Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Félagsmálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til laga um húsnæðismál Stjórnarandstæðingar segja frumvarpið meingallað ÞINGMENN stjórnarandstöðu gagnrýndu harðlega frumvarp fé- lagsmálaráðherra til húsnæðismála er hann mælti fyrir því á Alþingi í gær. Töldu þeir að frumvarpið væri meingallað og að með því væri verið að umturna félagslega íbúðakerfinu. Þeir töldu ennfremur fráleitt að stefna að afgreiðslu þess á vorþingi. Stjórnarliðar fögnuðu hins vegar frumvarpi ráðherra og sögðu m.a. að það félagslega íbúðakerfi sem nú væri við lýði væri baggi á sveitarfé- lögunum. Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, fór í framsöguræðu sinni yfir tilurð og helstu atriði frumvarpsins um húsnæðismál. Meginbreyting- arnar sem lagðar eru til í frumvarp- inu, að sögn ráðherra, eru þær að félagslega húsnæðiskerfið verður lagt af um næstu áramót, en þá verður jafnframt tekið upp nýtt fé- lagslegt lánakerfi. í því felst að sá sem er innan skilgreindra marka um tekjur, eignir, skuldir og fram- færsluþörf og stenst ekki greiðslu- mat almenna kerfisins með 25 ára endurgreiðslutíma og húsbréf fyrir 65 eða 70% getur snúið sér til hús- næðisnefndar síns sveitarfélags og óskað eftir viðbótarláni sem Ibúða- lánasjóður veitir fyrir milligöngu sveitarfélags. Húsbréfalán auk viðbótarláns verða þó aldrei hærri en 90% af kaupverði íbúðarinnar. í máli ráð- herra kom jafnframt fram að í nú- gildandi kerfi fælist félagsleg jöfn- un einkum í vaxtabótum og niður- greiðslu vaxta, en samkvæmt frum- varpinu færðist hin félagslega að- stoð frá niðurgreiddum vöxtum yfir í vaxtabætur, auk hagræðis af 40 ára lánstíma og viðbótarláni. Ráðherra rakti einnig ástæður þess að verið væri að breyta núgild- andi lögum og sagði að fyrsta ástæðan væri sú að mjög margir íbúar í félagslega eignaríbúðakerf- inu væru óánægð- ir. Margir þeirra hefðu misst íbúðir sínar og stæðu uppi með miklar skuldir, auk þess sem þeir teldu að eignamyndun hefði ekki verið með þeim hætti —————_—-_ sem þeir töldu að hún hefði átt að vera. Ennfremur væri félagslega íbúðakerfið orðið mikill baggi á sveitarfélögunum. Þá sagði ráðherra að Byggingarsjóður verkamanna stefndi í greiðsluþrot yrði ekkert að gert og að rekstur Húsnæðisstofnunar væri mjög dýr. Að lokum kvaðst ráðherra telja að þarna væri um mjög mikilvæga og brýna löggjöf að ræða sem yrði þjóðfélaginu til farsældar, sérstak- lega hinum tekjulægri og þeim sem væru verr settir. Kvaðst hann vona að frumvarpið yrði afgreitt á vor- þingi, en lögin eigi að taka gildi um næstu áramót. Gróf atlaga að láglaunafólki Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður þingflokks jafnaðarmanna, sagði að sú stefna sem kynnt væri í frumvarpi félagsmálaráðherra væri andstæð hagsmunum láglaunafólks. „Þetta er grófasta atlaga að lág- launafólki sem við höfum séð um áratugaskeið og ekki er hægt að kalla það annað en hreint skemmd- arverk að ganga milli bols og hófuðs á félagslegri aðstoð láglaunafólks í húsnæðismálum," sagði hún. Jóhanna sagði ennfremur að þessi atlaga að félagslega kerfinu hefði verið lengi í undirbúningi og fullyrti m.a. að það væri félagsmála- ráðherra sjálfum að kenna að Bygg- ingarsjóður verkamanna væri á ALÞINGI hausnum. Þegar hann hefði sest í stól félagsmála- ráðherra hefði ríkisframlag til Byggingarsjóðs- ins verið skorið grimmilega niður. Jóhanna gagn- rýndi einnig að það ætti að keyra - - - i' ' • ' frumvarp í gegn- um þingið á ein- um mánuði og kvaðst tilbúin til að standa í ræðustólnum fram á sumar til að koma í veg fyrir að frumvarpið næði fram að ganga. Kom síðar fram í máli hennar að hún vildi að unnið yrði að frumvarpinu {sumar í samráði við verkalýðshreyfinguna og það lagt fram að nýju næsta haust. Isólfur Gylfi Pálmason, þingmað- ur Framsóknarflokks, lagði í máli sínu áherslu á að félagslega hús- næðiskerfið sem nú væri við lýði virkaði alls ekki. Kvaðst hann þekkja það vel úr fyrra starfí sínu sem sveitarstjóri að í kerfinu væri lítill sveigjanleiki og það væri enn- fremur orðið ákveðinn baggi á sveit- arfélögunum, óháð því hvort þau væru vel eða illa rekin. Sagðist hann fagna þeim breytingum sem frumvarpið boðaði á núgildandi kerfi. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, gagnrýndi það m.a. að ekki hefði verið haft samráð við verkalýðs- hreyfinguna við undirbúning frum- varpsins, heldur hefði verið hringt í hana korteri áður en gera átti frum- varpið opinbert. Sagði hann slík vinnubrögð ríkisstjórnarinnar fyrir neðan allar hellur. Steingrímur kvaðst ennfremur telja að þetta frumvarp væri mein- gallað og stórhættulegt að mörgu leyti. Meðal þeirra atriða í frum- varpinu sem Steingrímur gagnrýndi einna helst var sú ákvörðun að leggja niður Byggingarsjóðs verka- manna. Sagði hann að með því væri verið að afnema áratugalanga sögu félagslegs húsnæðiskerfis og íbúða- lánakerfis. Að síðustu lagði Stein- grímur áherslu á að það væri frá- leitt að láta sér detta í hug að frum- varpið yrði afgreitt á þessu vor- þingi. Breytingar frumvarpsins miklar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, taldi m.a. mikilvægt að benda á að tillögur frumvarpsins kæmu til með að ein- falda og samræma húsnæðislög- gjöfina þannig að þeir sem þyrftu á félagslegri aðstoð að halda til þess að afla sér húsnæðis gerðu það með aðstoð skattkerfisins, þ.e. vaxtabótanna, en ekki í formi nið- urgreiddra vaxta. Sagði hún að breytingar frumvarpsins væru gíf- urlega miklar fyrir þá sem þyrftu að leita eftir félagslegri aðstoð til þess að eignast íbúðarhúsnæði. „Nú verður í raun ekki um félags- lega aðstoð að ræða í skilningi þess orðs, heldur er þarna um að ræða leiðir til að koma á jöfnunaraðgerð- um í gegnum skattkerfið. Þetta tel ég vera af hinu góða og það tengist því að fólk geti valið sitt eigið hús- næði á eigin forsendum," sagði hún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöð- unnar tóku til máls í gær og gagn- rýndu frumvarpið. Þar á meðal voru Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, Rannveig Guðmunds- dóttir, þingflokki jafnaðarmanna, og Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra. Umræð- um um frumvarpið lauk ekM í gær og verður þeim því fram haldið á mánudag. Utandagskrárumræða á Alþingi í gær um kúgun kvenna í Afganistan Stjórnvöld beiti sér í þágu mann- réttinda BRYNDIS Hlöðversdóttir, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, hóf máls á kúgun kvenna í Afganist- an í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Tilefni umræðunnar, að sögn Bryndísar, var sú að fyrir skömmu hrinti hópur fimmtíu heimsþekktra kvenna undir forystu Emmu Bon- ino, sem fer með mannúðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, af stað herferð til stuðn- ings konum í Afganistan í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars nk. Herferðinni hefur verið gefin yfirskriftin „Blóm fyrir konur í Kabúl" og er ætlað að hvetja til þess að stjórn Talebana verði beitt alþjóðlegum þrýstingi til að endur- reisa réttindi kvenna í landinu. Bryndís lýsti kúgun kvenna í Afganistan og sagði m.a. að eftir valdatöku Talebana árið 1996 hefðu konur þar í landi hvorki mátt vinna né mennta sig. „Konur eru grýttar og þær eru skotnar fyrir að vera á ferli fylgdarlausar eða í fylgd karla sem eru þeim óskyldir," sagði Bryn- dís og bætti við að mannréttinda- samtök hefðu bent á að glæpir gegn konum í Afganistan væru ekki grundvallaðir á íslamskri trú. Bryn- dís spurði utanríkisráðherra í fram- haldi af þessu m.a. af því hvort ríkis- stjórnin hygðist beita sér á einhvern hátt gegn kúgun kvenna í Afganist- an. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði að enginn þyrfti að efast um vilja íslenskra stjórnvalda til að beita sér í þágu mannréttinda í Afganistan, enda hefðu þau tekið þátt í margvíslegum málflutningi í Reuter EMMA Bonino, sem fer með mannúðarmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsinsO, á blaðamannafundi í Brussel í byrjun febrúar ásamt afganskri konu, sem er læknir. Fundurinn var haldinn til að vekja athygli á kúgun kvenna í Afganistan, en það mál var til umræðu á Alþingi í gær. þá veru. ísland hefði til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna tek- ið þátt í alþjóðlegu samstarfi sem miðar að því að bæta hag íbúa í Afganistan og tryggja mannréttindi þar. Þau mál hefðu einnig verið til umfjöllunar á vettvangi utanríkis- ráðherra Norðurlandanna, m.a. að frumkvæði íslands. „Auðvitað er erfitt að segja til um það á hverjum tíma hvernig við getum barist gegn þessu. En ég er sannfærður um það að ísland gerir það best í samstarfi við aðrar þjóðir," sagði hann Fjölmargir aðrir þingmenn tóku til máls í utandagskrárumræðunni og fordæmdu meðferð Talebana á konum og stúlkum í Afganistan. Lögregla fylgist með loðnuflutn- ingum LÖGREGLULIÐ á Suðvesturlandi hafa ákveðið að í tengslum við um- ferðarátak frá 10. til 17. mars næst- komandi verði athygli lögreglu beint sérstaklega að frágangi bif- reiða við loðnuflutning, ásamt ástandi snjósleðakerra og eftir- vagna, ásamt ökuréttindum þeirra sem aka með kerrur. Karl Hermannssonar, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Keflavík, segir að fiskflutningar hafi oft og tíðum valdið erfiðleikum og ef lögregla myndi beita ýtrustu hörku í því sambandi væru margir í vanda staddir. Það standi hins vegar ekki til, heldur aðeins að herða eftirlitið. Hætta og óþrifnaður ,Á loðnuvertíð er verið að bjarga miklum verðmætum og þá er til- hneiging til að nota öll ökutæki til að flytja loðnuna milli staða án þess að alltaf sé farið eftir þeim kröfum sem gerðar er. Sérstakan frágang þarf vegna fískflutninga, m.a. á strangt til tekið að flytja fisk í lok- uðum bflum eða tankbílum. Oft og tíðum skilja menn eftir fiskslóða í kjölfarinu við vegamót og í beygj- um. Við ætlum að fylgjast með að menn gangi frá þessum flutningum eins vel og hægt er," segir Karl. Hann segir að fylgst verði með að farmar séu yfirbreiddir og að ekki sé verið að flytja of mikinn afla á vörubflspöllum í von um að minnka sóðaskap og hættu af völdum þeirr- ar loðnu sem fer niður. „Við höfum sektað menn fyrir að ganga ekki nægjanlega vel frá farmi. Nýlega féll t.d. lifur af vörubflspalli við Grindavíkurafleggjara með þeim afleiðingum að óþrifnaður skapaðist af og ákveðin hætta. Við sektuðum viðkomandi ökumann fyrir að hafa ekki gengið nægjanlega tryggilega frá farminum," segir hann. ? ?? Rafmagns- leysi stöðvaði stólalyftu ÞRETTÁN krakkar á aldrinum 12- 13 ára máttu dúsa í allt að eina klukkustund í 14 gráða frosti í stóla- lyftu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í fyrrakvöld. Ástæðan var sú að raf- magn fór af á svæðinu en bilunin náði einnig til hluta Árbæjarhverfis og Seljahverfis. Bilunin varð á milli dreifistöðva í háspennustreng við Elliðaárnar. Um eina klukkustund tók að laga bilunina, samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þorsteinn Hjaltason, umsjónar- maður skíðasvæðisins í Bláfjöllum, sagði að fáir hefðu verið á svæðinu. Stjórnbúnaður lyftunnar hefði verið tengdur yfír á varavél og með henni er hægt að keyra lyftuna lúshægt til að tæma hana. Vélin fór hins vegar ekki strax í gang og tafði það menn um hálfa klukkustund. Teppum hefði verið komið til þeirra sem í lyftunum voru og síðasti maður var kominn niður úr lyftunni klukku- stund eftir að rafmagnið fór af. Þor- steinn segir að krökkunum hafí orð- ið kalt en ekki orðið meint af þessu að öðru leyti. Afsláttur á Fjarðardögum... kltunúna! FIORDUR miöbœ Hafnarjjaröar 4UJK <^JS^S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.