Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 21 ERLENT Ritter snýr aftur til starfa í Bagdad Bagdad, London. Reuters. BANDARÍKJAMAÐURINN Scott Ritter hélt í gær aftur til starfa í Bagdad á vegum vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna. I janúar bönnuðu Irakar honum að taka þátt í vopnaleitinni á þeirri forsendu að hann væri bandarískur njósnari. Ritter fór til Bagdad á fimmtu- dag og sást í gærmorgun í bfl sem ekið var frá höfuðstöðvum eftirlits- nefndarinnar, UNSCOM, í norð- austurhluta borgarinnar. íraskir embættismenn sögðu að Ritter hefði stjómað „skyndileit" á nokkrum stöðum og ekki hefði ver- ið reynt að hindra störf hans. Ferð Ritters til íraks er fyrsti prófsteinninn á hvort Irakar standi við samkomulagið við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að heimila ótakmark- aða vopnaleit á svokölluðum „for- setabústöðum" þar sem grunur leikur á að írakar hafi falið efni í Fyrsti prófsteinn- inn á hvort ~ írakar standi við Annan- samkomulagið gereyðingarvopn. Stjómvöld í Irak ákváðu í janúar að banna Ritter og eftirlitssveit hans að starfa í land- inu og sögðu að hún gengi erinda Bandaríkjanna og Bretlands. Irak- ar hafa ítrekað sagt að þeir ætli að standa við samkomulagið við Ann- an en Bandaríkjamenn hafa hótað að gera árásir á frak verði reynt að hindra vopnaleitina. Er markmiðið að valda nýrri deilu? Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu í gær að ekkert væri hæft í frétt dagblaðsins Al-Hayat, sem er gefið út á arabísku í London, um að Richard Butler, formaður vopnaeftirlitsnefndarinn- ar, hefði látið hjá líða að skýra Kofi Annan frá því að hann hefði sent Ritter til íraks. Al-Hayat hafði eftir heimildar- mönnum í höfuðstöðvum Samein- uðu þjóðanna í New York að Butler hefði ekki látið Annan vita af ferð Ritters þótt þeir hefðu snætt há- degisverð saman daginn áður en írökum var sagt frá henni. „Er markmiðið að valda nýrri deilu til að eyðileggja samkomulag fram- kvæmdastjórans og írösku stjóm- arinnar?" spurði einn af heimildar- mönnum blaðsins, arabískur stjómarerindreki í New York. Talsmenn Annans og Butlers vísuðu þessu á bug og sögðu að þeir hefðu rætt ferð Ritters nokkrum sinnum, meðal annars á hádegisverðarfundi á þriðjudag. Reuters BANDARÍSKI vopnaeftirlitsmaðurinn Scott Ritter sést hér stíga upp í jeppa í Bagdad, þar sem hann hóf í gær störf á ný með vopnaeftirlits- nefnd SÞ, UNSCOM. írakar höfðu sakað Ritter um njósnir. Japan Hand- tökur í ráðu- neyti Tdkýd. Reuters. SAKSÓKNARI í Japan gerði í gær húsleit á skrifstofum fjár- málaráðuneytisins í annað sinn á rúmum mánuði. Var sak- sóknari á höttunum eftir vís- bendingum um þátt ráðuneyt- isins í hneykslismáli er leiddi til þess að eitt helsta verð- bréfafýrirtæki landsins varð gjaldþrota. Rúmlega 70 starfsmenn sak- sóknaraembættisins í Tókýó létu til skarar skríða í gær, en í fyrradag vom tveir embættis- menn ráðuneytisins handtekn- ir vegna gruns um mútuþægni. Annar embættismaður tjáði fréttamönnum í gær að leitin þá hefði ekki einungis verið gerð vegna handtökunnar í fýrradag heldur einnig vegna gjaldþrots Yamaichi verðbréfa- fyrirtækisins í nóvember sl. Á miðvikudag voru þrír fyrr- verandi ráðamenn í Yamaichi handteknir, grunaðir um að hafa rangfært skýrslur til þess að fela gífurlegt tap sem hvergi hafi komið fram. Slíkt væri brot á japönskum lögum um verðbréfaviðskipti. Fjöl- miðlar í Tókýó hafa greint frá því að fjármálaráðuneytið kunni að hafa tekið þátt í að fela tap Yamaichi. Atsushi Nagano, yfirmaður verðbréfaskrifstofu ráðuneyt- isins, hefur sagt að ráðuneytið hafi ekki vitað af óskráðum skuldum fyrirtækisins fýrr en viku áður en það varð gjald- þrota. Húsleitin í gær fór m.a. fram á skrifstofu Naganos, og einnig á skrifstofum stofnunar sem hefur eftirlit með verð- bréfaviðskiptum. Tengdist það handtökunum í fyrradag, en embættismennimir sem þá voru teknir eru grunaðir um að hafa notið glæsilegra skemmt- ana á kostnað stórra fjármála- fýrirtækja í skiptum fyrir að- stoð við markaðssetningu. Jimmtiidagy til &immudag& íslenskir garðyrkjubœndur kynna blómstrandi pottaplöntur þessa daga. Mikill fjöldi tegunda - margs konar tilboð. Um helgina gefst fólki kostur á að bitta framleiðendurna og fá hjá þeim góð ráð. ilémstraiidi potfapléntvr á tilboéi Dcemi: Tegund: verð: Framleiðandi. Prímúla KR. 199,- (Jakob í Laugagerði) Crýsí míní KR. 199,- (Hörður í Lyngási) St. Pála (mínO KR. 239,- (Sigurður Þráinsson) Bcgonía KR. 439,- (Gunnar í Ártanga) Alparós KR. 599,- (Gunnar í Ártanga) Alparós stærri KR. 799,- (Gunnar í Ártanga) Hawaírós KR. 769,- (Sigurður Þráinsson) Pottarósir KR. 639,- (Þorvaldur í Grein) Hortensía KR. 999,- (Sigurður Þráinsson) Silfurfjöður KR. 999,- (Sigurður Þráinsson) Burknar KR. 599,- (Sveinn / Blómvellir) ÍSLENSK GARÐYRKJA Xlámcmcd-fmitlcincli fuámur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.