Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 55 MINNINGAR meðal okkar muntu alltaf lifa í hjarta okkar. Það sem kom helst upp í hugann þegar við hugsuðum til baka var at- orkusemin í þér og þitt eilífa bros. Þú varst opin fyrir öllum og manni leið alltaf vel í návist þinni. Þú hafð- ir alltaf eitthvað gott og uppörvandi að segja þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur, og þegar við stelpurnar minntumst þíns eilífa bross kom í ljós að enginn mundi nokkurn tíma eftir þér með skeifu á andlitinu. Það var einnig eitt af þínum aðalein- kennum að þú tvínónaðir aldrei við hlutina og gerðir það sem þú vildir, sama hvað það var og sama hvað hver sagði. Þú lifðir fyrir hvern dag, en ekki framtíðina. Kannski sá guð til þess, því hann vissi að hann mundi brátt þurfa á þér að halda, hver veit? En við erum aftur á móti vissar um að með þessu hafi verið tilgangur og að þú gegnir nú öðru hlutverki annars staðar. Við viljum þakka fyrir að hafa kynnst þér, Gunnhildur, og vottum fjölskyldu þinni og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Megi guð blessa ykkur öll á þessum erf- iðu tímum. Guð blessi þig og geymi, Gunn- hildur. Þínar vinkonur og körfu- boltafélagar, Hjördís Birna, Bára Erna, María Anna, Ingibjörg R., Rósa María, Guðrún K., Bonnie, Theodóra og Lára. Drottinn gaf og drottinn tók. Það er sárt að þurfa að horfa upp á að ung stúlka í blóma lífsins sé tekin frá okkur. Þann tíma sem við feng- um að njóta nærveru Gunnhildar Líndal var ávallt skemmtilegt. Hún var ein af þeim stúlkum sem voru jafnan kátar og hressar, bæði í vinnu og leik. Það er erfitt að trúa því að Gunnhildur skuli vera farin frá okkur, en við trúum því að hún sé komin til betri heima þar sem hennar er gætt af hennar nánustu sem voru komnir þangað á undan henni. Við sem unnum með Gunn- hildi í hreinsunardeild Flugleiða viljum votta foreldrum hennar og systkinum, svo og öllum ættingjum og vinum, dýpstu samúð okkar og biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk til að takast á við þá sorg og þann missi sem þið hafið orðið fyrir. Að lokum viljum við kveðja Gunn- hildi Líndal Arnbjörnsdóttur með stuttri ferðabæn eftir Hallgrím Pét- ursson. I voða, vanda og þraut vel ég þig forunaut, yfirmérvirztuvaka og vara á mér taka, Jesús mér fylgi í friði með fógru englaliði. Megi drottinn halda sinni vernd- arhendi yfir þér og taka vel á móti þér í ríki sínu. Guð varðveiti þig að eilífu Gunn- hildur Líndal Arnbjörnsdóttir. Vinnufélagar hreinsunardeild '¦ Flugleiða. RAÐAUGLYSIIMGAR TILKYNNINGAR Bessastaðahreppur Aðalskipulag Bessastaða- hrepps — breyting Tværtillögur að breytingu á aðalskipulagi Bessa- staðahrepps 1993—2013 auglýsast hér með samkvæmt 18. gr. skipulagslaga nr. 73/1997. í annarri tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á svæði suðvestur af Sjávargötu, þar sem tveimur íbúðasvæðum er breytt í eitt og stiga- tengslum er breytt. í hinni tillögunni erfellt burt framtíðaríþróttasvæði suðvestur af íbúða- hverfi við Blikastíg og framtíðaríbúðasvæði suður af Blikastíg er minnkað. Þá er gert ráð fyrir litlum tjörnum austur af Kasthúsatjörn og stígatengslum á svæðinu er breytt. Skipulagsuppdrættir verða til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps frá kl. 10.00—15.00 alla virka daga frá 9. mars til 8. apríl 1998. Athugasemd- um skal skilað skriflega til sveitarstjóra Bessa- staðahrepps í síðasta lagi föstudaginn 24. apríl 1998 kl. 15.00. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. Bessastaðahreppur Nýtt íbúðahverfi — deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis suð- vestur af Sjávargötu í Bessastaðahreppi, á landspildu úrTröð, Deild og Landakoti auglýs- ist hér með samkvæmt skipulagslögum nr. 73/1997. í hverfinu er gert ráð fyrir átján íbúðum í par- húsum, níu íbúðum í raðhúsum, átta keðjuhús- um og 23 einbýlishúsum. Skipulagsuppdráttur og greinargerð verða til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps frá kl. 10.00—15.00 alla virka daga frá 9. marstil 8. apríl 1998. Athugasemdum skal skilað skrif- lega til sveitarstjóra Bessastaðahrepps í síð- asta lagi föstudaginn 24. apríl 1998 kl. 15.00. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkja tillöguna. Sveitai stjórinii í Bessastaðahreppi. Bessastaðahreppur Deiliskipulag Kasthúsatjörn Tillaga að deiliskipulagi svæðisins umhverfis Kasthúsatjörn og að Bessastaðatjörn, á land- spildu úr Akrakoti, Landakoti, N-Eyvindarstöð- um og Breiðabólsstöðum auglýsist hér með samkvæmt skipulagslögum nr. 73/1997. Svæðið er skipulagt með sérstöku tilliti til nátt- úrufars, lífríkis og endurheimt votlendis. Skipulagsuppdráttur og greinargerð verða til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps frá kl. 10.00-15.00 alla virka dagafrá 9. marstil 8. apríl 1998. Athugasemdum skal skilað skriflega til sveitar- stjóra Bessastaðahrepps í síðasta lagi föstu- daginn 24. apríl 1998 kl. 15.00. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkja tillöguna. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. FUIMDIR/ MAIMMFAGIMABUR Síldarvinnslan hf Aðalfundur Síldarvinnslunnar h/f Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður hald- inn laugardaginn 14. mars 1998 kl.14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegartillögurog reikningarfé- lagsins munu liggja frammi á skrifstofu þess, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Síldarvinnslunnar hf. Fundarboð Félagsfundur í Byggingasamvinnufélaginu Skjól, bygginga- og starfsmannadeild, verður haldinn þriðjudaginn 17. mars nk. í Garða- skóla, Garðabæ og hefst hann kl. 20.30. Áfundinumverðurborin upptillaga umslit á félaginu (síðari fundur). Stjórnin. ¦ I t—- Z^3 (wt# %mm IJ Þessi glæsilegi Grand-Cherokee Laredo árg. 1994, er nú til sölu á útsöluverði. Glæsilegur flöskugrænn jeppi með öllu, m.a. „air bag", fjarst. samlæsingum, rafmagni, álfelgum, 30" nagladekkjum, dráttarkúlu o.fl. Bifreiðin er ekki tjónabifreið og er í topp standi. Verð aðeins kr. 2.390.000 stgr. (listaverð 2,7 m). Áhvíl- andi bílalán. Gotttækifæri til að eignast vandaðan jeppa á hagstæðu verði. Upplýsingum í síma 587 6051 og 895 8905. Y FELAGSSTARF Kjördæmisþing IMorðurlands eystra Kjördæmisþing verður haldið laugardaginn 14. mars '98 í Fiðlaranum á Akureyri, 4. hæð, og hefst kl. 10.00. Gesturfundarins verður Davfð Oddsson forsætisráðherra. Frummælendur: Halldór Blöndal, samgönguráðherra og Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn kjördœmisráðs. HÚSNÆei ÓSKAST Ibúð óskast strax Flugfélagið Atlanta óskar eftir 2ja til 4ra herbergja íbúðtil leigu norðan Elliðaáa sem fyrst. Úmsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „I - 3696", fyrir 12. mars. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. ATVINIMUHUSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði óskast Traust fyrirtæki óskar eftir 140—180 fm skrif- stofuhúsnæði sem fyrst til leigu eða kaups. Æskileg staðsetning er í austurhluta Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 510 0400 á skrifstofutíma. SMAAUGLYSINGAR KENNSLA Tréskurðarnámskeið Örfá pláss laus í mars og apríl. Hannes Flosason, sími 554 0123. Barnaleikur Námskeið i ungbarnakennslu verða haldin í mars og apríl þriðjud. og laugard. kl. 15 í Norræna húsinu. Námskeiðin eru einkum ætluð for- eldrum barna 2ja ára og yngri og l verðandi foreldrum og verður m.a. kennt að útbúa námsgögn. Leiðbeinandi: Kolbrún Sveins- dóttir, menntaður kennari og höfundur bókar um efnið. Gjald er kr. 3.500 hálft fyrir maka. Námsgögn innifalin. Skráning í síma 561 6076 e.h. Netfang: kolbrun@vortex.is FÉLAGSLIF KR—konur Fundur þriðjud. 11. mars kl. 20.15. Páska- skreytingar og föndur. Fjölmennið í KR-heimilinu. ítk^M Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Verið hjartanlega velkomin í hús Drottins. ^kWi^ FráSálar- ^ rannsóknar- félagi íslands Spíritistasamkoma verður haldin sunnudaginn 8. mars kl. 14.00 á Sogavegi 69 (húsnæði Stjórnun- arskólans). Söngur, heilun, hug- leiðsla, fyrirbænir o.fl. Nemi spreytir sig á skyggnilýsingu. Aðgangur er ókeypis. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. SRFÍ. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Kristniboðsvika. Samkoma og KSS fundur. „ísmael, fyrirheiti Guðs". Upphafsorð og bæn: Friðrik J. Karlsson. Ræðumaður. Gisli Friðgeirsson. Söngur: Sig- urður Bjarni og Jón Þór. Allir velkomnir. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma i dag kl. 14.00. AHir hjartanlega velkomnir. </> Hallvcigarstig 1 • simí 561 4330 Dagsferðir sunnud. 8. mars Kl. 10.30: Gengið á reka. Komið við á Kópavogshálsi, Bitabæ í Garðabæ og Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Fróðleg og skemmti- leg ganga í fylgd staðfróðra manna á suðurströnd Reykjanes- skagans. Verð kr. 1.300/1.500. Kl. 10.30: Heiðin há, skfða- ganga. Brottfór kl. 10.30. Verðkr. 1.200/1.400. Helgarferðir: 13.—15. mars Góuferð í Bása, Fararstjóri, Vignir Jónsson. 13.—15. mars Tindfjöil, skíða- ferð á fullu tungli. 13.—15. mars Setrið. Spenn- andi jeppaferð. FERÐAFEIAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6- SÍMI 568-2533 Sunnudagsferðir 8. mars Kl. 10.30 Skíðaganga: Hellis- heiði — Hverahlíð — Þrengsli Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Kl. 13.00 Heiðmörk sem úti- vistarsvæði að vetri (nýtt). Frœðsluferð með Skógrœkt- arfélaginu: Létt um 2 klst. ganga og skógurinn skoðaður undir leiðsögn sérfróðra manna. Rjúkandi heitt skógarkakó í lok göngu. Tilvalin útivera fyrir alla fjölskylduna. Hægt að hafa I gönguskiði. Brottför eingöngu frá Mörk- inni 6, verð 500 kr., frítt f. börn með foreldrum. Munið aðalfundinn kl. 20.00 á miðvikudagskvöldið 11. mars í Mörkinni 6. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, f jölmennið. Helgarferð f Tindfjöi á fullu tungli 13.—15. mras Kynnið ykkur páskaferðirnar m.a. 3 dagar í Landmanna- laugum. Ferðaáætlun 1998 er komin út en þar er hægt að kynna sér fjöl- breytt úrval ferða, hún er einnig á heimasíðu félagsins: http://www.fi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.