Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 21 ERLENT Ritter snýr aftur til starfa í Bagdad Bagdad, London. Reuters. BANDARÍKJAMAÐURINN Scott Ritter hélt í gær aftur til starfa í Bagdad á vegum vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna. I janúar bönnuðu Irakar honum að taka þátt í vopnaleitinni á þeirri forsendu að hann væri bandarískur njósnari. Ritter fór til Bagdad á fimmtu- dag og sást í gærmorgun í bfl sem ekið var frá höfuðstöðvum eftirlits- nefndarinnar, UNSCOM, í norð- austurhluta borgarinnar. íraskir embættismenn sögðu að Ritter hefði stjómað „skyndileit" á nokkrum stöðum og ekki hefði ver- ið reynt að hindra störf hans. Ferð Ritters til íraks er fyrsti prófsteinninn á hvort Irakar standi við samkomulagið við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að heimila ótakmark- aða vopnaleit á svokölluðum „for- setabústöðum" þar sem grunur leikur á að írakar hafi falið efni í Fyrsti prófsteinn- inn á hvort ~ írakar standi við Annan- samkomulagið gereyðingarvopn. Stjómvöld í Irak ákváðu í janúar að banna Ritter og eftirlitssveit hans að starfa í land- inu og sögðu að hún gengi erinda Bandaríkjanna og Bretlands. Irak- ar hafa ítrekað sagt að þeir ætli að standa við samkomulagið við Ann- an en Bandaríkjamenn hafa hótað að gera árásir á frak verði reynt að hindra vopnaleitina. Er markmiðið að valda nýrri deilu? Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu í gær að ekkert væri hæft í frétt dagblaðsins Al-Hayat, sem er gefið út á arabísku í London, um að Richard Butler, formaður vopnaeftirlitsnefndarinn- ar, hefði látið hjá líða að skýra Kofi Annan frá því að hann hefði sent Ritter til íraks. Al-Hayat hafði eftir heimildar- mönnum í höfuðstöðvum Samein- uðu þjóðanna í New York að Butler hefði ekki látið Annan vita af ferð Ritters þótt þeir hefðu snætt há- degisverð saman daginn áður en írökum var sagt frá henni. „Er markmiðið að valda nýrri deilu til að eyðileggja samkomulag fram- kvæmdastjórans og írösku stjóm- arinnar?" spurði einn af heimildar- mönnum blaðsins, arabískur stjómarerindreki í New York. Talsmenn Annans og Butlers vísuðu þessu á bug og sögðu að þeir hefðu rætt ferð Ritters nokkrum sinnum, meðal annars á hádegisverðarfundi á þriðjudag. Reuters BANDARÍSKI vopnaeftirlitsmaðurinn Scott Ritter sést hér stíga upp í jeppa í Bagdad, þar sem hann hóf í gær störf á ný með vopnaeftirlits- nefnd SÞ, UNSCOM. írakar höfðu sakað Ritter um njósnir. Japan Hand- tökur í ráðu- neyti Tdkýd. Reuters. SAKSÓKNARI í Japan gerði í gær húsleit á skrifstofum fjár- málaráðuneytisins í annað sinn á rúmum mánuði. Var sak- sóknari á höttunum eftir vís- bendingum um þátt ráðuneyt- isins í hneykslismáli er leiddi til þess að eitt helsta verð- bréfafýrirtæki landsins varð gjaldþrota. Rúmlega 70 starfsmenn sak- sóknaraembættisins í Tókýó létu til skarar skríða í gær, en í fyrradag vom tveir embættis- menn ráðuneytisins handtekn- ir vegna gruns um mútuþægni. Annar embættismaður tjáði fréttamönnum í gær að leitin þá hefði ekki einungis verið gerð vegna handtökunnar í fýrradag heldur einnig vegna gjaldþrots Yamaichi verðbréfa- fyrirtækisins í nóvember sl. Á miðvikudag voru þrír fyrr- verandi ráðamenn í Yamaichi handteknir, grunaðir um að hafa rangfært skýrslur til þess að fela gífurlegt tap sem hvergi hafi komið fram. Slíkt væri brot á japönskum lögum um verðbréfaviðskipti. Fjöl- miðlar í Tókýó hafa greint frá því að fjármálaráðuneytið kunni að hafa tekið þátt í að fela tap Yamaichi. Atsushi Nagano, yfirmaður verðbréfaskrifstofu ráðuneyt- isins, hefur sagt að ráðuneytið hafi ekki vitað af óskráðum skuldum fyrirtækisins fýrr en viku áður en það varð gjald- þrota. Húsleitin í gær fór m.a. fram á skrifstofu Naganos, og einnig á skrifstofum stofnunar sem hefur eftirlit með verð- bréfaviðskiptum. Tengdist það handtökunum í fyrradag, en embættismennimir sem þá voru teknir eru grunaðir um að hafa notið glæsilegra skemmt- ana á kostnað stórra fjármála- fýrirtækja í skiptum fyrir að- stoð við markaðssetningu. Jimmtiidagy til &immudag& íslenskir garðyrkjubœndur kynna blómstrandi pottaplöntur þessa daga. Mikill fjöldi tegunda - margs konar tilboð. Um helgina gefst fólki kostur á að bitta framleiðendurna og fá hjá þeim góð ráð. ilémstraiidi potfapléntvr á tilboéi Dcemi: Tegund: verð: Framleiðandi. Prímúla KR. 199,- (Jakob í Laugagerði) Crýsí míní KR. 199,- (Hörður í Lyngási) St. Pála (mínO KR. 239,- (Sigurður Þráinsson) Bcgonía KR. 439,- (Gunnar í Ártanga) Alparós KR. 599,- (Gunnar í Ártanga) Alparós stærri KR. 799,- (Gunnar í Ártanga) Hawaírós KR. 769,- (Sigurður Þráinsson) Pottarósir KR. 639,- (Þorvaldur í Grein) Hortensía KR. 999,- (Sigurður Þráinsson) Silfurfjöður KR. 999,- (Sigurður Þráinsson) Burknar KR. 599,- (Sveinn / Blómvellir) ÍSLENSK GARÐYRKJA Xlámcmcd-fmitlcincli fuámur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.