Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 45 MINNINGAR SIGURÐUR E. ÓLAFSSON + Sigurður Erlend- ur Ólafsson fædd- ist í Straumfirði á Mýrum 23. nóvember 1923. Hann lést á Landspítalanum 2. mars síðastliðinn. Hann var næstelstur barna hjónanna Bran- dísar Árnadóttur (f. á Kollabúðum 4. ág. 1900, d. 14. júlí 1973) og Ólafs Einars Bjarnleifssonar, síðar verkamanns í Reykja- vík (f. á Sauðárkróki 28. maí 1899, d. 28. des. 1946). Brandís var dóttir Árna Gunnlaugssonar bónda á Kollabúðum í Reykhólasveit og konu hans Kristínar Hallvarðs- dóttur. Ólafur var sonur Bjarn- leifs Jónssonar skósmiðs frá Sauðárkróki, síðast f Reykjavík, og konu hans Olafíu Mngnúsdótt- ur. Systkini Sigurðar eru: 1) Kristín Ásta (f. 1922), húsmdðir í Reykjavík. 2) ÞórhaUur Björgvin (f. 13. ndv. 1926), læknir í Hvera- gerði. 3) Jón rafvirkjameistari í Reykjavík (f. 14. febr. 1929, d. 17. maí 1997). 4) Leifur (f. 29. jan. 1931), málari í Reykjavík. 5) Odd- ur (f. 29. ág. 1932), verkamaður í Reykjavík. 6) Sigurbjörn Hlöðver (f. 26. mars 1934), sjómaður o.fl. í Reykjavík. 7) Ingibjörg Snjólaug, g. Dunn (f. 11. maí 1936), hús- móðir í Bandaríkjunum. 8) Guð- jón Þór (f. 2. júh' 1937), vélsmiður á Akranesi. 9) Arndís, g. Dunn (f. 16. ág. 1939), húsmóðir i' Banda- rilcjunum. Hinn 24. nóv. 1944 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni ísafoldu Guðmundsdóttur (f. 14. júní 1925). Hún er ddttir Guðmundar skósmiðs í Reykjavík Gíslasonar og konu hans Sigrún- ar Jónasdóttur. Börn þeirra eru: 1) Bryndís Sigrun (f. 22. ág. 1943), svæðanuddarí, búsett á Snæfellsnesi. 2) Ragnheiður (f. 17. júní 1949), húsmóðir i Reykja- í annað sinn á tæpu ári kveð ég bróður hinstu kveðju. Af sjö bræðr- um eru nú fimm eftir. Á sl. vori dó Jón bróðir okkar eftir áralöng veik- indi, og nú er Sigurður, sem hér er minnst, fallinn frá, einnig eftir löng og þung veikindi. Siggi var næstelstur af tíu systkmum. Hann fæddist í Straumfirði á Mýrum, þar sem foreldrar okkar dvöldu skamma hríð í skjóli heiðurshjón- anna Þórdísar Jónasdóttur og Guð- jóns Sigurðssonar, sem ólu föður okkar að miklu leyti upp. Sá, sem þetta skrifar, átti einnig góða vist hjá þeim í sjö sumur og einn vetur. Tengsl fjölskyldunnar eru því mikil við Straumfjörð og það fóik, sem þar bjó. Það er í tísku nú á dögum að tala um kynslóðabilið. Látið er að því liggja, að gjár hafi myndast milli ungra og miðaldra og á milli hinna síðarnefndu og aldinna. Þetta er kannske rétt, ef samanburður er gerður á fjölskylduháttum nútím- ans og þeim, sem voru við lýði í gamla bændasamfélaginu. En hér á fyrst og fremst hlut að máli hin yfir- drifna æskudýrkun, sem haldið er á loft af kaupmöngurum og aug- lýsendum. Þá tíðkast einnig að gefa ákveðnum kynslóðum nafn. Þannig tilheyrðu afar og ömmur okkar, sem nú eru komnir á „aldur", hinni margfrægu aldamótakynslóð, þeirri, sem braust úr viðjum hins staðnaða samfélags og haslaði sér völl við sjávarsíðuna í leit að betra lífi. Feður okkar og mæður, kreppu- kynslóðin, komust hins vegar að því, að lífið á mölinni var ekki leikur einn. En eitt var það, sem varð mörgum fjölskyldum í þéttbýlinu til hjálpar í baráttunni við að hafa í sig og á. Það voru hin sterku tengsl við vini og ættingja í sveitunum. Þannig vorum við bræður sendir, einn af öðrum, til langdvalar í sveit- um, sumir hjá frændum og vinum, vík; sambýlismaður Frank Olgerson. 3) Krístín Árný (f. 15. júní 1951), búsett í Reykjavík. 4) Svan- hildur (f. 7. des. 1954), húsmóðir á Mávatúni í Reykhóla- sveit; maki Tómas Sigurgeirsson. 5) Erla Björg (f. 1. jan. 1959), þjdðfélags- fræðingur, við fram- haldsnám í Noregi. 6) Lilja (f. 12. júlí 1960), garðyrkju- fræðingur í Reykja- vík. 7) Einar (f. 7. júlí 1963), l'ramkvæmdastjói'i í Kópavogi; maki EUen Blomsterberg. 8) Arn- þór (f. 9. apr. 1966), kjötiðnaðar- maður Kópavogi; maki Sigur- björg Dögg Finnsdóttir. Barna- börn Sigurðar og ísafoldar eru 28 og barnabarnabörnin eru orð- in tíu talsins. Framan af starfsævi sinni vann Sigurður algeng störf tíl sjós og lands. Hann var búsettur á Skerðingsstöðum, TUraunastöð- inni og á Mávavatni hjá Rcykhól- um vestra í allmörg ár upp úr 1950 og stundaði þar smíðar og viðgerðir. Um 1956 fluttist hann aftur suður og reisti sér heimUi á Bjarnhóiastíg 12 í Kópavogi, þar sem hann bjó æ síðan. Um þetta leyti fór hann á ný tíl sjós, var há- seti á fislcibátum og f sigUngum um tveggja áratuga skeið. Um árabU starfaði hann í véismiðju Kristjáns Gíslasonar í Roykjavflc sem járn- og ketilsmiður, en hann hafði sveinspróf í þeim greinum. Hann sagði þó ekki skilið við sjð- inn og stundaði í frítímum síuuin hrognkelsaveiðar frá Reykjavík um margra ára skeið. Si'ðustu sex starfsárin starfaði hann sem járnsmiður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Utför Sigurðar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. aðrir hjá ókunnugum. Hlutskipti Sigga var gott. Hann vistaðist ung- ur á Miðhúsum í Reykhólasveit hjá öðlingsmanninum Tómasi bónda Sigurgeirssyni og konu hans Stein- unni Hjálmarsdóttur, en fyrri mað- ur hennar var Þórarinn Arnason, móðurbróðir okkar, sem dó á besta aldri 1929. Þarna var Siggi í hópi frændsystkina sinna og sem einn af þeim. Þau tengsl, sem mynduðust á þessum uppvaxtarárum, rofhuðu aldrei. Einkum ber að nefna hin nánu tengsl milli Sigga og frænda hans, Þorsteins Þórarinssonar, sem er nýlega fallinn frá. Segja má, að þeir hafi verið sem bræður, og auk fjölskyldubandanna voru þeir árum saman samstarfsmenn. Segja má, að Miðhús hafi verið fjöiskyldu okkar eins konar hug- lægt ættaróðal. Þar ólst móðir okk- ar upp í skjóli systur sinnar, Finn- bogu, og þar dó amma okkar. Síðar bjó þar Þórarinn móðurbróðir og enn síðar Ingibjörg móðursystir. Og við þrír bræðurnir höfum átt þar skjól. Miðhús er mikil hlunninda- jörð, og Siggi vandist því ungur sjónum, þar sem lifibrauðið var að miklu leytí sótt út í eyjar. Margur býr að fyrstu gerð. Upp frá þessu var Siggi fyrst og fremst sjómaður. Þegar ég nú hugsa til baka tíl þessa eldri bróður míns, kemur mér á óvart sú staðreynd, að við ólumst í raun ekM upp saman nema nokkur ár í frumbernsku og fáein ár á ung- lingsárunum. Það voru erfið ár fyrir ungmenni, enda engri æskudýrkun til að dreifa. Mér er minnisstætt, hversu Siggi var duglegur að koma sér í vinnu og að afla sér vina. Hann var glaðlyndur og hvers manns hug- ljúfi, og hann var eftirlæti móður okkar. Hann var náttúrugreindur og fróðleiksfús, en skólagöngu hans lauk með barnaskólanum. Eg held, að innst inni hefði hann viljað ganga menntaveginn, en kreppan lokaði öllum slíkum dyrum fyrir fátækum ungmennum. En það, sem honum hlotnaðist ekki, vildi hann láta ræt- ast á öðrum. Eg tel hann annan tveggja mestu velgjörðarmanna minna á lífsleiðinni. Þegar ég hafði verið á þriðja ár fyrir vestan, sendi hann mér bréf, þar sem hann sagð- ist hafa sótt um skólavist í Ingi- marsskólanum og ég yrði því að koma suður með haustinu. Asamt með Jóni Daðasyni, bónda á Mið- húsum, beindi hann mér þannig inn á þá lífsbraut, sem ég hefi gengið. I inngangsorðum þessarar minn- ingar eru störf bróður míns ralrin að nokkru, og hefi ég ekki miklu að bæta við það. Eins og gengur lágu leiðir okkar ekki mikið saman á lífs- leiðinni, en alltaf var gott að leita til hans. Hann var lagvirkur og vinnu- samur og hjálpaði gjarnan yngri bróður sínum, sem hafði fæðst með tíu þumalfingur. Hann stofnaði heimili ungur að árum, þegar erfiðir tímar fóru í hönd. Fjölskylda hans var ein af þessum barnmörgu fjöl- skyldum, sem sett hafa svo sterkan svip á þjóðfélagið allt frá miðri öld- inni. Hann var ekki ríkur af þessa heims gæðum, en ég hygg, að sú létta lund, sem einkenndi hann í æsku, hafi enst honum vel til ævi- loka. Hann bar fyrir brjósti hlut hinna veikari, og ég held, að hann hafi verið jafnaðarmaður af bestu gerð allt frá því að hann tók ungur að mynda sér skoðanir á þjóðfélags- málum. Heimili hans hefur veitt af- komendunum skjól og þar hefur ekki ríkt neitt kynslóðabil. Að lokum vfljum við hjónin votta Foldu og börnum þeirra innilega samúð okkar. Þtfrhaiiur B. Ólafsson. Hlíðin mín fríða hjallameðurgræna og blágresið bliða og berjalautu væna, á þér ástar augu ungur réð ég festa, blómmóðir besta! (Jón Thoroddsen.) Elsku pabbi minn, nú kveðjum við þig í dag í hinsta sinn. Nú er þrautum þínum lokið og þú getur Íoksins hvílst. I mörg ár hafðir þú barist við veikindi þín og sífellt fækkaði ferð- unum þinum vestur til mín, á æsku- stöðvarnar þínar, sem þú unnir svo mjög. Það var eins og þú fengir aukinn kraft þegar þú gekkst um Hlíðina þína fögru, sem þú unnir alla tíð. Ég dáðist oft að ykkur mömmu þegar þið klifuð upp um alla hjalla og heiðar og komuð klyfj- uð af berjum til baka. Ég man líka hvað þú gladdist þegar þú gast komist í stuttar sjóferðir um eyj- arnar með Tómasi. í haust komst þú en fæturnir neituðu að bera þig upp í hjallana, þá hafðir þú á orði að sennilega væri þetta síðasta ferðin þín hingað vestur. Elsku pabbi minn, þú varst haf- sjór af fróðleik og það sem var þér dýrmætast í lífinu var heiðarleikinn og þrautseigjan og það var vega- nestíð sem þú gafst mér út í lífið. Ég veit að þú heldur áfram rann- sókn þinni á alheiminum og vil ég svo þakka þér samfylgdina og allt sem þú kenndir mér. Guð blessi þig. Elsku mamma mín, Guð styrki þig og blessi. Pú Ijós, sem ávallt lýsa vfldir mér, þú logar enn, í gepum bárur, brim og voðasker, Núbirtirsenn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (M.Joch.) Þín dóttir Svanhildur. Við systkinin á Reykhólum kveðj- um í dag hinstu kveðju fósturbróður okkar og frænda Sigurð Ólafsson. Þorsteinn bróðir og Siggi voru jafn- aldrar og hinir mestu mátar. Siggi ólst upp og var í mörg ár fram að fermingu einn úr systkinahópnum á Miðhúsum. Eftír fermingu flutti hann suður og fór í launaða vinnu til að létta undir með heimili foreldra sinna." Varð þá skilnaðartími um nokkur ár hjá Steina og Sigga. Síð- ar áttu leiðir þeirra eftir að liggja saman. Leiðir sem sameinuðu þá frændur og fóstbræður. Þeirra gæfuslóð hófst er þeir kynntust systrunum Hallfríði og ísafold, er urðu þeirra ævifélagar. í mörg ár voru þeir einnig starfsfélagar í vél- smiðjum í Reykjavík, en árið 1950 brugðu þeir á það ráð að flytjast tíl Reykhóla og fengu þar úthlutað iðn- aðarbýli í landnámsparti jarðarinn- ar. Sá iðnaðarbúskapur reyndist þeim ekki hagkvæmur, svo þeir fluttu sig aftur til Reykjavíkur eftir fá ár og tóku til við almenna járn- smíði o.fl. Nú eru þessir fóstbræður kvaddir með sex yikna millibili. Það er eins og þeir hefðu verið að bíða hvor eftir öðrum í þögulli en æðru- lausri ró síðasta árið. Þeir vissu vel hvor um annars heilsufar. Siðast er ég hittí Sigga í febrúar tók hann heilsufari sinu með glettni og um- burðarlyndi. Hugur hans var allur hjá börnum hans og glaðværu brosi barnabarnanna. Okkur systkinunum fannst Siggi alltaf vera sem einn úr systkina- hópnum. Sú tilfinning kom jafnan fram bæði á fagnaðarstundum og sorgartímum. Við minnumst þessa fósturbróður okkar og þökkum samverustundir æskuáranna. Fjöl- skyldu hans eru sendar hlýjustu samúðarkveðjur á þessari kveðju- stundu. Hjörtur Þdrarinsson. Elsku afí. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Það var alitaf svo gott að koma til þín og vera hjá þér. Við söknum þín sárt. Við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Sorgoggleðiauðurer öllumþeimsemvilja. Égámargtaðþakkaþér þegarleiðirskilja. (Hulda.) Ástarkveðjur, Elísabet Ýr, Eydís Sylvía og Einar Ólafur Einarsbörn. Elsku afi minn er dáinn. Af hverju þurfti afi að deyja? var það fyrsta sem ég sagði þegar ég frétti af andláti afa míns. Daginn áður fór ég með pabba í heimsókn til hans á spítalann, en það var fyrsti dagur- inn í langan tíma sem honum leið nokkuð vel. Eina huggunin er að ég veit að núna ertu hjá Guði, elsku afi, og veikindum þínum lokið.En ég sakna þín samt svo mikið. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp við hliðina á ykkur ömmu öll fyrstu ár ævinnar og á ég margar ómetanleg- ar minningar frá þeim tíma. Eg minnist með ánægju allra fjöruferð- anna sem við fórum saman og ófáar voru ferðirnar sem ég fékk að fara með þér eða ykkur ömmu báðum vestur á Reykhóla. Þú varst alltaf svo áhugasamur um allt sem ég gerði og duglegur að hafa mig með í för. Það var svo gott að eiga ykkur ömmu að þegar mamma og pabbi voru að heiman, því alltaf var maður velkominn yfir til ykkar. Elsku afi minn, sem varst alltaf svo góður, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég mun alltaf sakna þín. Elsku ísafold amma, ég veit að missirinn og tómleikinn er þó mestur hjá þér ^ - og bið ég Guð að styðja þig og styrkja. Elfar Freyr Arnþórsson. Elsku hjartans afi, þú hefur nú sagt skdlið við þennan heim eftir langt veikindastríð. Margs er að minnast og margs að sakna. Þú varst svo góður og hlýr í viðmóti. Viska þín var ótakmörkuð, svo fróð- ur varst þú um alla hluti enda var frásagnargleði þín einstök. Við syst- urnar minnumst sérstaklega allra ferða ykkar ömmu vestur á Reyk- hóla í gegnum árin. Þegar vitað var að þið væruð væntanleg varð tíl- hlökkunin mikil því við vissum að ~4*t alltaf höfðuð þið tekið með ykkur eitt og annað sem ekki var fáanlegt í sveitinni. Það var alltaf gaman að •. vera í kringum þig því þú varst alltaf glaðlegur og blíður í návist okkar. Eitt var svo gott við þig að þú skildir allt svo vel. Það verður hálfskrýtið að hugsa til heimsókna á Bjarnó þar sem enginn Siggi afi i verður í stólnum sínum. Eftir að þú lagðist inn á spítala og eftir því sem lengra leið á veikindi • þín kom hlýja þín og bliða meira og -^ meira í ljós. Það var virkilega aðdá- ;' unarvert að fylgjast með þér og sjá hvernig þú tókst á við Kðan þína með svo miklu jafnaðargeði. Þú varst svo þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir þig, sama hversu smávægilegt það var í raun. Elsku afi, nú kveðjum við þig hinni hinstu kveðju með söknuði en jafnframt þakklæti í huga. Það var gott að fá að deila þessum stundum með þér í veikinduir. þínum og fá að halda í hönd þína. Fyrir það verðum við ævinlega þakklátar. Við vitum að nú ert þú sem engill allt um kring og við trúum því að þú munir nú vernda ömmu litlu sem við biðj- '• um góðan guð að styrkja og varð- veita á þessum erfiðu tímum. *^ Sara Dögg, Svala Dögg, Dísa R. og Kristíh Ingibjðrg. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞÓRÐARSON, er andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 1. mars sl., verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju í dag, laugardaginn 7. mars kl. 13.30. Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði. Siguriaug Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Yndisleg dóttir okkar, unnusta, systir, mág- kona, frænka og dótturdóttir, GUNNHILDUR LÍNDAL ARNBJÖRNSDÓTTIR, sem lést af slysförum fimmtudaginn 26. febrú- ar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardaginn 7. mars, kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á nýstofnaðan minningarsjóð í hennar nafni til styrktar kvennakörfuboltanum f Keflavlk. Sjóðurinn er í vórslu Sparisj'óðsíns í Keflavík nr. 1109-05-450000. Sólveig Hafdís Haraldsdóttir, Ambjörn Óskarsson, Guðlaugur Eyjólfsson, Haraldur Lfndal Arnbjörnsson, Þóra Brynjarsdóttir, Bryndfs Lfndal Arnbjðrnsdóttir, Gunnar Pétur Róbertsson, Hafdís Hildur Gunnarsdóttir, Fjóla Eirfksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.