Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 41 AÐSENDAR GREINAR I Subaru 4WD hefur reynst með afbrigðum vel við íslenskar aðstæður (+, v) í=:l i«/\l tl J skilgreinir þjóðina, sögu hennar, vitund og veru, segir Már Jónsson og spyr: Mikið rétt, en hvað svo? um, útvarpi og sjón- varpi, innanlands sem utan. Sama gildir um ljósmyndir af honum, fjölskyldu hans og vin- um. Öll þessi atriði hafa sjálfstætt gildi og standa fyrir sínu, en markmiðið með þessu öllu saman ætti samt að vera ítarleg og vönduð ævisaga Halldórs Lax- ness. Hann afkastaði óhemju miklu og sam- tíð hans var stórbrotin. Varla duga færri en tíu eða tólf mannár til verksins og borin von að hægt sé að ljúka við það fyrir ald- arafmælið, en sjá má til þess að einmitt þá megi hefjast handa við ævisöguna. Það verður ekki hægt nema fyrir liggi sá grundvöllur skráningar og saman- tekta sem þegar er getið. Samantektin verður af þeim sökum að bíða, en auðvitað má nota þessi fjögur ár til að skrifa hæfilega langar bækur um af- markaða þætti úr ævi hans og mætti jafnvel efna til samkeppni um slík rit í líkingu við bókmenntaverðlaun sem veitt eru árlega í hans nafni. Hverjir eiga svo að koma þessu í kring? Þar hlýtur handhafi útgáfuréttar allra ritsmíða Halldórs Laxness fyrir hönd fjöl- Már Jónsson skyldunnar að eiga drjúgan hlut að máli og hugsar sér óefað til hreyf- ings nú þegar. En hér er á ferðinni meira verk en svo að ein bókaútgáfa fái við ráðið, og þó þær væru tvær, heldur þarf ríkisvaldið að koma til sögunnar. Mér dettur í hug að kostnaður við þá úttekt á æviverki Halldórs sem ég hef gert að umtals- efni, að viðbættum þáttum sem mér kann að hafa sést yfír, geti numið svo sem tíu milljónum króna á ári í fjögur ár. Það er lítið fé fyrir mikinn mann. Annað eins myndi ævisagan kosta til viðbótar, en samanlagt er þetta ódýrari framkvæmd en breyt- ing á línubáti í túnfiskveiðiskip. Eg legg því til að menn hefjist umsvifa- laust handa og geri Halldóri Lax- ness verðug skil á aldarafmælinu. Höfundur er sagnfræðingur. Nýr jeppi frá Suliaru F=ORŒSTŒfl Hvers virði er Halldór Laxness? Halldór hvorki meira né minna en maður tuttugustu aldarinnar á Is- landi. Hann skilgreinir þjóðina, sögu hennar, vitund og veru. Mikið rétt, en hvað svo? Nægja slíkum manni eftirmæli í fjölmiðlum? Dugir það landslýð að eignast fleiri eintök af bókum hans? Vissulega hefur margt verið skrifað um Halldór á undan- fómum árum, en meira þarf til og nú er lag, því eftir fjögur ár verða liðin hundrað ár frá því hann fædd- ist. Ýmsu má koma í verk fyrir þann dag og hér fylgja fáeinar ábending- ar. í fyrsta lagi verður að ljúka við að skrá bréfasafn hans, en það starf mun vera komið vel áleiðis í hand- ritadeild Landsbókasafns og væri sjálfsagt lokið hefði ekki fjárskortur hamlað því. Meirihluti bréfanna þar er til Halldórs og jafnframt skrán- ingu þeirra ætti að gera gangskör að því að hafa uppi á bréfum sem hann sendi frá sér. Þau liggja víða og má hugsa sér að fólk sem ekki vill láta þvílíka dýrgripi af hendi leyfi ljósmyndun svo hægt verði að gera nothæfa skrá og síðan ganga að þessum efnivið á einum stað. I öðru lagi þarf að gera vandaða úttekt á handritum Halldórs og minnisbókum, sem nú hafa verið af- hent til varðveislu í handritadeild, besta geymslustað sem hugsast get- ur. Slík úttekt gerir fræðimönnum kleift, þegar þar að kemur, að útbúa krítískar eða fræðilegar útgáfur af helstu skáldsögum Halldórs, þar sem tillit er tekið til breytinga sem hann gerði sjálfur þegar þær voru gefnar út að nýju og grein gerð fyrir því hvernig textinn breyttist í með- förum frá handriti og vélriti til prentaðs verks. Slík rannsókn er mikilvæg leið til að skilgreina stflist- Vor 1998 HALLDÓR Laxness andaðist 8. febrúar og var jarðsunginn frá Kristskirkju í Reykjavík sex dögum síðar. Níu dögum eftir það var hringt heim til mín á tíunda tíman- um að kvöldi til og spurt hvort ég vildi kaupa ritsafn Nóbelskáldsins á 95 þúsund krónur. Reyndar voru ekki allar bækur hans til, en þó 41 af 51. Ekki spurði ég hvað bækurnar höfðu kostað áður en höfundurinn lést og veit þar af leiðandi ekki hvort verið er að bjóða þjóðinni verkin á tilboðsverði í tilefni dagsins eða hvort útgefandinn ákvað að sæta lagi og athuga hvað hann kæmist langt með upplagið á sama verði og síðustu árin. Víst er að mikið var í lagt, því ekki færri en fimm sölu- menn sátu við símann að sögn þess sem ég talaði við. Hægt væri að hneykslast á sölu- herferð sem þessari svo skömmu eftir andlát höftmdar, en það ætla ég ekki að gera, heldur huga að nokkru sem skiptir meira máli og varðar framtíð Halldórs Laxness. Miðað við þau orð sem ráðamenn landsins, bókaútgefendur, bókmenntamenn og ýmsir aðrir hafa látið falla er Halldór Laxness ann Halldór Laxness, hvernig hann vann og hvernig textar hans urðu til frá því að vera hikandi uppkast í að vera þau mögnuðu ritverk sem við þekkjum öll. I þriðja lagi er brýnt að tekin sé saman nákvæm ritaskrá Halldórs og sætir furðu að það skuli ekki hafa verið gert nú þegar. Hann birti til dæmis óteljandi greinar í tímaritum og blöðum, en gaf þær svo seinna út í bókum, vafalítið eitthvað breyttar. Einnig ætti að gera skrá yfir öll við- töl sem tekin voru við hann í blöð- Einstaklega gott útsýni boetir öryggi í umferðinni. Þú sest inn í Subaru Forester (ekki upp í eða niður í) Veghceð 20 cm. Ingvar Helgason hf. Sævamöfða 2 Sími 525 8000 Eins og öllum jeppum sœmir er Forester með háu og lágu drifi, ^^jarræsibúnaði, „Hill holder", þjófavörn, fjarstýrðri samlæsingu, þakbogum, ofl. / frosti og snjó er gott að geta setið inni í stofu og sett Forester í gang með fjarrœsibúnaðinum, leggja síðan af stað í upphituðum bílnum. Verð frá krónum 2.225.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.