Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Dóttir okkar, móðir, fyrrum eiginkona og systir, ÞÓRA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTiR, er bráðkvödd varð á heimili sínu fimmtu- daginn 26. febrúar sl., verður jarðsett frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, laug- ardaginn 7. mars, kl. 16.00. Anna Jóhanna Oddgeirs, Fríðrik Hjörleifsson, Borgþór Ágústsson, Guðrún Ágústsdóttir, Sigfús Ágústsson, Aurora Ágústsdóttir, Ágúst Borgþórsson, Aurora G. Friðriksdóttir, Bjarni Sighvatsson, Hjörleifur Friðriksson, Auðbjörg Sigurþórsdóttir, Jón Rúnar Friðriksson, Friðrik Þór Friðríksson og fjölskyldur. ÞORA MARGRET FRIÐRIKSDÓTTIR t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar, dóttur, systur og tengdamóður, BJARKAR AÐALHEIÐAR BIRKISDÓTTUR, Búhamri 13, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem hjúkruðu henni á Landsþítalanum, Borgarsþítalanum og Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, sem og öðrum fyrir margháttaðan og ómetanlegan styrk og hlýhug Guð blessi ykkur. Bernódus Alfreðsson, Þórður Ólafur Rúnarsson, Ragnar Birkir Bjarkarson, Guðný BernódusdóttJr, Birkir Jónsson, Guðmundur Birkisson, Hrefna Birkisdóttir, Helga Birkisdóttir, Sólrún Bragadóttir, Erla HelgadóttJr, Eria Guðjónsdóttir, Gísli Garðarsson, Ólafur Sólmundsson. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR BRIEM. Katrín Briem, Hugi Ármannsson, Ólöf Briem, Kári Leivsson Petersen, Brynhildur Bríem, Hugi Baldvln Hugason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS PÁLMASONAR, Álfabyggð 1, Akureyrí. Sórstakar þakkir færum við starfsfólki á B-deild dvalarheimilsins Hlíðar. Valgarður Baldvinsson, Sigrún Björgvinsdóttjr, Gunnar Ingvi Baldvinsson, Jónina Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, HÓLMFRÍÐAR ÁSBJARNARDÓTTUR, Hríngbraut 69, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir hlýhug og velvild fyrr og síðar. + Þóra Margrét Friðriksdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 14. febrúar 1955. Hún lést á heimili síiiu í Blika- hólum 6 í Reykjavík 26. febrúar sfðastlið- inn. Þóra var önnur í röðinm' af sex systk- inum, en áður höfðu foreldrar hennar misst dreng á fyrsta ,'h'i, hann hét Hjör- leifur Arnar. For- eldrar Þóru eru Friðrik Agúst Hjör- leifsson, bílstjdri, f. 16.11. 1930, og kona hans Anna Jóhanna Odd- geirs, sjúkraliði, f. 30.10. 1932. Systkini Þóru eru: Aurora Guð- rún, Hjörleifur Arnar, Jón Rúnar og Friðrik Þór. Þóra Margrét giftist eftirlif- andi barnsföður sínum, Ágústi Dóra Snorradóttir og Hans Christiansen. Kæra vinkona. Mig rak í rogastans þegar hún Helga hringdi í mig seinnipart fimmtudagsins 26. febrúar, 12 dögum eftir að við Villý vorum í afmæli hjá þér, heima hjá pabba þínum og mömmu í Keilu- felli. Hún sagði: „Klara, ég færi þér ekki góðar fréttir." „Nú," sagði ég. „Hvað?" „Hún Þóra Margrét er dá- in." „Nei, það getur ekkiverið." „Jú, ég var að heyra það." Ég bara fraus, ég vissi ekM hvað ég átti að gera: Eg fór að gráta en síðan titr- aði ég bara. Eins og þú veist, Þóra mín, þá er ég svona, byrgi bara inni í mér sárindi og sorg, ætli við höf- um ekki svipað hjarta. Hún svil- kona mín var hjá mér og ég sagði henni tíðindin, og sagði: „Þetta get- ur ekki verið satt." Ég hringdi í Auðbjörgu. „Jú, Klara, það er satt," sagði hún. Seinna kom Aurora syst- ir þín, og mér finnst hún hetja. Mikið fannst mér vænt um að hún skyldi koma, ég held að hún hafi súperkraft. Ég veit að hún er dug- leg og góð eins og þú sagðir. Þóra, ég er að spila uppáhalds diskinn okkar, Hærra til þín og lag númer 10 Hærra minn Guð til þín, sem við hlustuðum svo mikið á og ég tala nú ekki um spóluna sem þú áttir með söngnum hennar Gunnu þinnar eða okkar. Mikið vildi ég að þú hefðir arfleitt mig að henni, en við vorum ekki að fara að deyja, þó að við töl- uðum mikið um dauðann og vor- kenndum fólki mikið sem lenti í því sem þín fjölskylda á við að glíma, þó að þessi dauðdagi hafi verið þín ósk, en ekki svona snemma. Hann Hjörleifur afi var eilífur og við hestaheilsu eins og þú sagðir. Þóra, þú veist að ég er enginn penni, en við töluðum mikið um dauðann, sorgina og dulræn mál- efni, það átti hug þinn allan. Ég held að ég hafi lært af þér. Ég var ekki gömul þegar þú heillaðir mig. Jú, við vorum frænkur en við áttum heima í sömu götu fyrir gos. Þóra mín, við hvern á ég að tala, þú ert farin, eina trúnaðarvinkona mín sem ég hef átt og getað sagt allt við og þú varst svo úrræðagóð og trygg. Það var alveg sama hvað var að hjá mér í daglega lífinu eða hjónabandinu, þú gast hjálpað okkur, enda talaðir þú af reynslu þinni. Þóra mín, þú varst, eða ert, sú þrifalegasta manneskja sem ég hef þekkt, enda hlógum við oft að því þegar þú „stereliseraðir" með eyrnapinnum eða tannbursta heimilið þitt eða annarra. Þá á ég við heimili mitt þegar þú hjálpaðir mér við flutninga mína, sem eru ekki fáir, eða eins og þú sagðir við mig í mínum síðustu, Klara mín, ekki klára ég er að koma heim til Eyja og ég skal hjálpa þér, slapp- aðu bara af yfir jólin, ég kem og hjálpa þér, ekki tapa alveg heilsu á því. Og Þóra mín, þú sagðir alltaf, Klara mín, vinir manns eru þeir sem hjálpa manni í raun, en ekki Heiðari Borgþórs- syni, f. 3. apríl 1952, hinn 27. september 1975. Þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru: Borgþór Frið- rik, f. 3. janúar 1974, Guðrún Agústa, f. 17. febrúar 1976, Sigflis Gunnar, f. 9. ágúst 1981, og Aurora Anna, f. 18. október 1984. Þóra var alltaf útivinnandi við fisk- vinnslu nema síðast- liðin ár var hún heima vegna veik- inda og sinnti að hluta heimilis- hjálp eftir að hún fluttist frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í ágúst sl. Utför Þðru Margrétar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 16. þeir sem dæma mann eftir kjafta- sögum. Vinur í raun er vinur manns, enda veit ég að þú flokkaðir niður í þinni raun. Þeir sem ekki geta talað við mann í raun eða treyst manni, hlusta bara á kjafta- gang, geta bara gleymt manni eins og þeir gera. Elsku vinkona, ég þarf svo að gráta, en eins og þú veist þá bít ég á jaxlinn, ég er sterk eins og mér hefur alltaf verið sagt, nema með þér, þú leyfðir mér að gráta og við grétum saman. Við eig- um, eða áttum, svo mikið sameigin- legt, sem átti ekki alltaf upp á pall- borðið hjá Pétri. Við vorum svolítið misskQdar, en við vildum engum vont, langt í frá. Þóra mín, við hvern á ég að tala þegar þú ert farin? Ég á engan trúnaðarvin lengur. Ég veit að ég á góðan, eða eins og þú sagðir, ein- stakan eiginmann. Hann leyfði okk- ur að hlusta á Hærra minn Guð til þín og í bljúgri bæn. Þóra mín, ég vona að þér hafi verið ætlað annað og meira starf hinum megin og ég vona að góður Guð styrki börnin, foreldra þína og aðra ástvini. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vmirnirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, ftíður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt (V.Briem.) Far þú í friði, elsku vinkona, og friður Guðs þig blessi. Kveðja, þín vinkona. Klara og fjölskylda í Eyjum. Ég kynntist Þóru Margréti sum- arið 1972, þá kom hún á heimili mitt á Seyðisfirði með Ágústi syni mín- um, sem síðar varð eiginmaður hennar. Við Þóra urðum góðar vinkonur, maður vissi alveg hvar maður hafði hana, hún sagði umbúðalaust hvað hún meinti. Ætíð var gott að koma á heimill þeiRra, hún var góð hús- móðir, heimilið þeirra bar öll merki um natni, góðan smekk hennar. Þó svo að við værum ekki alltaf sammála um lífið og tilveruna slett- ist nú ekki upp á vinskapinn, fyrr en fyrir svona u.þ.b. 3-4 árum, að ég fór að skipta mér af því sem mér kom í raun ekkert við, en það kom við mig. Þóru líkaði ekki þessi af- skiptasemi mín, þannig að það kólnaði heldur á milli okkar. Eh ég veit að í dag er hún laus við allar þrautir, því Þóra var mikið þrjáð daginn sem hún lést. Þann dag var hún hjá lækni, án þess að fá bót meina sinna. Þóra Margrét og Ágúst giftu sig og eignuðust fjögur mannvænleg börn. Kæra Þóra, ég vil þakka þér fyrir öll árin Sem við áttum saman, og kærar kveðjur fylgja þessum fá- tæklegu línum frá Lilju og Viktori. „I æsku lærum við, með aldrin- um skiljum við," sagði einhver ein- hvers staðar. „Hluti vandans er að ég hef aldrei skilið til fulls að sum ógæfa hleðst upp, að hún kemur ekki öll í einu." (Janet Burrow 1937). „Óhöpp eru hluti lífs þíns, og ef þú deilir þeim ekki, þá veitir þú þeim sem elskar þig, ekki nauðsyn- legt svigrúm til að elska þig nóg." (Dinah Shore 1917). „Við getum ekki gert neitt mikilsvert, einungis smámuni með miklum kærleik." (Móðir Theresa.) r „Tár þorna, en hjartað aldrei." „Ég held að hvert sem leiðin liggur, þá bíði þín nýir guðir í áfangastað, guðdómlega þol- inmóðir og hlæjandi." (Gullkorn úr lífi fólks.) Með sálminum nr. 619 í sálma- bókinni vil ég kveðja þig, Þóra mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð berri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Góður Guð varðveiti þig og megi hann halda sinni almáttugri vernd- arhendi yfír öllum ástvinum þínum og börnum í þessari erfíðu sorg þeirra Og Guð almáttugur varð- veiti Ágúst, því þetta eru erfiðir tímar hjá honum. Guðrún Andersen, Seyðisfirði. Nú þegar komið er að leiðarlok- um langar mig að kveðja Þóru Mar- gréti með ljóði eftir langömmu mína, Guðríði S. Þóroddsdóttur. Takk fyrir allt. Oft vonir bregðast viija oss veitir þungt að skuja Guðs voldugt vísdómsráð þú Guð, sem gleði vekur, þú gefur og þú tekur, en öll þín stjórn er einskær náð. Oft falla fljótt að jörðu ífrostiogveðrihörðu hérfingerð.fógurblóm þú forsjón Guðs ert falin ogfegristaðurvalinn vér skiljum ei vorn skapadóm. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu hennar. Þóra Hrönn. Hún kom eins og köld vatnsgusa fregnin um lát þitt, Þóra mín, alltof skjótt og óvænt. Það fyrsta sem kom upp í huga minn var að það var svo margt óuppgert, svo margt sem við áttum eftir að ræða um í góðu tómi. Þegar öldunar hefðu róast bjóst ég við að við myndum saman sigla á lygnum sjónum, og tala um allt sem skiptir máli. En það verður því miður ekki, en ég trúi því að við fá- um tækifæri þegar við hittumst aftur. Upp í hugann hrannast minningabrot frá liðnum samveru- stundum. Ég man þegar ég sá þig fyrst, sætu kærustuna hans Gústa bróður, hérna á Seyðisfirði eftir gosið í Eyjum. Alltaf hlakkaði ég til að hitta ykkur. Ég dvaldi hjá ykkur í Breiðholtinu þegar ég var sextán ára og fór í aðgerð út af vinnuslysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.