Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUNNHILDUR LÍNDAL ARNBJÖRNSDÓTTIR + Gunnhildur Lín- dal Arnbjörns- dóttir fæddist í Keflavík 12. nóvem- ber 1980. Hún lést í bflslysi 26. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sóiveig Hafdís Har- aldsdóttir hár- greiðslumeistari, f. 3. febrúar 1949, og Arnbjörn Óskarsson rafvirkjameistari, f. lO.janúar 1950. Sól- veig er dóttir Gunn- hildar Fjólu Eiríks- dðttur húsmóður og Haraldar Ágústssonar trésmiðs, d. 27. okt. 1988. Þau bjuggu í Keflavík, þar sem Fjóia býr enn. Arnbjörn er sonur Guðrúnar Brimdísar Sig- urgeirsdóttur húsmóður, d. 28. nóv. 1975, og Óskars Guðbjarts Júiíusar Arngrfmssonar sjó- manns, d. 24. maí 1974. Þau bjuggu í Hafnarfirði. Gunnhild- Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt Það er kveðjan: „Kom til mín!" Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Jjóssins öndum. (B.Halld.) Elsku hjartans Gunnhildur, það er svo erfitt að trúa og sætta sig við ótímabært andlát þitt, elsku barnið okkar. Það var allt svo bjart framundan hjá þér. Þú geislaðir af lífsgleði með honum Gulla þínum, þið voruð svo hamingjusöm og góð- ir vinir. Af hverju þurfti þetta að gerast? Okkur finnst þetta svo ósanngjarnt, en við fáum víst aldrei - svar við því hvers vegna svona ger- ist. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við setjumst niður og hugsum til baka, allar stundirnar sem við fjölskyldan höf- um átt saman, skíðaferðirnar til Austurríkis, hestaferðirnar okkar þar sem þú áttir hug og hjörtu allra með glaðværð þinni og stússið allt í kringum hestana, og hestamótin sem þú tókst þátt í, það var svo mikill metnaður í þér að standa þig vel. Síðan körfuboltaáhuginn hjá þér, sem var ykkar Gulla sameigin- lega áhugamál, og fótboltinn á sumrin. Þú hlífðir þér aldrei, enda komstu oft haltrandi heim, og þá höfðum við mamma þín oft orð á því hvort þú ætlaðir að vera búin að eyðileggja á þér fæturna á unga aldri. En þú hlóst bara að okkur og sagðir okkur að hafa ekki áhyggjur afþér. Þótt íþróttadellan hafi verið mikil þá gleymdist skólinn og námið ekki hjá þér, því samviskusemi, heiðar- leiki og glaðværð var traustur föru- nautur þinn, enda sýnir stór vina- hópur það best, sem á um svo sárt að binda í dag. Elsku Gunnhildur, við gætum haldið áfram endalaust að rifja upp, en eitt verðum við þó að láta koma fram og það var hvað þú barst mikla virðingu fyrir heimilinu okkar og elskaðir fjölskyldu þína, sem kom best fram hjá þér, ef þér fannst við ekki breyta rétt. Þá varstu ófeimin að koma því til skila, elskan okkar, þú varst svo hreinskiptin og góð manneskja. Elsku barnið okkar, það verður erfitt að heyra ekki oftar né sjá þig, en með guðs hjálp og góðra vina lærum við vonandi að lifa við það. Elsku Gunnhildur, megi algóður guð vernda þig og leiða um ókunnar slóðir í þínum nýju heimkynnum, þar sem við vitum að afar þínir og amma taka á móti þér og vernda þig. Við biðjum guð að styrkja okk- ur öll, systkini þín og maka þeirra, elsku litlu frænku þína hana Hafdísi Hildi sem þér þótti svo vænt um, sem skilur ekki hvar þú ert, Fjólu ömmu, alla vinina þína og ektó síst ur var yngst þriggja alsystkina, en hin eru Haraldur Líndal rafvirkjanemi, unnusta hans er Þóra Brynjarsdóttir nemi, og Bryndís Líndal verslunar- maður, unnusti hennar er Gunnar Pétur Róbertsson sjómaður og dóttir þeirra er Haí'dís Hildur, tveggja ára. Unnusti Gunnhildar var Guðlaugur Eyj- ólfssou, f. 27. ágúst 1980, foreldrar hans eru Sigrún Guðný Jónsdóttir og Eyjólfur Þór Guðlaugsson, búsett í Gr- indavík. Gunnhildur stundaði nám á fé- lagsfræðibraut, sálfræðilínu, í Fjölbrautasköla Suðurnesja. Útför Gunnhildar Líndal fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. biðjum við guð að styrkja og leiða Gulla þinn og fjölskyldu hans. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig og varðveiti, elsku engillinn okkar. Mamma og pabbi. Litla vina, lífið kallar, leiðir okkar skilja í dag. Góðarvættírvakiallar, verndi og blessi æ þinn hag. Elsku Gunnhildur mín. Það var hræðilegt að heyra það að þú værir dáin. Þú varst svo lífsglöð og alltaf með bros á vör og það var svo fjarri mér að eitthvað illt gæti hent þig. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman og það var svo margt sem ég átti eftir að segja þér, en maður heldur alltaf að það sé nógur tími. En ég veit það, elsku Gunna mín, að þú ert alltaf hjá okk- ur og að þú ert verndarengill Haf- dísar Hildar sem var augasteinn þinn. Alltaf varstu tilbúin að passa hana fyrir mig og ef ég þurfti ekki á pössun að halda þá baðstu um að fá hana lánaða og fara með hana út að labba eða draga hana úti á snjóþotu. Það var svo yndislegt að þú grést af gleði þegar þú komst til mín inn á fæðingarstofu og sást litlu frænku þína nýkomna í heiminn. Þú hafðir alltaf nóg að gera, það var körfu- boltinn, bæði unglingaflokkur og meistaraflokkur, fótbolti á sumrin, hestamennska, skíði og svo allir vin- irnir. Stærri vinahóp hef ég aldrei séð. Það var alveg sama hvar þú komst, alltaf varstu hrókur alls fagnaðar og alltaf varstu brosandi. Þú hafðir svo stórt og fallegt bros. En þó að brosin ljómi ei lengur, þín ljúf og fögur minning er. Það er svo margt sem ég get sagt um þig og það eru svo margar yndis- legar og skemmtilegar stundir sem við áttum saman. Þegar við hittumst á böllum var ekkert annað en faðm- lög og hlátur. Við slitum okkur ekki í sundir. Elsku Gunna mín, ég elska þig svo mikið að orð fá því ekld lýst. Þú geislaðir af fegurð jafnt að innan sem að utan. Þu ljómaðir af ást og hugulsemi. Og þú kynntist þinni einu og sönnu ást. Og þið geisluðuð sam- an. Og nú þegar ég sé hann Gulla þinn sé ég þig alltaf í honum. En þetta er stórt skarð sem þú skilur eftir í hjarta mínu og það mun aldrei fyllast af annarri ást. „Ég lifi í minningum um þig, elsku Gunna mín. Og ég veit það að þú varst send þarna upp til þess að vaka yfir litlu börnunum og vernda þau því börn voru þitt líf og yndi. Ég veit, elsku Gunna mín, að amma okkar, afar okkar og Svanur vinur okkar tóku á móti þér með opnum örmum. Ég bið algóðan guð að passa þig og vernda og gefa fjöl- skyldu okkar, Gulla og fjölskyldu hans styrk í þessari miklu sorg, og hann styrki allan vinahóp þinn. I jarðvist þinni varstu verki að sinna, þú veittir gleði og ást sem blómahaf. Ó, litla snót, þú frið nú megir finna í faðmi þess er okkur lífið gaf. Ég segi bless að sinni, elsku ást- in mín, því ég veit að við munum hittast á ný. Þín systir, Bryndís. „Nú verð ég" þú mæltir, „að fara' upp á fjallið háa frá þér, vinur minn." - Skilnaðarstundin var sár. - En þar beið þín hlutverk í heiðinu bjarta og bláa, byggðin hér neðra orðin þér vettvangur smár. Upp fjallið háa til fundar við þig mun ég stíma, þá fyrst munu rætast draumar mínir og þrár. Ég klíf þetta einstigi, eins og þú, einhvern tíma, ef vil till næsta dag kannski' eftir sjötíu ár. (ívar Björnsson.) Elsku Gunnhildur. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað það er sárt að missa jafn jákvæða, brosmilda og lífsglaða unga stúlku, eins og þig, svona skjótt. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af heilum hug og náðir góðum ár- angri í þeim íþróttum sem þú stundaðir. Þó er okkur séstaklega minnisstætt hvað þú varst hörð í hestamennskunni og þar varst þú okkar stolt á Fjórðungsmótinu '96 og stóðst þig með sóma á íslands- mótinu sama ár. Gaman hefði verið að sjá þig keppa á Landsmótinu '98 á Kjarna okkar, en af því verður víst ekki. Við vitum að þú hefðir gert þitt besta. Þú skalt ekki hafa áhyggjur af honum Vin þínum, hann er í góðum höndum. Það eru svo margar minningar sem hægt er að rifja upp og segja frá en við geymum þær í huga okk- ar. Megi algóður Guð halda vernd- arhendi yfir þér, fjölskyldu okkar og ástvini sem þú hvarfst frá svo skyndilega. Hláturinn hrífur, sem hvirfilvindur, hugann, um leið og hann hvin. Brosið hið blíða erbjarmisólar, lýsir upp sinnið og lengi þar skín. Meðan það veitist að vernda brosið vináttan ekki dvín. (ívar Björnsson.) Guð geymi og varðveiti þig að ei- lífu. Þinn bróðir og mágkona, Haraldur og Þóra. Elsku Gunnhildur mín, mér er það þungbært að setja þessi orð á blað. Þitt geislandi bros var mér mikils virði. Eg þakka þær mörgu Ijúfu stundir, sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo góð. Hátterni þitt var þannig að öllum þótti vænt um þig. Ég man það alltaf hvað geislaði af þér á fermingardaginn þinn þegar lífið blasti við þér, bjart var framundan og þú sást hestinn þinn fyrir utan dyrnar. Þú varst svo hrein og heilbrigð sál með allan hug þinn við íþróttir. Eg hef svo margt um þig að segja, en nú á sorgarstundu bregst mér kraftur. Þú vissir alltaf hvaða hug amma bar til þín. Þó stundin hafi ekki verið iöng sem við áttum saman á þriðjudaginn fyrir slysið þá mun ég muna hana meðan ég lifi og þakka hana góðum Guði. Mér gat ekki dottið í hug að það væri okkar hinsta kveðjustund í þessu lífi og að þú værir horfin á braut næsta fimmtudag. Það eina sem ég get gert nú er að biðja algóðan Guð að taka á móti þér og umvefja þig sínum ástarörmum. Eg veit það fyrir víst að nú er afi búinn að taka á móti þér og að hann vakir yfir þér, hjartans engillinn minn. Amma sendir þér þessa bæn: Guð leiði þig, en likni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En ég vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænargjörð; Guð leiði þig. Guð verndi þig. En vak og bið Og varðveit, barn, þinn sálarfrið. A Herrans traustu hönd þig fel. Ef hann er með, þá farnast vel. Guð leiði þig. Þú áttir góðan vin, þið voruð svo elskuleg og blíð saman. Það er ofar okkar skilningi af hverju þið fenguð ekki að njóta hvort annars lengur. Við þig, elsku Gulli minn, vil ég segja að þú mátt trúa því og treysta að hún mun alltaf vaka yfir þér og vernda þig. Góður Guð styrki þig í sorg þinni og vaki yfir þér. Hann leiði þig áfram. Fagra nafnið frelsarans fylgi þér og hlífi. Avallt vaka augu hans yfirþínulífi. Elsku Sólveig mín, Abbi og fjöl- skylda. Við eigum okkar björtu minningar um góða stúlku. Við skulum hugsa til hennar eins og hún var. Ég fel ykkur góðum Guði. Hann leiði ykkur og styrki og gefi ykkur kraft. Þín Sólargeisli. Það er orðið sem kemur upp í huga minn þegar ég minnist Gunnhildar. Einlægur, glettinn og brosandi sólargeisli sem lýsti upp tilveru sonar míns og þ.a.l. tilveru allrar fjölskyldu minnar. Samband hennar og Gulla var mjög sérstakt sem heillaði alla þá sem vitni urðu að. „Þau voru mun meira en kærustupar," eins og faðir henn- ar orðaði svo réttilega. Eg hefði viljað þakka Gunnhildi fyrir þá birtu sem hún færði inn í líf okkar, augliti til auglitis og faðma hana, en ég geri það núna í þeirri trú að það komist til skila. Einnig vil ég þakka ykkur Sólveigu, Arnbirni og fjöl- skyldu fyrir hjálp ykkar og ástúð undanfarna erfiðu daga með dreng- inn okkar og vona að samveru- stundir okkar hafi hjálpað ykkur eins mikið og okkur. Gunnhildur mun alltaf eiga stað í hjarta okkar. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Eyjólfur Þór Guðlaugsson og fjölskylda. Stórt skarð hefur myndast í hóp okkar frændsystkinanna, hún Gunnhildur er dáin. Maður trúir því ávallt að svona nokkuð muni ekki henda. En einn góðan veður- dag, líkt og hendi sé veifað, kemur fregn sem skilur okkur eftir lömuð af sorg og söknuði. Elsku frænka, þú hverfur frá okkur í blóma lífsins. Þú varst sól- argeisli foreldra þinna, systkina og síðast en ekki síst litlu frænku þinnar, Hafdísar Hildar, sem enn bíður eftir því að þú komir heim brosandi og takir hana í fangið. Við þökkum þær björtu stundir sem við áttum með þér. Halli sem óx up með þér. Þrátt fyrir að þið hafið búið sitt á hvoru landshorn- inu á uppvaxtarárum ykkar áttuð þið alltaf góða stundir þegar leiðir ykkar lágu saman. Kannski réð til- viljun því eða örlögin að Arnar fékk að vera með ykkur Gulla og Hafdísi Hildi nokkrum kvöldum fyrir hið hörmulega slys. Þar fékk hann að kynnast enn frekar hlýju þinni og vináttu, sem ávallt ein- kenndi þig. Kæri Gulli. Líf hvers og eins hef- ur tilgang. Nú er horfin á braut góð stúlka, sem markað hefur djúp spor í sálu okkar. Nú þarft þú að takast á við lífið án hennar. Það gerir þú best í hennar minningu með því að halda þeirri stefnu sem þið höfðuð tekið. Elsku Sólveig, Arnbjörn og fjöl- skylda, ykkar missir er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og því sem framundan er. Olöf, Haraldur og börn. Elsku vina, það er svo ótrúlegt og sárt að finna að þú ert ekki leng- ur á meðal okkar hér í lifanda lífi. Samt sveit ég að þú fylgist með okkur. Ég bið algóðan Guð að geyma þig. Hún er ljóshærð og lagleg húnerpfeinsogvor. Stráir ástrfku yndi við hvert einasta spor. Húnerelskuðaföllum og í athöfnum dygg. Hún var sóiskinsbarn síglatt. Hún er saklaus og trygg. Elsku Sólveig, Arnbjörn og fjöl- skylda, Gulli og mamma, ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk og blessun. Þín frænka, Aldís. Ánægja, værð og hlýleiki voru einkenni elsku Gunnhildar minnar og einmitt á þann máta mun ég ávallt minnast hennar. Ég man hvað hún hló mikið að Sæma þegar hann sprellaði og sýndi listir sínar. Ég gaf henni auðvitað olnbogaskot svo hún myndi ekki hvetja hann með hlátri sínum til að halda áfram. En allt kom fyrir ekki, hún bara hló og hló, Sæma til mikillar gleði. Það eru svo margar ánægjustund- ir sem ég hef átt með Sollu, Abba, Gunnhildi, Halla og Biddý í gegnum tíðina og ég er þeim svo þakklát fyr- ir að hafa fengið að upplifa alla þá ástúð sem ríkti þeirra á milli. Það er svo sárt að missa elsku Gunnhildi og því bið ég góðan guð um að gefa okk- ur öllum styrk og ró tíl að yfirstíga þessa þungbæru sorg. Far þú í friði, ástin mín, og ég veit að guð mun gæta þín vel. Þín frænka, Svanbjörg Helena. Elsku, yndislega frænka okkar. Hvers vegna þú fórst frá okkur svo snögglega er á engan hátt hægt að útskýra. Hvers vegna deyr ung og falleg stúlka í blóma lífsins og með mikla framtíðardrauma. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirn- ir elska, en þegar til kemur er erfitt að sætta sig við að það sé ástæðan fyrir því að þú varst tekin frá okkur svona allt í einu. Þú varst yndisleg stúlka, alltaf svo blíð og góð með fallega brosið þitt. Þú hefur alla tíð verið mikil keppnismanneskja og allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af miklum krafti og dugn- aði. Þú varst svo barngóð og yndis- legt var að fylgjast með þér leika við litlu börnin og þá sérstaklega hana Hafdísi Hildi frænku þína sem var eins og dóttir þín. Þegar Steinþór litli fæddist varst þú ekM lengi að koma í heimsókn til okkar til að sjá hann og færa honum fal- legan íþróttagalla, sem átti að vera sá fyrsti af mörgum, því þú vildir að hann færi í körfubolta eins og þú. Þú hafðir mikil áhrif á okkur öll því þú hreinlega geislaðir af ham- ingju og gleði. Gaman var að sjá hvað þið Gulli voruð hamingjusöm og falleg saman og auðséð var að þið áttuð stóra og mikla drauma um yndislega framtíð saman. Fjöl- skyldur okkar hafa alla tíð verið mjög samrýndar og höfum við oft farið saman í ferðalög, bæði um landið og til annarra landa. Við höf- um líka átt margar ógleymanlegar stundir saman í fjölskylduboðum og heimsóknum okkar á milli. Elsku Gunnhildur, takk fyrir allar þær yndislegu stundir sem þú hefur gefið okkur og þótt þú sért farin, lifa áfram minningar um einstaka stúlku, minningar sem aldrei munu gleymast. Elsku Sólveig, Abbi, Gulli, Halli, Bryndís, Amma, Þóra, Gunni og Hafdís Hildur, guð styrki ykkur og leiði í þessari miklu sorg. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig ót og inn, svo allri synd ég hafni. (HaUgr.Pét.) Fjölskyldan Víðilundi 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.