Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ársskýrsla Eftirlitsstofnuiiar EFTA fyrir síðastliðið ár Vantar nokkuð upp á lög- festingu EES-tilskipana HLUTFALL EES-tilskipana, sem ísland hafði lögfest fram að síðustu áramótum, að hluta eða í heild, er 96,5 af hundraði. Þetta er örlítið lakara hlutfail en á við um Noreg, stærsta EFTA-ríkið sem tekur þátt í EES-samstarfinu, en betra en hjá Liechtenstein, þar sem hlutfallið er 92,2%. Þetta kemur fram í nýút- kominni ársskýrslu Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA), sem hefur eftir- lit með því að EES-regJum sé fram- fylgt af stjórnvöldum og fyrirtækj- um í EFTA-ríkjunum innan EES. ÖU aðildarríki samningsins um Evrópskt efnahagssvæði eru skuld- bundin til að lögfesta alla löggjöf sem gefin hefur verið út af Evrópu- sambandinu (ESB) og samþykkt í sameiginlegu EES-nefndinni. Við árslok 1997 voru þessar reglur sam- tals 1.697 talsins, þar af 1.255 til- skipanir. Greinarmunur er gerður á því Engar reglur um stærð sælgætis HOLLUSTUVERND ríkisins gerir ekki kröfu til þess að innflutningur hamborgarahlaups verði stöðvaður en sælgæti af þessari gerð stóð í átta ára gömlum dreng á Akureyri sl. miðvikudag. Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir hjá Hollustuvernd ríkisins segir að sömu reglur gildi um sælgæti og önnur matvæli en engar reglur eru til um stærð eða lögun sælgætis. Sömu reglur gildi hér á landi og annars staðar í Evr- ópu. „Það eru til ógrynni af alls kyns hlaupi á markaðnum hér. Þetta til- tekna hlaup er að engu leyti frá- brugðið mörgu öðru sem er á mark- aðnum og ekki hættulegra. Sælgæt- ishlaup er af öllum stærðum og gerðum og í raun getur allt staðið í fólki, jafnvel eplabiti. Við skoðuðum þetta hlaup sérstaklega og það reyndist ekki harðara eða frábrugð- ið öðru hlaupi á annan hátt," sagði Guðrún Elísabet. Hún segir að ekki sé skylda hér- lendis frekar annars staðar í Evr- ópu að setja dagstimpla á sælgæti. Það sé aftur á móti skylda að lotu- merkja sælgæti en með þeim er hægt að rekja framleiðsludag sæl- gætis. Þrátt fyrir þetta sé sælgæti á markaðnum hérlendis sem ekki er lotumerkt, t.d. smásælgæti sem fer sem bland í poka og fleira. „Okkar reglugerð er byggð á Evróputil- skipunum í þessu tilliti. Hins vegar sjá margir framleiðendur sér hag í því að hafa dagstimpil á sinni vöru. Þeir vilja ekki að sælgætið sé selt of gamalt og þess vegna hefur stór hluti sælgætis dagstimpil," sagði Guðrún Elísabet. Hún segir að Hollustuvernd muni ekki krefjast þess að innflytjandi hamborgarahlaupsins hætti að flytja það inn. „Við höfum engar stærðarreglur að styðjast við og við sjáum ekki að þetta sælgæti skeri sig neitt sérstaklega úr." Kallar á aðgát Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, bendir á að engin löggjöf sé til sern banni sölu á leikföngum sem börn geti sett upp í sig. „Ef eitthvað er ganga Evrópu- þjóðir skemur en t.d. Bandaríkja- menn hvað það varðar. Svokallað Kinderegg, sem er með smáleik- föngum, er t.d. bannað að selja í Bandaríkjunum," sagði Jóhannes. Jóhannes segir að Neytendasam- tökin hafi mótmælt undanþágum sem eru frá dagstimplun sælgætis. Samtökin telja að dagstimplun eigi að vera á öllu sælgæti. „Það er hins vegar mjög erfitt að setja fram kröfu um að sala á sæl- gæti eins og þessu tiltekna hlaupi verði bönnuð. Atvikið kallar hins vegar á verulega aðgát og málið snýr fyrst og fremst að foreldrum. Við leysum svona mál ekki með boði og bönnum en þó hljóta að vera ákveðnar reglur um sælgæti, eins og t.d. eftirlíkingar. Ef um hættu- lega vöru er að ræða á Hollustu- vernd að grípa inn í. Ef hins vegar um leikfang er að ræða sem er bein- línis hættulegt á Löggildingarstof- an að grípa inn í," segir Jóhannes. hvort viðkomandi tilsMpanir hafa verið lögfestar að fullu eða aðeins að hluta. Margar tilskipanir teljast ekki að fullu lögfestar fyrr en við- komandi ráðuneyti hafa gefið út út reglugerðir sem tengjast þeirri lagasetningu sem um ræðir. Þegar aðeins er tekið tillit til þeirra tilskipana sem ekki hafa ver- ið lógfestar að fullu kemur ísland lítið eitt betur út gagnvart hinum EFTA-löndunum í EES, með hlut- fall upp á 93,7%. Noregur hefur að- eins lögfest að fullu 92,7% allra til- sMpananna 1.255 og Liechtenstein aðeins 86,7%. Ef of langur tími líður frá því EES-tilskipun hefur verið sam- þykkt þangað til hún er lögfest get- ur Eftirlitsstofnunin tekdð málið fyrir EFTA-dómstólinn, ef stjórn- völd í viðkomandi ríki fylgja ekki eftir lögfestingarskyldunni. Að þessari lögfestingarskyldu sé framfylgt er nauðsynlegt til að tryggja jafna réttarstöðu fyrirtækja og einstaklinga á innri markaði Evrópu, sem EFTA-ríkin sömdu um aðgang að með EES-samningn- um. Aukin áherzla á að lögfestingu sé fylgt eftir Að sögn Björns Friðfinnssonar, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í mál- efnum EES-samningsins og fyrr- verandi stjórnarmanns ESA, hefur stofnunin komið á framfæri við ís- lenzk stjórnvöld athugasemdum við lögfestingu nokkurra tilskipana, en ekkert þeirra mála mun á þessu stigi vera komið svo langt að fyrir- sjáanlegt sé að það lendi fyrir EFTA-dómstólnum. Framkvæmda- stjórn ESB hefur lagt meiri áherzlu á að lögfestingu tilsMpana sé fylgt eftir og hefur ESA brugðizt við þessu með því að reyna að setja meiri þrýsting í þessa veru á stjórn- völd EFTA-landanna þriggja. Útvarpsstöð í Digranes- skóla ÚTVARP Digró er útvarpsstöð sem nemendur í Digranesskdla í Kópavogistarfrækja nú um helgina. Utvarpið er liður í þemaviku skólans sem haldin er vegna 50 ára afmælis Kópa- vogsbæjar. Nemendurnir hafa sett saman dagskrá með fjöl- breyttu tónlistarefni auk fræð- andi viðtala. Þar má nefna fyr- irlestur um álfa og þjóðtrú sem Magnús Skarphéðinsson hélt á þemadögunum í vikunni og um- ræðuþátt um unglingamál þar sem nokkrir frambjóðendur í bæjarstjórnarkosningunum taka þátt auk tómstundafulltrúa bæjarins og fulltrúa unglinga. Utsendingar standa frá há- degi á laugardegi og sunnudegi og lýkur eftir hádegi á sunnu- dag. Útsendingar Utvarps Digró nást á FM 89,3 á höfuð- borg'arsvæðinu og ákveðnum svæðum á Akranesi og Kefla- vik. Sigurður Guðmundsson, Ivar Þór Axelsson og Teitur Helga- son sitja í beinni útsendingu í Digranesskóla. Morgunblaðið / Þorkell Rflrisstjórii afgreiðir frumvörp um breytingar í skattamálum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra lagði fram á ríMsstjórnar- fundi í gær tvö frumvörp um breyt- ingar á skattalögum en með lögfest- ingu þeirra á annars vegar að gera ýmsar úrbætur varðandi skattlagn- ingu fyrirtækja og hins vegar að fjölga úrræðum skattgreiðenda og fækka tilefnum til málareksturs hjá yfirskattanefnd. Var samþykkt í ríMsstjórninni að leggja frumvörpin fyrir þingflokka stjórnarflokkanna og stefna að afgreiðslu þeirra á Al- þingi fyrir vorið. Annars vegar er um að ræða frumvarp um breytingu á tekju- og eignarskattslögunum sem felur í sér breytingar á skattalegri með- ferð arðgreiðslna milli lögaðila. Er núgildandi regla um heimild til að draga útborgaðan arð frá skatt- skyldum tekjum felld brott en í stað hennar fá fyrirtæM sem fá arð greiddan frá öðrum hlutafélögum heimild til að draga mótteMnn arð frá skattskyldum tekjum. Einnig er lagt til að skatthlutfóll hlutafélaga lækM úr 33% í 30% og sameignar- félaga úr 41% í 38%. Friðrik segir að íslensk fyrirtæM Skatthlutfall fyrir- tækja lækkí um 3% sem eiga dótturfélög erlendis hafi átt í erfiðleikum með að flytja arð heim vegna gildandi reglna sem geta falið í sér svokallaða efnahags- lega tvísköttun. Með breytingunni á að verða auðveldara fyrir fyrir- tæki að ná hagnaði heim. Fresta færslu söluhagnaðar um tvenn áramót Samkvæmt frumvarpinu verður einnig gerð sú breyting á tekju- og eignarskattslögunum að hlutafélög- um og öðrum félögum, s.s. sam- eignarfélögum, verður gert Meift að fresta tekjufærslu söluhagnaðar af sölu hlutabréfa um tvenn áramót frá söludegi. „Þá munu fyrirtæM, sem eiga hlutabréf í öðrum fyrir- tækjum, geta selt hlutabréf sín og beðið með það um tvenn áramót að færa það til tekna og þannig frestað skattlagningunni. Þetta er gert í þeim tilgangi að gefa fyrirtækjum kost á að velja sér nýjan fjárfest- ingarkost í fyrirtækjum. Bæði þessi meginatriði frum- varpsins sem varða meðferð arðs og söluhagnaðar eru til komin vegna þess að hlutafélög eiga í vaxandi mæli í öðrum hlutafélög- um og er með þessu komið í veg fyrir tvísköttun og að skattaregl- urnar séu frábrugðnar því sem annars staðar gerist," segir fjár- málaráðherra. Aðspurður segir ráðherra að breytingarnar muni valda ríkissjóði einhverju tekjutapi miðað við óbreyttar aðstæður, „en við von- umst til að lægri skattar og betra skattumhverfi fyrirtækjanna geri að verkum að reksturinn styrMst og tekjur ríkissjóðs geti vaxið vegna bættrar stöðu fyrirtækjanna. Það er einnig nauðsynlegt að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum en á undanförnum árum hafa þessi at- riði verið teMn upp í einhverju formi meðal nágrannaþjóðanna," segir fjármálaráðherra. Forúrskurðir teknir upp í skatt- kerfinu Ríkisstjórnin samþykkti einnig að tillögu fjármálaráðherra að leggja fram frumvarp til nýrra laga sem felur í sér að tekin verði upp bindandi álit í skattamálum eða svokallaðir forúrskurðir í skattkerfinu. Skv. þessum breyt- ingum er skattborgurunum í til- teknum tilvikum gefinn kostur á að óska eftir bindandi áliti ríkis- skattstjóra um skattalegar afleið- ingar ráðstafana sem þeir ætla að ráðast í. Álit skattstjóra verða bindandi við framkvæmd skatta- mála en heimilt verður að kæra niðurstöðuna til Yfirskattanefhdar og dómstóla. Eiga bæði skattaðili, sem óskar eftir álitinu, og fjár- málaráðherra, þess kost að kæra forúrskurði ríkisskattstjóra skv. frumvarpinu. „Það er teMð mið af dönsku lög- unum frá 1982. Þetta eru úrræði sem hafa rutt sér til rúms í ná- grannalöndunum og eru til þess fallin að menn geti fyrirfram áttað sig á hvernig skattyfirvöld líta á ráðstafanir sem eru ef til vOl á gráu svæði. Þetta ætti að geta orðið til þess að fækka álitamálum sem enda hjá yfirskattanefnd og dóm- stólum," segir Friðrik. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.