ljós að sykur róaði börnin, sem og fullorðna. Þessi áhrif verða þó lítt áberandi í barnaafmæl- um eða á öðrum hátíðum. Fitna ég af sykri? Ekki af sykrinum eingöngu. Ef við borðum of mikið, safnast fita á okkur, sama hvort við borðum of mikið af sykri, próteinríkum mat eða feitmeti. Hreyfingarleysi veldur því að við brennum ekki nóg og þannig safnast á okkur enn meiri fita. Bakteríur í munni nýta sykur- inn og framleiða sýru sem skemmir tennurnar. Verst er sífellt nart í sælgæti. Þá eru tennurnar alltaf baðaðar í sykri og tannsýklan þrífst vel. Rannsóknir hérlendis hafa bent til þess að þau börn sem eru sífellt að drekka gosdrykM hafi verstu tannheilsuna. Óhófleg gosdrykkja veldur glerungstæringu (sýran), og tannskemmdum (sykurinn). Þetta er því slæm blanda. Talið er að 20% af nemendum í 10 bekk hérlendis séu með vott af glerungstæringu, þar af 3% þeirra alvarlega tæringu. I Reykjavík eru rúmlega 2.000 börn í 10. bekk. Svo virðist sem ung börn geti drukkið dísætan vökva þegar okkur mundi hrylla við bragðinu. Það á aldrei að setja sykur eða hun- ang á snuð, þá er verið að venja börnin á sætubragð og munnurinn verður löðrandi í sætu sem bakterí- urnar nýta. Börn sem eru að fara að sofa eiga að fá vatn í pelann, ekki mjólk (mjólkursykur) eða djús (súkrósa). Hafið það hugfast. Sykrinum hefur ranglega verið kennt um ýmislegt. Vonandi er þó eitthvert gagn af þessari samantekt frá samtökum bandarískra heimilis- lækna. Höfiindur er matvælafræðingur. ¥ Fljótleg kökugerð Fyrirtækið Nathan & Olsen hf. hef- ur um skeið séð um innflutning á kökudufti í pökkum frá Betty Crocker. í fréttatilkynningu frá Nathan & Olsen segir að nú hafi bæst við níu tegundir af kökum. Það eina sem þarf að gera er setja egg og matarolíu í skál, hræra innihaldi pakkans saman við og baka í 20-30 mín. Þá er kakan tilbú- in. Þá er fáanlegt tilbúið krem á kök- urnar. Nýju tegundirnar af kökum eru m.a. hvít kaka, gulrótarterta, súkkulaðibitamúffur, bláberjamúff- ur, epla og kanilmúffur og súkkulaðibitasmákökur. Þá er hægt að fá tilbúið súkkulaði- og vanillu- krem. Ný sending - nýir litir Handklæði Baðsloppar Baðmottur Nýr b Hringdu, um þér eintak BRODERAB SÆNCURLIN VERÐ KR. 5.900 TILBOÐ í DAG KR. 3.900 £i\' í 4- PÓS1VERSH ¦¦ SIMt 881 1717 FAX 861 1728 VERSLUN KJORGAROI, LAUGAVE6I 88 afslát VISA veitir öllum sem gflHT cpreiðameð VISA kreditkorti jl #0 rafrænan afslátt Fjöídi annarra fyrirUekja veitir eirinig afslátt FRÍÐINDAKLÚBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is © (stafraennar 1 jósmyndunar ) PowerShot 350 stafræna ljósmyndavélin frá Canon gefur sannarlega tilefni til að gleðjast því ljósmyndun hefur aidrei verið eins einföld ag þægileg sem nú. Þú ert með myndavél í höndunum, þar sem filman klárast aldrei og þú getur skoðað myndirnar um leið og þú ert búinn að taka þær. Canon PowerShot 350 iillflfffl (39 900 Upplau»n: 640x480 plxels, 24 hita. Minni 2MB,- alll au 47 myndir, stækkan- legt I 15MB með nlli að 352 myndlr. Lin»u: Bmm, F2,8. Skjár Litask|ár LCD á unki myndavélar 1,8". Hægt að skaöa taknar myndlr. Hugbúnaður: Ulead Fholnlmpact f. Win 95, TWAIN Drlver og Adnbe Pluo In Module I. Wln 95 og Mac. Canon NÝHERJI SkaftahlÍD 24 • Sími 5p9 7700 Slóð: http://www.nyhBrIl^s-_ Netfang: nyhEr]i@nyherji.is \ Saluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.