Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 19
 • • MORGUNBLAÐIÐ LAUGAKDAGUR 7. MARZ 1998 19 VIÐSKIPTI Eitt hundrað forstjórar úr hollensku athafnalífí heimsækja Island í júní VON er á um eitt hundrað forstjór- um hollenskra stórfyrirtækja hingað tO lands í júní nk. til að efna til við- skiptatengsla og kanna fjárfesting- arkosti hérlendis. Hópferðin er á vegum samtaka fyrirtækja í tveimur héruðum í norðariverðu Hollandi, Drenthe og Overýssel. Með í fór verður m.a. Relus ter Beek, héraðs- stjóri Drenthe og fyrrverandi varn- armálaráðherra Hollands. Um 150 stórfyrirtæki og samtök atvinnurekenda eru aðilar að samtök- unum og meginmarkmið þeirra er að efla atvinnulíf svæðisins, m.a. með því að auka viðskipti þess við fyrirtæki í öðrum löndum. Samtökin gegna einnig hlutverki upplýsingamiðlunar á milli fyrirtækja og eru vettvangur skoðanaskipta framámanna þeirra. Þau hafa m.a. beitt sér fyrir sam- göngubótum og þannig varð nafn þeirra, 837, til en þau beittu sér mjög fyrir lagningu hraðbrautarinnar 837, sem liggur um héruðin. Samtökin vinna einnig að því að efla viðskipta- tengsl Hollendinga við aðrar þjóðir og er það tilefni Islandsferðarinnar. 837 samtökiri eru fimm ára á þessu ári og segja fjórmenningarnir að sú hugmynd hafi vaknað að gera eitthvað óvenjulegt á afmælisárinu. „Við völdum ísland vegna þess að FORSTJÓRARNIR sem undirbúa heúnsóknina. F.v. Lex Balm, Jan J.R. Hospers, J. Kruithof og Bert van der Haar. Vilja stofna til við- skiptatengsla hérlendis það býður upp á mikla möguleika í viðskiptum. A síðustu árum hefur landið verið að opnast gagnvart er- lendum fjárfestum og hér eru mörg áhugaverð fyrirtæki sem gott væri að fjárfesta í eða eiga viðskipti við. Einkavæðing opinberra fyrirtækja stendur fyrir dyrum og þar gætu legið ýmsir möguleikar, t.d. á sviði hátækni. Að sjálfsögðu mun hópur- inn einnig nota tækifærið og fara í skoðunarferðir um landið. Hópurinn verður staddur hérlendis 4.-7. júní. 5. júní verður efnt til morg- unverðarfundar með forsvarsmönn- um íslenskra fyrirtækja. „Þar mun- um við kynna þetta verkefni okkar en síðan verða menn úr svipuðum at- vinnugreinum leiddir saman og í framhaldi af því komast vonandi á viðskiptasambönd. í hópnum verða t.d. fulltrúar Edon rafmagnsfyrirtæk- isins en það hefur hugleitt orkukaup um sæstreng frá íslandi. Hollendinga vantar t.d. hreina orku og okkur skilst að þörf sé fyrir erlenda fjárfest- ingu á íslandi þannig að samstarfið ætti að geta komið báðum þjóðum vel. Fundurinn er þó ekki síður ætl- aður litlum og meðalstórum fyrir- tækjum og ég vil hvetja fulltrúa þeirra til að setja sig í samband við okkur." Skipulagning vegna heim- sóknarinnar stendur nú yfir og ætla Hollendingarnir að nota tímann fram í júní til að finna íslenska samstarfs- aðiia sem þeir munu síðan hitta í heimsókninni. Þeir, sem hafa áhuga á að komast í samband við hollensk fyr- irtæki, geta haft samband við Versl- unarráð íslands eða Ólaf Ragnarssori aðalræðísmann Hollands hérlendis. ' BALENO K SWIFT • VITARA Aflrmkhr, rúmgóðir, öruggir og einstaklega hagkvæmir í rekstri BALENO SWIFT VTTARA TEGUND: VERÐ: 1,3GL 3d 1.140.000 KR. l;3GL4d 1.265.000 KR. 1.6GLX 4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON4x4 1.595.000 KR. TEGUND: VERÐ: GLS3d 980.000 KR GLX5d 1.020.000 KR TEGUND: VERÐ: JLXSE3d 1.580.000 KR. JLXSESd 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR V6 5d 2.390.000 KR :.: ™W 'jtj/ft og sestu inn! Sjáðu rýmið og alúðina við smáatriði. Skoðaðu verð og gerðu samanburð. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími568 51 00. SUZUKISÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 43128 00. Akureyri: BSA hf, Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf, Miðási 19, slmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sfmi 555 15 50. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sfmi 42112 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.