Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU UTGERÐARFELAG Vestmannaeyja hefur þegar hafið starfsemi sína með kaupum á togaran- um Breka VE með aflaheimildum og er útgerð hans undir merkjum félagsins hafin. í gær var svo geng- ið frá kaupum félagsins á útgerðar- fyrirtækinu Perú efh. á Hornafirði. Perú gerir út bátinn Garðar II og fylgja honum aflaheimildir sem svara til 420 tonna af þorski. Guð- jón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, einn hvatamannanna að stofnun félagsins, segir í samtali við Morgunblaðið, að öflug útgerð og fiskvinnsla sé undirstaða lífsins í Vestmannaeyjum. Þannig hafi ver- ið gengið frá málum að rekstur fé- lagsins sé tryggður. Það muni skila auknum tekjum til til Eyja. „Með stofnun þessa útgerðarfélags er þriðja stóra heftið vonandi að verða til hér í Eyjum," segir Guðjón. Mjög misjafnt er hvernig ein- stökum sveitarfélögum hefur hald- izt á aflaheimildum, sem hafa verið skráðar á skip í þeim. Sum hafa misst frá sér verulegar heimildir og þar með atvinnu, önnur hafa haldið í horfinu og sum aukið sinn hlut. Vestmannaeyjar hafa haldið í horf- inu, en það er Eyjamönnum ekki nóg. Það er sóknarhugur í þeim í sjávarútveginum. Tími til að blása til sóknar „Við höfum getað haldið í horf- inu," segir Guðjón. „Varnarleikur- inn hefur gengið mjög vel, en við misstum reyndar eitt skip héðan fyrir nokkrum árum. Útgerðar- menn hér hafa lifað með þessu fisk- veiðistjórnunarkerfi og hafa verið að auka við aflaheimildir sínar. Við stöndum þess vegna mjög vel og nú er kominn tími til að blása til sókn- ar. Tilgangurinn með stofnun þessa félags er auðvitað að halda núver- andi aflaheimildum í Vestmanneyj- um og auka við þær síðar meir. Mikill áhugi Við fréttum fyrst að tveir bátar væru til sölu, Gullborg og Hrauney og síðan fréttum við að togarinn Breki væri að fara á sólu líka. Okk- ur stóð ekki á sama um að missa svo miklar aflheimildir burt svo við ákváðum að kanna hvort ekki væri vilji til stofnunar hlutafélags um út- gerð hér í Eyjum. Viðbrögðin urðu svo góð að þetta var klárað á 10 dögum. 230 milljóna hiutafé safnað á örfáum dögum, gengið frá kaup- um á togara með aflaheimildum fyr- ir 820 milljónir og skipið farið á sjó undir okkar merkjum áður en form- lega hefur verið gengið frá stofnun félagsins. Síðan þá hafa svo kaupin á Perú ehf. verið gerð svo segja má að gangurinn sé alveg ótrúlegur. Við höfum þegar sent út dreifi- bréf til fyrirtækja og inn á heimilin, þar sem boðin er þátttaka í stofnun hlutafélagsins og þess eru mörg dæmi að fólk hafi komið og spurt, Utgerðarfélag Vestmannaeyja hefur keypt tvö skip Morgunblaðið/Halldór KAUPSAMNINGURINN um Perú ehf. undirritaður. Garðar Garðarsson, lögfræðingur, Axel Jónsson, aðaleig- andi Perú, Aðalsteinn Sigurjónsson, stjórnarformaður UV og stjómarmennirnir Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri og Guðjón Rögnvaldsson, útgerðarmaður. Aflaheimildir orðnar 1.520 þorskígildistonn hvort það væri nokkuð of seint að kaupa hlutabréf og ganga í félagið. Ahuginn er mikill og öllum hér verður gefið tækifæri til að gerast stofnfélagar í Utgerðarfélagi Vest- mannaeyja." Tryggari og betur launuð störf Hvernig hefur útgerðin í Eyjum þróast með kvótakerfinu? „Þróunin hefur verið sú, að menn hafa verið að sameina takmarkaðar aflaheimildir á færri skip. Því fylgir auðvitað að einhver störf á sjónum tapast, en skipin eru orðin stærri og betri og stórfin, sem eftir eru trygg- ari og betur launuð. Margfeldis- áhrifin af góðu gengi í útgerðinni eru gífurleg. Þegar vel gengur njóta allir góðs af því og það kemur greinilega fram í ársreikningum bæjarins, hvernig vertíðin hefur gengið. Utgerðarmenn hér í Eyjum hafa nýtt sér kosti kvótakerfisins vel og náð að auka aflaheimildir sína, en framtíð margra byggist á því að framsal aflaheimilda verði sem frjálsast. Hér eru heiðarlegir út- gerðarmenn og ekki má láta nokkra „skúrka" kasta þvílíkri rýrð á kvótakerfið að framsalið verði lamað. Það verður að koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum með öðrum hætti. Vinnslustöðin stærsti hluthafinn I þessu nýja útgerðarféagi erum við að ná saman hagsmunaaðilum í bænum, einstaklingum og stóru fyrirtækjunum, til að búa til mjög sterkt félag. Menn hafa gjarnan TOLVUMIÐSTOÐ HEIMILISINS Tölvumiðstöðin er á hjólum með útdraganlegri plötu fyrir lyklaborð og mús. Hún er rúmgóð hirsla þar sem vel fer um öll helstu tæki og fylgihluti tölvuheimsins. Tölvumiðstöðin er fáanleg Beyki og Kirsuberjavið Stærð lengd 80 sm dýpt 50 sm hæð 80,5 sm EG Skrifstofubunaður m. Áemála 20. 10» Ueykjavík, Bíml §38 §900, ('«» m BWl talað um að í Eyjum væru tvö stór hefti, en ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að þriðja stóra heftið sé að verða til líka. Vinnslustöðin verður stærsti hluthafinn með 20% en síðan koma tryggingafélög, oh'ufélög, fiutninga- fyrirtæki, ísfélagið og ýmis fleiri fyrirtæki í Eyjum. Bærinn mun koma að þessu með öðru leyti. Hér er verið að vinna að stofnun nýs fjárfestingarfélags og við munum koma að stofnun þess, en ég reikna með að það muni síðan fjárfesta í Útgerðarfélagi Vestmannaeyja. Bærinn hefur ekki farið út í það beint að fjárfesta í atvinnufyrir- tækjum eða veita þeim fjárhagsleg- ar ábyrgðir og svo verður heldur ekki að þessu sinni. Skoðun okkar er sú að einka- framtakið og hlutafélögin séu bezt til þess fallin að halda hér uppi blómlegu atvinnulífi. Við höfum á hinn bóginn stutt sjávarútveginn hér á annan hátt. Við eru með lægstu vöru- og aflagjöldin á land- inu og gefum þar í raun nokkrar milljónir í afslátt á ári. Þetta fyrirtæki verður skráð á markaði, þannig að lífeyrissjóðirnir eiga að geta komið að því og bank- arnir hér í Eyjum munu veita fólki fyrirgreiðslu til kaupa á hlutabréf- um. Nú þegar hafa safnazt um 230 milljónir og hinn 15. mars, þegar fé- lagið verður formlega stofnað, verð- ur örugglega komið nóg í pottinn." Góður rekstrargrundvöUur f Hvernig er rekstrargundvöllur Utgerðarfélags, sem aðeins hefur um 1.520 tonn heimiJdir í þorskígildum talið? Er það nóg? „Það er alveg ljóst að við svona mikla fjárfestingu verður að selja fiskinn á hæsta mögulegu verði. Við munum því leggja áherzlu á sölu aflans á mörkuðum, bæði hér í Eyj- um og erlendis. Þá þarf að skoða samsetningu á lánum og ná sem beztum lánakjör- um. Við sjáum fram á að Breki eigi að geta skilað 27 til 30% framleiðni og það á alveg að duga til að greiða lánin niður. Síðan hefur verið ákveð- ið að Breki muni veiða töluvert magn af fiski fyrir Vinnslustöðina og það tryggir rekstargrundvöllinn enn frekar. Við erum að kaupa skipið í lok febrúar og þá er aðeins rúmur helmingur kvótaársins eftir. Afla- heimildir okkar nú auk veiðanna fyrir Vinnslustöðina munu sjá okkur fyrir fyllilega nægum verkefnum til loka kvótaársins. Kaupin á Perú ehf. og bátnum Garðari II auka verkefni okkar líka. Rekstrargrundvöllurinn er því góður. Markmiðið er svo að auka enn- frekar aflaheimildir okkar og við erum að skoða ýmis dæmi, bæði hér innan bæjar og utan." Eru bátarnir Hrauney og Gull- borgin komnir á innkaupalistann? Mikil breidd og fjölbreytt starfsreynsla „Við ætlum að skoða það líka. Fyrst skrefið er að klára kaupin á Perú ehf. og Brekanum og ganga frá lánum á honum og öðrum þátt- um. Við erum þó byrjaðir að tala saman, en framvindan er alveg óljós. Markmiðið er að halda í horfinu fyrst í stað og auka síðan aflaheim- ildir Útgerðarfélags Vestmanna- eyja. Hvort það tekst kemur smám saman í ljós, en ég tel að í stjórn- inni sé mikil breidd manna með mikla og fjölbreytta starfsreynslu, sem eigi eftir að nýtast félaginu mjög vel. Eg sé enga ástæðu til að ætla annað en framtíð þessa nýja félags geti verið björt. Það er mikill hugur í mönnum og ljóst að eignar- aðild að félaginu verður mjög dreifð. Þar koma saman fjölbreyttir kraftar, sem sameinaðir munu mynda þann eina mikla kraft sem þarf til að reka öflugt útgerðarfé- lag," segir Guðjón Hjörleifsson. „Brautryðj endastarf í öryggismálum" FJARSKIPTABUNAÐUR í sjálf- virka tilkynningaskyldukerfinu, sem hleypt verður af stokkun- um í haust, er þróaður af breska fyrirtækinu Racal Survey sem hefur um áratuga skeið sérhæft sig í hönnun siglinga- og fjar- skiptabúnaðar. Brian Wood, for- stjóri Racal Survey, segir þró- unarsamvinnu Racal Survey, Stefju og DNG um heildarlausn fyrir sjálfvirka tilkynninga- skyldu vera brautryðjendastarf í eftirlits- og örygg^smálum í heiminum. Brian Wood segir Racal Sur- vey hafa frá árinu 1985 einkum byggst á GPS tækninni og ára- tugareynslu og þekkingu á fjar- skiptatækninni almennt. „Okkar framlag og hugbúnaðurinn sem Stefja hefur þróað gerir okkur kleift að setja upp mjög öflugt upplýsinga- og eftirlitskerfi fyrir íslensk fiskiskip." Miklir möguleikar í markaðssetningu Wood segist líta svo á að hér sé verið að vinna brautryðjenda- starf og möguleikar á markaðs- setningu kerfisins erlendis sé"u mjög miklir. „Hér er um að ræða tækni sem á enga sína líka í heiminum. Við höfum unnið að áþekkum verkefnum víðs vegar um heiminn en þau hafa verið mun smærri í sniðum. Til dæmis hönnuðum við staðsetningarbún- að fyrir um 30 skip við olíuborp- alla l Brúnei. Þar að auki settum við upp staðsetningarbúnað sem BRIAN Wood, forsrjo'ri Racal Survey. Morgunblaðið/Halldór hafði eftirlit með 30 farartækj- um í eigu olíufyrirtækis með er með vinnslu í eyðimörk. En það kerfi sem hér um ræðir opnar möguleika á eftirliti með físki- skipum en eykur öryggi sjófar- enda um leið. Það er mun um- fangsmeira, við höfum þróað okkar búnað lengra og náum þannig til miklu fleiri skipa á mun stærra svæði." Wood segir fjölda aðila út í heimi hafa fylgst vel með þróun verkefnisins á Islandi. „Við mun- um fyrst í stað beina sjónum okkar að möguleikum í fiskveið- um og reyna þannig að öðlast traust viðskiptavina ef kerfið reynist vel. En vissulega er hugsanlegt að nýta þetta kerfi við annars konar aðstæður þar sem öryggi skiptir máh. Hér á Iandi ætti að vera auðvelt að auka notagUdi kerfisins þar sem móttökustöðvar verða settar upp á allri strandlengjunni. Kerfið ætti því að geta nýst hvort sem er í lofti, láði og Iegi." Búnaðurinn hefur verið til reynslu í nokkrum skipum hér við land í rúmt ár. Wood segir það hafa reynst ótrúlega vel og nánast engin vandamál komið upp á ennþá. ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.