Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þemavika um landbúnaðí Borgarholsskóla NEMENDUR unnu úr ull á þemaviku. Laxaraýri - Nemendur 4. bekKjar Borgarhóls- skóla á Húsavík hafa nýlokið þemaviku um landbúnað sem var samstarfsverkefni skól- ans og bænda í Reykja- hreppi. Brugðið var út af yenjulegri stundaskrá og nemendur einbeittu sér að verkefnum og vettvangsferðum sem tengjast þemanu í heila viku. Þemavika sem þessi er nám í samfé- lagsfræði auk þess sem námið er tengt list- og verkgrein- um svo og lestri, reikningi og skrift. Fyrsta daginn var farið í heim- sóknir á fjóra sveitabæi í Reykja- hreppi þar sem búfénaður var skoð- aður og fengu nemendur að kynnast hinum ýmsu dýrategundum. Farið var á hestbak á ferðaþjónustubýlinu Saltvík en þar hefur minkaskáli ver- ið gerður að reiðhöll og kunnu nem- endur vel að meta leiðsögn feðganna Vilhjálms Pálssonar og Bjarna Páls Vilhjálmssonar. Á hin- um bæjunum voi-u nautgripir og sauðfé til sýnis auk íslenskra hænsna og geitfénaðar. Þá fengu nemendur veitingar í félagsheimil- inu Heiðarbæ í boði bænda. Næstu fjóra daga á eftir var farið í heimagert verkefnahefti er tengist þemanu og því lesið, reiknað og skrifað um sveitina. Á bókasafni var farið í ljóð og sögur um dýr og sum Vestur-Húnavatnssýsla Húnaþing valið Hvammstanga - Sameining allra sveitarfélaga í Vestur-Húnavatns- sýslu tekur gildi við næstu sveitar- stjórnarkosningar á komandi vori og hefur verið ákveðið að hið nýja sveitarfélag skuli heita Húnaþing. Skoðanakönnun um heiti á nýja sveitarfélaginu var gerð meðal íbúa héraðsins á liðnum vikum og lauk 1. mars. Innsendar tillögur voru 243 og komu fram hugmyndir um 38 nöfn. Yfírgnæfandi óskir voru um heitið Húnaþing eða 140. Næst kom heitið Húnabyggð með 49 tilnefn- ingar. Hugmyndaflugið lék lausum hala og komu tillögur um önnur heiti s.s. Bandamannabyggð, Grett- issveit, Kormáksþing, Tvídægru, Vestur-Jaka og Sælusveit. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar, sveitarstjóra á Hvamms- tanga, er nú að störfum nefnd til undirbúnings sameiningarinnar. Nefndin er skipuð oddvitum hinna sjö sveitarfélaga héraðsins ásamt sveitarstjórum Hvammstanga- hrepps og Ytri-Torfustaðahrepps. Bókhald sveitarfélaganna er nú unnið sameiginlega frá áramótum, á Laugarbakka, fyrir Torfustaða- hreppa og á Hvammstanga fyrir aðra hreppa. Þá er unnin ýmisleg tæknileg vinna, m.a. að skipuriti nýja sveitarfélagsins. Stuðst er við viljayfirlýsingu samstarfsnefndar þeiri'ai' sem undirbjó sameiningar- kosninguna. í skipuritinu er ákveðið að sjö manna sveitarstjórn verði kosin og úr henni verði valið þriggja manna hreppsráð. Undir sveitarstjórn heyra vissir málaflokkar, s.s. fjár- mál, hafnamál og atvinnumál. Stjómsýslan skiptist síðan í þrjú stig. Menningar- og fræðsluráð sem m.a. annist skólamál, söfn o.fl. Fé- lagsmálaráð sem sjái um félagsráð- gjöf, málefni fatlaðra o.fl. Umhverf- isráð sem annist byggingarmál, hreinlætismál, skipulagsmál o.fl. Að auki verður landbúnaðar- og samgöngunefnd, sem annast mun m.a. málaflokka tengda dreifbýlinu og landbúnaði. Skriður er kominn á framboðsmál fyrir kosningarnar í vor, skoðanakannanir hjá Sjálfstæð- isfélögunum, prófkjör hjá Fram- sóknarfélögunum og Þriðja aflið, sem er Alþýðubandalagsfólk og fleiri, hefur haldið fund um fram- boðsmál. Allt á þetta eftir að skýr- ast. 50 ára afmæli Kvenfélags Selfoss GÖMUL mynd úr safni Kvenfélags Selfoss sem er 50 ára um þessar mundir. Selfossi - Kvenfélag Selfoss er fímmtíu ára um þessar mundir. Félagið var stofnað 4. mars 1948. í tilefni af afmælinu efnir félag- ið til sögusýningar í Listasafni Árnessýslu. Á sýningunni verða Ijósmyndir, gömul bréf og skjöl sem tengjast sögu félags- ins, einnig verða til sýnis nokkrir öndveg- isgripir sem tengjast sögu þess. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 8. mars. Það er Hildur Hákonar- dóttir sem annast uppsetningu sýningarinnar. Þegar saga félagsins er skoð- uð þá kemur í ljós að það hefur átt frumkvæði að menningar- og mannúðarmálum í þágu Selfoss- bæjar. Stærsta verkefni félags- ins í gegnum tíðina hefur verið sjúkrahúsið á Selfossi og Kven- félagið hefur stutt við sjúkra- húsið með því að gefa búnað og tæki. LANDIÐ Morgunblaðið/Atli Vigfússon GEITIN á Einarsstöðum í Reykjahverfi gerði mikla lukku. börnin gerðu eigin vísur og frásagn- ir. í tónlistartímanum voru rifjuð upp kvæði um sveitina. Þá var unn- ið með ull ásamt handverkskonum sem sögðu til um undirstöðuatriði ullarvinnu og nemendur fengu að kemba og taka ofan af. I myndlist var sveitin máluð, bæ- ir fengu á sig mynd og búfénaður klipptur út og festur á stóran renn- ing. I matreiðslu gerðu nemendur mjólkurdi-ykki auk þess sem Mjólk- ursamlag Kaupfélags Þingeyinga bauð 1 heimsókn og veitingar. Nokkur ár eru síðan Borgarhóls- skóli byrjaði á þemavikum um land- búnað og var það í fyrstu í samstarfi við Búnaðarsamand S-Þingeyinga. Hefur það verið skoðun margra að þéttbýlisbörn skorti tengsl við ná- grannasveitir sem og umgengni við dýr. Hugmyndin er því sú að í fram- tíðinni verði skólabýli í hverju hér- aði þar sem bændafólk tekur á móti nemendum og aðstoði kennara við að auka fræðslu um landbúnað. Skortur er á hentugu námsefni fyrir yngri börn um þennan atvinnuveg og virðist sem íslendingar séu langt á eftir Norðurlandabúum hvað það varðar. Segja má að þemavika þessi hafi verið kærkomin tilbreyting fyrir nemendur í Borgarhólsskóla. Skíða- og útivistardag- ur fjölskyld- unnar Selfossi. Á morgun verður skíða- og útivistardagur í skógræktinni í Haukadal. Troðnar verða mismun- andi gönguleiðir ft-á 2-£ km langar. Samhliða göngunni verður Skíða- samband Islands með kennslu fyi-ir alla á gönguskíði. Kennararnh' verða með allan útbúnað fyrir allt að 40 manns. Kennsla hefst á mismunandi tímum og er gert ráð fyrir ca. lVz klst. fyrir hvern hóp. Kl. 12,13.30,15 og 16.30. Síðan geta þátttakendur gengið að vild í skóginum. Nám- skeiðið kostar kr. 800 á mann. Að sögn Sveins Sæland forsvars- manns skíða- og útivistardagsins þá er þetta ekki spurning um keppni, heldur útivist í ævintýi'alegu um- hverfi, þar sem allir þátttakendm- fá viðurkenningarskjal. Þátttaka í fyrra var mjög góð og Sveinn vill hvetja íbúa af höfuðborgarsvæðinu að leggja leið sína í Haukadalínn því að eftir skemmtilegan göngudag þá bíð- ur þátttakenda kaffi og meðlæti í boði Hótels Geysis. Aðstandendur skíða- og göngu- dags fjölskyldunnar eru: Iþrótta- deild Umf. Bisk., Biskupstungna- hreppur, Skíðasamband Islands, Hótel Geysir, Skógrækt ríkisins og Slysavarnasveit Biskupstungna. Beinvernd á Suðurlandi Selfossi - Félagið Beinvemd á Suðurlandi var stofnað 20. nóv. 1997 og var það þriðja svæða- deildin í landssamtökunum Bein- vernd. Helstu markmið félagsins eru að vekja athygli almennings og sljórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli og standa að fræðslu á meðal al- mennings á þeirri þekkingu sem er fyrir hendi um beinþynningu og varnir gegn henni. Framhaldsstofnfundur Bein- verndar á Suðurlandi fór fram á Hótel Selfossi á dögunum þar sem Gunnar Sigurðsson prófess- or hélt erindi um afleiðingar beinþynningar. Fundurinn var vel sóttur og var áberandi hversu Morgunblaðið/Sig. Fannar. GUNNAR Sigurðsson prófessor flutti erindi um beinþynningu á fundinum. konur vom í miklum meirihluta. Formaður Beinverndar á Suður- landi er Anna Pálsdóttir, meina- tæknir og upplýsingafulltrúi Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerð Efling Stykkishólms skilar ' * 1 '** Stykkishólmi - Þriðji aðalfundur Eflingar Stykkishólms var haldinn 23. febrúar sl. Eins og nafnið bendir til er tilgangur félagsins að efla menningar- og atvinnulíf í bænum og vera samnefnari félaga og fyrir- tækja í ýmsum framtaksmálum. Fé- lagið hefur starfað í þrjú ár og hef- ur rfarfsemin mótast á þeim tíma. í skýrslu stjórnar kom fram að starfið var mikið og fjölbreytt á síð- asta ári. Helstu verkefni voru rekst- ur Upplýsingamiðstöðvar ferða- manna, sem stofnuð var sl. sumar og rekstur tjaldsvæðis. Reksturinn vai' styrktur af Stykkishólmsbæ. Þá hafði félagið umsjón með dönskum dögum í ágúst ásamt þvi að hafa umsjón með útgáfu tveggja ferða- bæklinga, annar var um Stykkis- hólm, en hinn um Snæfellsnes. Fé- lagið stóð fyrir sumartónleikaröð í fyrra. Félagið hefur starfað með verslunareigendum og ferðaþjón- ustuaðilum. Fjölbreytt önnur verki- efni hafa komið til Eflingar til úr- lausnar. Á nýju starfsári verður lögð áhersla á sumartónleikana og dönsku dagana um miðjan ágúst. Þá mun félagið reka upplýsingamiðstöð ferðamanna annað árið. Fjárhags- grundvöllur félagsins hefur ekki verið traustur, en félagar sjá fram á Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason NÝKJÖRIN sljórn Eflingar. Stjórnina skipa Jóhanna Guðmundsdóttir formaður, Ingibjörg Benediktsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Unnur Lára Jónasdóttir og Svanborg Siggeirsdóttir. Á myndinni með þeim er Birgir Mikaelsson, framkvæmdastjóri félagsins. bjartari tíma í þeim efnum m.a. vegna þess að Stykkishóimsbær hefur aukið styrk sinn til starfsemi félagsins. Nýr framkvæmdastjóri ráðinn Nýr framkvæmdastjóri var ráð- inn nú í byrjun febrúar. Það er Birgir Mikaelsson og starfar hann hjá Eflingu í 50% starfi og að auki stjórnar hann liði Snæfeils í 1. deild íslandsmótsins í körfubolta. Góð mæting var á aðalfund Efl- ingar Stykkishólms og margir tóku til máls. Kom fram að starf Eflingar skipti máli fyrir Stykkishólm. Fé- lagar í Eflingu eru 46, að mestu fyr- irtæki og stofnanir í bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.